Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 47
JLlV LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997
afmæli «
Kristján Belló Gíslason
Kristján Belló Gíslason leigubil-
stjóri, Vogatungu 101, Kópavogi, er
áttatíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Kristján fæddist í Sandprýði í
Vestmannaeyjum og ólst upp í Eyj-
um og að Múlakoti í Fljótshlíð við
sjómennsku og almenn sveitastörf.
Hann flutti til Reykjavíkur 1934,
stundaði þar almenna verkamanna-
vinnu fyrstu tíu árin en gerðist þá
leigubílstjóri og stundaði aksturinn,
lengst af á Hreyfli, til 1987 er hann
hætti fyrir aldurs sakir.
Kristján og kona hans fluttu í
Kópavoginn 1946 þar sem þau hafa
búið síðan.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 1942 Halldóru
Stefánsdóttur, f. 6.8. 1922, húsmóð-
ur. Hún er dóttir Stefáns Guð-
mundssonar, verkamanns á Raufar-
höfn, og Arnþrúðar M. Hallsdóttur
húsmóður.
Börn Kristjáns og Halldóru eru
Gísli Þröstur, f. 1.10. 1943, fulltrúi á
Keflavíkurflugvelli, búsettur í
Garðabæ, var kvæntur Guðrúnu
Ernu Björnsdóttur, starfsstúlku á
Sólvangi í Hafnarfirði, og eignuðust
þau fjögur börn; Guðleif, f. 29.1.
1945, verslunarmaður, búsett í Hafn-
arfirði, gift Helga H. Eiríkssyni bif-
vélavirkja og eiga þau þrjú börn;
Arnþrúður Margrét, f. 6.2. 1947,
starfsstúlka á Hrafnistu í Hafnar-
firði, gift Hafsteini Má Guðmunds-
syni húsasmíðameistara og eiga þau
fimm dætur; Guðni Svavar, f. 20.11.
1954, d. 7.8. 1984, rafvirki í Reykja-
vík, var kvæntur Júlíönnu Sóleyju
Gunnarsdóttur skrifstofumanni og
eru böm þeirra tvö; Stefán Rúnar, f.
2.4. 1957, framkvæmdastjóri í Kópa-
vogi, var kvæntur Lindu Hreiðars-
dóttur fóstru og eiga þau eina dótt-
ur. Dóttir Kristjáns frá því fyrir
hjónaband er Vera Kristjánsdóttir,
f. 10.7. 1932, gift Sigurjóni Richter
vörubílstjóra og eiga þau þrjár dæt-
ur en móðir hennar er Kristjana
Hannesdóttir.
Systkini Kristjáns; Haraldur
Gíslason, f. 24.5.1907, nú látinn; Sig-
ríður Gisladóttir, f. 11.5. 1909, hús-
móðir í Kópavogi; Guðlaug Gísla-
dóttir, f. 19.9. 1909, nú látin; Fanney
Gísladóttir, f. 16.12. 1914, búsett í
Kópavogi; Soffla Gísladóttir, f. 31.12.
1915, húsmóðir á Hvolsvelli,
Foreldrar Kristjáns: Gísli Þórðar-
son, f. 15.12.1877, d. 9.11.1943, verka-
maður og sjómaður í Vestmannaeyj-
um, og Guðleif Kristjánsdóttir, f.
15.10. 1886, d. 22.1. 1917, húsfreyja.
Kristján og Halldóra verða að
heiman á afmælisdaginn.
Regína Margrát Birkis
Regína Margrét Birkis, ritari
hafnarstjórans í Reykjavík, Árskóg-
um 8, Reykjavík, er sextug í dag.
Starfsferill
Regina Margrét er fædd og uppal-
in í Reykjavík. Hún lauk prófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík 1954
og var formaður Nemendasam-
bands Kvennaskólans um árabil.
Regína Margrét starfaði hjá Sam-
bandi íslenskara samvinnufélaga
frá 1954 til 1956; hjá Olíufélaginu hf.
frá 1956 til 1960; hjá Eimskipafélagi
íslands frá 1961 til 1962; hjá Þjóð-
minjasafni íslands frá 1967 til 1976
og hefur verið starfandi hjá Reykja-
víkurhöfn frá 1976.
Fjölskylda
Regína er í sambúð með Guðbergi
E. Haraldssyni, f. 30.9. 1927, deildar-
stjóra hjá Reykjavíkurhöfn. For-
eldrar hans vom Haraldur Jónsson,
f. 7.12. 1901, d. 10.2. 1986,
verkstjóri hjá Reykjavík-
urhöfn, og k.h., Olga Egg-
ertsdóttir, f. 19.2. 1906, d.
5.11. 1981, húsmóðir.
Regína giftist 17.5. 1956
Jóni B. Gunnlaugssyni
frá Ólafsfirði, f. 21.6. 1936,
d. 17.12. 1991.
Börn Reginu og Jóns:
Gunnlaugur Kristján, f.
