Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 'intenning n Umsjón Silja AJalsteinsdóttir Enginn háski Stundum er haft á orði að ekki vanti ofbeldið og háskann í gömlu ævintýrin sem kynslóðir bama sofnuðu út frá áður en sjónvarpið tók öll völd á heimil- unum. Til dæmis getum við lesið harla svakalega hluti út úr frá- sögninni í ævintýri H. C. Ander- sen um Litla Kláus og Stóra Kláus en þar eins og annars stað- ar fer allt eftir framsetningu og áherslum. Og þegar ævintýrið er orðið að leiksýningu á fjölum Þjóðleikhússins er sannarlega enginn háski á ferðum. Sýningin er létt, litrík og fjörug. Persónurnar virka stund- um eins og þær séu fremur af ætt álfa en manna, svo að jafnvel Stóri Kláus í öllu sínu veldi verð- ur merkilega sporléttur á svið- inu. Leiklist Auður Eydal Einhver kann að sakna meiri átaka og skarpari skila á milli góðs og ills í verkinu. En með þessu móti geta jafhvel yngstu bömin notið verksins án þess að verða dauðhrædd við fantinn hann Stóra Kláus, eins og mig minnir að hafi gerst hér á árum áður. Heiðurinn af fallegu yfirbragði uppsetningarinnar, þar sem allt rímar saman, eiga þær Ásdís Þór- hallsdóttir leikstjóri, Ástrós Gunnarsdóttir dansahöfundur og Messíana Tómasdóttir, leikmynd- ar- og búningahöfundur. Lögin hans Jóhanns G. Jó- hannssonar við texta Þórarins Eldjám era fjörug og falleg, falla vel að framvindunni og verða eðlilegur hluti af rennslinu. Það er ástæða til að hrósa leikhópnum og tónlistarstjóranum sérstaklega fýrir góða frammistöðu í skemmti- lega raddsettiun söngatriðunum þó að Öm Árnason í hlutverki djáknans vekti nú kannski allra mesta lukku, bæði fyrir leik og söng. Mörg atriði voru skemmtilega útfærð. Dans- ar og hópatriði era hreinasta augnayndi með öllum fallegu litasamsetningunum hennar Bergur Þór Ingólfs- son tekst hér á við að- alhlutverkið, sjálfan Litla Kláus, og náði vel til bamanna í salnum. Bergur Þór hefur ljóm- andi sviðsframkomu, leikur fyrirhafnarlaust og syngur vel. Hann sannar hér að mikils má af honum vænta í framtíðinni. Sigrún Edda Bjömsdóttir leik- ur Lísu konu hans og getur galdrað sig heila og óskipta í hlutverk ævintýrapersóna eins og ekkert sé. Bryndís Pétursdóttir er indæl amma og Örn Ámason er hreint óborg- anlegur í hlutverki djáknans. Jóhann Sig- urðarson gnæfir mikill á velli yfir aðra leikendur í hlutverki Stóra Kláus- ar. Karlinn sá er mildað- ur mjög og gerður hlægi- legur. Kímnin er reyndar aldrei langt undan í sýn- ingunni og útfærsla leik- myndar og búninga und- irstrikar það. Hópur annarra leikara kemur fram og af þeim má nefha ágæta takta Magnúsar Ragnarssonar og Lilju Guðrúnar Þor- valdsdóttur í hlutverk- um bóndans og konu hans. Það er sem sagt alveg óhætt að fara líka með yngstu börnin á Litla Kláus og Stóra Kláus. Þetta er stílhrein og fjörug sýning og tónlist- in er alveg sérstaklega skemmtileg. Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviðinu: Litla Kláus og Stóra Kláus eftir ævintýri H.C. Andersen byggt á leikgerð Lisu Tetzner C-Þýðing: Marta Indriðadóttir Söngtextar og Ijóð: Þórarinn Eldjárn Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Leikstjóri: Ásdis Þórhallsdóttir Stóri Kláus gnæfir yfir þann litla en sá litli hefur betur samt. Jóhann Siguröarson og Bergur Þór Ingólfsson í hlutverkum sínum. DV-mynd Pjetur Messíönu og gaman er að sjá hvemig leikstjór- inn vinnur markvisst með látbragð leikaranna. Stundum er ekki laust við að andi brúðuleik- húss svifi yfir vötnum i útfærslu á hreyfingum. Yfirbragð sýningarinnar er bernskt og leikend- unum tekst mjög vel að skapa ævintýraheim þar sem enginn er utangátta. Sýningin rann vel á frumsýningu og allir héldu sínu striki þrátt fyrir einhverja dynti í tæknibúnaði fyrir hlé. Skrapatól í Háskólabíói Vinsældalisti L.R. Samkvæmt umbeðnum upplýsingum frá Leikfélagi Reykjavíkur er vin- sælasta sýning hjá þeim - og þar með vinsælasta leiksýning á íslandi, - fyrri uppfærslan á Fló á skinni, en hana sáu tæplega 57 þúsund manns. Aðrar topp- sýningar hjá LR eru Land míns föður, með um 43 þúsund áhorfendur, - og verður þar með lík- lega vinsælust allra sýninga á íslensku leikriti á einu sviði, - Skjaldhamrar og Blessað barnalán með rúnlega 42 þús- und, Ofvitinn með rúm 41 þúsund, Kristnihald undir jökli með 37 þús. og Djöflaeyjan með 35 þús. Á lista LR eru eingöngu sýningar af sviði í Reykjavík, í Iðnó, Austurbæj- arbíói og Borgarleikhúsi. Farandsýn- ingar eru ekki taldar með á listanum. Pilturinn og stúlkan f Landi mins föður: Helgi Björnsson og Sigrún Edda Bjöms- dóttir. Rétt verður réttara Leikfélag íslands brást einnig við fréttatilkynningu Þjóðleikhússins með annarri fréttatilkynningu þar sem þeir leiðrétta „þá rangfærslu" að þeir telji að Stone Free hafi slegið aðsóknarmet allra tima hér á landi. „Slíkt er fjar- stæða,“ segja þeir. „Aðstandendur Leik- félags íslands hafa aldrei nokkum tím- ann látið sér detta í hug, sagt né gefið í skyn að svo sé.“ í auglýsingum sínum hafa þeir einungis bent á að þeirra sýn- ing eigi aðsóknarmet árið 1996: „Þeirri staðreynd fær ekkert breytt, ekki einu sinni einlægur vilji leikhúsritara Þjóð- leikhússins. Aösóknarmet allra tíma hérlendis stendur hins vegar enn óhagg- að hjá Fló á skinni og líklegt er að svo verði enn um sinn.“ Sjálfstætt fólk á ensku Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Hall- dór Laxness er að koma út hjá Vintage- forlaginu í Bandaríkjunum, en það er hluti af Random House út- gáfusamsteypunni. Sagan kom áður út árið 1946 hjá sama forlagi, þá var hún bók mánaðarins og seld- ist í hálfri milljón ein- taka á hálfum mánuði. Samningaviðræður hafa staðið milli Vöku- Helgafells og banda- ríska forjagsins í ár og ber það nú þennan árangur. Bók- in er í þessari útgáfú 506 bls. og mynd á bókarkápu er eftir Louisu Matthíasdótt- ur. Sem stendur era aðeins þrjár skáld- sögur Halldórs Laxness fáanlegar á ensku, auk Sjálfstæðs fólks era það Kristnihald imdir jökli og Atómstöðin. Fór að skúra stiga Sama þýðing er notuð nú og þá, eftir J. A. Thompson sem kenndi hér við há- skólann um skeið. Halldór segir svo um hann i Skáldatíma: „Þegar hann hafði lokið þýðíngunni eftir átta ár þá var það fyrsta verk hans að kaupa sér svuntu skrubbu og skólpfötu og fara að þvo stigana á hóteli nokkra af fimta flokki í Lundúna- borg; þótti honum slíkur starfi hátíð hjá því að þýða Halldór Laxness ... og mátti aldrei framar bók sjá eftir það.