Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Page 13
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 13 Höfnum mengandi stóriðju Iðnaðarráðherra telur sér sæma að fullyrða, að sú sterka andstaða, sem myndast hefur gegn frekari stóriðju á Grundar- tanga, sé of seint fram komin. Hann getur ekki afgreitt afstöðu þeirra, sem málið varðar, út af borðinu á þennan hátt. Tillaga Hollustuverndar að starfsleyfi fyrir álver á Grundar- tanga hefur vakið hörð viðbrögð, sem umhverfisráðherra hlýtur að vega og meta áður en hann af- greiðir starfsleyfið. Hagsmunir í húfi Miklir hagsmunir eru í húfi í næsta nágrenni iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Þar eru vatns- verndarsvæði, veiðivötn og veiði- ár, sem er hætta búin vegna mengunar. Þar er vaxandi ferða- þjónusta og lífræn ræktun, sem á ekki samleið með mengandi stór- iðju. 180 þús. tonna álver á Grundartanga mundi gjörbreyta möguleikum til annarrar at- vinnustarfsemi í Hvalfirði. Hörð andstaða íbúa í nágrenni iðnaðar- svæðisins vitnar um aukinn skilning á nauðsyn umhverfis- verndar og þeim miklu möguleik- um, sem felast í hreinu umhverfi og litt snortinni náttúru. Af gögnum er ljóst, að engin til- raun hefur verið gerð til að meta áhrif stóriðjurekst- urs á aðra atvinnu- starfsemi í nær- liggjandi héruðum, s.s. lifræna ræktun, vinnslu matvæla og ferðaþjónustu. Það liggur þó i augum uppi, að jafnvel þótt hægt væri að leggja fram sannanir um '"......' .'' skaðlitla mengun hlýtur nálægð álverksmiðju að hafa neikvæð áhrif á atvinnurekstur, sem bygg- ist á hreinu umhverfi. Er eitt- hvert vit í því að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? ^ÍVRf? ERU NÖ , (RrUlR’, S?EFS1rKVÆ9IN?) 70, HÉRNR SJFfftlR DETTR EKKI, HEYR IKW m! EF 330 G-ERIR PEÍTR NOK'K'f?OM SIMNOM mm 06 tiMli* UW HRINGrTOM RFTOR, PJflMRINN MNN" Fundir og áminning - einu tilgreindu úrræöin, segir m.a. í grein Kristínar. Áminning eina úrræöiö! Tillaga Hollustuverndar að starfsleyfi er um margt gagnrýni verð. Fráleitt er að miða við 180 þús. í stað 60 þús. tonna fram- leiðslu, þar sem allt er á huldu um virkjanaframkvæmdir í því sam- hengi, og margt getur breyst í „Af gögnum er Ijóst aö engin til- raun hefur verið gerö til aö meta áhrif stóriöjureksturs á aöra at- vinnustarfsemi í nærliggjandi hér- uöum, s.s. lífræna ræktun, vinnslu matvæla og feröaþjónustu. “ mengunarvörnum áður en til stækkunar kæmi. Engin skilyrði eru sett um útlit og ytra umhverfi verksmiðjunnar til þess að draga úr sjónmengun. Gert er ráð fyrir eftirliti með mengun, en afar veigalítil úrræði er að fínna, ef eft- irlit leiðir í ljós áhrif mengunar umfram það sem búist er við. Einu tilgreindu úr- ræðin eru að halda fundi, og í greinar- gerð er talað um möguleika á áminn- ingu! Ekki er gert ráð fyrir vothreinsun og viðmiðunarmörk árs- meðaltals af brenni- steinstvíoxíði á tonn- ið af áli er tífalt á við það sem gildir t.d. í Noregi. Með vot- hreinsun væri unnt að minnka stórlega mengun lofts af brennisteinstvíoxíði og tryggja betri hreinsun á flúoríði úr kerreyk. Loks ber að minna á, að íslensk stjómvöld hafa skuldbundið þjóð- ina til þess að draga úr losun koltvíoxíðs út i andrúmsloftið og leggja þar með sitt af mörkum til Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans þess að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum lofthjúpsins. Með aukinni álvinnslu mun koltvíoxíðmeng- un aukast vemlega. Áform um eflingu skógræktar á næstu áratugum vega harla lítið upp á móti þeirri aukningu. Og það er engin lausn að vísa á aðra heppi- legri staði fyrir ál- ver. Mengun and- rúmsloftsins yrði sú sama, hvar sem það yrði sett niður. ímyndin í hættu Stóriðja hefur af- drifarík áhrif á land- nýtingu og annan at- vinnurekstur. Ef ál- ver kemur við hlið járn- blendiverksmiðjunn- ar verður það hlut- skipti fjölmargra veg- farenda að aka fram hjá a.m.k. tveimur stóriðjuverum, sem ásamt stórbrotnum háspennulínum - allt að fjórfoldum - hljóta að spilla ánægjunni af fjallasýn og fegurð Hvalfjarðar og ná- grennis. Það getur tæpast talist samrým- anlegt þeirri fmynd landsins, sem reynt hefur verið að mark- aðssetja með tilliti til ferðaþjónustu og lleiri atvinnugreina. Fátt er jafn mikilvægt ...