Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 9 dv Stuttar fréttir Útlönd Hótar skæruliöum Alberto Fujimori, forseti Perú, hét því í gær að þurrka út hreyf- ingu skæruliðanna sem halda 73 manns í gíslingu í bústað jap- anska sendiherrans í Lima. Enn gegn ESB Thorbjarn Jagland, forsætis- ráðherra Noregs, segir ekki í bí- gerð að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu, ESB, í nánustu framtíð. Lofar greiðslum Á fundi með Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, lofaði Bill Clinton Bandaríkjafor- seti að greiða skuldir Banda- ríkjanna til samtakanna. Annan lofaði á móti að gerðar yrðu víðtækar endurbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Vopnaðir verðir Alþjóða Rauði krossinn íhugar að láta vopnaða verði gæta starfs- fólks samtakanna í Rúanda í kjöl- far morðanna á þremur spænsk- um hjálparstarfsmönnum. Djöfladýrkendur teknir 45 ungir Egyptar voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 15 daga vegna gruns um djöfladýrk- Papon fyrir rétt Hæstiréttur Frakklands úr- skurðaði í gær að réttað yrði yfir Maurice Papon, æðsta fulltrúa Vichy-stjórnarinnar í stríðinu. Hann er sakaður um aö hafa flutt 1500 gyðinga í útrýmingarbúðir nasista. Leiðtogum sleppt Lögreglan í S-Kóreu sleppti í gær úr haldi íjórum verkalýðs- leiðtogum eftir að ákæra á hend- ur þeim var felld niður. Vilja heim Fimm af sextán liðsmönnum eþíópíska landsliðsins í knatt- spymu, sem leituðu pólítísks hælis á Ítalíu, vilja nú halda heim. Jemima i baráttuna Jemima Khan, auðug eigin- kona fyrrum pakistanska krikketleikar- ans Imrans Khans, tók í gær í fyrsta sinn þátt í kosningabar- áttu manns síns sem myndaði stjómmála- flokk fýrir 9 mánuðum. Imram hefúr verið sakaðrn- um þiggja fé af tengdafoður sínum sem er gyð- ingur. Misskildir leiðtogar Franski hægrimaðurinn Jean- Marie Le Pen, sem er í heimsókn í Pale í Bosníu, hyllti í gær leið- toga Bosníuserba og sagði þá misskilda. Myrða óbreytta borgara Hermenn í Rúanda hafa myrt rúmlega 50 óbreytta borgara í þessari viku, að því er hjálpar- starfsmenn greina frá. Reuter Þingmaöur rotaður í aðgerðum lögreglu í Serbíu í gær: Löggan réðst á fólkið með kylfum Mikil harka hljóp í mótmælaað- gerðir í borgum og bæjum Serbíu í gær eftir að lögregla hafði ráðist til atlögu gegn mótmælendum á þjóð- vegi 140 km suður af Belgrad og lát- ið kylfuhöggin dynja á fólkinu. Lögregla lét til skarar skríða í nokkrum borgum og í tilraim til að leysa upp mótmæli sem staðið hafa 67 daga í röð. Krefjast mótmælend- ur þess að stjómvöld viðurkenni kosningasigm stjómarandstöðunn- ar í 14 borgum, þar á meðal Belgrad, en stjórn sósíalista ógilti sigurinn vegna meints kosninga- svindls. Óeirðalögregla var send til þjóð- vegarins nærri bænum Kragujevac þar sem hundruð mótmælenda höfðu lokað veginum til að mót- mæla yfirráðum sósíalista yfir sjónvarpsstöð héraðsins. Þingmað- urinn Zoran Simonovic var rotaður með kylfiun og fluttur meðvitund- arlaus á sjúkrahús. Hann komst til meðvitundar í gærkvöld en verður nokkrar vikur að ná sér af höfuð- meiðslum, að sögn lækna. Simonovic sagði fréttamanni Reuters, þar sem hann lá á sjúkra- húsinu, að hann furðaði sig á því hatri og hreinræktaða æði sem runnið hefði á lögreglumennina. Þeir hefðu vaðið fyrirvaraiaust á fólkið sem sat friðsamt á veginum og látið kylfuhöggin dynja á því. Alls særðust 15 manns í átökunmn. „Mig hafði aldrei dreymt um að