Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 30
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 JL#"V » unglingar ik Ífr íslandsmeistarakeppnin ífrjálsum dönsum, frístæl, fram undan íTónabæ: Setjum stefnuna á gullið - segir Sara Hillerz í Spritz-hópnum en hún náði ásamt fleirum silfrinu í fyrra „Við geram okkui góðar vonir um að komast í gegnum undankeppnina og síðan munum við gera okkar besta í úrslitunum. Getum ekki annað en sett stefnuna á gullið,“ segir Sara Hillerz úr danshópnum Spritz sem undirbýr sig fyrir íslands- meistarakeppnina í frjálsum dönsum, frístæl, sem fram fer í félagsmiðstöð- inni Tónabæ nú í febrúar. Keppnin hefur verið haldin árlega í Tónabæ og fer nú fram i fjórt- ánda sinn. Sara var í hópn- um Sópran sem náði 2. sæti í fyrra í hópdansi. Með henni í Sópran voru einnig stelpurnar Þórhildur Osk Jónsdóttir og Rut Reykjalín sem nú eru í Spritz ásamt Sigríði Huld Guð- mundsdóttur. Allar eru þær 14 ára og í Laugalækjarskóla nema Rut sem er í Valhúsaskóla á Seltjamar- nesi. Stífar æfingar Að sögn Söra hafa þær verið að æfa stíft síðustu daga en und- ankeppnin fyrir höfúðborgarsvæðið fer fram í Tónabæ um næstu helgi. Frístælkeppninni er skipt í tvo ald- ursflokka, 13-17 ára og 10-12 ára. Keppt er bæði í einstaklings- og hópdönsum. Undankeppnir fara fram víða um land en úrslitakvöld- ið fer fram fostudaginn 14. febrúar nk. og kynnir verður enginn annar en Magnús Scheving. Frístælkeppni fyrir 10-12 ára krakka fer síðan fram í Tónabæ 22. febrúar. „Við erum allar að æfa þolflmi í Eróbiksport en höfum rosalega gaman af því að dansa frístæl. Við ætlum okkur engan frama í dansi. Frístælkeppnin er opin báðum kynjum en strákarnir hafa verið heldur latir. Þó var einn hópur skipaður strákum í fyrra en lítið fór fyrir afrekum hans. „Strákarnir mæta bara til að horfa á okkur og aðalatriðið er nátt- úrulega i ganga í augun á þeim,“ segir Sara og skellihlær. í þessu sambandi skal þess að lokum getið í Spritz „pósa“ fyrir Ijósmyndarann. Þetta er frekar okkar hobbi og hlökkum alltaf til að taka þátt á hverju ári. Gaman að koma saman á æfingum og rífast svolítið," segir Sara en þær í Spritz semja dansat- riðin sjálfar og era þeirra eigin þjálfarar. Gengur oft mikið á! Keppni milli skóla Stemmningin í Tónabæ hefur verið mögnuð þegar frístælkeppnin hefur farið fram. Keppendur fá stuðning bekkjarsystkina sinna úr skólunum og oft hefur þetta verið svolítil keppni á milli skóla frekar en liðanna sjálfra. Þegar DV-menn litu við í Tóna- bæ í vikunni var Spritz-hópur- inn á æfingu í Tónabæ fyrir frí- stælkeppnina sem þar fer fram núna í febrúar. Talið frá vinstri þá eru Sara Hillerz og Þórhild- ur Ósk Jónsdóttir í efri röðinni og Sigríður Huld Guðmunds- dóttir og Rut Reykjalín í þeirri neöri. DV-myndir Hilmar Þór 'n hliðin að tvær úr Spritz-hópnum eru gengnar út, hinar tvær eru á lausu, ennþá.... -bjb Elma Lísa, kynnir íslenska listans á Stöð 2: Hann Stebbi minn stendur fyrir sínu Áhorfendur Stöðvar 2 hafa að undanfornu ; veitt ungri konu eftirtekt sem séð hefur um | 20 vinsælustu lög íslenska listans, sem byggður er á samnefndum lista Bylgjunnar, j DV og Kóka-Kóla. Hér er á ferðinni hún J Elma Lísa sem hefur frá þvi í nóvember sl. sýnt í vikulegum þætti myndbönd með vin- | sælustu lögunum. Þátturinn er unninn fyrir Stöð 2 af Plúton og sýndur á föstudögum og endursýndur á sunnudögum. Þetta er hins vegar ekki hennar eina starf. Hún vinnur á veitingastöðunum Grænum kosti og Café au lait og hefur einnig unnið fyrir sér sem fyr- irsæta. I-bjb Fullt nafntElma Lísa Gunnarsdóttir. Fæðingardagur og ár: 7. september 1973. MaknStefán Már Magnússon. Börn:Engin. Bifreið: Hef afnot af Græna drekanum. StarftKynnir íslenska listans og afgreiðslu- dama á Grænum kosti og Café au lait. Laun:Einkamál. ÁhugamáftLestur góðra bókmennta og dans. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói?Já, ég fékk 3 rétta í lottó, er heppin í ástum en óheppin í spilum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Tala við áhugavert fólk og fara út að borða í góðra vina hópi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp og ég er ekki hrifin af rifrildi. Uppáhaldsmatur:Maturinn á Grænum kosti er afar ljúffengur en hann Stebbi minn stendur fyr- ir sínu. Uppáhaldsdrykkur: „Límónu- Toppur". Hvaöa íþróttamaður stendrn- fremstur í dag?Get ekki gert upp á milli þeirra. UppáhaldstímaritÆkkert sér- stakt í uppáhaldi. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð, fyrir utan maka?Skemmd epli geta verið falleg en eigi að síður skemmd. Ertu hlynnt eða andvig rfkis- stjóminni?Hlynnt henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta?Einhvern and- legan leiðtoga, t.d. móður Ther- esu. Uppáhaldsleikari:Albert Finn- ey. Uppáhaldsleikkona:Audrey Elma Lfsa, kynnir íslenska listans á Stöð 2. DV-mynd ÞÖK Hepbum. Uppáhaldssöngvari: Bono í U2 er bestur. Uppáhaldsstjómmálamaður:Enginn sér- stakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Mína Mús, konan hans Mikka Mús. UppáhaldssjónvarpsefhftAllt mögulegt. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús:Austur-Indiafélagið. Hvaða bók langar þig mest að lesa?Z eft- ir Vígdísi Grímsdóttur er ein af mörgum. Hver útvarpsrásanna þykir þér best?Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður:Mágur minn hann Robbi Rap. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á?Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður:Tvíhöfði, Jón Gnarr og Siguijón Kjartansson. Uppáhaldsskemmtistaður/krá:Enginn sérstakur. Uppáhaldsfélag í íþróttum:Alltaf verið Framari, áfram Fram! Stefnir þú að einhverju sérstöku í fram- tíðinni?Vera sátt við sjálfa mig og um- hverfið og ná innri ró og friði. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Eitthvað skemmtilegt!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.