Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aóstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS_ HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar delldir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds.
Blóðugir sunnudagar
Kaþólskir menn í Londonderry á Norður-írlandi minnt-
ust þess með fjölmennri mótmælagöngu um helgina að
tuttugu og fimm ár eru liðin frá þeim dapurlega degi sem
lifir í hugum þeirra sem sunnudagurinn blóðugi.
Þrítugasta janúar árið 1972 hófu breskir hermenn skot-
hríð á mótmælagöngu í borginni. Þrettán göngumanna
lágu þegar í valnum. Jafn margir særðust hættulega og
einn þeirra lést skömmu síðar. Nefnd á vegum bresku rík-
isstjómarinnar rannsakaði atburðinn og komst að þeirri
niðurstöðu að þótt enginn þeirra sem féllu hafi borið
vopn, og þótt ekki væri sannað að skotið hefði verið að
fyrra bragði að bresku hermönnunum, væri samt ekki
hægt að áfellast Breta fyrir mannvígin. Það er niðurstaða
sem hvorki kaþólikkar á Norður-írlandi né írska ríkis-
stjómin hafa verið sátt við, enda hafa báðir þessir aðilar
nú á aldarfj órðungsafmælinu farið fram á að sérstök
nefhd verði skipuð til að rannsaka málið að nýju. Breska
ríkisstjómin hefur vísað slíkum kröfum á bug.
Þessir hörmulegu atburðir fyrir tuttugu og fimm árum
höfðu mikil áhrif á þróun mála á Norður-írlandi. Stuðn-
ingur meðal kaþólikka við ofbeldisverk til að knýja fram
pólitískar breytingar jókst verulega og fjöldi ungra
manna gekk til liðs við írska lýðveldisherinn, IRA, sem
stóð fyrir margvíslegum hryðjuverkum næstu árin, bæði
á Norður-írlandi og Englandi. Hryðjuverkasveitir öfga-
fullra sambandssinna, sem berjast fyrir áframhaldandi
aðild Norður-írlands að breska ríkinu, létu einnig til sín
taka. Þannig magnaðist sá vítahringur ofbeldis sem kost-
að hefur hundmð manna lífið síðasta aldarQórðunginn.
Þótt þessi blóðugi sunnudagur hljóti eðli málsins sam-
kvæmt að höfða sterklega til tilfinninga kaþólskra á Norð-
ur-írlandi, ætti flestum að vera ljóst að þetta er aðeins
einn blóðugur dagur af mörgum í sögu þessa þjáða lands-
hluta. Allir aðilar - bresk stjómvöld og hryðjuverkasam-
tök lýðveldissinna og sambandssinna - bera þar þunga
sök og hafa hroðaleg óhæfuverk á samviskunni. Þar hef-
ur enginn óflekkaðar hendur.
Tilraunir til að koma á raunverulegum friðarviðræð-
um á Norður-írlandi hafa gengið mjög erfiðlega hin síðari
ár. Breska ríkisstjómin lýsti því yfir árið 1993 að megin-
markmið hennar í málefnum Norður-írlands væri að
semja frið. Tæpu ári síðar, í ágúst 1994, lýsti írski lýðveld-
isherinn yfir vopnahléi. Hersveitir sambandssinna gerðu
slíkt hið sama síðar þetta sama ár.
Það tækifæri sem vopnahléið skapaði var hins vegar
illa nýtt til að koma á raunverulegum viðræðum. Enda
fór svo fyrir ári síðan, í febrúar í fyrra, að írski lýðveld-
isherinn hóf hryðjuverkastarfsemi á nýjan leik með öfl-
ugri sprengingu í London. Síðan hefur Qandskapur milli
deiluaðila magnast á ný. Þeim ávinningi sem íbúar Norð-
ur- írlands höfðu af skammvinnu vopnahléi, ekki síst
efnahagslega, hefur verið stefnt í tvísýnu.
Ríkisstjóm Johns Majors hefur glatað meirihluta sín-
um í breska þinginu og er því komin upp á náð og mis-
kunn níu þingmanna norður-írskra sambandssinna í
neðri málstofunni. Við slíkar aðstæður er ekki að vænta
þeirrar styrku forystu í málefhum Norður-írlands sem
nauðsynleg er til að hrinda af stað raunverulegu friðar-
ferli. Viðræður sem geta skilað einhverjum árangri munu
því bíða þess að ný ríkisstjórn verði mynduð í Bretlandi
eftir þingkosningar í vor. Á meðan mun vítahringur pólit-
ísks ofbeldis vafalítið færa enn frekari hörmungar að dyr-
um fólks sem á sér þá ósk heitasta að fá að lifa í friði fyr-
ir pólitískum gangsterum.
