Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 Fréttir________________________________________________________________________________ x>v Hrottaleg líkamsárás á leigubílstjóra í Breiðholti: Hann lét höggin dynja á höfðinu á mér - segir Friðrik Markússon leigubílstjóri sem var barinn og rændur „Ég var að stöðva bílinn þegar maðurinn réðst á mig. Hann lagðist aftan á sætið og lét höggin dynja á höfðinu á mér eins og ég væri hnefaleikapúði. Hann klóraði auk þess illa í andlitið á mér meðan ég reyndi að verjast af öllum mætti. Það var ekki auðvelt þar sem ég sneri baki í hann og komst hvergi. Það leið töluverð stund þar til hann hætti að berja mig. Hann þreif þá af mér veskið, stökk út úr bílnum og hvarf,“ segir Friðrik Markússon leigubílstjóri sem varð fómarlamb hrottalegrar líkamsárásar í Breið- holti í gærmorgun. Friðrik var að aka þremur mönnmn úr gleðskap í Fjarðarási. Tveir þeirra fóm út úr bílnum á Háaleitisbraut en sá þriðji vildi láta keyra sig upp í Hólagarð í Breiðholti. Þegar þangað kom réðst hann á Friðrik með áður- greindum hætti. Friðrik hlaut tölu- verða áverka í andliti og eymsl í baki og auk þess segist hann hafa fengið mikið sjokk. Friðrik var á batavegi þegar DV ræddi við hann í gærkvöld. Fékk mörg högg á höfuðið „Þegar mér loksins tókst að skríða út úr bílnum hugsaði ég um það eitt að elta þrjótinn. Ég var hins vegar of máttfarinn eftir barsmíö- arnar og hefði varla komist langt á eftir honum. Ég tel mig heppinn að sleppa þó svona vel eftir þessa árás. Ég fékk mörg högg á höfuðið en sem betur fer er hausinn á mér sterkur og ég almennt í góðri líkamsæfmgu. Maðurinn rændi af mér veskinu sem í voru kort og persónuskilríki, auk nokkurra þúsund a króna í reiðu- fé. Ég fann ekki áfengislykt af hon- um en það kæmi mér ekki á óvart að hann hefði ver- ið dópaður. Ég er búinn að keyra leigubíl hátt í 30 ár en hef aldrei lent í svona hræðilegri lífs- reynslu. Það réð- ust að vísu tveir menn að mér í leigubílnum fyrir utan Bóhem ekki alls fyrir löngu en þá tókst mér að komast í burtu heill á húfi. I mikilli hættu Það er alveg á hreinu að það þarf að skoða öryggis- atriði leigubílstjóra betur. Við enun Friðrik Markússon varð fyrir hrottalegri líkamsárás f leigu- bfi sínum í Breiðholti í gær. Hann var barinn illa f höfuðið og auk þess rændur af farþega. DV-mynd ÞÖK oft í mikilli hættu með alls konar fólk innanborðs sem maður veit ekki hverju tekur upp á. Við erum gersamlega óvarðir og þorum ekki að nota öryggisbeltin af ótta við að verða hreinlega hengdir i þeim. Mér finnst eðlilegt að það verði skoðað að hafa öryggisgler á milli bílstjóra- sætis og farþegasæta aftur í eins og er víða erlendis. Það er uggur í mörgum leigubílstjórum enda hafa þeir oft orðið fórnarlömb svona árása,“ segir Friðrik. Lögregla leitaði árásarmannsins í gærdag og gærkvöld en hann er ófundinn. RLR yfirheyrði mennina tvo sem fóru fyrr út úr bílnum en þeir sögðust ekki þekkja þann þriðja. Málið er í rannsókn hjá RLR. Friðrik segir að árásarmaðurinn hafi líklega verið á aldrinum 22-26 ára. Hann var ljóshærður og mjög snöggklipptur, klæddur í dökkan jakka með loðkraga og gallabuxm'. „Það þarf að taka harðar á þess- um þrjótum, sem ráðast svona tilefn- islaust á fólk, en gert er. Mér finnst allt of mikil linkind í þessu réttar- Formaður Dagsbrúnar: Útiloka ekki verkfall „Staðan