Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 16
16 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 JjV fslenskir hestar þjálfaðir til smalamennsku í hreindýraháruðum Sama í Norður-Svíþjóð: „Þetta byrjaöi árið 1992 þegar ég frétti af þætti í sænska sjónvarpinu um Sama sem sögðu hvað mótor- hjólaakstur í hreindýrasmölun færi illa með landið. í þættinum var talað við Sama sem sagðist eiim síns liðs vera að prófa sig áfram við smölun með íslenska hesta frá einhverri hestaleigu. Eftir ótal símhringingar tókst mér að hafa upp á þessum manni og sagði honum að það sem hann væri að reyna væri búið að gera í þúsund ár á íslandi. Ég bauð honum að koma til íslands og skoða alvöru hesta i svona aðstæður. Hann kom og sannfærðist um að þetta væri hægt í hans heimalandi," segir Þórð- ur Erlingsson í viðtali við DV en hann hefur ásamt fleirum aðstoðað Sama í norðurhéruðum Svíþjóðar undanfarin ár við að nota íslenska hestinn við smölun á hreindýrum. í þessu skyni var stofnað fyrirtæki um verkefnið í Samahéruðum, nánar tiltekið í smábænum Ammarnes, með styrk frá sýsluyfirvöldum og þátttöku heimamanna. Meðal þeirra sem unnu að þessu með Þórði voru Sigurður Hansen og Jóhann Þor- steinsson, báðir landsþekktir og þrautreyndir hestamenn úr Skaga- firði. Faglegur stuðningur kom einn- ig frá Félagi hrossabænda. Stórslasaðir smalar „Við fórum með Sömum á snjósleð- um um héruðin að kynna okkur að- stæður og sáum strax að það var hægt að nota íslenska hestinn þama,“ segir Þórður en snjósleðar eru einkum notaðir við hreindýra- smölun á veturnar en fjórhjól og þyrlur á öðrum árstímum. Ætlunin var að íslenski hesturinn leysti hjól- in og þyrlumar af hólmi. Þórður seg- ir að kostnaður við að nota þyrlu sé vitanlega mikill og slysatíðni á fjór- hjólum hafi veriö orðin veruleg. Smalar hafi í unnvörpum verið lagð- ir stórslasaðir inn á sjúkrahús. í tengslum við verkefni íslendinganna, sem var hugsað í tilraunaskyni til þriggja ára, fengu heimamenn ljármagn til að setja í gang annað og stærra verkefni sem tengdist hrein- dýrabúskap Sama í heild sinni. Draga átti úr ofbeit og ná fram betri gæðum á hreindýra- kjöti. Verð hafði lækkað, hreindýrum fiölgað og segir Þórður að stefnt hafi í óefni í Sama- héruðunum og Lapplandi. Tákn dauðans í þjóðtrú Sama „Verkefnið mætti andstöðu úr mörgum átt- um. Ekki síst hjá Sömum sjálfum. Þeir voru margir hverjir ekki tilbúnir til að fara af mót- orhjólum og setjast upp á hest. Hesturinn hef- ur neikvæða merkingu í þjóðtrú Sama. Hann er tákn fyrir dauðann. Þess vegna fór mikill tími í það hjá okkur að sannfæra fólk um notagildi hestsins við smalamennsku og fá það til að prófa. Hreindýr eru lífsviðurværi Sama og ef hestar eða tæki til smölunar virka ekki þá eru þeir illa staddir. Af þeim sökum tóku þeir þessu mjög alvarlega." Ásamt Sigurði og Jóhanni fór Þórður eitt haustið á íslenskum hestum til að smala hreindýrum saman til slátrunar. Þeir náðu saman 10 þúsund dýrum á tiu dögum og riðu alls 600 kílómetra leið. Ferðina fóru þeir til að sýna Sömum að þetta væri hægt. Leiðir voru farnar sem ekki voru færar mótor- hjólum. Stvrkur frá World Wild Þórður Erlingsson notaði tækifærið í jólafríinu á islandi og brá sér að sjálfsögðu á hestbak. Hér er hann ásamt Hauki frá Kringlumýri í Skagafirði. Það voru einkum hestar af skagfirsku kyni sem notaðir voru í að þjálfa Sama í notkun hestsins við hreindýrasmölun. DV-mynd BG kynntum hann víðar í Sví- þjóð og hjá Sömum í Nor- egi,“ segir Þórður en í Noregi stendur til að banna mótorhjólaakstur við smölun og gæti það hjálpað við markaðssetn- ingu íslenska