Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 23
LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1997 23 útlönd Alan Clark, fyrrum ráðherra Thatcher, aftur kominn í framboð: Hélt við konu dómara og forfærði dæturnar umbjóðendur hans í Kensington lögðu fyrir hann spurningar um orðanotkun hans í síðustu viku. Ef marka má orð Clarks á fundin- um í Kensington hefur hann nú snúið af villu síns vegar og ekki megi því vænta neinna hneykslis- mála úr hans herbúðum á næst- unni. Og ástæðan er einfóld: „Ég hef ekki gaman af því að gera Jane óhamingjusama." Ekki má heldur gleyma þvi að hann er orðinn 68 ára. „Ég er lasburða og ég geri bara Erlent fréttaljós á laugardegi ráð fyrir að maður fjari út og við því er ekkert að gera. Ég er líka að verða afi,“ sagði Alan Clark. En áður en hann yfirgaf ráðhúsið í Kensington, sagði hann: „Ég geri það ekki af ásettu ráði að vera svona áberandi. Ég er það sem ég er.“ Alan Clark var ekki hrakinn úr ráðherraembætti, þrátt fyrir hliðar- spor sín, heldur sagði hann sjáifvilj- ugur af sér þegar helsti vemdari hans, sjálf Margret Thatcher, var hrakin úr embætti forsætisráðherra árið 1991. Sömu sögu er ekki hægt að segja af hvorki fleiri né færri en sextán ráðherrum í stjóm Majors eða háttsettum íhaldsmönnum sem hafa misst embætti sín vegna hneykslismála frá því almennar þingkosningar voru haldnar árið 1992. Níu þeirra urðu að segja af sér fyrir kynlífshliðarspor af ýmsum toga. Enn annar fyrrum ráðherra, Ste- ven Norris, sem fór með samgöngu- mál, er heldur ekki á þessum svarta lista. Hann sagði sjálfviljugur af sér í júlí síðastliðnum og skrifaði síðan bók þar sem hann upplýsti að hann hefði átt fimm hjákonur. Fyrirrennarinn hirtur upp úr ræsinu John Major hefur lengi reynt að sannfæra breskan almenning um að íhaldsflokkurinn sé flokkur fjöl- skyldunnar og grundvallargilda samfélagsins en flokksmenn hafa alltaf séð til þess að yfirlýsingar for- sætisráðherrans hafa verið nánast markleysa ein. Nú síðast fyrir ein- um mánuði eða svo þegar áðurnefnt æsiblað, News of the World, birti fullyrðingar um að kvæntur þing- maður íhaldsflokksins ætti vingott við ungan mann undir lögaldri sem deildi með honum vistarverur í klúbbi einum í Chelsea. Fyrirrennari Alans Clarks, sem fulltrúi millanna í Kensington og Chelsea, var heldur engin liðleskja þegar óvenjuleg eða hneykslanleg framkoma er annars vegar. Sá mað- ur heitir Nicholas Scott og er aðals- maður. Hann hefur það helst sér til frægðar unnið að síðastliðið sumar var hann handtekinn fyrir ölvuna- rakstur en í október bætti hann um betur og lét hirða sig upp úr rennu- steininum í Bournemouth, alveg á skallanum. Flokksþing íhalds- manna stóð þá sem hæst í borginni og Scott var rétt kominn úr boði hjá írska sendiherranum þegar hann lagðist í ræsið. íhaldsfélaginu í Kensington og Chelsea var ekki skemmt. Öfunda Clark af öllu kvennafarinu Annað var hins vegar upp á ten- ingnum á fundinum í siðustu viku þegar viðstaddir lýstu flestir yfir mikilli ánægju með nýja frambjóð- andann, heiðarleika hans og skerpu. Ein kona að minnsta kosti lýsti þó yfir áhyggjum sínum. „Hjá Nick var það flaskan en konurnar hjá Alan,“ sagði hún. Maður einn, sem kominn var á efri ár, tók alls ekki undir áhyggjur konunnar: „Ég hef engar áhyggjur af fyrri ástarsigrum hans heldur er ég kannski frekar dálítið öfundsjúk- ur.