er ósköp kyrrlát eftir 2-3 mánaða samningaþóf. Menn standa fastir á sínu, við á okkar lágmark- stöxtum og þeir á sinni lágu pró- sentu, og ég sé ekki að neitt gerist fyrr en menn fara að sýna að þeim er alvara," sagði Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, við DV um stöðu samningamála i gærkvöld. Halldór sagðist sammála því mati forseta Alþýðusambandsins að næsta vika eða tíu dagar myndu skera úr um verkfall eða ekki verk- fall. „Ég útiloka ekki verkfall og hef ekki heyrt annað en að okkar félags- menn séu tilbúnir í slaginn. Miðað við stöðu mála sýnist mér að menn fari að afla sér verkfallsheimildar, kannski ekki strax í þessari viku en ég er nokkuð viss um að ákvörðun um það verði tekin í vikunni." -sv Björgvin sigraði „Þetta var mjög skemmtileg keppni og sigurinn gefur mér byr undir báða vængi," sagði söngvar- inn góðkunni, Björgvin Halldórsson, eftir að hann sigraði í söngvakeppn- inni Cavan Intemational sem haldin var á írlandi á laugardagskvöld. Björgvin sigraði með laginu If it’s Gonna End in Heartache en hann söng það lag i Eurovision- söngvakeppninni á sínum tíma en lenti þá frekar neðarlega. -JHÞ Marta María Jónasdóttir bar sigur úr býtum í fatahönnunarkeppninni Facette sem fram fór í Tunglinu á laugardag. Módel hennar, Bergljót Þorsteinsdóttir, er hér í sigurkjól Mörtu Maríu. Þema keppninnar aö þessu sinni var „Ógrun“ en markmiö hennar er ab hvetja til sköpunargleði hjá ungu og ófagiærðu fólki. Sigurvegarinn hlaut að launum Husqvarna saumavél, úttekt hjá Vogue og Svíþjóðarferö. Tæplega 100 tillögur bárust í keppnina. DV-mynd Hari Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Jí 1 Nal 2 904 1600 Verður KA íslandsmeistari í handbolta? Bolludagurinn er í dag. Gómsætar bollurnar bíða manna í bakaríum lands- ins auk þess sem fjölmargir baka heima. Hér er Anna María Reynisdóttir í Reynisbakaríi í Kópavogi með girnilegan skammt. DV-mynd Þjetur Stuttar fréttir Columbia fékk sekt Álfyrirtækiö Columbia Ventures, sem íhugar byggingu álvers á Grundartanga, var sektað í Bandaríkjunum fyrir þremur árum vegna brota á um- hverfislögum þar i landi. Ríkis- sjónvarpið sagði frá. Vill jöfn vörugjöld Framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, Vilhjálmur Egilsson, segir að vörugjöld byggist á tilfinning- um frekar en gildum rökum. Hann vill að vörugjöld séu þau sömu á öllum vörum. Ríkissjón- varpið greindi frá. Fyrsta loðnan í Krossanesi Ríkissjónvarpið greindi frá því að fyrsta loðnufarminum sem barst Krossanesverksmiðjunni hefði verið landað í gærmorgun. Það var Hólmaborgin sem kom með 2 þúsund tonn. Sauðárkróksbær á ekki að selja Bæjarstjórinn á Sauðárkróki telur að bærinn eigi að bíða með selja hluti sína í Steinull- arverksmiðjunni eða öðrum fyrirtækjum því bréfin muni hækka mikið á næstu mánuð- um. Frá þessu greindi Ríkis- sjónvarpið. Dýrt að lýsa upp Hellisheiði í fréttum Ríkissjónvarpsins kom fram að það mundi kosta rúmlega 120 milljónir króna á ári að lýsa upp Hellisheiði. Þetta er brýnt verkefni að mati þing- manna Suöurlands. Jarðskjálftaútttekt á Suðurlandi Um 150 hús á Suðurlandi hafa verið metin með tilliti til jarð- skjálftahættu. Úttektirnar tengj- ast Seismis-verkefninu sem miðar að því að auka forvamir vegna jarðskjálfta i landshlutanum. Rík- isútvarpið sagði frá. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.