20.8. 1956, rannsóknarlög-
reglumaður, kvæntur
Auði Guðmundsdóttur, f.
12.9. 1960, flugfreyju hjá
Flugleiðum, og eiga þau
dótturina Brynju, f. 17.7. 1987; Guð-
björg Birkis, f. 5.8. 1962, húsmóðir,
gift Marínó Björnssyni, f. 24.1. 1956,
sölustjóra hjá Heklu, og eiga þau
börnin Jón Ragnar Birkis, d. 7.4.
1981, Þorbjörgu Öldu, f. 7.12. 1984,
Reginu Sif, f. 26.2. 1992, og Rebekku
Rut, f. 25.12. 1993; Dalla Rannveig, f.
31.3. 1964, í sambúð með Inga Þór
Jónssyni, f. 4.10.1966, framkvæmda-
stjóra, og er þeirra sonu-
ur Vigfús Blær, f. 21.11.
1994. Fyrir átti Dalla
dótturina Regínu Diljá, f.
20.8. 1983, og soninn Jón
Birki, f. 18.5.1985, og fyr-
ir átti Ingi Þór soninn
Sævar Þór, f. 23.6.1989.
Bróðir Regínu er Sig-
urður Kjartan, f. 13.3.
1945, yfirfluvélavirki hjá
UPS í Atlanta í Banda-
ríkjunum, kvæntur
Bonnie DePalma Birkis,
f. 5.7.1948, flugfreyju hjá
American Airlines, og
eiga þau þrjú börn; Sigurð Pétur, f.
5.4. 1975; Jónas Paul, f. 5.12. 1978 og
Kate Elisabeth, f. 27.8. 1982.
Foreldrar Regínu: Sigurður Birk-
is, f. 9.9. 1893, d. 31.12. 1960, söng-
málastjóri Þjóðkirkjunnar, og Guð-
björg Birkis, f. 7.5. 1908, húsmæðra-
kennari og húsmóðir. Þau voru bú-
sett í Reykjavík.
Ætt
Foreldrar Sigurðar vom Eyjólfur
Einarsson, bóndi að Reykjum í
Skagafirði, og Margrét Þormóðs-
dóttir.
Foreldrar Guðbjargar voru Jónas
Kristjánsson, f. 20.9. 1879, d. 3.4.
1960, læknir á Sauðárkróki og stofn-
andi NLFÍ, og Hansína Benedikts-
dóttir, f. 17.5.1874, d. 21.7. 1948, hús-
móðir.
Jónas var sonur Kristjáns Krist-
jánssonar, bónda að Snæringsstöð-
um í Svínadal, og Steinunnar Guð-
mundsdóttur. Hansína var dóttir
séra Benedikts Kristjánsdóttur,
prests á Grenjaðarstað í Þingeyjar-
sýslu, og Regínu Sivertsen.
Regína tekur á móti gestum í
samkomusal Árskóga 6 og 8 í dag, á
afmælisdaginn, milli kl. 17 og 19.
fréttir
Regína Margrét
Birkis.
Vestfirskur skelfiskur hf.:
Svars beðið
vegna kaupa á
nýjum kúfiskbát
DV, ísafirði:_________________________
Guðlaugur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Vestfirskum
skelfiski hf. á Flateyri, segir enn
allt í biðstöðu hvað framtíð fyrir-
tækisins varðar. Sem kunnugt er
þá lagðist starfsemi fyrirtækisins
af þegar kúfiskveiðiskip fyrirtæk-
isns Æsa fórst á Arnarfirði á síð-
asta ári.
Fljótlega var farið að kanna leið-
ir til að fá nýtt skip og hafa menn
augastað á skelfiskbáti í Bandaríkj-
unum. Beðið er eftir svari frá
Byggðastofnun og Fiskveiðasjóði
varðandi fyrirgreiðslu til skipa-
kaupa. Um er aö ræða töluvert
burðármeira skip en gera verður
breytingar á því ytra til að það
standist kröfur Siglingamálastofn-
unar. Skipið er 13 ára, lítur vel út.
Stórt og öflugt.
Búið er að ganga frá samningum
við lánardrottna en greiðslustöðv-
un fyrirtækisins rennur út næstu
daga. Guðlaugur telur engin vand-
kvæði á því að hefja rekstur að
nýju ef fyrirgreiðsla fæst til skipa-
kaupa. Búið er að auka hlutafé fyr-
irtækisins og vonir standa til að
nýir hluthafar fáist. Ef allt gengur
upp ætti að vera hægt að hefja
vinnslu í apríl. Búist er við að
breytingarnar á skipinu geti tekið
mánuð og þá er eftir 15 til 20 daga
sigling til íslands.
Einn starfsmaður hefur að und-
anförnu unnið hjá fyrirtækinu við
lagfæringar á vélum og breytingum
sem miða að því að geta tekið við
auknu hráefnismagni af stærra
veiðiskipi.