hestsins. Verkefnið varð til þess að Þórður setti saman ítar- legt námsefni á 150 síðna bók um smala- mennsku með hest- um og reið- áhuga á íslenska langferðahnökkum fyrir Sama. Námskeið hestinum og við voru sett í gang og fengu Samar ekki að nota lenskar og þeir komu þama í kippum, sumir alla leið frá Múrmansk. Þetta voru einhverjar hrikalegustu skepnur sem ég hafði á ævinni augum litið,“ segir Þórður og viðurkennir að þetta hrossaæði hafi um tíma skemmt fyrir þeirra verkefhi. Eftir að þriggja ára tilraunatíma var lokið var enn mikill áhugi fyrir ís- lenska hestinum og er hann í dag not- aður víða við hreindýrasmölun. Sem dæmi þá eru 50 hestar í Ammamesi í Norður-Svíþjóð, þar sem 250 manns búa, en talið er að 2 þúsund Samar stundi hreindýrabúskap. Verðlaun frá sænsku kon- ungshjónunum Svo mikla athygli hefur þetta vakið í Svíþjóð að sænsku konungshjónin gerðu sér ferð til Ammarnes á síðasta ári og heiðruðu tvær ungar stúlkur sem tekið hafa þátt i hestaverkefninu. Þórður segir mikinn tima fara í skriffinnsku til að viðhalda áhuga sænskra embættismanna á verkefn- inu. í raun hafi verkefnið verið í bið- stöðu síðustu tvö ár því 1995, þegar Svíar voru á leið inn í Evrópusam- bandið, hafi stjórnvöld ætlað að nota vanda Sama til að sækja um styrki þar sem þeir væru einu frumbyggjar Evr- ópu. Þórður segir að þá hafi stjórnvöld séð færi á að hætta allri aðstoð við átaksverkefni á borð við smölun með íslenska hestinum. „Við höfum alls ekki grætt á þessu fiárhagslega en þetta var stórkostlegt ævintýri og góð reynsla fyrir okkur. Ef þetta gengur upp á endanum þá er þetta tæki- færi fyrir íslenska hestinn, þann upprunalega. tyr Life „Ferðin vakti gífurlega athygli í Svíþjóð. Expressen fiallaði um þetta í opnugrein og sjónvarpsstöðvar fylgdust með. Tvær auglýsingastofur unnu að mark- aðssetningu fyrir okkur og fengu m.a. styrk frá World Wild Life stofnuninni. Umfiöllunin gerði það að verkum að fleiri héruð fengu Hreindyrahjórð i heruðum Sama stundi hreindýrabúskap og fjöldi Þorður kemur böndum á einn hestinn sem notaður var til smölunar í Samahéruöun- um. mennsku á fiöllum. Hann vann þetta í sam- ráði við Pétur Behrends sem teiknaði allar myndir í bókina. Vegna verkefnisins var unn- ið að sérhönnun á reiðtygjum, reiðtöskum og íslenska hestinn nema að undangengnu slíku nám- skeiði. En umfiöllun um verk- efnið varð einnig til þess að fleiri aðilar fengu áhuga á aö selja Sömum hesta, sáu þarna gróðavon. Þórður segir að svæðið hafi fljótlega fyllst af hrossasölumönnum, eink- um frá Rússlandi. v Hrikalegar skepn- ur frá Múrmansk „Fólk fór að kaupa hesta hér og þar. Því miður voru gæðin slík að mest af þessum hestum dugðu engan veginn. Hestamir frá Rússlandi fengust á sjö þúsund krónur ís- í Noröur-Svíþjóö. Talið er aö 2 þúsund Samar hreindýra sé mörg hundruð þúsund. Mynd: Curt Dahlgren Þarna eignast hann umhverfi. Það yrði einnig stórkostlegt fyrir Sama ef þetta gæti opnað leið úr þeim vanda sem þjóðin er í,“ segir Þórður. I sænska landsliðinu Þórður fer til Ammarnes við og við og fylgist með hvernig gengur. Hefur hann verið beðinn um að halda fleiri námskeið fyrir Sam- ana. Hann þarf að vísu að fara um langan veg því fiölskylda hans býr í háskólabænum Skövde í miðhluta Sviþjóðar. Þar er hann byrjaður í tölvunámi. En hestamennskan á hans hug og hjarta. Hann hefur búið í Sviþjóð í sjö ár og er m.a. í sænska landsliðinu í hesta- íþróttum. Unnið þar til fiölda verðlauna. „Ein- hver myndi segja að ég væri hálfgerður föður- landssvikari," segir Þórður að endingu og glottir við tönn. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.