Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Grímseyingar safna birgöum vegna hafiss:
Hafísinn gæti lokað
öllu á 2-3 dögum
- segir Sigurður Bjarnason íbúi í Grimsey
„Við erum btlnir að knýja á um
að flýta birgðaflutningum. Við höf-
um áhyggjur af komu landsins
foma flanda, hafíssins. Útlitið er
mjög dökkt og hafísinn gæti komið
hingað og lokað öllu á 2-3 dögum ef
veðurspáin stenst,“ segir Sigurður
Bjamason í Grímsey en þar er ver-
ið að safna birgðum vegna yfirvof-
andi hafíss.
„Menn eru að tala um að koma
bátunum sínum í burtu ef allt lok-
ast. Veðrið er annars búið að vera
mjög slæmt undanfarinn hálfan
mánuð. Sem dæmi komust bátamir
á sjó í aðeins tvo daga, fóstudag og
laugardag, en það er það mesta í
hálfan mánuð. Aflabrögð voru með
minnsta móti í túmum,“ segir Sig-
urður.
-RR
115 kandídatar útskrifuöust frá Háskóla íslands á laugardaginn. I máli rektors, dr. Sveinbjörns Björnssonar, kom
fram aö mikilvægt væri aö Háskólinn rækti hlutverk sitt sem háskóli allra landsmanna og lagði hann áherslu á fjar-
kennslu og samvinnu við menntastofnanir í hverju héraöi. Menntanetið myndi miöla myndefni og skólar landsins
tengjast meö gagnvirku sjónvarpsneti. Háskólanám væri dýrt og þeir nemendur, sem flyttust til Reykjavíkur til náms,
kæmu ekki allir til baka og gögnuðust því ekki byggöum sínum. Kjarni háskólamenntaöra manna þyrfti aö vera í
hverju héraði, það kæmi atvinnulífi staðanna best, sem og dreifbýlinu í heild. Á myndinni er Björn Bjarnason
menntamálaráöherra yst til vinstri en fyrir miðju er dr. Magnús Már Lárusson, fv. háskólarektor. DV-mynd GTK
Virkjunarframkvæmdir á Nesjavöllum:
Einkennilegt þegar menn
þekkja ekki verðið
- segir Guðrún Zoéga - mjög góður samningur, segir Alfreð Þorsteinsson
„Mér fínnst mjög einkennilegt að
borgarráð skuli hafa samþykkt
samning sem menn vita ekki hvem-
ig lítur út. í honum er gert ráð fyr-
ir að raforkuverðið verði 79% af því
sem Columbia Ventures greiði
Landsvirkjun, það verð er leyndar-
mál og því vita menn ekkert hvað
þeir eru að gera. Ég er hrædd um að
þama sé illa haldið um hagsmuni
borgarinnar og er ósátt við þau
ólýðræðislegu vinnubrögð sem höfð
hafa verið i frammi í málinu,“ segir
Guðrún Zoega, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks.
Guðrún segist alltaf hafa verið
talsmaður þess að virkjað yrði á
Nesjavöllum, markaðslegar aðstæð-
ur hafi ekki verið til þess fyrr en
nú. Henni finnst þó sem nú sé verið
að glutra niður þeim möguleikum
sem þarna séu vissulega fyrir
hendi.
„Ég lagði til í borgarráði að óháð-
ur aðili, Þjóðhagsstofnun eða ein-
hver annar, yrði fenginn til þess að
gera arðsemisreikninga, því var vís-
að frá og það finnst mér bera vott
um að menn hafi ekki alveg hreina
samvisku. Ef þetta er eins góður
samningum og haldið er fram þá
myndi slík úttekt staðfesta það,“
segir Guðrún.
Guðrún segir að málið hafi verið
kynnt lauslega sem trúnaðarmál
fyrir fáeinum borgarfulltrúum en sá
hluti samningsins sem lúti að verð-
inu hafi aldrei verið lagður fram i
borgarstjóm. Hún segir það vekja
athygli að í þriggja manna samn-
inganefnd, sem borgin skipaði, viti
aðeins einn þriggja hvert verðið sé.
