Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 34
42
heilsurækt
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997
>
>
Ekki æfa of mikið í byrjun:
Vigtin mælir kíló -
ekki árangur
- þegar vöðvarnir koma í stað fit-
unnar er árangurinn bestur en vigt-
in veit ekkert af því
Oft á tíðum verða menn fyrir
miklum vonbrigðum þegar þeir
stíga á vigtina eftir kannski eins
mánaðar röskar æfingar og sjá að
kg-tölurnar hafa ekkert lækkað.
Þetta gerist jafnvel þó að á sama
tíma hafi verið farið eftir öllum fyr-
irmælum um mataræði. Hver er
ástæðan fyrir þessu? Geta sumir
kannski ekki lést þrátt fyrir svita og
púl?
Þjálfun, mataræði,
hvíld
„Þetta getur allt
verið eðlilegt og já-
kvætt,“ sagði Sölvi
Fannar, leiðbeinandi
hjá World Class, þegar
við spurðum um ástæð-
ur þessa. „Árangur af
líkamasrækt byggist á
þrem atriðum:
þjálfunarálagi,
mataræði og
hvíld. Allt
verður
þetta að
vera í lagi.
Hvað
varðar
dæmiö
um
mann,
sem
ekkert
léttist
fyrsta mán-
uðinn, er
það að segja
að á þess-
um tíma
hefur
hann brennt heilmikilli fitu en á
sama tíma byggt upp vöðva líkam-
ans. í raun hefur þessi maður lést
um jafnvel mörg kílógrömm, þótt
vigtin nemi það ekki. Heilmikið af
fitu er farið.“
Ekki æfa of mikið í byrj-
un
„Eitt grundvallaratriðanna
þriggja sem ég nefndi er hvíld. Það
þarf að varast að æfa of mikið. Satt
að segja er algengt að fólk æfi of
mikið, þreytist og nái ekki fullum
árangri þess vegna. Til að byrja með
er til dæmis allt of mikið að æfa
á fullu sex sinnum í viku. Lík-
aminn þarf sína hvíld til að
vinna úr álag-
inu sem
—
skapast við þjálfunina.
Þjálfun og líkamsrækt, sem á
m.a. að leiða til þess að fólk losni
við kílóin, verður að vera í jafn-
vægi,“ sagði Sölvi. - Hreyfing,
mataræði og hvíld. „Þetta gildir
auðvitað alveg sérstaklega í byrj-
un.“
Margir gefast upp fyrir
' ski' '
missKÍInmg
Sölvi sagði að lokum að margir
gæfust upp og hættu líkamsrækt eft-
ir skamman tíma vegna þessa mis-
skilnings með vigtina. Stundum er
ákafinn allt of mikill í að sjá lægri
tölur á vigtinni að skynsemin kemst
ekki að og því gefast margir upp að
ástæðulausu þrátt fyrir að í raun
mm hafi þeir náð ágætis árangri,
sem yrði góð undirstaða undir
áframhaldandi heilbrigða
I lifshætti.
Pau eru ófá
götin á
beltinu
sem Árni
er hættur
að nota.
DV-
mynd
GVA
Árni snýr við mataræðinu:
Núer
borðað
með
, priónum
- og Nupo
Sr næringarduftið
tryggir öll næringarefni
í samráði við Sölva Fannar
þjálfara sinn hefur okkar maður
Ámi Sigurðsson, tekið upp
algjörlega nýja siði í matarmálum.
„Nú borða ég aðalmáltíð dagsins
um hádegið í stað þess að áður
borðaði ég nær eingöngu á
kvöldin og stundum meira að segja
rétt áður en ég fór að sofa,“ sagði
Ámi.
Betra að hafa næringu
til að brenna
„Sölvi benti mér á, að miklu
skynsamlegara væri að taka inn
fæðuna fyrr um daginn og hafa
þannig eitthvað til að brenna og
nýta í daglegu amstri í stað þess að
drekka ekkert nema kaffí allan
daginn og fá síðan allar
hitaeiningamar rétt áður en maður
fór í rúmið við lok dagsins..
Ég haga vinnutíma mínum í
samræmi við fjölskyldaðstæður og
fer sþví fremur seint á fætur en er
oft að við vinnu fram á kvöldið. Ef
ég vakna snemma þá fæ ég mér eitt
glas af Nupo létt næringardufti og
síðan einn kaffibolla.
Aðalmáltíð dagsins um
hádegið
Um hádegið er síðan komið að
aðalmáltið dagsins. Hún
samanstendur af fiski og eða pasta
eða hýðishrísgrjónum og með því
steiki ég eða síð allskonar grænmeti
eins og kál, gulrætur, rófur o.fl.
Þetta krydda ég með pipar og
grænmetiskryddi en reyni að
forðast allar kryddblöndur. í þeim
flestum er of mikið af salti, sem ég
reyni að forðast. Við matseldina
nota ég sojaolíu og þá helst góða
tegund eins Virginoliu.