“ Enn annar karl viðurkenndi að fólk í kjördæminu væri nú dálítið snobbað og þess vegna hefðu allar eignir Clarks farið vel í það. Þar var maðurinn að vísa til stórrar landar- eignar, ríflega 400 milljóna króna og kastala í Kent sem Clark erfði eftir föður sinn, sagnfræóinginn Kenn- eth Clark. Hann á einnig skíðakofa í Zermatt í Sviss og mikið safn af gömlum og glæsilegum blæjubílum. Byggt á IHT og Sunday Times Þeir sem óttuðust að komandi kosningabarátta íhaldsflokksins í Bretlandi kynni að verða líflaus og leiðinleg geta tekið gleði sína á ný. Alan Clark er kominn í slaginn með félögum sinum. Og þar sem hann er ríkir aldrei nein lognmolla. Hann hefur að vísu lofað að haga sér skikkanlega en breska blaðið Even- ing Standard segir mjög ólíklegt að svo geti orðið, og það sé þakkarvert. „Ég er þeirrar skoðunar að Alan Clark sé frumlegur náungi og allir í neðri deild þingsins vita að svo er. Hann mun lífga upp á tilveruna," sagði John Major, forsætis- ráðherra Bret- lands, um dag- inn. sig út fyrir að halda á lofti fjöl- skyldugildum og öðrum góðum gild- um en hefur mátt horfa upp á hvert kynlífshneykslið á fætur öðru sem háttsettir flokksmenn hafa verið viðriðnir. Alan Clark var hreint ekki barnanna bestur. Dómarafrúin og dæturnar hlupu í blöðin komst um strákinn Tuma hlupu mæðgumar til og seldu slúðurblað- inu News of the World sög- una um þenn- an óvenju- lega ástar- ferhyrn- ing. Af öflum þeim um- Þegar Clark gegndi ráðherraemb- ætti hjá Thatcher, hann sat átta ár í stjórninni, í ráðuneytum viðskipta, atvinnumála og landvama, átti hann i ástarsambandi við eiginkonu dómara nokkurs, James Harkess. En ráðherrann lét ekki þar við sitja heldur forfærði hann einnig tvær dætur dóm- arans. Þegar upp Alan Clark, kvennabósi og vandræöagemlingur, er nú aftur kominn í fram- boð fyrir íhaldsflokkinn í Bretlandi. Kynnti frúna sem ástkonu sína Alan Clark, 68 ára gamall fyrrum ráðherra í stjóm Margretar Thatcher, var fyrir skömmu valinn frambjóðandi íhaldsmanna í Kens- ington- og Chelseakjördæminu í Lundúnum, einhverju öruggasta vígi íhaldsflokksins i gjörvöllu Bret- landi. Clark var með eiginkonuna Jane sér við hlið þegar fína og rika fólk- ið í Kensington ákvað að leggja allt sitt traust á hann. Kannski var það vegna þess að Clark veit fátt leiðin- legra en að vera leiðinlegur eða láta sér leiðast að hann kynnti frúna, sem hann hefur verið kvæntur í 38 ár, sem ástkonu sína, með meiru. Fiðringur fór um salinn þegar orðið féll, enda íhaldsmenn minnugir vandræðanna sem karlinn hafði komið flokknum í með framferði sinu. Flokki sem hefur reynt að gefa Þessi skopmynd af Alan Clark og John Major, forsætisráðherra Bretiands, birtist f blaöinu Sunday Express. Major telur Clark lífga upp á gráa tilveruna. mælum sem féllu um hliðarspor ráðherrans voru orð eiginkonunnar áreiðanlega þau eftirminnilegustu: „Þegar maður fer í bælið með fólki sem er af sama sauðahúsi og þjón- ustufólk hleypur það í blöðin með aflt, er ekki svo?“ sagði Jane Clark. Á syndaregistri Clarks eru einnig ræður sem hann flutti drukkinn í þinginu. Hann átti þátt í að hylma yfír sölu bresks fyrirtækis á búnaði sem fór beinustu leið í vopnabúr Saddams Husseins, forseta íraks, þegar slíkt var með öllu bannað og svo gaf hann út dagbækur sínar þar sem hann játaði þetta allt á sig og jós um leið skömmunum og móðg- ununum yfir félaga sína. Ekki kynlíf og morð frá upphafi til enda „Dagbækumar mínar voru eina metsölubókin þar sem ekki var fjall- að um kynlíf og morð frá upphafi til enda,“ sagði Clark um bókina þegar Grohe blöndunartæki Metabo rafmagns- verkfæri Hreinlætistæki Sturtuklefar 15% helgarafsláttur af öllum rafmagns- verkfærum Slípivél, 180wwatta, 115 mm, kr. 5.240 rétt verð 6.524 Hornajuðari. 220W. kr. 4.149 rétt verð 5.166 Borvél 9,6V í tösku, kr. 7.030 rétt verð 8.752 Borvél 12V m/höggi, iðnaðarvél, kr. 18.626 rétt verð 23.189 Opið frá 9-21 alla daga Metro-Normann Hallarmúla 4 sími 553-3331 Miðstöð heimilanna Juðari, 130W, kr. 3.710 rétt verð 4.618 Borvél 14,4V í tösku kr. 9.991 rétt verð 12.439 Borvél 12V í tösku, kr. 7.503 rétt verð 9.341

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.