Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ný Lokasenna íslendingar eru menningarþjóð og hafa löngum haft gaman af að deila um menningarmál. Sumar menning- ardeilur hafa jafnvel orðið svo frægar að komast á blað í sögunni, til dæmis deilur Jónasar Hallgrímssonar og Sigurðar Breiðíjörð um rímur á öldinni sem leið, deilur Benedikts Gröndal og Gests Pálssonar um rómantík og raunsæi undir síðustu aldamót og deilur Sigurðar Nor- dal og Einars H. Kvaran 1925-27 sem er „einhver glæsi- legasta andleg glíma sem háð hefur verið á íslandi á þessari öld,“ að mati Sveins Skorra Höskuldssonar pró- fessors í nýjum Andvara. Nýjustu deilurnar um menn- ingarmál eru líka eins og beint út úr bókmenntunum. í myndarlegri afmælisveislu Leikfélags Reykjavíkur 12. janúar sl. gat aðkomumaður horft og hlýtt á ræðu- menn og aðeins séð þar vel máli farna fulltrúa annarra „ríkja“ í ríkinu. Hætt er þó við að gesturinn hefði fljót- lega orðið var við ólgandi undiröldu, eins og Grímur Thomsen lýsir í kvæðinu um Goðmund á Glæsivöllum: En bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt, í góðsemi vegur þar hver annan. Ein ræðan vakti sérstaklega hörð viðbrögð fjölmiðla, enda vék hún að fjölmiðli og fjölmiðlar hafa mestan áhuga á því sem um þá sjálfa er sagt. Stóryrðin hafa síð- an gengið á víxl milli höfuðandstæðinganna, Stefáns Baldurssonar þjóðleikhússtjóra og Jóns Viðars Jónsson- ar, leikhúsgagnrýnanda Sjónvarpsins, en vissu listrænu hámarki var náð í Degi-Tímanum á laugardaginn var þegar gat að líta á einni opnu vammir og skammir leik- húsfólks um Jón Viðar og svar hans, langt og ítarlegt. Bæði uppsetning á síðu og tónn minnti á eddukvæðið Lokasennu, þúsund ára gamalt en þó sem nýtt. Fyrir þá sem ekki eru nýlesnir í kvæðinu skal það rifj- að stuttlega upp: Þar segir frá því þegar Ægir bauð ásum til öldrykkju og allir komu nema Þór, hann var í austur- vegi. Loki er rekinn úr veislunni en kemur aftur og vill sættir. Bragi neitar og þó að Óðinn láti að vilja Loka er skaðinn skeður. Loki byrjar á að brigsla Braga um hug- leysi, síðan Iðunni um vergirni, Gefjun um hórdóm, Óðni um hlutdrægni og ergi og svo framvegis, og hefur mál sitt við hvem og einn með orðunum „Þegi þú...“. „Hann er fimur að grípa orð manna á lofti,“ segir Einar Ólafur Sveinsson í íslenskum bókmenntum í fomöld, „finnur óðara hverjum viðmælanda sínum eitthvað til háðungar og svívirðingar, hirðir lítt hvort menn leggja illt til hans eða ekki, tunguskæður og óþveginn, ... ekki verður séð að það særi hann mikið, þó að aðrir telji vammir hans, en hann lætur ekki upp á sig standa, og honum er yndi að bera það á hræsibrekkur, hverjar gyðjur hann hafi komist yfir.“ Einar Ólafur bendir líka á að loginn í kvæðinu komi af því að skáldið hafi nautn af að guðlasta; þar hafi það hitann úr. Kvæðið endar á því að Þór gengur í salinn og þeir Loki eigast stuttlega við áður en Loki hörfar fyrir Þór: en fyrir þér einum mun eg út ganga, því að eg veit að þú vegur. Það er ekki lítils virði að eiga þúsund ára gamlan arf til að átta sig á nútímanum. Silja Aðalsteinsdóttir „Krafan er: slökkviö næturljósin, færiö okkur stjörnurnar aftur!" Hvað er að gerast? .... vitin á manni skinku Kiallarinn eða hyað það er sem njanaiimi Danir grundVaiia nt sitt á. Þetta er þeim mun sérkennilegra sem Demir standa um þessar mundir með pálmann í höndunum í efnahagsmálum, at- vinnuleysi hopar hratt og hagvöxtur ríkur upp. Annað sem vekur at- hygli er hve lausir Danir virðast við for- vitni um umheiminn, þáð er rétt að blöð og sjónvarp kinki kolli til Vesturbakkans, Serba eða hvað það er sem baðar út öngum á „Raflýsingarsukk borganna með neonljósaskiltum hefur svipt borgarbúann bróðurpartinum af stjörnunum, Ijósmóðan sem liggur yfír þéttbýlissvæðum þurrkar stjörnuhimininn af sjón- himnunni Pétur Gunnarsson rithöfundur Þegar skyggnst er yfir fréttasviðið danska vekur at- hygli hve atvinnulíf- ið skipar lítiifjörleg- an sess og efnahags- mál. íslendingur hlýtur að spyrja sig hreinlega hvernig slikt samfélag fái staðist, hafandi í huga allt það rými sem atvinnuvegimir krefjast heima, þ.e.a.s. vitaskuld sjávarútvegurinn með sínum botn- fisksafla, útsjávar- rækju