Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 4
4 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 ÍJ fréttir________________________________ Áhyggjur Grímseyinga vegna fólksfækkunar: Maður verður að vona eð einhverjir komi í staðinn - segir Þorlákur Sigurösson, oddviti í Grímsey „Við verðum að sjá hverju fram vindur. Það fóru nokkrir héðan í fyrra og útlit fyrir að það fari ein- hverjir í ár. Maður verður að vona að það komi einhverjir í staðinn. Það þýðir ekkert annað en að horfa fram á veginn með bjartsýni," segir Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, um þá mannfækkun sem orðið hefur í eyjunni að undanförnu þar sem ibúar eru nú komnir niður fyrir 100 í fyrsta sinn um árabil. Þorlákur segir að meginástæðu fólksfækkunarinnar megi rekja til kvótakerfisins og þeirrar staðreynd- ar að milljónatugi þarf til að komast inn i útgerð. „Það er orðið hið versta mál fyrir nýja aðila að komast inn í útgerð. Þetta er ekki eins og var í gamla daga þegar menn fóru á vertið til annarra staða og lögðu fyrir og gátu komið sér upp bátshomi. Nú kostar milljónir að hefja útgerð og ungir menn hafa fæstir burði til að kom- ast inn í greinina," segir Þorlákur. Hann segir vanda Grímseyinga í dag ekki snúast um annað en þau lög sem sett voru til að stjórna fisk- veiðum og framkvæmd þeirra. „Það þarf að breyta á pappírum til að það sé hið besta mál að búa hér. Hér er fiskur innan seilingar og auðvelt að byggja lífsafkomu á útgerð ef menn á annað borð mega veiða,“ segir hann. Eigendur krókabáta í Grímsey hafa ritað alþingismönnum kjör- dæmisins bréf þar sem þess er farið á leit að þeir láti sjá sig öðru hverju til skrafs og ráðagerða. Þorlákur segist ekki eiga von á að þingmenn eigi neinar einfaldar lausnir til að leysa vanda veiðimannasamfélags- ins í Grímsey. „Ég hef líka mælst til að þing- menn komi oftar hérna út. Ég veit að þeir færa okkur ekki lausnir á silfurfati en það er nauðsynlegt að þeir sýni sig hér og setji sig inn í málin hérna,“ segir Þorlákur. „Það hlýtur að vera hægt að hag- ræða áður en byggðir fara í eyði. Það er mjög sárt fyrir fólk að þurfa að yfírgefa eigur sínar og ég trúi ekki öðru en að það sé svigrúm inn- an kvótakerfisins til að taka tillit til byggða sem búa við sömu einhæfni og við Grímseyingar," segir Þorlák- ur. -rt Breytingar sem tengjast sjálfskuldarábyrgðum: Viðskiptabankamir leita leiöa til að draga úr sjálfskuldarábyrgðum „Við teljum að þarna sé verið að stíga stórt skref til hagsbóta fyrir neytendur. í fyrsta lagi viljum við fækka sjálfskuldarábyrgðum og tryggja að ábyrðgarmenn verði vel upplýstir um réttindi og skyldur þegar þeir gangast í ábyrgð. Við telj- um ekki skynsamlegt að banna svona ábyrgðir með lögum því það myndi bara leiða til þess að foreldr- ar færu að taka lán fyrir bömin á eigin nafni og þá erum við strax komin í jafn vond mál eða verri,“ segir Finnur Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka. SÍV, Samband íslenskra spari- sjóða og greiðslukortafyrirtækin Greiðslumiðlun hf. og Kreditkort hf. hafa tekið upp ýmsar breytingar er tengjast sjálfskuldarábyrgðum. Finnur segir að leitað verði leiða til þess að draga úr ábyrgðum með því að fækka þeim. Það hugsa menn sér þannig að í stað uppáskrifta vina eða ættingja verði miðað við að greiðslugeta einstaklingsins sjálfs og eigin tryggingar, sé þeirra óskað, standi að baki lánveitingun- um. Forsenda þessa sé þó að betri upplýsingar liggi fyrir um lántak- anda, hvort sem það gerist í gegnum upplýsingamiðstöð eða að lántak- andi framvísi vottorðum um skulda- stöðu sína frá öllum bönkunum. „Auk þessa má nefna að við vilj- um endurskoða úttektarheimildir á kreditkortunum svo eitthvert sam- ræmi verði í upphæöunum og því hver sé með kortið. Þá viljum við takmarka ábyrgðir við eldra fólk en 20 ára og yngra en 75 ára. Loks mun verða leitast við að veita þeim sem skrifar upp á þær upplýsingar sem honum ber,“ segir Finnur. -sv Baðkar Stærð 170x70 cm. ÖHtæWnerutrá TSÍSff áferð 09 »«• Handlaug á vegg 43x55 cm WC í vegg eða gólf með vandaðri harðri setu í sama lit. RAÐGREIÐSLUR SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-14 Þær Hafrún og Margrét voru kátar þegar skóla lauk og þær gengu út í veðurblíðuna. Skólinn þeirra, hin aldna og virðulega stofnun MR, er í baksýn. DV-mynd Hilmar Þór Eigandi strætisvagna á ísafirði: Kærir lögregluaf- skipti til umboðs- manns Alþingis DV, ísafirði: Ásgeir Sigurðsson, sem á og rek- ur strætisvagn þann sem lenti i því óhappi í síðustu viku að íjúka og lenti á húsi í Hnífsdal, ætlar að kæra lögregluskýrslu af atburðin- um til umboðsmanns alþingis. Telur Ásgeir að með skýrslunni sé alvarlega brotið á sér þar sem ekki sé minnst á fokið á strætis- vagninum sem meginorsök óhappsins, heldur hálku. Segist Ás- geir þess fullviss að ef vagninn hefði einungis runnið út af vegin- um vegna hálku hefði hann oltið niður bakkann fram af veginum í stað þess að svífa beint á húsið. Þá hefur Ásgeir þegar kært lögreglu- skýrslu sem gerð var er sami strætisvagn lenti á húsi í Sund- stræti á ísafirði fyrir rétt rúmu ári. Þar segir Ásgeir að um ranga skýrslugerð lögreglu sé að ræða því ekki sé sýnt á uppdrætti af vett- vangi sú höfuðástæða fyrir óhapp- inu að annað ökutæki hafi komið á móti vagninum i þröngu húsasundi sem orsakaði að vagninn varð að taka stefnu á húsið í mikilli hálku til að forðast árekstur við bílinn. Þá segir Ásgeir að ekki sé heldur sýnt á uppdrætti að annað ökutæki hafi ekið aftan á vagninn í umræddu til- viki. - HKr. Hassmygl: Kona dæmd í 20 mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag þýska konu, Moniku Ursulu Schween, í 20 mánaða fangelsi fyrir aö hafa smyglað inn í landið 6 kílóum og 146,9 grömmum af hassi auk 200 gramma af hassolíu. Til frádráttar er þó 15 daga gæsluvarðhald sem konan af- plánáði. Konan var auk þess dæmd til að greiða 150 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Ef sektin verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins bæt- ist 30 daga fangelsisvist við dóminn. Konan var handtekin við tollleit á Keflavíkurflugvelli 22. nóvember sl. og í fórum henn- ar fundust fyrrgreind flkni- efni. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.