Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 43 Skákþing Reykjavíkur: Þröstur hefur örugga forystu - úrslitin í atskákmóti Islands tefld á morgun Þröstur Þórhallsson stórmeistari hafði hálfs annars vinnings forskot á skákþingi Reykjavíkur þegar þremur umferðum var ólokið. í átt- undu umferð mótsins vann hann góðan sigur á Tómasi Bjömssyni en helsti keppinautur hans, Bragi Þorf- innsson, varð að sætta sig við ósig- ur gegn Sævari Bjarnasyni. Þröstur hefur hlotið 7,5 vinninga af átta mögulegum - hefur unnið alla andstæðinga sína til þessa nema Björgvin Víglundsson sem hélt jöfnu í viðureign sinni við stór- meistarann. Bragi Þorfmnsson, Jón G. Viðarsson, Sævar Bjarnason, Umsjón JónLÁmason Einar Hjalti Jensson og Stefán Kristjánsson hafa allir 6 vinninga og deila 2.-6. sæti. Næstir koma Þór- ir Júlíusson, Björn Þorfinnsson, Torfi Leósson, Björgvin Víglunds- son og Tómas Björnsson sem allir hafa hlotið 5,5 vinninga. Keppendur em 70 talsins. Tefla átti níundu umferð i gær- kvöldi, tíunda umferð hefst kl. 14 á morgun, sunnudag, en lokaumferð verður tefld á miðvikudagskvöld. Teflt er í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur i Faxafeni 12. Skoðum fjöruga skák alþjóðlegu titilhafanna sem mættust sl. sunnu- dag. Sævar teflir frönsku vörnina þéttingsfast, eins og hann á vanda til, og virðist hreinlega ná yfírhönd- inni. í leit að frumkvæðinu tekur Þröstur það til bragðs að fóma peði og öðru til viðbótar og nær við það að hrista upp í taflinu. Eftir þetta þarf Sævar vissulega að gæta að sér en svo fer að Þröstur sleppur út í endatafl og nær að jafna liðsmun- inn. Þótt drottningarnar fari út af borðinu halda flækjurnar áfram; Sævar er á eftir í liðsskipan og lend- ir í óvæntu mátneti. Þresti bregst heldur ekki bogalistin þegar Sævar freistar þess að bjarga taflinu á læ- vísan hátt. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Sævar Bjamason Frönsk vörn. I. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Rf3 Rbc6 8. a4 Da5 9. Bd2 Bd7 10. dxc5 Þröstur kýs fremur að tvístra peðastöðunni en að leyfa Sævari að læsa stöðunni með c5-c4 en í slíkum töflum unir hann sér vel. 10.- Dc7 Til greina kemur einnig 10. - Dxc5. II. Bf4 Rg6 12. Bg3 Da5 Hins vegar ekki 12. - Rcxe5 13. Rxe5 Rxe5 14. Dh5! og leppun riddar- ans er banvæn. Drottningin hefúr nú farið hringferð og svartur hefur tapað tíma. Á móti kemur að hæg- ara verður að sækja að peðinu á c3 eftir að svartreita biskup hvíts hef- ur skipt um setur. 13. Dd2 Dxc5 14. Bd3 Hc8 15. h4 h6 16. 0-0 Ra5 17. h5 Re7 18. Df4 Dxc3 19. Dg4 Dc5? Eftir 19. - 0-0 er vandséð að hvítur hafi nægar bætur fyrir peðið. Nú leggur Sævar gildru: Ef 20. Dxg7? Hg8 21. Dxh6 Hxg3 o.s.frv. Þetta kostar hins vegar hrókunarréttinn. 