——fyrir þróun mannlífs í þessu landi og að halda umhverfinu svo hreinu og óspilltu sem frekast er unnt. Höfn- um mengandi stóriðju og horfum til annarra kosta, sem byggjast á hreinu og óspilltu umhverfi. Kristfn Halldórsdóttir Alver fyrir hvern? Umræðan um væntanlegt álver á Grundartanga er nú orðin ansi fyrirferðcirmikil í fjölmiðlum, eins og oft vill verða þegar málstaður- inn er á veikum grunni byggður með háum gjallanda. Helstu málsvarar þess að ekki verði byggt álver á Grundartanga eru bændur beggja vegna við Hvalfjörð. Sennilega er þetta fólk sem telur sig geta framfleytt landi og lýð með minni tilkostnaði og minni mengun en einu álveri og bjargað landi sínu frá hörmungum gróðureyðingar og fólksflótta frá byggð sinni og næsta nágrenni. Hverju er mótmælt? Þessi vörn er einkum byggð á tvennu, þ.e.a.s. að gifurlega blóm- legur landbúnaður sé á svæðinu og að vatnsból Ak- umesinga og fleiri sé í mikilli hættu. Allt getur þetta staðist svo langt sem það nær. Við sem búum hér á svæðinu i ná- lægð Grundar- tanga og höfum hlakkað til þess að sjá atvinnutæki- færum fjölga, at- vinnuleysi minnka, smáiðnaðarfyrirtækjum vaxa fiskur um hrygg, sjá aftur byggðar íbúðir og byggðina dafna, höfum orðið fyrir geysilegum von- brigðum með málflutning þeirra sem alltaf eru á móti til þess eins að vera á móti. Ekki vegna þess að við viljum verksmiðju sem spúir og dælir frá sér eintómum eiturefnum. Það vill enginn. En sem betur fer eru til í dag aðferðir til að draga úr skaðsemi þessara efna og eyða sumum. En hverju er þetta fólk oftast á móti? Er það mengunin? Varla, því þá hefði það tekið til í sínum eigin garði fyrir mörgum árum. Oft eru tveir til þrír bílar við sveitabýli og annað eins af drátt- arvélum. Þetta eru tæki sem þarf að nota við rekstur búsins en eng- inn talar um að öll þessi tæki valda mengun. - Auðvitað er það allt öðruvísi og heilsusamlegra en heilt álver! Eða tilbúni áburðurinn? Hon- um er dreift um öll tún og oft við bakka laxveiðiánna. - Allt er þetta í lagi því þetta sést aldrei og renn- „En hverju er þetta fólk oftast á móti? Er þaö mengunin? Varla, því þá heföi þaö tekiö til í sínum eigin garöi fyrir mörg- um árum.“ ur svo bara í ámar og/eða út í sjó! Þess vegna vill þetta fólk betri mengunarvamir í væntanlegt ál- ver, svokallaðan vothreinsibúnað. Þá færi öll helv... mengunin út í Hvalfjörð og bættist við þá meng- un sem flestar þjóðir Evrópu ótt- ast mest í dag - frá tilbúnum áburði sem rennur út í ár og vatnsból. Við í þétt- býlinu skiljum hins vegar þörfina fyrir notkun þessa mikla mengunarvalds og þess vegna em ennþá keyptar landbúnað- arafurðir þar. Takið til í eigin garöi En fýrst ástæðan getur ekki verið mengun spyr ein- hver: Hvað þá? Sennilega er það sjónmengunin við byggingar sem falla ekki inn í umhverfíð. Aftur fömm við um svæðið en þá víðar og sem betur fer em á fleiri stöðum en færri sveitabýli sem eru eigendum sínum til mik- ils sóma og prýði hvað útlit varð- ar en á hinum er oft skelfilegt heim að horfa. Sums staðar á þeim stöðum sést fólk sem kallar sig ferðabændur (ótrúlegt!). Ef þeir bæir, margir hverjir, laða að þá þurfum við „álverssinnar" ekki að vera bangnir. Ég segi því við þetta fólk sem hefur nú pantað umhverfismat frá Svíþjóð og auðvitað kemur svarið eftir pöntun eins og gengur og kemur nú fyrst fram og í bak sveitarstjórnarmanna sinna sem hafa unnið að þessum málum í fleiri ár á forsendum sem löngu var búið að