Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 1 iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórl: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpJ/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ríki Halims Als Kelly Jean Helton fékk sömu fyrirgreiðslu hér á landi og Sophia Hansen hefði átt að fá fyrir löngu í Tyrklandi. íslenzk stjórnvöld urðu við bandarískri framsalsbeiðni og afhentu móðurinni barnið. Tíminn var ekki látinn naga réttlætið með langvinnu dómsmáli. Tyrkland stendur á mörkum tveggja heima, Evrópu og íslams, og veit ekki, í hvaða átt það er að fara. Að form- inu til eru þar vestrænar stofnanir og að forminu til er Tyrkland aðili að vestrænum fjölþjóðasáttmálum. Síðan fer eftir aðstæðum, hvort formin eru marktæk. Tyrknesk stjórnvöld hafa vikið sér undan að framselja dætur Sophiu í hennar hendur. Þau hafa vikið sér und- an að hafa hendur í hári barnaræningjans Halims Als. Jafnframt hefur verið leikinn ljótur blekkingaleikur fram og aftur og upp og niður í dómskerflnu. Ljóst er, að hvorki framkvæmdavald né dómsvald í Tyrklandi hafa farið eftir vestrænum leikreglum, þótt rammar þessara stofnana séu vestrænir að ytra formi. Undir yfirborðinu, sem Mústafa Kemal Tyrkjafaðir þröngvaði upp á ríkið, kraumar miðaldakvika íslams. Trúarskríll er svo sem eins hvar sem er í heiminum, jafnt í Norður-írlandi sem í Serbíu. íslamskur trúarskríll er frekar fyrirferðarmikill um þessar mundir, svo sem dæmin frá Alsír sýna, af því að íslamskar þjóðir hafa öldum saman farið halloka fyrir kristnum. Trúarskríllinn í Tyrklandi nýtur pólitísks stuðnings annars stjórnarflokksins og hinn er undir stjórn tæki- færissinnaðs fjármálabraskara. Við slíkar aðstæður komast glæpamenn upp með margt í skjóli skrílsins. Og Halim A1 hefur einmitt leitað skjóls í trúarfaðminum. Hvorki framkvæmdavaldið né dómsvaldið í Tyrklandi treysta sér til að standa gegn trúarskrílnum í máli barna Sophiu. Sumir embættismenn ríkisins vilja gera það, en ráða ekki við málið, af því að Tyrkland vegur salt milli íslamskra miðalda og vestræns nútíma. Undanfarin misseri hefur Tyrkland færzt nær miðöld- um. Meira en áður er traðkað á mannréttindum, einkum af hálfu hers og lögreglu. Baráttumenn mannréttinda og blaðamenn eru myrtir í fangelsum í vaxandi mæli. Blóð- ugar ofsóknir gegn Kúrdum hafa færzt í aukana. Áhrifamikil öfl í landinu reyna að hamla gegn öfug- þróuninni og eru þar fjölmiðlar fremstir í flokki, einkum dagblöðin. Starfsmenn þeirra reyna að halda uppi vest- rænni fréttamennsku, þrátt fyrir hótanir trúarskrílsins, sem til dæmis hefur tekizt að kúga marga dómara. Stjórnvöld og hinn vestræni þáttur þjóðfélagsins reyna að auka samstarfið við Evrópu og leggja einkum áherzlu á aðild að Evrópusambandinu, í von um, að sam- starfið snúi landinu aftur í vestrænan farveg. Því miður hafa tyrknesk stjórnvöld ekki gætt að heimavinnunni. Til þess að fá aukna aðild að evrópsku samstarfi verða tyrknesk stjórnvöld að taka af meiri festu á yfirgangi trúarskrílsins og á mannréttindabrotum ríkisvaldsins, þar á meðal brotum þess gegn dætrum Sophiu. Aðild að Vesturlöndum er ekki og á ekki að vera ókeypis. Ekki er nóg að reyna að fá bandaríska embættismenn til að hvetja evrópska leiðtoga til að setja kíkinn fyrir blinda augað, þegar rætt er um aukna aðild Tyrklands