Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 Fréttir Kaupkröfur Dagsbrúnar um 70 þúsund króna mánaðarlaun: Erum ekki að semja fyrir allt þjóðfélagið - segir Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar „Ég held að engum ofbjóði 70 þúsund króna mánaðarlaun, sem hamrað er á að muni setja þjóðfé- lagið í algjört uppnám. Við semj- um hins vegar ekki fyrir allt þjóð- félagið," segir Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar. Launakrafa Dagsbrúnar, um 70 þúsund króna mánaðarlaun, hefur fallið í grýttan jarðveg hjá við- semjendum félagsins og Halldór segir að þeir hafi ekki fengist til að ræða málið af alvöru. Nýlega sendi VSÍ frá sér frétt þar sem kemur fram að verði Dagsbrúnar- leiðin farin í komandi kjarasamn- ingum muni afleiðingarnar verða þær að verðbólga skelli á og fari upp í 50% á miðju þessu ári. Á meðfylgjandi gröfum er sýnt hvernig VSÍ hugsar sér að verð- bólgudraugurinn vakni gangi hug- myndir Dagsbrúnar fram. Halldór vísar þessu á bug og segir að í forsendum sem VSÍ gefi sér sé reiknað með því að allir aðrir muni fá sömu prósentu- hækkanir ofan á sin laun og Dags- brún hefur krafist ofan á taxta fé- lagsins. „Við erum ekki að krefj- ast launáhækkana fyrir aðra, við semjum aðeins fyrir Dagsbrúnar- menn,“ segir Halldór. Halldór segir kröfur Dagsbrún- ar í stuttu máli þær að allir nú- gildandi kauptaxtar Dagsbrúnar- manna liggi á bilinu 50-65 þúsund á mánuði. Að auki séu í gildi fjöl- margir sérsamningar sem gera það að verkum að obbinn af Dags- brúnarmönnmn er með mánaðar- tekjur á bilinu 80-125 þúsund krónur á mánuði. Það sé megin- krafa Dagsbrúnar að kauptaxtar endurspegli í ríkari mæli greidd laun og samninganefnd félagsins hafi óskað eftir viðræðum um hvernig nálgast megi þetta mark- mið og hvernig einfalda megi kauptaxtana. „Um það fæst hins vegar engin umræða og okkur er núið því um nasir að ætla að setja allt þjóðfélagið á annan endann,“ segir Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar. -SÁ Kjarasamningaviðræður 1997 - samanburöur VSÍ á launakröfum Dagsbrúnar og tllbo&i VSÍ miöaö viö mána&arlegar atvlnnutekjur 700.000 kr. 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 Ráösttekjur Skattar, afborganir og vextlr 1996 1997 Sta&an í dag VSÍ Dagsbrún 1998 VSÍ Dagsbrún j '60% Samanburður á verðbólgu - miöaö vlö kröfur Dagsbrúnar og hugmyndir VSÍ - Hugmyndir VSÍ Þorrablót í Bolungarvík: Konum gert skylt að mæta í þjóðbúningi DV, ísafirði: Bolvikingar héldu árlegt þorra- blót sitt 25. janúar í Víkinni og er það um margt sérstakt, t.d. sú hefð að þar fær aöeins fólk í sambúð inn- göngu og að konum er skylt að vera í þjóðbúningi. Fram til þessa hafa karlar mátt mæta í hefðbundum jakkafótum af ýmsum gerðum. Hugsanlegt er að frá og með þessu blóti verði innleiddur nýr siður hvað karla varðar og þeim einnig gert skylt að mæta í þjóðbúningum. Á blótinu nú voru flestir karlanna í hinum nýja íslenska þjóðbúningi karla sem er hinn glæsilegasti. Mik- il og góð þátttaka var á þorrablóti Bolvíkinga og lögðu sumir á sig langt ferðalag til að ná tímanlega á blótið. Veðrið tók líka virkan þátt í blótshaldi Vikara og ekki er ör- grannt um að sumir hafi þurft að gista að blóti loknu í öðrum húsum en sínum eigin vegna ófærðar og veðurs. - HK. 160 milljóna hagræðing landsbyggðarsjúkrahúsa: Dregur úr þjónustu úti á landi - segir framkvæmdastjóri sjúkrahússins í Vestmannaeyjum „Við fyrstu sýn líst mér bölvan- lega á þessar tillögur. Menn hafa staðiö í niðurskurði og hagræðingu í mörg ár og við