Guðlaugur bjóst ekki við svari
frá Byggðastofnun fyrr en. eftir
fund hjá stofnuninni 4. febrúar.
Hins vegar er ekki áætlað að halda
fund hjá Fiskveiðasjóði fyrr en 18.
febrúar. Sagðist hann þó vonast til
að Fiskveiðasjóður flýtti afgreiðslu
málsins.
- HKr.
Þórður á Skógum
Sunnlendingur ársins
Þórður Tómasson og Örn Grétarsson.
DV-mynd Kristján
DV, Selfossi:__________________________
Sá kunni kappi Þórður Tómas-
son, safnvörður i Skógum undir
Eyjafjöllum, var kosinn Sunn-
lendingur ársins 1996 af lesendum
blaðsins Dagskrá sem Prent-
smiðja Suðurlands gefur út á Sel-
fossi.
í hófi sem haldið var í tilefni af
valinu afhenti Örn Grétarsson
prentsmiðjustjóri hinum snjalla
safnverði skjal valinu til staðfest-
ingar. Þórður þakkaði fyrir sig
með góðri ræðu og minnti á „að
fortíð skal hyggja þegar framtíð
skal byggja". Dagskrá kemur út
einu sinni í viku og og er dreift á
öll heimili á Suðurlandi.
-KE
Til hamingju með
afmælið 1. febrúar
75 ára________________________
Ragnhildur Þorgeirsdóttir,
Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnar-
firði.
Ragnhildur verður að heiman á
afmælisdaginn.
Steingerður Theódórsdóttir,
Aðalbraut 38, Raufarhöfn.
Valborg Sigurðardóttir,
Aragötu 8, Reykjavík.
70 ára________________________
Ásta Bjarnason,
1 Vatnsveituv. Laufási, Reykja-
vík.
1 Ásta verður að heiman á af-
mælisdaginn en dvelur hjá syni
sínum í Asparfelli 2 að kvöldi
afmælisdagsins.
Anna Jónsdóttir,
Skólavegi 24, Reykjanesbáe.
60 ára_______________________
Ingibjörg Guðleifsdóttir,
Birkiteigi 17, Reykjanesbæ.
Margrét Jónsdóttir,
Löngumýri, Seyluhreppi.
Hulda Karlsdóttir,
Hvannavöllum 8, Akureyri.
Baldur Jónsson,
: Klettavík 15, Borgarbyggð.
Birgir Haraldsson,
Bakka, Viðvíkurhreppi.
Kristín Karlsdóttir,
Hvammi 2, Hrunamanna-
hreppi.
Aðalheiður Svavarsdóttir,
Espigerði 4, Reykjavík.
Jón Ásgeirsson,
Flyðrugranda 12, Reykjavík.
50 ára_______________________
Sveinn Steindór Gíslason,
Arnarheiði 20, Hveragerði.
Sveinn Steindór Gíslason húsa-
smíðameistari og eiginkona
hans, Magnea Ásdís Árnadóttir
taka á móti ættingjum og vin-
um á heimili sínu á afmælis-
daginn eftir kl. 15.00.
Ingvi Örn Jóhannsson,
Norðurbraut 29, Hafnarfirði.
Sigurður Ferdinandsson,
Bjargartanga 13, Mosfellsbæ.
Jón Zimsen,
Bugðutanga 13, Mosfellsbæ.
Bima Björnsdóttir,
Haðarstíg 22, Reykjavik.
Benna S. Rósantsdóttir,
Fögruhlíð 17, Eskifirði.
Ruth Alfreðsdóttir,
| Hæðarbyggð 18, Garðabæ.
Sigrún Ólafsdóttir,
- Lyngholti 5, Reykjanesbæ.
40 ára_______________________
Örn Ómar Guðjónsson,
Gerðhömrum 25, Reykjavík.
Öm Ómar dvelur erlendis um
þessar mundir.
Guðmundur Solheim,
Marbakka 7, Neskaupstað.
Ólafur Jóhann Jónsson,
’ Uppsalavegi 19, Húsavík.
Sólveig Þ. Sigurðardóttir,
Birkiteigi 2, Mosfellsbæ.
Einar Sigurðsson,
Víðimýri 18, Neskaupstað.
ÍMálfríður Vilbergsdóttir,
Kletti, Geiradal, Reykhóla-
hreppi.
Finnbogi Þorláksson,
Espilundi 6, Akureyri.
Helga Gunnarsdóttir,
Álfholti 18, Hafnarfirði.
Ársæll Sigurþórsson,
Túngötu 3, Grindavík.
Pétur Pétursson,
: Hólabæ, Bólstaðahlíðahreppi.
Guðrún Gunnarsdóttir,
Breiðvangi 16, Hafnarfirði.
Oddur Björgvin Júlíusson,
Brekastíg 7b, Vestmannaeyjum.
Kristinn Ómar Kristinsson,
Unnarstíg 2, Reykjavík.
Jón Már Jónsson,
Blómsturvöllum la, Neskaup-
stað.