20. Bf4 Kf8 21. Habl Dc7 22. Bd2 Rc4 23. Bb4 Bxa4 24. Hal b5 25. Rd4 a5 Svartur hefur krækt sér í eitt peð til viðbótar en nú eru gagnfæri hvits greinileg. Nú má svartur gæta að sér. Ef 25. - Rxe5 26. Rxe6! fxe6 27. Dxe6 Hd8 28. Hfel og sóknin er sterk. 26. Bxc4 axb4 Gott er að losna við þennan öfl- uga biskup en betra virðist þó 26. - dxc4 27. Bd6 Dd7 o.s.frv. og svartur kann að losna úr klemmunni. 27. Bxb5 Bxb5 28. Rxb5 Dc4? Ljóst er að eftir 28. - Dxe5 29. Dxb4 eru færi hvíts einnig hættuleg en þetta virðist þó betri tilraun. 29. Dxc4! dxc4 Ef 29. - Hxc4 30. Rd6! og vinnur lið. 30. Rd6 Hd8 31. Rxc4 Kg8 Hér má stinga upp á 31. - Rc6. 32. Ha7! Rd5 33. Hfal Hc8 34. Rd6! Þetta varð að reikna nákvæm- lega. 34. - Hxc2 35. Rxf7 b3? Síðasta hálmstráið er 35. - Hh7 36. Hd7 Hc8 37. Rd6 Hf8 38. Hla7 Rf4 39. Re4 Rxh5 40. Hab7 og viðheldur þrýstingnum. 36. Hb7 Rc7 37. Rxh8 b2 38. Hb8+ Kh7 39. Hbl Hcl+ 40. Kh2 Hxbl 41. Rg6 Re8 42. Hxe8 Svartur er í mátneti og virðist standa uppi með tapað tafl eftir 42. - Hhl+ 43. Kxhl bl=D+ 44. Kh2 og síð- an mát á h8. Sævar teflir þó ótrauð- ur áfram. 42. - Hhl+ 43. Kg3! - og Þröstur er vandanum vax- inn! Ef hins vegar 43. Kxhl bl=D+ 44. Kh2 lumar Sævar á snoturri björgunarleið, 44. - Dhl+! 45. Kxhl (45. Kg3 Dxg2+!) og svartur er patt! Eftir textaleikinn sleppur Sævar úr mátnetinu en stendur uppi með manni minna. 43. - Hxh5 44. Rf8+ Kg8 45. Rd7+ Kf7 46. Hb8 Ke7 47. Rc5 Hxe5 48. Rd3 Hg5+ 49. Kf3 Og svartur gafst upp. Atskák í Sjónvarpinu Úrslitaeinvígið um íslandsmeist- aratitilinn í atskák verður sýnt í Sjónvarpinu á morgun, sunnudag, og hefst útsending á hádegi. Stór- meistararnir Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson tefla um titilinn. Þeir tefldu einnig til úrslita fyrir ári og þá sigraði Helgi, sem á því titil að verja. Hannes Hlífar varð íslandsmeistari 1995. Sextán skákmenn tefldu til úr- slita um síðustu helgi þar til þeir fé- lagar Helgi og Hannes stóðu einir uppi. Leikar fóru þannig: 1. umferð: Helgi Ólafsson - Bergsteinn Ein- arsson 2-0 Hannes Hlífar Stefánsson - Tómas Björnsson 2-0 Þröstur Þórhallsson - Rúnar Sig- urpálsson 2-1 Jón L. Árnason - Kristján Eð- varðsson 2-0 Helgi Áss Grétarsson - Bragi Halldórsson 2-1 Jón G. Viðarsson - Magnús Örn Úlfarsson 2-1 Jón Viktor Gunnarsson - Dan Hansson 1,5-0,5 Ágúst S. Karlsson - Sævar Bjarnason 2-1 2. umferð: Helgi Ólafsson - Ágúst S. Karls- son 2-1 Hannes Hlífar Stefánsson - Jón Viktor Gunnarsson 2-1 Þröstur Þórhallsson - Jón G. Við- arsson 1,5A),5 Jón L. Árnason - Helgi Áss Grét- arsson 2-0 Undanúrslit: Helgi Ólafsson - Jón L. Árnason 1,5-0,5 Hannes Hlífar Stefánsson - Þröst- ur Þórhallsson 1,5-0,5. Félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn í Vörubifreiðastjóra- félaginu Þrótti þriðjudaginn 4. febrúar 1997 kl. 20.00 í húsi félagsins að Borgartúni 33. Fundarefni: 1. Lokaafgreiðsla á lóðakaupum undir starfsemi félagsins. 