og uppsjávar- fiski - alveg sama hvað, bara það sé fiskur, má vera fiskfarmur sem hefur skutlast af bílpalli á Skúla- götunni, „það var fyrir fisk að þessi fréttatími var sagður“. Og svo náttúrlega staðsetning nýs álvers og bilun í hreinsibúnaði þessara sem eru fyrir og nauðsyn á sveigjanlegum mengunarstöðl- um til að Island geti orðið útblást- ursrör hins álvædda heims. Hjá Dönum Aftur á móti í Danmörku eftir mánaðar þaullestur danskra blaða og fréttagláp, er ég litlu nær um á hverju þessi þjóð þrífst. Það er ekki eins og svín séu rýtandi bróð- urpartinn af kvöldfréttatímanum eða alltaf sé verið að reka upp í heimsrásinni hverju sinni. Að öðru leyti halda þeir sig mestan part heima. Beina kastljósinu að eigin ranni. Fyrir vikið er ekki sá þjóðlifskimi að ekki hafi verið vandlega sópað og rykglófatestað, allt er jafnóðum tekið til umfjöli- unar og krufið til mergjar: ber að fóðra svani nú þegar vötn eru á is? Á að stækka Konunglega leikhús- ið? Þarf að þyngja refsingar við of- beldi? Debattkvörnin gengur stöðugt og jafnt og til marks um hve Danir eru vandlega búnir að gera hreint fyrir sínum dyrum þessa dagana er það „ljósmengun himingeimsins“ sem hæst ber á blaðsíðum hér í neðra. Raflýsingarsukk borganna með neonljósafári og ljósaskiltum hef- ur svipt borgarbúann bróðurpart- inum af stjörnunum, ljósmóðan sem liggur yfir þéttbýlissvæðum þurrkar stjörnuhimininn af sjón- himnunni, aðeins allra skærustu himnakroppar ná að skína í gegn. Krafan er: slökkvið næturljósin, færið okkur stjörnumar aftur! Atvinnulífsumræöan Trúað gæti ég að einhverjum þætti þetta þarflaust tal á Fróni. En ég spyr á móti: þessi eilífa endalausa atvinnulifsumræða á ís- landi, ber hún ekki keim af al- þekktu trixi sem felst í því að forð- ast að tala um það sem máli skipt- ir? Svipað og hjón sem eru komin á það stig að það er stórhættulegt fyrir þau að talast við og jafngild- ir því að ferðast með lifandi eld hringinn í kringum opna bens- íntunnu. Það ríður á að tala um eitthvað annað eða láta fjölmiðl- ana um sprokið eða hreinlega vera ekki til staðar - vera í vinnunni. Og þessar endalausu erlendu fréttir heima, gefur ekki auga leið hve miklu fyrirhafnarminna það er að hirða bara aðsendar fréttir utan úr háloftunum, ekki takmörk fyrir því sem getur verið að gerast annars staðar. Á meðan liggur í þagnargildi það sem máli skiptir og heitast brennur: lífið sem at- vinnuvegunum er ætlað að færa fram, hvernig því er háttað, líðan fólksins og lífsmöguleikar. Pétur Gunnarsson Skoðanir annarra Þrátt fyrir stóriðjuna „Ég vil biðja fólk um að láta ekki deigan siga við uppbyggingu á öðrum atvinnurekstri því álver er ekki það eina sem unnið hefur verið að í atvinnu- málum hér á svæðinu.... Ferðaþjónusta hefur einnig aukist og hvort tveggja, ferðaþjónusta og uppbygg- ing sumarbústaðasvæða, hefur borið góðan árangur. Sú uppbygging hefur farið fram þrátt fyrir að stór- iðja hafi verið rekin á Grundartanga í tæp 20 ár og ekki hef ég heyrt að stóriðjan hafi að nokkru leyti staðið í vegi fyrir þeirri uppbyggingu." Jón Valgarðsson í Mbl. 23. jan. Óvissa í skattastefnu „Vandi aðila vinnumarkaðarins er ekki aðeins sá að ná saman sín á milli heldur sú óvissa sem ríkir í skattastefhu rikisstjómarinnar. Enginn veit hvernig tekjuskattar verða hér á landi á þessu og næsta ári og þar er fjármálaráðherrann sjálfur ekki undanskil- inn. Hvemig launþegar eiga að ganga frá samning- um við atvinnurekendur þegar þeir vita ekki hversu miklum hluta launa sinna þeir fá að halda eftir er í raun illskiljanlegt. Baráttan snýst ekki um fjárhæð- ir á launamiða heldur ráðstöfunartekjur í launa- umslaginu þegar keisarinn hefur tekið sitt.“ Úr Viðskiptablaðinu 22. jan. Ferðamaður Ferðamálaráðs „Dæmigerður ferðamaður Ferðamálaráðs kaupir dýra ferð til íslands til þess fyrst og fremst að njóta návistar ósnortinnar náttúru. En flest er gert til að koma í veg fyrir að gera honum það mögulegt. Ef til vill mætti bæta einni spumingu í könnun um álit út- lendinga á ferðamannalandinu: - How do You like Ferðamálaráð og þau gróðasjónarmið sem það stend- ur fyrir.“ OÓ í Degi-Tímanum 23. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.