Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 18
18
LAUGARDAGUR 1. JANÚAR 1997 T>V
gurílífi
Dagur í lífi Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis:
Klækjarefir ekki menn að mínu skapi
„Það er mánudagur, 27. janúar
1997. Ég vaknaði kl. tæplega 8 og
fékk mér kornflögur með léttmjólk,
ekki sykur. Ég er einbúi þessa dag-
ana, kona mín er á sjúkrahúsi en
hún hefur átt við vanheilsu að
stríða. Þar sem ég hafði ekki bund-
ið mig neitt fyrr en kl. 10 gat ég far-
ið til dóttur minnar og hjálpað
henni að koma 10 mánaða synin-
um, Fannari Steini, til dagmömmu.
Eldri strákurinn, 7 ára, nafni minn
og uppáhald, er í skóla hér í næsta
nágrenni frá 8 á morgnana.
Þingfundir undirbúnir
Dagurinn einkenndist af undir-
búningi morgundagsins en þá
hófust þingfundir að nýju að loknu
fundarhléi sem sumir kalla jólafrí
þingmanna.
Árlegur fundur forsætisnefndar
Alþingis og Ríkisendurskoðunar
hófst kl. 10. Ríkisendurskoðun er
ein af stofnunum Alþingis og for-
sætisnefndin fylgist með störfum
hennar. Þessi fundur stóð i rúmar
tvær stundir. ■
Þá hófst fundur forsætisnefndar
en í henni sitja auk mín varaforset-
ar Alþingis, þeir Ragnar Amalds
Sturla Böðvarsson, Guðni Ágústs
son og Guðmundur Ámi Stefáns
son. Þetta eru hinir mætustu menn
og samstarfið í forsætisnefndinni
eins og best verður á kosið. Venju-
lega sitja hina vikulegu fundi
nokkrir embættismenn þingsins
Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri
Helgi Bemódusson aðstoðarskrif
stofustjóri, Karl M. Kristjánsson
fjármála- og rekstrarstjóri, og Þor
steinn Magnússon sem sér um al-
mennu skrifstofuna.
Áætlun til þriggja vikna
Mörg mál voru á dagskrá. Við
skiptum með okkur störfum við
fundarstjórn vikumar fram undan,
ákváðum dagskrá fyrir hvern dag
Alþingi er komið saman eftir jólafrí og Ólafur G. Einarsson þingforseti hefur í nógu að snúast.
DV-mynd GVA
vikunnar. Nú lagði ég raunar fram
áætlun næstu þriggja vikna en það
er að sjálfsögðu til mikiila þæginda
fyrir þingmenn og ekki síður ráð-
herra að vita með góðum fyrirvara
hvenær málin verða tekin til um-
ræðu.
Fundi forsætisnefndar lauk
nokkm fyrir kl. 14. Þá tók við ýmis
vinna á skrifstofu minni. Ég fór
yfir minningarorð sem ég flyt á
þingfundi um þann mæta mann,
Einar Ingimundarson, fyrrv. al-
þingismann og bæjarfógeta, en
hann lést 28. desember sl., 79 ára
gamall. Þá svaraði ég nokkrum
símtölum, skrifaði undir bréf og
undirbjó fund með þingflokksfor-
mönnum.
Sá fundur hófst kl. 15.30 og stóð
til kl. 17. Venjan er sú að þingfor-
seti heldur fund með þingflokksfor-
mönnum á mánudögum þegar þing
situr. Þar eru kynnt drög að dag-
skrá vikunnar, samið um ræðu-
tima í sérstökum umræðum, rædd-
ar beiðnir um utandagskrárum-
ræður og margt fleira.
Samstarfið við þingflokksfor-
menn hefur verið með miklum
ágætum, þeir hafa sýnt í verki vilja
til að greiða fyrir þingstörfum og
bæta ímynd þingsins.
Stundum falla orð sem
betur væru ósögð
Auðvitað gerist það samt öðru
hverju að umræður dragast á lang-
inn og stundum falla orð sem betur
væru ósögð. En allt er þetta á réttri
leið.
Að loknum fundi með þing-
flokksformönnum ræddi ég við
embættismenn þingsins um ýmis-
legt sem varðar undirbúning þing-
haldsins.
Þá ræddi ég í síma við biskup
um væntanlegan samráðsfund Al-
þingis og kirkjuráðs en biskup
hafði óskað eftir fundi til að ræða
frumvörp sem varða kirkjuna og
verða til umfjöllunar á Alþingi nú
á næstunni. Fimdinn ákváðum við
að halda miðvikudaginn 29. janúar
kl. 11.
Léttur pastaráttur útbú-
inn
Heim var ég kominn um kl.
18.30, útbjó mér léttan pastarétt og
horfði á sjónvarpsfréttir á Stöð 2 og
RÚV.
Ég var óvenjumikið í símanum
um kvöldið en það reyni ég að forð-
ast sem mest ég má. En bæði var
það að ég var einn heima og svo
hitt að margir höfðu reynt að ná
tali af mér en ekki tekist. Því
hringdi ég til þeirra sem ég þekkti
nægilega vel til þess að geta leyft
mér að ónáða þá heima að kvöldi
tR.
Ég horfði á hluta sjónvarpsþátt-
arins um Urquhart, breska forsæt-
isráðherrann. Góður þáttur og
snilldarvel leikinn en svona
klækjarefir sem ráðherrann eru
ekki menn að mínu skapi.
Fór í gegnum nokkra persónu-
lega pappíra, las nokkra kafla úr
bók míns gamla og góða kennara,
Gísla Jónssonar, íslenskt mál, og
gekk til náða um miðnætti."
Finnur þú fimm breytingar? 396
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi, að
verðmæti kr. 3.950, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall
Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu
Kay Carpenter.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú flmm breytingar? 396
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík.