Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Síða 16
16
*
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
Umræður eru oft heitar um það
hvort bæta megi einhverja hluta
grunnskólakerfisins og sýnist sitt
hverjum. Sjaldnast eru þeir sem á
kerfið deila sammála um aðferðir og
oft setur kerfið þröngar skorður
sem takmarka allar breytingar.
Garðaskóli í Garðabæ, sem er
með kennslu í 7., 8., 9. og 10. bekk
(13-16 ára) hefur í vetur staðið fyrir
athyglisverðri tilraun, kynjaskipt-
um bekkjum í náttúrufræði. Auk
þess hefur til margra ára verið skipt
niður í bekki í Garðaskóla eftir
námsárangri og hefur það gefið
góða raun.
Garðaskóli var með fyrstu
skólum sem tóku upp þá
reglu að velja í bekki eftir
námsárangri, en síðan
hafa aðrir skólar fylgt for-
dæmi þeirra. Gunnlaug-
ur Sigurðsson er skóla-
stjóri Garðaskóla: „Það
var ekkert vit í því að
láta alla vera saman í
stærðfræði án tillits
til árangurs. Við að
greinum þá sem eru
mjög duglegir, dug-
legir, miðlungs
menn og þá sem
eru slakir. Það
er allt í lagi að
hafa yfir 30
nemendur í
hópnum þar
sem eru mjög
duglegir nem-
endur, en i
slaka hópnum
mega helst ekki
vera fleiri en
12-15 nemendur
því ekki er timi til að sinna fleiri í
einu.“
Rólegri tímar
Nemendum virðist falla það vel í
geð að vera í kynjaskiptum bekkjum
í náttúrufræðinni. „Þetta er fyrsta
árið sem þetta er reynt og ég verð að
skóla og það kerfi gerir okkur mun
auðveldar fyrir að hafa kynjaskipta
bekki,“ sagði Guðrún Björg Egils-
dóttir náttúru- og tölvufræðikenn-
ari.
„Auðvitað fylgja þessari tilraun
bæði kostir og gall-
þeirra hefur lýst yfir óánægju sinni
með þetta. Enda eru þeir i blönduð-
um bekkjum í öllum öðrum náms-
greinum.
Það er ekki alveg fullljóst hvort
námsárangurinn er að batna hjá
krökkunum í
Rakel Guömundsdóttir og Aldts Lilja Bragadóttir, nemendur í 10. bekk í Garðaskóla, töldu báöar jákvætt aö hafa kynjaskipta bekki í náttúrufræöi. Kennari
þeirra, Guörún Björg Egilsdóttir, var á sömu skoöun og taldi stúlkurnar veröa virkari í tímum.
Agavandamál
og arangur
„Það var af kennslufræðilegum
ástæðum sem við gerðum þessa
breytingu á niunda áratugnum, en
þær grundvölluðust að miklu leyti á
þeirri vitneskju okkar að agavanda-
mál í skóla koma fyrst og fremst af
því að nemendur ráöa ekki við
námsefnið. Þeir eru niðurbrotnir og
þurfa að fá uppreisn.
Eftir að við breyttum þessu gjör-
breyttist andrúmsloftið í skólanum,
krökkunum líður miklu betur og
agavandamál hurfu í 9. og 10. bekk.
Eftir sitja að vísu vandamál einstak-
lingsins, sem á ef til vill í vandamál-
um heima við. En það eru líka að-
stæður sem skólinn ræður ekki
við.“
Rusl og sóðaskapur hefur vanda-
mál sem jafnan ríkir i skólum, en
tekist hefur að mestu aö ráða bót á
því vandamáli í Garðaskóla. í mötu-
neyti skólans eru bömin látin borga
fyrir umbúðimar á þeim vörum
sem þau kaupa. Þegar þeim er skil-
aö aftur í mslakistur fá þau pening-
ana til baka og það hefur að mestu
dugað til að uppræta vandamál
varðandi msl.
þetta þægilegra. Það eru miklu
minni læti í kennslustundunum og
maður lærir miklu betur í tímum.
Það fer heldur ekki neinn
tími í að pæla í strákunum
á meðan þeir sitja ekki með
manni í tíma,“ sagði Aldís
Lilja Bragadóttir, nemandi í
náttúrufræði í 10. bekk.
„Flestar stelpumar era á
sömu skoðun og við. Náms-
árangur okkar hefur batnað
og við eram einnig djarfari
að spyrja í tímum. í blönd-
uðum bekkjum er það áber-
andi að strákarnir koma
með flestar fyrirspurnir til
kennaranna, en stelpurnar
era feimnari við að spyija.
Þetta breyttist allt saman
þegar við vorum orðnar ein-
ar. Það eru líka miklu ró-
legri tímar núna því það era
miklu meiri læti í strákun-
um,“ sagöi Rakel Guð-
mundsdóttir sem einnig er
nemandi i náttúrufræði.
Afangakerfið
auðveldar
„Við höfum eingöngu
reynt kynjaskiptinguna í
náttúrufræöinni og byrjuð-
um á því nú í haust. Við
eram með áfangakerfi í 9.
og 10. bekk héma í Garða-
hvor lóðin verða þyngri á vogaskál-
unum. Krakkamir sjálfir hafa tekið
þesum tilraunum vel og enginn
tímunum, prófm í vor eiga eftir að
skera úr um það, en ég tel mig sjá
tilhneigingu í þá átt. Það hefur ver-
iö meira áberandi hjá stelpunum að
þeirra verkefni hafa batnað. Ég hef
einnig tekið eftir því að þær eru
virkari hjá mér í tímum.
Kynfræðsla er grein innan nátt-
úrufræðinnar og þar er sérstaklega
áberandi að betra er að hafa kynja-
skiptingu. Fyrirspumir krakkanna
í þeim tímum verða mun skynsam-
legri og þau eru djarfari við að bera
fram fyrirspumir um viðkvæm mál-
efni. Reyndar hafa þau aldrei verið
feimin við spumingar í kynfræðsl-
unni, jafnvel áður en tekin var upp
kynjaskipting, en spurningarnar
eru skynsamlegi núna.
Ég tók eftir því sjálf að ég talaði
allt öðruvísi til krakkanna í tím-
um í kynfræðslunni eftir að við
tókum upp kynjaskiptinguna.
Ég hef reyndar aldrei sjálf
verið neitt feimin og læt allt
flakka, en maðrn- tók samt
eftir þessum breytingum hjá
sjálfri sér. Við vegum þessa
tilraun og metum í lok
skólaársins og þá verður
tekin ákvörðun um hvort
hún verður útvíkkuð og
reynd í fleiri námsgrein-
um.
Það er engin sérstök
ástæða fyrir því að
það var náttúrufræð-
in sem varð fyrir
valinu. Það var
starfsstjórinn sem
valdi þetta fag fyrir
tilraunina og það
var að mestu undir
honum komið að
reyna þetta,“ sagði
Guðrún Björg.
Það verður forvitni-
legt að fylgjast með því hvort kynja-
skiptir bekkir ryðja sér til rúms í ís-
lensku skólakerfi. -ÍS
í þessum tíma í kynfræöslu hjá Guörúnu Björgu Egilsdóttur náttúrufræöikennara voru eingöngu stelpur. DV-myndir BG