Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 Spurningin Lesendur Hvar vildir þú helst vera stödd/staddur núna? Herdis Helga Schopka leiðsögu- maður: Einhvers staðar í hitabeltis- skógi í Suður-Ameríku. Ari Guðmundsson sjómaður: Á sólarströnd. Lilja Dögg Ásgeirsdóttir nemi: Á Bahamas. Barði Guðmundsson: í Cape Town. Sólveig Edda Cosser nemi: í Skot- landi. Þar er frábært. Elfa Björk Ágústsdóttir nemi: Ég vildi líka vera í Skotlandi. Óburðugur bréfaút- burður Pósts og síma Ætlar Póstur og sími að breyta fyrirkomulagi á póstdreifingu í Reykjavík? - Póstur til aiþingis. Einar Bjarnason skrifar: Fyrir nokkrum árum gat maður treyst því að póstur væri borinn út tvisvar á dag. Þetta er þjónusta sem er afar mikilvæg og þeir eru æði margir sem bíða spenntir eftir sín- um pósti. Þar sem ég þekki til er- lendis er borinn út póstur tvisvar á dag - eða þá að hann er borinn út snemma morguns. Tvisvar á dag er þó algengara. Hér í Reykjavík er pósturinn á ferð einu sinni á dag, ekki á morgn- ana, heldur síðdegis. Þessari þjón- ustu Pósts og síma hefur því stór- lega hrakað með árunum og það er mjög ámælisvert. Ég veit að flestir vildu geta fengið sinn póst heim árla morguns og þannig sinnt því sem kann að berast í pósti samdæg- urs, svo sem að svara bréfum eða nálgast það sem tilkynnt er að liggi ósótt í pósthúsi, o.s.frv. Ef maður lítur til þjónustu dag- blaðanna þá eru þau borin út árla morguns sérhvern virkan dag. Morgunblaðið og Dagur-Tíminn eru komin inn um bréfalúguna hjá flest- um áður en haldið er til vinnu og blöð DV berast eldsnemma þá daga sem til stendur að bera þau út að morgni, mánudaga og laugardaga. Mér finnst afar óeðlilegt að Póst- ur og sími, þetta nýbakaða einkafyr- irtæki sem það á að vera orðið, skuli ekki geta haldið i við blaðaút- burðinn og skilað manni póstinum að morgni dags. Það er kannski ekki svo vitlaust fyrir Póst og síma að gera fyrirspurn hjá dagblöðun- um um hvort þau geti annast póst- dreifingu fyrir borgarbúa. Það er satt að segja ótækt að fá ekki betri þjónustu hvað póstinn snertir en hér er raunin á í dag. Fróðlegt er aö heyra hvaö yfir- stjóm eða viðkomandi yfirmenn hjá Pósti og síma hafa að segja um þetta umkvörtunarefni. - Stendur til að bæta úr þessu ástandi eða taka upp breytt fyrirkomulag á póstburði í borginni þannig að pósturinn berist okkur á morgnana? Hefur Póstur og sími hug á að kanna hagkvæmni þess að kaupa þessa þjónustu af öðr- um aðilum, t.d. dagblöðunum? Póst- ur og sími þarf að vera opinn fyrir því að leita hagkvæmustu lausnar i þessu máli. Og ekki síður eftir að búið er að einkavæða starfsemina, a.m.k. að nafninu til. Mikil gæði póstþjónustunnar - svar frá Pósti og síma Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltr. P&S, skrifar: Ekki veit ég hvar bréfritari býr, en meginreglan i póstútburði er sú að póstur er borinn út á morgnana. Bréfberarnir mæta til vinnu kl. 8 og flokka póstinn sem tilheyrir þeirra hverfi og leggja af stað um leið og því er lokið, upp úr kl. níu. Lang- flestir bréfberanna eru aðeins í hálfu starfi og ljúka verki um há- degisbil. Aðrir em í fullu starfi með tvö hverfi, og þá borið út í öðm hverfinu eftir hádegi, en slíkt er sjaldgæfara. Póstur sem berst yfir daginn er fluttur í póstmiðstöð og flokkaður fram á kvöld. Snemma morguns er ekið með hann á pósthúsin. Þar taka bréfberamir við honum, flokka eftir húsnúmemm og fjölskyldum, og fara með allt í einni ferð. Því er ekki talin þörf á að bera út póst tvisvar á dag, og er sá siður víðast aflagður. Vegna misjafin-a þarfa einstak- linga býður pósturinn svokallaða fyrirtækjaþjónustu og sækir þann póst sem á að senda, einu sinni eða tvisvar á dag, eftir óskum viðskipta- vinarins. - Ef til vill hefði Einar áhuga á þess konar þjónustu. Gæði póstþjónustu á íslandi eru mikil, og 85% landsmanna lýsa yfir ánægju með póstþjónustuna eins og hún er nú. Ekki yrði auðvelt að verða við óskum Einars um að bera út póst fyrr á morgnana, t.d. milli kl. sex og níu. Efiðara yrði að fá fólk í vinnu á þeim tíma sólarhringsins, launakostnaður myndi hækka og þ.a.l. burðargjöldin líka. Þegar unnið hefur verið að því að bæta póstþjónustuna á imdanfórn- um árum hefur fyrst og fremst ver- ið miðað að þvi að stytta þann tíma frá því að bréf er póstlagt þar til það berst viðtakanda. Því er farið að flytja póst um nætur með bifreiðum frá Reykjavík alla leiö austur á Eg- ilsstaði