2. Önnur mál. Stjórnin Fulltrui/ritari Laus er til umsóknar staða fullrúa/ritara á skrifitofu forseta íslands. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í marsmánuði nk. Starfið felst í hefðbundnum skrifitofustörfum, m.a. ritvinnslu, skjalavörslu, móttöku þeirra sem til embættisins leita og símsvörun. Umsækjendur veiða að geta starfað sjálfitætt og hafa hæfileika til mannlegra samskipta. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða kunnáttu í íslensku og æskileg er kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáh og ensku, svo og í notkun tölvu. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum starfimannafélags ríkisstofiiana. Nánari upplýsingar um starfið gefur Vigdís Bjarnadóttir deildarsþóri i síma 540-4400. Umsóknarfrestur er til 20,-febrúar 1997. Umsóknir sendist til skrifstofu forseta Islands, Staðastað, Sóleyjargötu 1, 150 Reykjavík, en þœr þutfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Islandsmót í Parasveitakeppni 1997: Sveit „Jakobínu íslandsmeistaramót í parasveita- keppni var haldið um sl. helgi í Bridgehöllinni við Þönglabakka og mættu 22 sveitir til leiks. íslandsmeistarar urðu sveit „Jak- obínu“, en í henni spiluðu Jacci McGreal, Halla Bergþórsdóttir, Guð- mundur Pétursson og Sigurjón Tryggvason. Reyndar hafði Siglufjaröarsveit undir forystu Bjarkar Jónsdóttur náð 12 stiga forystu fyrir síðustu umferð en hún tapaði illa 1 síðustu umferðinni meðan sveit „Jakobínu" náði öllum stigunum. Röð og stig efstu sveita var ann- ars þessi: Sveit Jakobínu 134 Bjarkar Jónsdóttur 128 Guðrúnar Óskarsdóttur 124 Bryndísar 123 Estherar Jakobsdóttur 121 Við skulum skoða eitt spil frá leik íslandsmeistaranna við sveit Svölu Pálsdóttur, þar sem Jacci náði að „stela“ geimi með góðum millileik. 4 Á97 V 1096 •f D3 * ÁKG84 * D85 * K732 * G942 * 105 * G10643 * G * K65 * 7632 S/A-V í lokaða salnum höfðu Guðmund- ur og Halla doblað Svölu í fimm laufum og tekið sína augljósu þrjá slagi. Það voru 100 til a-v og ágætt spil því fjögur hjörtu tapast alltaf. í opna salnum sátu n-s Jacci og Sigurjón og sagnir gengu þannig: II " sigraoi Suður Vestur Norður Austur pass 1» 2* 3* 4» 5* dobl pass pass pass Austur spilaði út hjarta, vestur drap á ásinn og spilaði meira hjarta. Jacci trompaði í blindum og spilaði strax litlum spaða. Vestur lét lítið, Jacci níuna og austur drap á drottn- Umsjón Stefán Guðjohnsen ingu. Hann spilaði meira hjarta, trompað í blindum, tekið tvisvar tromp og síðan spaðaás. Þegar kóng- urinn kom frá vestri var spilið allt í einu unnið þvi Jacci hafði fengið sjö slagi á lauf og fjóra slagi á spaða. Ellefu slagir, 550 og 11 impa gróði. * K2 ÁD854 * Á1087 * D9 Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl, 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl, 17 á föstudag g\\t milli hirr)inx Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.