“ Svo bætir hann við: „Þessi þróun mannsins kom þó ekki í veg fyrir það að þýðing hans á Sjálfstæðu fólki er með meiri ágæt- Halldór Laxness. um en flestar þýðíngar sem gerðar hafa verið á mínum bókum í nokkru landi og hefur af dómbærum mönnum í Einglandi ver- ið talin meðal snildarverka í enskum þýðíngarbókmentum fyr og síðar.“ verki Brahms var örugglega með því besta sem heyrst hefur á tónleikum Sin- fóníunnar í langan tima. Tækni hans er fullkomin; hver nóta skýr og hin erfið- ustu stökk upp og niður hljómborðið nánast feilnótulaus. Þaö er samt ekki leiknin sem gerir Alexejev að svona stórbrotnum listamanni heldur hin djúpa hugsun og skáldskapur sem lyftir leik hans upp í æðra veldi. Þó var ekki allt eins og best var á kos- ið þama um kvöldið. Píanóið í Háskóla- bíói er óttalegt skrapatól og er hljóm- ur þess sérlega pínlegur í hinum ljóð- ræna píanókonsert eftir Brahms. Það er allt of hvellt og skerandi og langaði mann oft til að halda fyrir eyrum eða troða í þau eymatöppum. Vonandi verður bætt úr þessu fljótlega. Sinfóníuhljómsveit íslands stóð sig líka með sóma. Að vísu var hljómur fiðlanna ekkert alltof snyrtilegur á efstu tónunum í fyrsta kaflanum í pí- I anókonsertinum en þá eru líka | hnökramir upptaldir. Giora Bem- stein er greinflega góður stjórnandi og stýrði hljómsveitinni styrkri hendi. Seinna verkið á efhisskránni var sinfón- ía nr. 7 (af einhverjum ástæðum stund- um sögð vera nr. 9) eftir Schubert; flutn- ingurinn var yfirleitt hinn prýðilegasti. Þetta er erfið sinfónía; vandinn liggur m.a. í þvi að láta ljóðrænuna, sem ein- kennir Schubert, skína í gegnum allt verkið - líka í krciftmestu köflunum. Þetta tókst ekki alltaf en margt var þó afar fallega gert, sérstaklega annar þátt- urinn sem var hrífandi fagur. Tónleikar vora með Sinfóníuhljóm- sveit íslands í gærkvöldi. Á efrisskránni voru tvö verk eftir tónskáld sem bæði eiga afmæli á árinu, Jóhannes Brahms, sem dó fyrir hundrað árum, og Franz Schubert, sem kom í heiminn fyrir heil- um tveimur öldum. Einleikari með hljómsveitinni var rússneski píanósnill- ingurinn Dmitri Alexejev, en stjórnandi Giora Bernstein. Fyrra verkið var píanókonsert nr. 1 opus 15 eftir Brahms. Það er frábær tón- smíð, fúll af hamslausum tflfinningum, ljóðrænni fegurð og skáldskap. Einleiks- hlutverkið er mjög vandasamt; túlkunin þarf að vera rómantísk en þó um leið út- hugsuð - píanóleikarinn verður að vera tilfinningaríkur en samt agaður og var- ast hvers konar tilfinningasemi. Slíkt er ekki á allra færi; alltof mikið er tfl af pí- anóleikurum sem hafa ekki enn áttað sig Tónlist Jónas Sen á að tuttugasta öldin er gengin í garð og spila með þvílíkri væmni og látum að maður fer hjá sér. Sem betur fer er Dmitri Alexejev ekki þannig náungi - hann er alvöra slaghörpuleikari, ekki slagherpir. Hver nóta sem hann sló á pí- anóið á tórileikunum var þrungin dýpt og innsæi og var helber dásemd að hlýða á hann. Flutningur hans á þessu stór- Dmitri Alexejev: Alvöru slaghörpuleikari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.