„Ég skil ekki að Guðrún skuli
halda því fram að menn viti ekki
um hvað samningurinn fjallar því
málið hefur verið rækilega kynnt í
borgarráði. Það hefúr aldrei staðið
til að leggja málið fram því það er
trúnaðarmál. Þetta er mjög góður
samningur og hann gerir ráð fyrir
7,5% arðsemi og því mótmælti Guð-
rún ekki,“ segir Alfreð Þorsteinsson
en hann var formaður samninga-
nefhdarinnar. Alfreð segir að engin
ástæða hafi verið fyrir borgina að fá
álit einhverra utanaðkomandi aðila.
Verðið miðist við heimsmarkaðs-
verð á áli og útreikningamir taki
mið af varkárari spám.
-sv
Runólfur Oddsson krefst endurupptöku „hundamálsins“ fyrir Hæstrétti:
Fer annars með málið fyrir mannréttinda-
dómstólinn í Strassburg
- vill að Pétur Kr. Hafstein viki sæti
„Samkvæmt stjórnarskránni á
maður rétt á því að fá niðurstöðu í
mál og á þeim forsendum ætla ég að
kreljast endurupptöku á dómi Hæsta-
réttar frá því í fyrri viku,“ segir Run-
ólfúr Oddsson hundaeigandi en
Hæstiréttur komast að þeirri niður-
stöðu á dögunum að ekki væri ástæða
til þess að úrskurða í máli hans gegn
borginni þar sem hann hefði þegar
fengið leyfi til þess að hafa hundana.
Runólfur stóð í nokkum tíma í bar-
áttu við borgina um að fá að halda
tvo hunda og hefur hann stefnt Hjör-
leifi Kvaran borgarlögmanni fýrir
meiðyrði í Héraðsdómi. Þá hefur
hann kært Hjörleif og Jónas Hallsson
aðstoðaryfirlögregluþjón þar sem
hann segir Hjörleif hafa faríð fram á
að njósnað yrði um hann.
„Mér fannst mjög sérkennilegt að
þegar búið var að ákveða að fimm
dómarar yrðu í Hæstarétti skyldu
þrír dómarar dæma og að einn
þeirra væri Pétur Kr. Hafstein. Ég
mun fara fram á að hann víki sæti
þar sem ég tel að hann hafi verið
mér óvilhallur. Það er jú ljóst að
hvorki ég né Davíð bróðir minn (for-
sætisráðherra) studdum hann í
framboði til forseta. Ég hefði líklega
hætt þessu máli ef málskostnaður
hefði verið látinn niöur falla i
Hæstarétti en ég get ekki sætt mig
við þessar ofsóknir. Það getur ekki
verið í lagi að kerfið valti yfir ein-
hvem einstakling," segir Runólfur
Oddsson.
-sv
27
Misstu ekki af spennandi
aukablöðum
í febrúar og mars:
Aukablöð DV eru löngu orð/n
landsþekkt. Blööin eru bæði fræðandi
og skemmtileg og fjalla um margvísleg
og gagnleg sérsviö.
26. febrúar
Hljómtæki
Efmsmikið blað um allt
sem viðkemur hljómtækj-
um. Þar verður meðal ann-
ars fjallað um helstu nýj-
ungar á markaðnum.
5 . febrúar
Tækni og tölvur
Spennandi blað um
tölvur og intemetið.
Fjallað verður um þróun
í tölvumálum og flest það
er viðkemur tölvum og
tölvunotkun.
Bílar '97
I blaðinu er að finna
heildstætt yfirht yfir þá
fólksbfla og jeppa sem
bflaumboðin hafa í
boði á árinu 1997.
Blað sem enginn bfla-
eigandi má láta fram
hjá sér fara.
19. febrúar
Ferðir til útlanda
ítarlegar upplýsingar um
þá ferðamöguleika sem
í boði á árinu 1997 hjá
ferðaskrifstofunum, ásamt
ýmsum hollráðum varð-
andi ferðalög til útlanda.
12. mars
Fermingargjafa-
handbók
Nauðsynleg upplýsinga-
og innkaupahandbók fyrir
alla þá sem eru í leit að
fermingargjöfum.
19. mars
Matur og kökur
Lystaukandi blað þar
sem fjallað verður um
flest það er viðkemur
matartilbúning fyrir páskana.