Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 3 Fréttir í gæsluvarð- hald vegna innbrota Maður var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að nokkrum innbrotum, sem framin hafa verið á höfuðborg- arsvæðinu. Um er að ræða m.a. þjófnaði á tölvum. Að sögn Harðar Jóhannes- sonar, yfirlögregluþjóns hjá RLR, er málið í rannsókn. -RR ^ Finnur Ingólfsson um fylgistap Framsóknarflokksins í skoðanakönnun DV: Alversdeilurnar eru án vafa hluti af skýringunni - landbúnaðarmál líka þung, segir Guðmundur Bjarnason Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra var spurður hverja hann teldi orsökina fyrir fylgistapi Framsókn- arflokksins í skoðanakönnun DV um helgina. „Fyrirhugað álver á Grundar- tanga og sú deila sem uppi er um það er án vafa hluti af skýringunni fyrir þessu fylgistapi. Það er auðvit- að margt sem spilar þama inn í. Mér þykir það hart að sú atvinnu- uppbygging, verðmætasköpun og bætt kjör fólksins í landinu sem eiga sér stað með uppbyggingu ál- versins skuli valda fylgistapi hjá flokknum," sagði Finnur. Og ef það væri staðsetning álvers- ins sem væri orsökin sagði Finnur að menn yrðu að hafa það í huga að það voru heimamenn sem buðu upp á stað fyrir erlenda fjárfesta í stór- iðju. „Ég á von á því, ef álver rís á Grundartanga, að þegar fyrirtækið fer að skila verðmætum inn í þjóð- arbúið sem bæta mun kjörin muni þetta mál gleymast og ekki vera rifj- að upp,“ sagði Finnur Ingólfsson. „Þessi skoðanakönnun, eins og aðrar, er fyrst og fremst vísbending. Ég hef trú á því að sú sterka um- ræða sem er í gangi núna um álver á Grundartanga og er ef til vill ekki alltaf málefnaleg, því menn horfa bara á aðra hliðina eins og stundum vill verða þegar hiti er í mönnum, hafi haft einhver áhrif á niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. Sömuleiðis hefur verið og er þung umræða um stöðu landbúnaðar og bænda. Það mæðir eflaust eitthvað á flokknum og mér sem landbúnaðarráðherra. Ég ætla ekki að skorast undan því að ég og mínir málaflokkar eigi hér einhverja sök á því hvernig þetta litur út hjá okkur í augnablikinu," sagði Guðmundur Bjarnason, um- hverfis- og landbúnaðarráðherra. -S.dór fiskiHH a 9ott 598 Ott HöfwSíikt 79 kr./stk. Avallt urval ferskra og gimilegra fiskrétta i fiskborði HAGKAUP NtjttogférsQ Tuboðin gilda mánudag og þriðjudag Barnaníð: 560 börn misnotuð kynferðislega á 5 árum Félagsmálaráðherra svaraði í gær fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur um kynferðis- lega misnotkun á börnum. Þar kemur fram að á siðustu 5 árum hafa bamaverndarnefnd- ir fengið 465 mál til meðferðar vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar á börnum og eiga þar 560 börn, 16 ára og yngri, hlut að máli. Að meðaltali hafa 93 mál komið til meðferðar hjá barnaverndarnefndum þar sem 112 börn eiga hlut að máli. Áætlað er að hlutfall mála sem fær lögreglurannsókn sé að minnsta kosti 50 prósent eða 240 til 250 mál. Af þeim hefur verið talið tilefni til ákæra i 126 málum sem vörðuðu 153 böm. Þeim málum var vísað til ríkis- saksóknara til ákvörðunar hvort höfða skyldi opinhert mál. Ríkissaksóknari hefur síð- an birt ákæru í 45 málum sem vísað hefur verið til dómstóla sem hafa sakfellt í 32 þeirra. Engin hópmeðferð stendur börnum til boða sem beitt eru kynferðislegu ofbeldi og áfalla- meðferð skortir yfirleitt. Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að ræða þessi mál utan dag- skrár á alþingi á morgun, mið- vikudag. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.