horfum meira að segja á það að hafa þurft að draga úr öryggi hér í Eyjum. Ég sé ekki að hægt sé að skera hér niður um 6% án þess að skerða þjónustu," segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússins í Vestmanna- eyjum, um tillögur nefhdar heil- brigðisráðuneytisins um að spara 160 milljónir á smærri sjúkrahúsun- um úti á landi. Gunnar segir að vitaskuld muni menn setjast yfir þessa hluti og vissulega sé allt hægt, spurningin sé hverju megi fórna. Hann segir að 75% af útgjöldunum fari i launa- kostnað og það sé erfitt að spara á stuttum tíma. Hann segir að því miður sé lítið á tillögum nefndar- innar að græða fyrir sjúkrahúsið í Eyjum. „Að mínu mati hefur miklu verið eytt í tækjabúnað á stóru sjúkrahús- in á Reykjavík á meðan litlu sjúkra- húsin úti á landi hafa setið á hakan- um. Þar af leiðandi sitjum við eftir með færa lækna sem hafa ekki tæki til þess að framkvæma aðgerðirnar. Það er stundum réttlætanlegt en í þessu þarf að vera jafnvægi.“ Gunnar segir að 55% fjárveitinga utan höfuðborgarsvæðisins fari til Akureyrar, Keflavíkur, Selfoss og Akraness. Hin sjúkrahúsin fái 45% sem eftir eru og af þeim eru skom- ar 160 milljónir. „Mér er til efs að þingmenn sem greiddu fjárlagafrumvarpinu at- kvæði sitt hafi reiknað með þessu svona,“ segir Gunnar Gunnarsson. „Tillögumar gera ráð fyrir að hagrætt verði um 60 milljónir á þessu ári, 60 á því næsta og 40 millj- ónir 1999. Við teljum að góður grundvöllur sé fyrir breytingum af þessu tagi, sums staðar er búið að spara mikið og menn greinir á um mörkin, hvar sé hægt að spara meira. Við segjum að víða sé hægt að spara og meira að segja auka og bæta þjónustuna um leið,“ segir Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins. Kristján segir útreikninga ráðu- neytisins sýna að víða megi draga úr kostnaði og þess hafi verið gætt í tillögunum að ekki sé hætta á því að kerfið verði rústað eins og víða hafi verið haldið fram. „Við viljum að menn hópi sig saman og að sjúkrahúsin á Austur- landi vinni þetta verkefni saman og sama gerir Norðurlandskjördæmi vestra og síðan byggðarlögin í kringum ísafjörð. Við eram núna að bjóða heimamönnum þáttöku í þessu verkefni og ætlumst til þess að þeir skili hugmyndum og tihög- um fyrir miðjan febrúar. Spamaðar- tillögur okkar í hjúkrunarþjónustu í Reykjavík era að skila 60-70 millj- ónum og um leið betri þjónustu. Það sýnir okkur að allt er þetta hægt með samstilltu átaki,“ segir Krist- ján Erlendsson. -sv Mótmæla niðurskurði í heilbrigðiskerfinu Samband sveitarfélaga í Norður- landskjördæmi vestra hefur sent frá sér ályktun vegna þess sem þeir kalla nýjustu niðurskurðaráform ráðuneytisins til heilbrigðisstofn- ana á Norðurlandi vestra: „Stjóm Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra mót- mælir harðlega framkomnum tillög- um um niðurskurð á fjárframlögum til heilbrigðisstofnana i kjördæm- inu á næstu þrem árum. Verði þær að veruleika er ljóst að staða Norð- urlands vestra, sem og annarra svæða á landsbyggðinni, mun veikj- ast verulega um leið og ýtt er undir frekari fólksflutninga til höfuðborg- arsvæðisins. Stöðugar umræður um niðurskurð heilbrigðisstofnana úti á landi hafa einnig mjög neikvæð áhrif á möguleika þeirra til að ráða til sín starfsfólk og halda því. Stjóm sambandsins krefst þess að rikis- stjómin, heilbrigðisráðherra og þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra hverfi nú þegar frá áformum um niðurskurð á heilbrigðisþjón- ustu á landsbyggðinni." -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.