kynna fyrir íbúum svæðanna: Farið heim og takið til í eigin garði. - Ferðaiðnaðarins vegna og landbúnaðarins vegna. Kjallarinn Kristján Heiðar Baldursson húsasmiður Fleiri stuðnings- menn en and- stæöingar Nýlega fóru þessir mótmælendur til Reykjavíkur og mót- mæltu væntanlegu ál- veri. Ég gat ekki ann- að en brosað þegar ég frétti að um 150 manns hefðu mætt á staðinn. Hann hefur ábyggilega orðið hissa, iðnaðarráð- herrann, sem hefur haldið að allir íbúar þessara svæða væru á móti. En svo komu bara nokkrar hræð- ““"“““ ur, megnið börn, sýndist mér í sjón- varpinu. Eflaust fagna þau í fyll- ingu tímans að geta búið í heima- byggð sinni vegna þess að þar er álver sem skapar þeim atvinnu. Ég segi því að lokum við stjóm- völd og sveitarstjórnarmenn á þessu svæði næst Grundartanga; Látið ekki bugast því þið eigið miklu fleiri stuðningsmenn en andstæðinga. Það sást best á þess- ari skipulögðu för mótmælenda á fund Finns Ingólfssonar. Ég vil einnig segja við þá álversmenn: Verið velkomnir á Grundartanga til að skapa störf fyrir vinnandi hendur sem þvi miður hafa verið allt of fáar hringinn í kring um Hvalfjörð og niður á Akranes. - Vandamálin eru til þess að leysa þau. Kristján Heiðar Baldurs- Með og á móti Engin landkynning af al- þjóðlegum íþróttaviðburð- um HMhafði lítið að segja „Hvað heimsmeistarakeppn- ina í handbolta 1995 varðar þá sýnist mér margt benda til að hún hafi haft lítið að segja til eða frá um fjölda ferðamanna til landsins, enda er handbolti ekki sérstak- lega hátt skrif- aður nema í tiltölulega fáum löndum. Hins vegar tel ég mér ekki fært að draga svo víðtæka ályktun að iþróttaviðburð- ir hafi yfirleitt alls ekkert að segja. í sambandi við HM 95 kom talsverður íjöldi blaðamanna til landsins, langflestir íþróttafrétta- menn sem einungis fjölluðu um sjálfa keppnina og einstaka leiki, en ekkert um land og þjóð. Það kann að vera að áhrifin af móts- haldinu heföu orðið meiri ef tek- ist heföi að fá hingað til lands fleiri áhorfendur en raunin varð. Á hinn bóginn er það ljóst að mjög mikil ferðamennska er tengd íslensku íþróttahreyfing- unni, bæði innanlands og utan, og íþróttastEirf hefur mjög mikið að segja fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Ég held því að íþrótta- starf sem tengt er þátttöku al- mennings en ekki einungis íþróttastjarna hafi meira gildi fyrir ferðaþjónustuna en einstak- ir stórviðburðir." Ómarktæk skýrsla „Ég var áður búinn að sjá þessa skýrslu og það er fátt um hana að segja annað en að hún er afar illa unnin af hálfu höf- undar, Franks Brandsás, blaðamanns. Verst er að engar rann- sóknir liggja að baki hinnar stóru yfirlýs- ingar um að al- þjóðlegir íþróttaviðburð- ir hafi ekkert að segja. Að vísu tilgreinir höfundur gistinátta- fjölda ferðamanna af mismun- andi þjóðemum fyrir og eftir til- tekna stórviðburði íþrótta í ýms- um löndum. Síðan dregur hann þá ályktun aö hafi gistinátta- fjöldi ferðamanna ekki aukist árið eftir sé glapræði að halda stórviðburði í íþróttum almennt. Þetta geta tæpast talið akademisk vinnubrögð en eru því miður staðreynd. Þess í stað segir maðurinn að menn eigi að einbeita sér að viðburðum sem endurteki sig ár eftir á, eins og Vasagöngunni í Dölunum Sví- þjóð. Það er reyndar kostulegt að helsti heimildamaður blaða- mannsins er dr. Magnus Bolin, prófessor við lýðháskólann í Döl- unum í Svíþjóð, og prófessorinn segir að skíðagangan hafi komið Dölunum og borginni Falun, sem þar, er á heimskortið. Nú viti menn hvar Falun er en ekki Gautaborg, Calgary, Lil- lehammer og fleiri borgir sem hýst hafa stórviðburði í íþrótt- um. Þetta er í samræmi við allt yfírbragð skýrslunnar sem ein- kennist öðru fremur af skandin- avískri úkjálkamennsku.“ -SÁ Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjori HM 95.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.