Elias Snæland Jónsson
rlXíKKVK
90A
----^jTTTTTTrnT-
Kr. 500.000
YKUl'TUYlKiT
jjOSBFg,
rtuuns. m. *$#»*•
icdyfu *> tew sktUdar
r W:K*! i>
sm
r9°l72036
/4S«r /puYSZ.
iéauaa*
Nýjar lánastofnanir mundu veita ferskum vindum inn í húsnæðislánakerfið og sætum við þá viö sama borð og
aðrir Vesturiandabúar, segir Stefán m.a.
Frjálsir húsbankar
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræöingur
komu erlendra húsnæð-
islánastofhana fengist
erlent fjármagn, reynsla
og þekking. Erlend hús-
næðislán bera lægri
vexti en húsbréfalánin,
eru fjölbreyttari og hag-
stæðari. Til þess að gera
starfsemi húsbanka
mögulega hér á landi
þyrfti að sefja um þá
sérstök lög. Slík lög eru
í gildi í grannlöndum
okkar og mætti byggja
íslenska löggjöf á þeim.
Lögunum er ætlað að
tryggja rækilega hags-
muni lántakenda og
veita þeim nauðsynlega
vemd. Þau þurfa einnig
„Erlend húsnæðislán bera lægri vexti
en húsbréfalánin, eru fjölbreyttari og
hagstæðari. Til þess að gera starfsemi
húsbanka mögulega hér á landi þyrfti
að setja um þá sérstök lög. Slík lög
eru í gildi í grannlöndum okkar og
mætti byggja íslenska löggjöfá þeim.“
Með stofnun
frjálsra húsbanka
má skapa sam-
keppni um hús-
næðislán hér á
landi. Þeir mundu
starfa í samkeppni
viö húsbréfakerfið.
Húsbankar geta
verið innlend
hlutafélög, útibú
erlendra húsbanka
eða fyrirtæki í
sameign innlendra
og erlendra aðila.
Nýjar lánastofnan-
ir mundu veita
ferskum vindum
inn í húsnæðis-
lánakerfið svo við
sætum í fyrsta
sinn við sama
borð og aðrir
Vesturlandabúar.
Húsbankar
Húsbankar eru
lánastofnanir
sem fást ein-
göngu við lán-
veitingar til hús-
bygginga og end-
ursölu húsnæðis.
Slíkar stofnanir
em kunnar í grannlöndum okkar.
Margir íslendingar hafa keypt
íbúðarhúsnæði með lánum frá
þeim. Húsbankar geta verið hluta-
félög. Nýverið var sænska hús-
næðislánastofhunin til dæmis seld
einkafyrirtæki. Líklegt er að bank-
ar, tryggingafélög og lífeyrissjóðir
mundu sækjast eftir eignaraðild
að húsbanka. Þá væri mikilvægt
að fá erlenda aðila til samstarfs
sem eigendur eða samstarfsaðila.
Fyrir nokkrum áriun lýsti full-
trúi Kreditforeningen Danmark
því yfir að til greina gæti komið
aö stofnunin veitti húsnæðislán til
íslands. Það gæti gerst með stofn-
um útibús eða samvinnu við hlið-
stæða innlenda stofnun. Með til-
að tryggja húsbönkum traustan
rekstrargrundvöll og bolmagn til
að sinna hlutverki sínu.
í húsbréfakerfinu þurfa hús-
næðiskaupendur og seljendur
sjálfir að selja skuldabréf á verð-
bréfamarkaði. Húsbankar fjár-
magna útlán sín sjálfir á fijálsum
fjármagnsmarkaði. Oft kaupa stór-
ir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði
og tryggingafélög skuldabréf í
mjög stórum einingum.
Þannig fjármagna til dæmis hin
risastóru veðlánafyrirtæki Fannie
Mae og Freddie Mac útlán sín.
Umsýsla með fjármagni verður
þannig ódýrari fyrir fjárfestana en
við eigum að venjast og ávöxtun
fjárins betri. Þá verður vaxtamun-
ur kerfisins einnig minni sem
stuðlar að lægri húsnæðisvöxtum.
