Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Qupperneq 11
jL>V ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 ★ -k n _ menning r** n Silja Aðalsteinsdóttir Vejlemyndir Sigurjóns í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar á Laugamestanga hefur verið sett upp sérstök sýning ætluð skólafólki með völdum verkum hans frá 1938 til 1982. Þau eru unnin I gifs, brons, við og stein og sýna tök Sigurjóns á ólíkum efniviði auk þess sem þau eru góðir fulltrúar fyrir feril hans. Einnig hefur verið sett upp fróðleg sýning á ljósmyndum, blaðaúrklippum og skýringartext- um þar sem rakin er saga svo- nefndra Vejlemynda Sigurjóns. Á árum seinni heimsstyrjaldar vann Siguxjón tvær stórar högg- myndir úr steini fyrir Ráðhús- torgið í Vejle á Jótlandi að beiðni j bæjarstjómar þar sem sósíalde- mókratar vora í meirihluta. Þeg- ar setja átti verkin upp eftir stríð var kominn nýr meirihluti sem hafði engan áhuga á höggmynd- unum, fannst þær ljótar og geymdi þær í skúr. Meira aö segja var í gríni stungið upp á því að þeim yrði hent í höfnina þannig að þær nýttust sem upp- ; fyllingarefni. Flest dagblöðin fylgdu Sigurjóni aö málum, en al- menningm- fékk aldrei að sjá myndirnar og gera upp hug sinn til þeirra. Að lokum leitaði Sigurjón lög- fræðiaðstoðar og fékk myndimar settar upp til reynslu í eitt ár á ÍRáðhústorginu í Vejle, þar sem þær áttu upphaflega að standa. Það er skemmst frá því að segja að þar standa verkin enn, vegfar- endum til ánægju. Aldrei hefur verið talað um það síðan að fjar- lægja þau og enginn skilur lengur út af hverju styrinn stóð. Sýning þessi var unnin fyrir ís- landsvikuna í Horsens í Dan- mörku síðastliðið haust, þaðan var hún flutt í Ráðhúsið í Vejle og loks hingað heim. Listasafn Sigurjóns auglýsir nú skólasýningar í fyrsta skipti und- ir leiðsögn Birgittu Spur. Fast er opið í safninu laugardaga og sunnudaga kl. 14-17, en einnig verður tekið á móti hópum utan þess tíma. Kennarar era hvattir til að panta tíma i síma 553 2906 á skrifstofutíma safnsins og heim- sækja það með nemendum sín- um. Sigurjón Ólafsson meö aöra Vejlemyndina sína. Myndin var tekin 1942. Vesturfarasaga verðlaunuð Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu hlutu Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfa- son íslensku bókmenntaverðlaunin að þessu sinni. Hlaut Böðvar verðlaunin fyrir seinna bind- ið af verki sínu um íslenska vesturfara á öldinni sem leið, Lífsins tré, en fyrra bindið, Híbýli vind- anna, var tilnefnt til verðlauna í fyrra. Þetta mikla verk hefur náð mun meiri almenn- ingshylli en fyrri bækur Böðvars, en hann hefúr verið mikilvirkur ljóðasmiður, þýðandi og rithöf- undur, auk kennslu og annarra þjóðþrifastarfa, í rösk þrjátiu ár. Böðvar fæddist 1939 og er sonur Guðmundar Böðvarssonar Hann gaf fyrstu bókina sína 1964, ljóða- bókina Aust- skálds. Böövar Guðmunds- son skáld og rit- höfundur. DV-mynd BG Elivoga, og Böðvar leit lengi á sig sem ljóðskáld og leikritaskáld fyrst og fremst. Þessi fyrsta ljóða- bók ber merki þess að Böðvar var þá við nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands, minnir stundum á Hannes Pétursson en öllu meira þó á Snorra Hjartarson. Ljóðin era hátíðleg en einlæg og falleg og kallast í tóni að mörgu leyti á við verðlaunabækurnar um vesturfarana. Strax í næstu bók, í mannabyggð (1966), læddist háðstónninn inn i ljóð Böðvars sem löngum hefur hljómað í verkum hans síðan. Hann er meistari íróníunnar sem oft er hár- beitt þegar hann fjallar um efni sem standa hjarta hans nærri en talar þvert um hug sér til að forðast tilfinnmgasemina sem er eitur í hans beinum. Heimsádeiluskáld Á róttæku áranum upp úr 1968 varð Böðvar geysivinsæll bragsmiður, orti mergjuð kvæði um bandaríska herinn á Miðnesheiði og aðdá- endur hans, Maó formann og fleira, og samdi lög við. Um miðjan áttunda áratuginn gaf hann út smáskífu með þjóðhátíðarsöngvum og er sú plata ekki síst fræg fyrir það að Kristinn Sig- mundsson stórsöngvari lék þar undir söng Böðvars á gítar. 