að evrópsku samstarfi. Slíkt leysir ekki sjálfar orsakir pólitískrar einangrunar Tyrklands í Evrópu. Valdhafar geta ekki valið úr pakkanum, sem þeir telja henta, og hafnað öðru, svo sem mannréttindum. Vest- ræna er fyrirbæri, sem bara fæst í heilum pakka. Jónas Kristjánsson Síðbúin leit að fólgnu fé verður deiluefni Undrun sætir að rúmri hálfri öld eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari skuli koma upp harðvítug deila um tilvist og þá hugsanlega ráðstöfun eftirlátinna eigna gyð- inga sem létu lífið í útrýmingar- herferð nasista á hendur þeim. Er það engum aðila til sóma að hafa látið slíkt mál danka allan þennan tima. Málsaðilar eru svissnesk stjórn- völd og peningastofnanir annars vegar og alþjóðleg gyðingasamtök og nokkrir stjórnmálamenn Repúblikanaflokksins í New York ríki í Bandaríkjunum hins vegar. Er málum nú svo komið að sendi- herra Sviss í Bandaríkjunum hef- ur sagt af sér en áhrifamenn í New York hóta Sviss viðskipta- þvingunum. Fyrir því er löng hefð að eigna- fólk, sem ekki er öruggt um stöðu sína til frambúðar, sækist eftir að koma eignum til geymslu á örugg- an stað og enginn hefur þótt ör- uggari en svissneskir bankar. Helgast það ekki síst af ströngum reglum um bankaleynd sem þeim eru settar. Nú er það svo að flestir gyðing- anna, sem urðu fórnarlömb nas- ista, voru óbreytt alþýðufólk og hafði engum eignum að koma undan en meðal eftirlifandi af- komenda og ættingja myrts fólks sem betur var efnum búið hefur lengi verið tilhneiging til að upp kæmu sögur um að með þeim hafi horfið vitneskjan um leyninúmer- ið á reikningi fjölskyldunnar í Sviss. Hér hefur ímyndunin eða ósk- hyggjan getað gefið sér lausan tauminn, því bæði svissnesk stjórnvöld og peingastofnanir hafa áratugum saman þverskallast við að ræða þaö með hverju móti ganga megi úr skugga um hvað hæft sé í slíkum sögusögnum og hver tök séu á að hafa upp á erf- ingjum að eignum á reikningum sem legið hafa óhreyfðir frá því á fjórða og fimmta tug aldarinnar. Nú í vetur sneru Svisslendingar svo skyndilega við blaðinu og skipuðu nefndir hæfustu manna til að kanna málið til hlítar og eru þær óbundnar af ákvæðum um bankaleynd. Ástæðumar til sinna- skiptanna í Bem og Zúrich er að leita i starfsemi Alfonse D’Amato, öldungadeildarmanns frá New York. Síðan repúblikanar gerðu D’Amato að formanni bankamála- nefndar deildarinnar hefur megin- viðfangsefni hans verið að reyna aö klína fjárhagslegum ávirðing- um á Bill Clinton forseta en i hjá- verkum hefur hann látið staifs- menn nefndarinnar kanna banda- rísk skjöl um samskipti Hitlers- Þýskalands og Sviss. Hefur yfir- lýstur tilgangur verið að knýja Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Svisslandsstjórn til eftirgjafar gagnvart kröfum samtaka gyðinga en hvergi í Bandaríkunum era þeir áhrifameiri en í New York. D’Amato veittist auðvelt að sýna fram á með bandarískum leyniþjónustuskjölum að Sviss keypti mikið gull af nasistastjóm- ini og töluvert af því illa fengið í hernumdum löndum, enda var sumu skilað í uppgjöri eftir stríð. En ekkert hefur D’Amato getað lagt fram því til stuðnings að svissneskar peningastofnanir hafi slegið eign sinni á allt að 500 millj- arða króna virði af eftirlátnum eignum gyðinga sem nasistar myrtu, eins og ýmsir talsmenn gyðinga vilja halda fram. Sviss- lendingar