og norðurleiðina til Akur- eyrar. Þannig er hægt að koma bréfi sem er póstlagt fyrir ákveðinn tíma í dag heim til viðtakanda á morgun. Betri þjónustu er vart hægt að fá, nema þá að greiða miklu meira fyr- ir hana. Seinleg umferðaræð í Ártúnsbrekku Guðmundur Anton skrifar: Talsvert hefur verið rætt og ritað um hámarkshraða utan borgar- marka. Mér finnst að huga mætti vel að því er snertir svæðið í kring- um Ártúnsbrekkuna. Þar er búið að bæta við akreinum í gríð og erg. í stað tveggja eru sums staðar komn- ar fjórar. Það liggur við að maður fái víðáttubrjálæði á köflum, og finnist maður verða að skipta um akreinar miklu oftar en ella. Þetta er orðið eins og í helstu hraðbrautarlöndum Evrópu þar sem liggur við að menn reyni að brjóta hljóðmúrinn með glanna- Þao ætti ao hækka hamarkshraðann upp í a.m.k. 95 km/klst. og það án taf- ar, segir m.a. í bréfinu. akstri og umferðarofsa. En munur- inn er bara sá að hér á landi er að- eins leyft að aka á 60 km/klst. Það er varla að hægt sé að komast upp í fjórða gír. Það má líkja þessu við snigla- kapphlaup, því slíkur er seinagang- urinn. - Ekki nóg með það, heldur liggur lögreglan í leyni hvarvetna til að góma allt kvikt á hjólum sem gerist svo bíræfið að aka yfir há- markshraða. Það ætti að sjálfsögðu að hækka hámarkshraða upp í a.m.k. 95 km/klst. og það án tafar. Það mætti hins vegar huga að því að flytja inn 3ja gira kraftsnauða bíla, sem ef- laust yrðu mun ódýrari á allan hátt. Það yrði eflaust talið til bóta í um- ferðarmenningunni. þjónusta allan —=----^ f síma 5000 kl. 14 og 16 DV íslenskur texti Samúel Bjarki skrifar: Mikil áhrif erlendra tungumála á aHflestum sviðum er engin leynd. í kjölfar þess koma svo hinar leiðigjömu málslettur og kækir. Þar má nefna erlenda tónlist sem landsmenn hlusta íviö meira á en íslenska. Hvem- ig væri að þýða textabækur sem fylgja erlendri tónlist? Bæði myndi það auka enskukunnáttu landsmanna og fólk gæti þá sungið lögin á íslensku. Hvemig væri að stofiia útvarpsstöð sem léki aðeins íslenska tónlist, því úr nógu er að moða í þeim efn- um. Góðar mjólkur- fernur Þórunn hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna þeirra mörgu sem hafa ekkert betra við tíma sinn að gera en rægja blessaðar mjólkur- femurnar sem notaðar em á Reykjavíkursvæðinu. Að ómögu- legt sé opna þær? Að sjálfsögðu ekkert mál, hvílíkur klaufaskap- ur. Ég myndi ekki fýrir nokkum mun vilja skipta á þessum sem fást hér í Reykjavík og hinum sem seldar era úti um land. Mjólkurfernumar í Reykjavík era þær bestu sem eru á markað- inum. Hvalfjarðar- bændur í fýlu Bjöm Ingibjartsson skrifar: Ég hef eins og margir aðrir fylgst með umræðunni um álver í Hvalfirði. Mér finnst óþarfi hjá þessum bændum þarna að fara svona í fýlu þótt ríkið kaupi ekki af þeim jarðirnar dýra verði. Þessir bændur hafa haft Hval- fjörðinn fyrir sig í þúsund ár og búið að hreinu og ómenguðu lofti og vatni og ósnortinni nátt- úru. Það er hins vegar ekkert nema kostnaðurinn af því að hafa bændur þama. Skila þeir einhverju í þjóðarbúiö? Tekjur af álveri myndu þó allar götur létta undir við að senda bændum meira fé, en staðreyndin er þó sú að skattpíndir launamenn geta ekki sent, hvorki Hvalfjarðar- bændum né öðrum bændum meira fé. Fjárkúgun Georg Haraldsson skrifar: Ég vil benda GSM-símnotend- um á að það er stór hængur á kerfinu. - Sé maður sem er með símann í þjónustu hjá Pósti og síma hér staddur í Þýskalandi og fái upphringingu frá manni í Noregi þá hefði maður haldið aö sá norski borgaði brúsann. Svo er ekki. Norðmaðurinn borgar símtalið til íslands en hinn frá íslandi til Þýskalands. Það er auðvitað út í hött að þurfa að greiða stórfúlgur aðeins vegna þess að hringt er í mann! Póstur og sími ætti að hugsa þetta atriði nánar. Ég nota minn sima aðeins erlendis, og þar sem ég hef hvorki þekkingu né feitan launa- seðil veldur þetta mér miklum vanda. Við borgum ekki, við borgum ekki Hallgrímur hringdi: Nú eru fjárhagsvandræði Borgarleikhússins enn einu sinni í sviðsijósinu. Þeir sem stjóma þessu nýja leikhúsi verða einir og sér að koma rekstrinum á réttan kjöl og standa og falla meö honum. Sí- fellt er verið að vega og meta stöðuna, sem þýðir það hér á landi að skattborgaramir greiða með einhverjum hætti. Nú er þessu lokið hvað Borgarleikhús- ið snertir. Við borgum ekki, við borgum einfaldlega ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.