Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 37 I>V Svava Björnsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni í Nýlista- safninu. Höggmyndir Svövu Undanfarið hefur staðiö yfir sýning á höggmyndum eftir Svövu Björnsdóttur myndhöggv- ara í Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b, og hefur sýning þessi vakið verðskuldaða athygli. Fáir sýn- ingardagar eru eftir en sýning; unni lýkur á sunnudagskvöld. í texta sem Halldór Björn Run- ólfsson skrifar með sýningunni segir meðal annars: „Þótt högg- myndir Svövu Björnsdóttur virðist næsta augljósar í öllum sínum formræna einfaldleik búa þær yfir mun meiri flækjum en títt er um jafii samhverf og kerf- isbundin listaverk ..." í DV á mánudaginn mun birtast grein um sýningu Svövu eftir Ólaf Gíslason myndlistargagnrýn- anda. Sýningar Og að vatnið sýni hjarta sitt í sýnmgarsalnum Ingólfs- stræti 8 stendur yfir sýning Halldórs Ásgeirssonar. Sýning- in hefur nokkra sérstöðu en á henni er lituðu vatni undir gleri varpað á vegg með halogenljós- um. Yfirskrift sýningarinnar, „og að vatnið sýni hjarta sitt“, er tekið úr ljóðlínu eftir mexíkóska ljóðskáldið Octavio Paz. í sýningarskrá segir Hall- dór meðal annars: í ljósaskipt- um hef ég lengi starað á skamm- degisblikin - ljósglufur himna, farvegi skýja er stöðugt bregða litum þegar fer að rökkva og smám saman að dimma og dimma kemur fjólublátt mjúkt myrkur í staðinn með aðra birtu að handan.“ Sýningin stendur til 16. febrúar og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14.00-18.00. Um útbreiðslu jarð- skjálftabylgna... Benedikt Halldórssson heldur fyrirlestur sem er lokaáfangi náms til meistaraprófs við verk- fræðideild Háskólans í dag kl. 15.30 í stofu 158 í húsi verk- fræði- og raunvísindadeildar (VR II) við Hjarðarhaga. Fyrir- lesturinn nefnist: Um útbreiðslu jarðskjálftabylgna og áhrif þeirra á lagnakerfi. LAUF LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, verður með ölkvöld í kvöld kl. 21.00 að Laugavegi 26, gengið inn Grettisgötumegin. Gjáin, Selfossi Dead Sea Apple skemmtir á Gjánni í kvöld. Samkomur Félagsvist og dans Félag eldri borgara í Kópa- vogi verður með félagsvist og gömlu dansana að Auðbrekku 17, Dansskóla Sigurðar Hákon- arsonar, í kvöld. Gullöldin Viðar Jónsson sér um að halda upp kántrístemingu í Gullhöllinni í kvöld og annað kvöld. T-Vertigo á The Dubliner: Rólegt rokk og írskt þjóðlagapopp T-Vertigo er hljómsveit sem stofnuð var fyr- ir tveimum mánuðum af reyndum tónlistar- mönnum og hafa þeir að undanfomu hjálpað til á The Dubliner við að koma fólki í gott helg- arskap. T-Vertigo leikur blöndu af léttuum amerísk- um og breskum rokklögum í bland við írskt þjóðlagapopp. Talsmaður T-Vertigo, Hlynur Guðjónsson, segir að það sé hugmyndin hjá þeim félögum að blanda saman djassi, blús, þjóðlagatónlist og rólegri rokktónlist sem höfði til allra sem líta inn eftir vinnu á föstudags- kvöldum til að slaka á með vinum og vinnufé- lögum. „Hugmyndin hefur virkað vel í öðrum löndum, því þá ekki hér á íslandi?“ Skemmtanir T-Vertigo skipa þeir Sváfnir Sigurðsson og Hlynur Guðjónsson á kassagítara, þeir eru jafnframt meðlimir í hljómsveitinni Kol, Þórar- inn Freysson er á kontrabassa, en hann leikur jafnframt í Sixties. Tómas M. Tómasson bassa- leikari kemur einnig reglulega fram með T- Vertigo, en hann var á árum áður í Stuðmönn- um og Þursaflokknum. T-Vertigo hefúr leik kl. 17.00. T-Vertigo leikur meöal annars blús og írskt þjóölagarokk á The Dubliner. Vegir varasamir vegna snjókomu Á vestanverðu landinu hefur snjókoma og hríð gert vegi erfiða til yfirferðar. Á leiðinni Reykjavík-Ak- ureyri