sjá þvilíkt hatur skína úr augum nokkurs manns,“ sagði Simonovic. Talsmenn mótmælenda hvöttu sitt fólk til að halda ró sinni í gær- kvöld og sögðu að rósemdin mundi hitta ráðamenn verst fyrir. Reuter Óeirðalögregla beitti kylfum á mótmælendur á þjóðvegi skammt suður af Belgrad í gær. Réöst lögreglan fyrirvara- laust á fólkið og slösuðust 14 manns. Þingmaður var rotaöur og verður nokkrar vikur að ná sér. Sfmamynd Reuter Biður Clinton að miðla mál- um í Alsír Einn helsti leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Alsír, Hocine Ait Ahmed, hvatti í gær Bill Clinton Bandarikjaforseta til að útnefna sáttasemjara til að hjálpa til við að binda enda á hryðjuverk íslamskra bókstafs- trúarmanna. Undanfamar tvær vikur hafa 170 manns látið lífið í sprengjutilræðum og árásum íslamskra skæruliða. Ahmed sagði við fréttamenn í Róm í gær að öngþveiti ríkti í Alsír og að Frakkar, sem hefðu náin samskipti við stjómvöld í Alsír, bæm fyrst og fremst ábyrgð á aðgerðaleysi umheims- ins. Félagar í mót- orhjólagengj- um skotnir í Noregi Skotið var á tvo félaga í norska mótorhjólagenginu Út- lögum á miðvikudagskvöld og særðist annar þeirra alvarlega, að því er norska lögreglan greindi frá í gær. Annar maim- anna var skotinn i bijóstið í klúbbhúsi félagsins en hinn var skotinn I fótinn fyrir utan bygg- ingu í Ósló. Fimm manns vora handteknir vegna málsins. Útlagamir eru í tengslum við mótorhjólagengið Bandidos sem á í striði við Hells Angels. Vara við hungursneyö I fyrrum Júgóslavíu Yfir tvær milljönii- manna í fyrrum Júgóslavíu eiga á hættu aö svelta með vorinu verði ekki gripið til aðgerða, að því er tals- menn Sameinuðu þjóðanna greindu frá í gær. í yfirlýsingu stofnunarinnar sagði að hætta væri á óstöðug- leika í Bosníu ef nær tvær millj- ónir manna fengju ekki nægileg- an mat. Matarskortur myndi einnig hijá hundrað þúsunda flóttamanna í Serbíu, Svartfjalla- landi og austurhluta Slóveníu. Hvetja Sameinuðu þjóðimar til þess að strax verði hafist handa því það taki þrjá mánuði aö koma matargjöfúm til viðtak- enda. Reuter Hart sótt að Jeltsín í báðum þingdeildum Efri deild rússneska þingsins hvatti í gær Borís Jeltsín Rúss- landsforseta til að reka einn helsta ráðgjafa sinn, kaupsýslumanninn Borís Berezovsky. Hann hefúr verið gagnrýndur fyrir að leggja til að kósakkar í suðurhluta Rússlands fái að bera vopn 1 sjálfsvamarskyni. Einnig hefúr verið hart sótt að Jeltsín í neðri deild þingsins þar sem rætt hefur verið um að hann segi af sér vegna heilsubrests. í dag verður fjárlagaframvarp rússnesku stjómarinnar til um- ræðu í neðri deild þingsins. Komm- únistaflokkurinn, sem er stærsti flokkurinn í neðri deildinni, segir stuðning sinn við frumvarpið háðan því hversu fljótt stjómvöld greiði milljónum fátækra Rússa laun og lifeyri. Reuter ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjómar og í önnur trúnaðarstörf Verkakvennafélagsins Framsóknar fyrir árið 1997, og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þessi störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 31. janúar 1997. Hveijum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipholti 50 A. Stjórnin HELGHRTI LBOfl # 4 MM Smiðjuvegi 2 MM Fákafeni 9 MM Reykjavíkurvegi 64 N autafram h ryggjafi le 1.250 kr./kg. r Urbeinað svínalæri 650 kr./kg. Allt álegg með 10% afslætti um helpina. Svínalundir 995 kr./kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.