Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 51
LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1997
kvikmyndir
59
The Long Kiss Goodnight í Laugarásbíói og Regnboganum:
Húsmóðir með fortíð
Hjónin Geena Davis og Renny
Harlin standa að baki The Long
Kiss Goodnight sem Laugarásbíó
og Regnboginn frumsýndu i gær.
Má segja að þau hafi lagt allt und-
ir eftir ófarirnar með Cutthroat Is-
land sem var mesta floppið á því
herrans ári 1995. Þó þau hjón hafi
sjálfsagt gert sér vonir um betri
aðsókn á The Long Kiss
Goodnight í Bandaríkjunum en
raunin varð þá hafa þau ekki yfir
neinu að kvarta, aðsóknin var
sæmileg og viðtökur áhorfenda
sem og gagnrýnenda góðar.
The Long Kiss Goodnight er
mikill spennutryllir og er aðalper-
sónan húsmóðirin og kennarinn
Samantha Caine sem lifir venju-
legu fjölskyldulífi en þjáist af
minnisleysi. Þegar innbrotsþjófúr
gerir tilraun til að ræna heimili
hennar bregst hún við eins og
þjálfaður bardagamaður. Þessi
viðbrögð hennar gera það að verk-
um að fram fara að koma minn-
ingar sem eru í engu samræmi við
það líf sem hún lifir. Minningarn-
ar láta hana ekki í friði og fær
hún til liös við sig einkalögguna
Mitch Hennesey til að grafast fyr-
ir um hver hún er í rauninni.
Þessi upprifjun hefur í for með sér
að Samantha kemst að því að hún
er allt önnur manneskja en hún
hélt sig vera. Hennar rétta nafh er
Charly Baltimore og er hún mjög
vel þjálfaður leyniþjónustumaður
sem er flæktur í flókin mál hjá
ríkinu sem ekki mega koma upp á
yfirborðið og því fer það svo að
hún er hundelt af fyrrum vinnufé-
lögum.
í karlahlutverki
Hlutverk Geenu Davis er í raun
hefðbundið karlahlutverk en það
gefur myndinni sérstöðu að það
skuli vera kona sem er þjálfaður
leyniþjónustumaður sem veigrar
sér ekki við að drepa sé það mál-
staðnum í hag. Eins og gefur aö
skilja var hlutverkið nánast skap-
að frá upphafi fyrir Geenu Davis,
með henni átti myndin að falla og
standa: „Það var ekki bara að ég
þyrfti að vera i sérlega góðu lík-
amlegu formi heldur var persónan
mjög flókin, enda tveir persónu-
leikar,“ segir Davis: „Þetta var
eins og að leika tvær konur sem
báðar voru í stríöi."
Renny Harlin fannst nauðsyn-
legt fyrir myndina að aðalleikar-
arnir Geena Davis og Samuel L.
Jackson gerðu hluta af áhættatrið-
unum sjálf. „Þau eru svo mörg að
það hefði verið ómögulegt að fela
það í öllum atriðunum að þau
voru að láta aðra gera hlutina fyr-
ir sig,“ segir Renny Harlin.
Sá sem stjómaði áhættuatriðun-
um í myndinni, Steve Davison,
fékk því erfitt hlutverk að
sjá um að ekkert
kæmi fyrir Davis
og Jackson. Að
vísu er tæknin
orðin það mikil að
í raun er hægt að
falsa mestu áhættatrið-
in upp að vissu marki
og þótt áhorfandinn
haldi að það séu Davis
og Jackson sem eru á
fleygiferð í gegnum rúðu
og niður á götu eða hangi í
150 metra hæð fyrir ofan
jörð í krana þá eru áhættuleik-
arar í þeim atriðum en öll minni
háttar áhættuatriði eru í höndum
leikaranna.
Átta mánaða þjálfun
Geenu Davis var mikið í mun
að líta sem best út, vera það
hraustleg að trúverðugt væri
hennar athafnir og því fór hún að
þjálfa líkamann átta mánuðum
áður en tökur hófust. Var hún
undir handleiðslu þjálfara sem
kenndi henni vopnaburð og slags-
málatækni og má geta þess að á
hverjum degi í nokkrar vikur fór
hún á skotsvæði til að æfa hittni
með byssum: „Þessar æflngar
voru mjög gefandi. í byrjun var
líkami minn mældur allur og unn-
ið úr þvi hvað þyrfti að gera til að
ég næði þeirri snerpu og því lik-
amlegu álagi sem þurfti til að
standast allar kröfur. Þetta var
erfitt fyrst en svo fór ég að hafa
gaman af þessu.
Kvikmyndataka hófst síðan í
janúar á síðasta ári í Toronto. Það
var sérstaklega kalt þennan janú-
armánuð og fór frostið niður fyrir
tuttugu stig. Kvikmyndafólkið lét
það ekki á sig fá og það sem þau
Davis og Jackson þurftu meðal
annars að gera var að fara á kaf í
ísilögðu vatni. Jackson segist
aldrei hafa komist í annað eins:
„Um leið og höfðuðið fer i kaf fer
þér að líða eins og þú hafir borðað
fleiri kíló af ís og síðan kemur
sársaukinn og hann verður alltaf
meiri og meiri.“ í tíu vikur
var upptökuliðið við kvik-
myndatöku i Toronto.