var skafrenningur á Holta- vörðuheiði, stórhríð í Vatnsskarði og snjókoma og skafrenningur í Varmahlíð-Norðurá og Öxnadals- heiði. Á vesturleið er snjór á vegi í Færð á vegum Hvcdfirði, skafrenningur og snjór á leiðinni Hólmavík-Staðarskáli, óveður á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjall er ófært. Heiðar á Vest- fjörðum eru ófærar og á Norður- landi er víða snjókoma og skafrenn- ingur. Á Reykjanesi er yfirleitt vel fært en snjór er á flestum leiðum. Ástand vega m Hálka og snjór E Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir [3 Þungfært (g) Fært fjallabílum Ágúst Óli Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem hlotið heftir nafnið Ágúst Óli, fæddist á fæðingardeild Landspítalans 16. desem- Barn dagsins ber kl. 18.31. Hann var við fæðingu 3070 grömm að þyngd og mældist 51 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Sonja Gránz og Sigurður Ólafs- son sem búa í Hafnar- firði. Kvikmyndir Lífið er því enginn dans á rós- um hjá Freddie í brúðkaupinu þegar bróðir Sams, Jjaks, kemur í veisluna en hann hafði ein- göngu komið til brúðkaupsins vegna þess að móðir þeirra bræðra vildi það. Freddie og Jjaks dragast hvort að öðru og áður en þau vita af eru þau kom- in í heitan ástarleik á baðher- berginu í klúbbnum, þar með fer allt á suðupunkt. í aðalhlutverkum eru Keanu Reeves, Vincent D’Onofrio og Cameron Diaz. Leikstjóri er Steven Baigelman. Nýjar myndir: Háskólabíó: Leyndarmál og lygar Laugarásbíó: Eldfim ást Kringlubió: í hefndarhug Saga-bió: Ógleymanlegt Bíóhöllin: Lausnargjaldið Bíóborgin: Kvennaklúbburinn Regnboginn: Banvæn bráðavakt Stjörnubíó: Ruglukollar < Keanu Reeves og Cameron Dlaz leika elskendurna f Banvænni ást. Banvæn ást Banvæn ást (Feeling Min- nesota), sem Laugarásbió sýnir, byrjar þegar mjög svo óróman- tískt brúðkaup Freddie og Sams er haldið en athöfnin fer fram í nektarklúbbi sem Freddie hefur illan bifur á. En hún er ljóshærð stúlka sem hefur öðlast þá hörku sem þarf til að koma sér áffam í erfiðri lífsbaráttu og dreymir um betra líf í Las Vegas. Freddie hef- ur verið neydd í hjónabandið af glæpaforingja einum og er þetta refsing fyrir að stela frá honum. Krossgátan r~ T~ r* r TT é i * 10 vc r rr 1 1 rr j j I i5 J Lárétt: 1 veitingar, 5 greini, 7 skora, 9 ódugleg, 10 keyrðu, 11 muldra, 12 rammann, 15 nöldra, 16 fataefni, 17 kvæði, 18 ánæg'u, 19 þvoðir. Lóðrétt: 1 buxur, 2 tré, 3 aðsjálan, 4 lykt, 5 bliknaði, 6 borða, 8 undur, 13 tóma, 14 níska, 15 handsamaði, 16 saur. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 braut, 6 ká, 8 lén, 9 náum, 10 angist, 12 kars, 14 vil, 15 krani, 17 og, 18 rás, 20 úlfa, 21 ið, 22 áðan. Lóðrétt: 1 blakkri, 2 réna, 3 angra, f- 4 uni, 5 tá, 6 kuti, 7 ámálgar, 11 svila, 13 snúð, 16 ráð, 17 ofn, 19 sá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 27 24.01.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqengi Dollar 69,000 69,360 67,130 Pund 112,690 113,270 113,420 Kan. dollar 51,280 51,590 49,080 Dönsk kr. 11,0810 11,1400 11,2880 Norsk kr 10,4910 10,5490 10,4110 Sænsk kr. 9,5470 9,5990 9,7740 Fi. mark 14,1390 14,2230 14,4550 Fra.franki 12,5360 12,6070 12,8020 Belg. franki 2,0514 2,0638 2,0958 Sviss. franki 48,8000 49,0700 49,6600 Holl. gyllini 37,6300 37,8600 38,4800 Þýskt mark 42,3000 42,5200 43,1800 ít. lira 0,04325 0,04351 0,04396 Aust. sch. 6,0090 6,0470 6,1380 Port. escudo 0,4222 0,4248 0,4292 Spá. peseti 0,5016 0,5048 0,5126 Jap. yen 0,58030 0,58380 0,57890 írskt pund 110,620 111,310 112,310 SDR 96,23000 96,81000 96,41000 ECU 81,9600 82,4500 83,2900 ^ Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.