Hvernig lán
Lánveitingar frjálsra húsbanka
að erlendri fyrirmynd verða all-
frábrugðnar því sem hér gerist.
Lán eru há, allt að 90% kaup-
verðs. Það er mun öruggara fyrir
lánastofnunina, minna fé tapast
og kostnaður við rekstur er í lág-
marki. Við kaup á notuðu hús-
næði eru áhvílandi lán greidd upp
og eitt nýtt lán veitt. Stundum er
lánað út á 2. veðrétt en veðmörk
eru þá lægri. Lánin eru óverð-
tryggð og skuldabréf eru ekki
keypt með affollum heldur endur-
spegla vextimir ástand á fjár-
magnsmarkaði.
Ýmsar gerðir lána em boðnar.
Algengust era 20-30 ára lán með
jöfnum afborgunum. Vextir eru
fastir eða breytilegir. Breytilegir
vextir em endurskoðaðir á nokk-
urra mánaða fresti en fastir vext-
ir gilda út lánstímann. Stundum
em ákvæði um að kjör og for-
sendur lána séu endurskoðuð eft-
ir 5-7 ár. Hafi forsendur breyst
má gjaldfella lániö og verða hús-
eigendur þá að taka ný.
Lánastofnanimar reyna að að-
stoða lántakendur í greiðsluerfið-
leikum. Lán með „greiðslumarki"
og afkomutryggingu þekkjast. í
lánskjömm em þá ákvæði um að
fari greiðslubyrði upp fyrir ákveð-
ið mark grípi stofhunin til að-
gerða til dæmis með lengingu
lánstíma. Jafnhliða taka lántak-
endm- þá oft afkomutryggingu hjá
tryggingafélagi. Greiöslumat er
rýmra en við eigum að venjast.
Hætta á greiðsluerfiðleikum er
einnig mun minni því á fyrstu 6-7
árunum eftir lántöku léttist
greiðslubyrðin um meira en 20%.
Eignamyndun kaupenda er hrað-
ari en við eigum að venjast svo
áhætta lánastofhunarinnar er
ekki mikil.
Stefán Ingólfsson
Skoðanir annarra
Reyröa haftið
„Verðtryggingin, sem er alls ráðandi á íslandi og
einsdæmi í veröldinni, gerir það að verkum að fólk
getur ekki glöggt séð út í hvaða skuldbindingar það
er að fara þegar það tekur lán. Það borgar og borgar
og skuldin bara hækkar. Fer m.a. eftir því hve mik-
ið hinir bruðla i utanferðir, áfengiskaup o.s.frv. og
hækka neysluvísitöluna. Opinberir sjóðir geta jafn-
vel hækkað vextina einhliða eftir undirskrift samn-
inga. Haftið er vel reyrt og losnar ekki.“
Elín Pálmadóttir í Mbl. 2. febr.
Sjónvarpsmenning?
„Ríkissjónvarpið er á dagskrá um þessar mundir
og sitt sýnist hverjum eins og gengur. Menn spá í
menningarhlutverk RÚV og hvort útvarpið eigi að
sigla áfram fyrir fullum seglum eða selja í hlutum og
breyta afganginum í einhvers konar menntað stúd-
íó. ... Umræðan um RÚV rifjar upp þegar íslensk
stjómvöld lokuðu lítilli sjónvarpsstöð á íslandi fyrir
skort á menningu. ... Stóð íslensku þjóðinni raun-
veraleg hætta af hljómlistarfólki á borð við Lawren-
ce Welk, Mitch Miller, Johnny Cash, Henri Mancini
og öðrum fastagestum dátanna? ... Væri ekki öldin
önnur á RÚV ef íslenska sjónvarpið hefði fengið að
fæðast í samkeppni frekar en að sigla inn í hana á
gamals aldri."
Ásgeir Hannes í Degi-Tímanum 1. febr.
Danska kerfið
„Þegar horft er til þess kerfis, sem Danir hafa
byggt upp, er ljóst, að við emm nánast á byrjunar-
reit. Hins vegar leikur tæpast nokkur vafi á því, að
það getur orðið íslenzku atvinnulífi og launþegum
til hagsbóta að fylgja í kjölfar Dana að töluverðu
leyti. Ef okkur tækist á nokkrum árum að byggja
upp áþekkt kerfi og Danir búa nú við myndu allar
aðstæður i samfélagi okkar gjörbreytast."
Úr forystugrein Mbl. 1. febr.