segja sjálfir að sín frum- rannsókn hafi leitt í ljós um tveggja milljarða innstæðu á dauðum reikningum frá fyrir- stríðsárum og stríðsárum og þá séu taldir allir eigendur, ekki bara gyðingar. En vegna þess hve rann- sóknin, sem nú er að hefjast, mun standa lengi, en þeir sem afrakst- ursins ættu að fá að njóta orðnir aldurhnignir, hafa svissnesk stjórnvöld og fjármálastofnanir fallist á að stofna sjóö sem úr skuli úthlutað til þurfandi fólks sem lifði af gyðingaofsóknir nas- ista. Áður en þetta boð var gert höfðu þó svissnesk stjórnvöld spillt herfilega fyrir sér með klunnaskap. Fráfarandi forseti, Jean-Pascal Delamuraz, bar gyð- ingasamtökum fjárkúgun á brýn og Carlo Jagmetti, sendiherra Sviss í Washington, varð að segja af sér eftir að stórorð skýrsla hans um málið komst á prent. Á hinn bóginn hefur repúblikaninn sem stýrir ríkis- þingi New York boðað könnun á því hversu svipta megi erlenda banka starfsleyfi í fjármálamið- stöð Bandaríkjanna og flokksbróð- ir hans í forsæti borgarstjómar New York leggur til bann við að borgin geymi fé í svissneskum stofnunum. Ljóst er þvi að repúblikanar hyggja gott til glóð- arinnar að nota rifrildið um fjár- sjóði, sem óvíst er að fyrirfinnist, til að tryggja sem best tök sín á New York. Sérgrein Alfonse D’Amato öldungadeildarmanns er að auglýsa verk sín í fjölmiölum. Hér veifar hann þingskjali fyrir framan myndavélar fréttaljós- myndara. skoðanir annarra_____________________r>v Nýmæli í ísrael „Dálítið nýtt og mikilvægt hefur skotið upp koll- inum í ísrael á síðustu vikum, almennt samkomu- lag um friðargerð við Palestínumenn. Greinileg vis- bending þar um var afgerandi atkvæðagreiðsla í ísraelska þinginu, 87 atkvæði gegn 17, til stuðnings samkomulaginu um Hebron fyrir tveimur vikum. Önnur felst í viðmiðunarreglum um endanlegt frið- arsamkomulag sem margir leiðtogar bæði Verka- ; mannaflokksins og Likud bandalagsins hafa lýst > yfir stuðningi við.“ Úr forustugi'ein New York Times 30. janúar. Andófsmenn I„Fyrrverandi andófsmaður, Anatolí Sharansky, heimsækir Moskvu. Hann er I dag viðskiptamála- ráðherra ísraels. Maðurinn, sem sat í fangelsi KGB og var neitað um ferðafrelsi í 12 ár, sneri aftur til Moskvu sem fulltrúi lýðræðisríkis í heimsókn í Iöðru lýðræðisríki. Samtímis kemur fram í árlegri wmw&mMMiMimm&MaBmKmBKBKBMtDasmBmmiBaBeKaaaattBmsaBaMmsm mannréttindaskýrslu Bandaríkjanna að kínversk- um yfirvöldum hefur algjörlega tekist að brjóta á bak aftur vaxandi andóf i Kína. Skyldi kínverski sendiherrann í Moskvu hafa sent pólitískum yfir- mönnum sínum heima frétt um heimsókn ráðherr- ans og andófsmannsins Sharanskys í höfuðborg Rússlands?” Úr forystugretn Politiken 30. janúar. Aftur í gömlu fötin „Hægrimenn hafa lengi afsakað vesæla stöðu sína með því að Verkamannaflokkurinn hafi stolið fötunum þeirra. Það er skoðun hægrimanna að und- ir stjóm Gro Harlem Brandtland hafi Verkamanna- flokkurinn snúið sér svo mikið til hægri að þeir hafi sjálfir ekki getað flaggað heföbundum málum sínum. Nú þegar Thorbjom Jagland er við stjórn- völinn vonast hægrimenn til að Verkamannaflokk- urinn verði vinstrisinnaðri svo að þeir komist aft- ur i gömlu fötin sin. Uppkast hægrimanna að nýrri stefnuskrá bendir til að svo sé.“ Úr forystugrein Jyllands-Posten 29. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.