Renny Harlin og
Geena Davis
Geena Davis og
Renny Harlin
m s
hafa
nánast
verið
eins og
samlokiu- frá
því þau kynntust.
Geena Davis hefur í
nokkur ár verið með-
al vinsælustu
leikkvenna í Banda-
ríkjunum og leikið í
nokkrum ágætum
myndum, má þar
nefna The
Accidental
Tourist en fyr-
ir leik sinn i
þeirri mynd
fékk hún til-
nefhingu til ósk-
arsverðlauna,
sömu viður-
kenningu fékk
hún fyrir leik
sinni í Thelma
and Louis, þá
fékk hún
Golden Globe
tilnefningar
fyrir leik
sinn í
Speechless
og A League
of their Own.
Fyrsta kvik-
myndin sem hún
lék í var Tootsie.
Fyrsta kvikmynd hans í
Hollywood var Nightmare on
Elm Street 4: Dream Master,
sem flestir telja bestu myndina
í þessum flokki. Næst leik-
stýrði hann Die Hard 2: Die
Harder og í kjölfarið fylgdi
annar smellur: Cliffhanger, en
hann kom kylliflatur niður á
jörðina eftir að Cuthroat Island
hafi nánast verið púuð niöur.
Þau hjón Geena Davis og
Renny Harlin halda áfram
samstarfinu en þau eru að
hefja gerð The Politican’s Wife
sem gerð er eftir breskri minis-
eríu og segir frá eiginkonu
stjórnmálamanns sem uppgötv-
ar ótryggð eiginmanns síns.
-HK
Sigurvegarar
á Sundance-
kvikmyndahátíðinni
Tvær kvikmyndir, Sunday,
sem er leikin mynd, og Girls
Like Us, sem er heimildarmynd,
deildu með sér sigurlaununum á
þrettándu Sundance kvikmynda-
hátíðinni. Sunday, sem Jon-
athon Nossiter leikstýrir, fjallar
um miðaldra konu og mann sem
komin eru að tímamótum í lífi
sínu. Girls Like Us eru svip-
myndir af fjórum unglingsstelp-
um sem alast upp í verka-
mannahverfi í Fíladelfiu. Er
fylgst með stúlkunum í fjögur
ár.
Á kunnuglegum
slóðum
Leikstjórinn Frank Dara-
bond, sem stimplaði sig ræki-
lega inn í hóp eftirsóttra leik-
stjóra þegar hann leikstýrði
fyrstu kvikmynd sinni, The
Shawshank Redemption, ætlar
aftur að fara í smiöju Stephens
Kings, og leikstýra The Green
Mile sem er úr sögusafni Kings,
The Night Shift. The Green Mile
er, eins og The Shawshank
Redemption, fangelsissaga um
fanga í dauðadeild og samskipti
hans við fangaverði sína.
Meira um Darabond
Frank Darabond getur ekki
hafið vinnu við The Green Mile
strax því þessa dagana er hann
upptekinn við að endurskrifa
handrit að kvikmynd Stevens
Spielbergs, Saving Private
Ryan, en í henni leikur Tom
Hanks aðalhlutverkið og þá
mun hann einnig leikstýra ein-
um hluta í míniseríunni From
the Earth to the Moon sem
Tom Hanks er framleiðandi að.
Hlutinn sem Darabond leikstýr-
ir heitir The Fire og skrifaði
Graham Yost (Speed) handritið.
Fyrsta kvikmynd
Davids Lynch í fjögur
ár
Hinn umdeildi leikstjóri, David
Lynch, hefur nú loks sent frá sér
kvikmynd og er víst óhætt að
segja að margir hafi beðið með
óþreyju enda fjögur ár síðan hann
leikstýrði Twin Peaks: Fire Walk
with Me. Nýja kvikmynd Lynch
heitir Lost Highway og eiga að-
dáendur hans örugglega ekki í
vandræðum með að þekkja stil-
inn. Fjallar myndin um ung hjón
sem sjá líf sitt eyðilagt vegna
nokkurra aðskilinna atburða. Að-
alhlutverkin leika Bill Pullman,
Patricia Arquette, Balthazar
Getty og Robert Blake.
Geena Davis mundar byssuna. Á innfelldu myndinni er hún á flótta ásamt Samuel L. Jackson.
Cruise ogjEstevez
saman fnmejumpers
Tom Cruise og Emilio Estevez
ætla að framleiða og leika í
Timejumpers sem fjallar tíma-
ferðalanga sem fara ciftur í tim-
ann til að mynda réttarhöld sem
síðcir á að nota sem sönnunar-
gögn við önnur réttarhöld. Þeir
félagar hafa þekkst lengi og haft
hug á að gera saman kvikmynd
og má geta þess að Estevez lék
lítið hlutverk í Mission Impossi-
ble, en var hvergi skráður.
Skuldbindingar hjá báðum
leikurunum gera það að
verkum að nokkuð langt er
þangað til hægt verður að
byrja á myndinni.