Síðan er það ekkert nema Nupo
létt næringarduftið, sem ég borða
það sem eftir er dagsins. Fæ mér
gjarnam eitt glas á tveggja til
þriggja tíma fresti. Með því tryggi
ég mér á auðveldan hátt að fá öll
næringarefni og önnur nauðsynleg
efni sem líkaminn þarfnast án þess
að þurfa aða standa í miklum
útreikningum af neinu tagi,“ sagði
Árni.
Hann sagðist ekkert standa í því
að telja kaloríurnar en hinsvegar
hefur Ámi tekið það upp að borða af
minni diskum en áður og nú fær
hann sér aðeins einu sinni á
diskinn..
„Hér áður fyrr þá var ég manna
fljótastur að borða og
matmálstímarnir vom þannig að ég
sat með stóra skál fyrir framan
sjónvarpið og borðaði úr henni með
skeið. Auðvitað gleypti ég þetta í
mig á methraða , svona tveim til
þrem míonútum og vissi ekkert
hvað upp í mig fó'r.
„í dag höfum við fjölskyldan tekið
upp þá hætti að borða ávallt við
borðið öll saman. Það er dúkað upp
og við diskinn eru ekki lengur
hnífapör heldur prjónar.
Þetta er ansi erfitt og
heilmikið átak en skílar
sár
Nú er ekkert sjónvarp á
matmálstímum, heldur er matarins
neytt í ró og prjónarnir tryggja það
að hraðinn er ekki mikill. Nú tekur
máltíð hjá mér í það minnsta
fimmtán til tuttugu mínútur í stað
tveggja til þriggja mínútna áður.
Núpó létt tryggir mér öll bætiefni og
mér líður mun betur og finnst ég
nýta næringuna betur en áður.
Þetta er vissulega erfitt og heilmikið
átak að snúa mataræðinu svona við
eins og ég hef gert en það skilar
sér,“ sagði Ámi Sigurðsson að
lokum.
Blanda
íþróttafélag kvenna var stofnað
fyrir rúmum sextíu árum (1934) og
starfar enn af fullum krafti þó
kannski fari ekki mikið fyrir því í
umræðunni. Að sögn Ágústu Guð-
rúnar Sigfúsdóttur, formanns lK,
stunda félagskonur leikfimi og blak
á vegum þess. Leikfimi fyrir ungar
stúlkur hefúr einnig verið á vegum
félagsins en er þó ekki í vetur.
- En af hverju var stofnað sér-
stakt íþróttafélag fyrir konur?
„Árið 1934, þegar ÍK var stofnað,
áttu konur erfitt uppdráttar innan
íþróttahreyfingarinnar sem oftar,“
sagði Ágústa. „Á stofnfundinum var
lýst óánægju með það hvað stúlkum
var lítt sinnt og einnig var rætt um
mikilvægi þess að faglærðir kven-
fimleikakennarar kenndu stúlkum.
Kveikjan að því að íþróttafélag
kvenna var stofnað var til dæmis
m.a. sú að stjóm KR ákvað að karl
íþróttafálag kvenna:
af „gömlu" leikfiminni
skyldi taka
við þjálfun
fimleika-
flokks
kvenna hjá
félaginu í
stað Unnar
Jónsdóttur,
lærðs fim-
leikakenn-
ara, sem
síðar starf-
aði mikið
fyrir ÍK.
Varð þetta
til þess aö
meginhluti
fimleika-
kvenna í
KR stóð að
stofnun ÍK.
Ásamt
leikfimi
Á æfingu hjá Iþróttafélagi kvenna í sal Austurbæjarskólans í Reykjavík. Kennarinn,
Margrét Jónsdóttir, er lengst til hægri og á innfelldu myndinni. Ágústa Guörún Sigfús-
dóttir, formaður félagsins, er fremst til vinstri. DV-mynd Hilmar
og
hefúr félag-
ið lagt
mikla
áherslu á
skíðaiðkun.
Skíðaskáli
ÍK er í
Skálafelli og
hefur verið
mikil lyfti-
stöng en
einkum hef-
ur verið
lögð áhersla
á skíða-
göngu og oft
boðið upp á
kennslu í
henni,“
sagði
Ágústa for-
maður að
lokum.
þolfimi
Við spurðum Margréti Jónsdótt-
ur, íþróttakennara og þjálfara fK,
hver væri munurinn á þeirri leik-
fimi sem boðið væri upp á hjá ÍK og
annarri:
„Munurinn er alls ekki mikill,“
Umsjón
Ólafur Geirsson
sagði Margrét. „Hér er blanda af nú-
tíma þolfimi og „gömlu“ leikfi-
minni, sem mörgum líkar vel. Sum-
ir setja fyrir sig hraðann eða hávað-
ann á líkamsræktarstöðvunum en
auðvitað er öll hreyfing og líkams-
rækt góð og meginatriðið er að hafa
af henni gaman og ánægju,“ sagði
Margrét.