Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 20
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 JjV
20
mttir
Fjórar kvikmyndir hlutu framleiðslustyrki upp á áttatíu milljánir úr Kvikmyndasjóði:
Fjórir reyndir kvikmyndageröar-
menn, þeir Ágúst Guðmundsson,
Óskar Jónasson, Hilmar Oddsson og
Ari Kristinsson, skipta á milli sín 80
milljóna króna framleiðslustyrk frá
Kvikmyndasjóði. Ágúst Guðmunds-
son fær 24 milljónir til þess að gera
Dansinn en um er að ræða fram-
lengingu á vilyrði sem gildir til 31.
maí á þessu ári. Um hvað fjalla
þessar myndir?
Drama og glens
Ágúst Guðmundsson fékk hæsta
styrkinn eða 24 milljónir til þess að
gera Dansinn. Myndin segir frá
brúðkaupi sem haldið er á lítilli
eyju í Atlantshafi árið 1913. Myndin
gerist á þremur dögum og lýsir ýms-
um furðulegmn atburðum.
„Það má segja að þama sé á ferð
dramatísk mynd með gamansömu
ívafi um eyjarskeggja. Það er ennþá
verið að vinna að fjármögnun fyrir
myndina. Við reiknum með að fá
fjármagn frá Englandi, Þýskalandi
og Danmörku. Myndin er tekin að
hluta á íslandi og í Færeyjum. Ekki
hefur verið gengið frá ráðningum á
leikurum ennþá þar sem tökur hefj-
ast ekki fyrr en í haust,“ segir
Ágúst Guðmundsson.
Gamansöm fjölskyldu-
mynd
„Myndin fjallar um litla stúlku
sem býr ein með mömmu sinni.
Mamma hennar hefur sagt henni að
pabbi hennar búi í útlöndum og hún
hefur aldrei kynnst honum. Dag
nokkurn fréttir hún að pabbi henn-
ar búi í Breiðholtinu. Henni finnst
endilega að hún verði að fara að
kynnast pabba sínum. Þetta er
barna- og fjölskyldumynd í gaman-
sömum tón,“ segir Ari Kristinsson
um kvikmyndina Stikkfrí sem hann
- segir Úskar Jónasson
„Þýskaland er einn besti mark-
aður fyrir íslenskar myndir vegna
þess að Þjóðverjar talsetja allar
myndir. Við sitjum þá jafnfæt-
is ameriskum myndum
vegna þess. Það er allt
öðruvisi í Bretlandi
þar sem fólki
þykir óþægilegt
að hlusta á svo
skrítið tungu-
mál. Með til-
komu Norður-
landasjóðsins
hafa Norður-
löndin komið
líka. Það er létt-
ara að koma
barna- og fjöl-
skyldumyndum
inn á markað á
Norðurlöndun-
um því börn
hafa minni for-
dóma gagnvart
tungumálinu
heldur en ung-
lingar,“ segir
Ari.
Perlur og svín
fær 20 milljóna styrk frá Kvik-
myndasjóði til þess að gera.
Það er 26% af áætluðum heildar-
kostnaöi við myndina. Handritið er
tilbúið fyrir skömmu og upptökur
hefjast væntanlega síðari hluta
ágústmánaðar. Dóttir Ara, Bergþóra
Aradóttir, mun leika aðalhlutverk-
ið. Handritið er eftir Ara en
byggt á hugmynd frá Hrafni
Gunnlaugssyni og hefur verið
Cögur ár í vinnslu. Myndin er
einnig styrkt af Þjóðverjum,
Dönum og Norðmönnum og
hefur verið fjármögnuð 80%.
Besti markaður í
Þýskalandi
Óskar Jónasson fær 17,5 milljónir
króna til þess að gera Perlur og
svín. Með einni milljón, sem hann
hafði áður fengið, er um að ræða
26,3% af áætluðum heildar-
kostnaði.
„Myndin fjallar um hjón
sem eru að reyna að koma
sér til Karabíska hafsins í
siglingu. Frúin telur að það
muni bjarga hjónabandinu.
Til þess að eiga fyrir ferð-
inni fara þau út í alls kyns
brask og vesen. Eiginmaður-
inn er mikill ijárglæframað-
ur og fer að versla með eró-
tísk undirfot og Lödur til Rúss-
anna, svo að eitthvað sé neftit.
Hann fer alveg með það þegar hann
kaupir bakarí þar sem þau kunna
ekkert að baka. Þau reyna að
skrimta á þvi en það fer allt á hvín-
„bömmer“ þegar þau undir-
bjóða pylsubrauðamarkaðinn," seg-
ir Óskar Jónasson kvikmyndagerð-
armaður.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jó-
hann Sigurðarson leika aöal-
hlutverkin í myndinni og
vonast Óskar til þess að
myndin verði tilbúin á ár-
inu. Handritsgerðin hófst á
því að leikarahópurinn
spann verkið og bjó til
persónurnar. Óskari þótti
þetta góð aðferð til þess
að koma handritsvinn-
unni af stað. Textinn
varð til síðar en tals-
Ágúst Guðmunds-
son gerir kvikmynd-
ina Dansinn sem er
drama með gaman-
sömu ívafi.
vert af hugmyndunum um hvemig
karakteramir líta út er komið frá
leikurunum sjálfum.
Ennþá er ekki búið að brúa alla
fjárhagshliðina en myndin verður
mjög dýr. Perlur og svín er styrkt af
Norræna sjónvarps- og kvikmynda-
sjóðnum.
íslensk spennumynd
„Ég vil helst ekki segja mikið um
söguþráðinn sjálfan þar sem þetta
er spennumynd,“ segir Hilmar
Oddsson sem fær 18 miUjónir króna
til að gera kvikmyndina Sporlaust
og er styrkurinn 24% af áætluðum
heUdarkostnaði. Myndin er svo gott
sem fjármögnuð.
í myndinni lendir ungt fólk í
hremmingum í Reykjavík samtím-
ans. Ekki hafa verið gerðar margar
tilraunir tU íslenskra spennumynda
og akurinn er tUtölulega óplægður.
Það finnst Hilmari talsverð ögrun.
Hann segir að það sé mjög mikiU
galdur að gera íslenska spennu-
mynd þar sem við lifum á íslandi í
talsvert saklausum heimi miðað við
það sem gerist i stórborgum erlend-
is.
Löggur í leit að réttvís-
inm
„Samt verða menn fyrir ýmsum
ósóma hér á landi. Það er um einn
slíkan ósóma sem við ætlum að
fíaUa. Þetta er glæpamynd með lögg-
um í leit að réttvísinni og öUu tU-
heyrandi. Það er einnig mikU ögrun
fyrir mig að gera mynd sem er mjög
ólík Tár úr steini. Ég tekst hér á við
nýjan frásagnarmáta og kem öðru-
vísi að henni en áður. Handritið er
eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson en
ég kom að því á síðari stigum sem
leikstjóri," segir Hilmar.
-em
Óskar Jónasson vinnur aö gerö myndarinnar Perlur og svín.
Ari Kristinsson gerir fjölskyldumyndina Stikkfrí á þessu ári.
Hilmar Oddsson tekst á viö geróiíkt verkefni sem er spennu-
myndin Sporlaust. DV-myndi Hilmar Þór