1978 kom út smásagnasafnið Sögur úr seinni stríðum með skemmtilegum smámyndum úr bemsku Böðvars í Borgarfirði meðal annars. Þá höfðu einnig orðið afar vinsæl leikritin Krummaguil og Skollaleikur sem hann samdi fyrir Alþýðuleikhúsið. Hann gaf út plötuna Það er engin þörf að kvarta með skemmtilegum lög- um og ljóðum í róttækum anda, en nú varð auk baráttu gegn her í landi einnig vart baráttu fyr- ir jöfnum rétti karla og kvenna, til dæmis í kvæðinu „Ömmusögu" sem gerir gys að skin- helgi og yfirdrepsskap karla. Það liðu fimmtán ár miili ljóðabókanna Burtreið Alexanders (1971) og Vatnaskila 1986, enda er andi þeirra ólíkur. Enn era Imörg ijóðin ádeilur, en í stað langra írónískra braga komu nú knöpp ljóð sem mörg eru einlæg og ! : ! i Lokaði söguhöfundinn úti Böðvar hefur í verkum sínum bæði í bundnu og óbundnu máli átt erfltt með að losa sig við íróníuna. Honum var því vandi á höndum þegar hann hóf að skrifa Híbýli vindanna og Lífsins tré, verk sem hann hafði verið árum saman að undir- búa með því að lesa ameríkubréf og kanna sögu- slóðir vesturfara. Hæðnistónn fer vel í brag og smásögu, en löng skáldsaga verður of köld í þess- um stíl. Til að losna við hann notar Böðvar sér- stakan sögumann i vesturfarabókunum, býr til óperasöngvara sem þvælist landa á milli til að syngja í óperuhúsum og dundar við það í ein- manaleika á hótelherbergjum að lesa gömul ameríkubréf og skrifa dóttur sinni ungri langt bréf sjálfur um ætt hennar og upprana, fólkið sem flúði og saknaði og hina sem sátu heima og syrgðu. Söngvarinn segir söguna af einlægni, þráir að miðla henni eins vel og hann getur til að dóttir hans skilji þetta einkennilega fólk sem hún er komin af, og söguhöfundurinn hverfur á bak við hann. Böðvar Guðmundsson uppskar fyrir þetta alúð- arfulla verk hrifhingu og aðdáun lesenda sinna og mesta heiður sem íslenskum rithöfundi getur hlotnast hér heima. [ persónuleg. Síðan hefur I Böðvar gefíð út j tvær ljóðabækur, JHeimsókn á heima- fslóð, 1989, og Þrjár f óðarslóðir, 1994. 1990 r kom út fyrsta skáld- ' saga hans, Bændabýti, sem segir frá umbylt- ingu íslenskrar sveitar fyrir tilverknað drengs sem finnst í jötu en verður afkastamikill athafhamaður. Tveim árum seinna gaf Böðvar svo út smá- sagnasafnið Kynjasögur sem var tilnefht til ís- lensku bókmenntaverð- launanna. Sögumar eru flestar dæmisögur um líf nútíma íslendinga, margar fyndnar og vel heppnaðar, en merktar sama háðstóninum og róttæku heimsádeilu- ljóðin. Böövar hefur einnig verið afkastamikill þýðandi söngleikja, ópera og óperetta og skrifað sviðsverk sjálf- ur, hið vinsæiasta þeirra Ættarmótið sem L.A. frumsýndi um jól- in 1990. íslensku bókmenntaverðlaunin - sem forseti íslands veitir íslensku bókmenntaverölaunin eru veitt í byrjun febrúar ár hvertfyrir bók sem kom út á árinu á undan. Fyrsta áriö hlaut þau aóeins ein bók, en strax á ööru ári var þeim skipt í tvennt, fagurbókmenntaverðlaun og fagbókmenntaverölaun. ____ 1990 ~ Stefán Hörður Grímsson: Yfir heiöan morgun (Mál og menning 1989) ____ 1991 ____ Fríöa Á. Siguröardóttir: Meöan nóttin líður (Forlagiö 1990) Höröur Ágústsson: Skálholt II (Hiö íslenska bókmenntafélag 1990) 1992 Guöbergur Bergsson: Svanurinn (Forlagiö 1991) Guöjón Friöriksson: Saga Reykjavíkur (löunn 1991) 1993 Þorsteinn frá Hamri: Sæfarinn sofandi (Iðunn 1992) Vésteinn Ólason o.fl.:tslensk bókmenntasaga I (Mál og menning 1992) 1994 Hannes Pétursson: Eldhylur (löunn 1993) Jón G. Friöjónsson: Mergur málsins (Örn og Örlygur 1993) 1995 Vigdís Grímsdóttir: Grandavegur 7 (löunn 1994) Silja Aöalsteinsdóttir: Skáldiö sem sólin kyssti (Hörpuútgáfan 1994) 1996 Steinunn Siguröardóttir: Hjartastaöur (Mál og menning 1995) Þór Whitehead: Milli vonar og ótta (Vaka-Helgafell 1995) 1997 Böövar Guömundsson: Lífsins tré (Mál og menning 1996) Þorsteinn Gylfason: Aö hugsa á íslensku (Mál og menning 1996) £Z£2 Hvernig er færðin, Bjössi? Ég sá í blaði um daginn greinarstúf um svik RÚVS við blessuð bömin. Bamaefhi er semsagt sama og ekkert í ríkissjónvarpinu. Einhverjar þýddar teikni- myndir í þrjátíu til fjörutíu mínútur á kvöldi á sjón- varpsstöðinni, á sunnudögum hálftíminn Stundin okkar sem er afskaplega slæmur þáttur og endurtek- inn í miðri viku í þokkabót, krakkagreyjunum til mikilla leiðinda. Mai’gir era þeirrar skoðunar, að ríkisssjónvarpinu sé fyrirmunað að senda frá sér sómasamlega bama- tima. Svo þá er að snúa sér til útvarpsrásanna. En þar fer í verra. Á hvoragri þeirra er meira en kortér ætlað krökkum. Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdótdr Rás eitt má vera í friði í sínu menningaralgleymi sem er svo magnað að stundum getur maður ekki varist brosi. En það vantar ekki að sú rás sýnir hlust- endum fádæma virðingu með dagskrá sinni, listir og heimspeki, tónstigar í dúr og moll, ljóðalestur, heim- spekiskoðun og Sjúbertdagar. Morgunútvarpið er til dæmis sniðið fyrfr fólk af aðalsættum, sem varðar ekkert um dægurþras, kemur ekki við hvort það er laugardagur eða þriðjudagur, júní eða febrúar. Þar er nú ekki aldeilis talað eða spilað niður til fólks, takk kærlega fyrir það. En hvað þá með rás 2? Hún sendir út allan sólar- hringinn, samt eru að meðaltali ekki nema sex klukkustundir á virkum degi sem flokkast undir dag- skrárgerð og þar sem heyrist talað mál að ráði. Það er verið að spila lög og lög og lögin í átján tíma á sól- arhring. Á milli laga er talað um veðrið í gær og veðrið á eftir og vinnuvikuna og að nú fari að stytt- ast í helgina. Þetta er umræðuefnið. Svo má stundum senda afmæliskveðju, eða biðja um lag og tala smá- vegis um veðrið í leiöinni. Rás 2, öfugt við eldri syst- ur sína númer 1, vanmetur andlegt atgervi hlustenda. Hún er óttalega sveitó eins og sagt var í gamla daga, hönnuð fyrir Bjössa á mjólkurbílnum sem nú er löngu kominn í þjónustuíbúð og hlustar á rás 1. Því dettur mér það snjallræði í hug að doðinn verði hristur af rás 2 og hún skikkuð til þess að lesa barna- sögur og spila bamatónlist svona klukkutíma að morgni og svo aftur að kvöldi. Það ber öllum saman um að böm þurfi að læra aö hlusta meö eftirtekt á talað mál og að það reynist mörgu nútímabarninu mjög örðugt, því hvar á það að læra að hlusta ef ekk- ert er til þess að hlusta á? Það má fljóta með, að til era ljómandi góðir rithöfundar meðal okkar, bóka- þjóðarinnar, sem skrifa fyrir böm. Á rás 1 þykir sjálf- sagt að lesa fyrir fullorðna, liggur þá ekki beinast við að sú efnisrýra rás 2 lesi fyrir bömin?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.