Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 Spurningin Ferð þú á þorrablót í ár? - spurt á Hvolsvelli Ingólfur Ingvarsson: Já, ég fer á þorrablótið héma í Hvolnum. Margrét Björgvinsdóttir: Ég fer á blótið í Hvoli sem verður á þorra- þrælnum, 22. febrúar. Hákon Guðmundsson: Já, þakka þér fyrir, ég geri það. Ég fer á blót- ið hér á Hvolsvelli og svo fór ég á eitt í Gaulverjabænum. Það var ágætt blót - ég var að vísu uppi á sviði allan tímann. Ragnhildur Ólafsdóttir: Ég reikna með að ég fari á þorrablótið hérna á Hvolsvelli. Sigurlín Óskarsdóttir: Já, gatan mín er í þorrablótsnefnd í ár. Ingi Guðjónsson: Ég fer á blótið hér en ég verð að vinna. Lesendur Kvótinn og mynt- samband Evrópu Það er röng aðferð að selja veiöileyfi í gegnum gengisskráninguna, þau á aö selja beint og hafa gengisskráninguna eftir þörf á almennu efnahagsum- hverfi. Þorsteinn Hákonarson skrifar: Þess misskilnings gætir að hér séu ekki seld veiðileyfi í sjávarút- vegi. - Það hefur lengst af verið gert síðan við fengum sjálfstæða mynt. Myntskráningin ræður hvað fæst fyrir útflutningsvömr. Útgerðar- menn hafa fengið úthlutað kvóta til afnota, í umboði eigándans, þjóðar- innar. Framsal var hugsað til þess að greinin tæki til hjá sér innbyrðis og kæmi sér upp hagkvæmari út- gerð og vinnslu. Það hefur ekki gerst, aldrei hefur verið fiskað af meiri krafti og með meiri fjárfestingu en nú. Staðsetn- ingamákvæmni, veiðarfæri, vélar- afl og fiskleitartæki eru nú langt umfram það sem áður var. Stærsta óhagræðið er það sem nefnt er len- sportari. Það er fiskur sem er hent í hafi. Þessum fiski er hent vegna þess að veiðarfærin geta ekki greint á miili tegunda. Það er auðvelt að sjá á skýrslum að isfisktogari á sömu slóð og á sama tíma gefur upp aðra aflasamsetningu en frystitog- ari. - Þetta er í skýrslum. Það er röng aðferð að selja veiði- leyfi í gegnum gengisskráninguna. Þau á að selja beint og hafa gengis- skráninguna eftir þörf á almennu efnahagsumhverfi. Ef við tækjum upp á því að festa krónuna, miða við nýja sameinaða Evrópumynt, þá er ekki lengur hægt að selja veiði- leyfi í gegnum gengisskráninguna. Þess vegna verður að gera það beint. Útgerðarfyrirtæki, sem hafa keypt kvóta, verða þá að fá tíma til aðlögunar, í gegnum sérstakar af- skriftarreglur og veiðileyfaúthlut- anir í nokkum tíma. En það er alveg út í hött að taka þátt í EMU eða myntsambandi Evr- ópu án þess aö jafna og laga til milli atvinnuvega. Það þýðir m.a. mjög erfiðan hlut á vinnumarkaði, þ.e. að kerfisskiptin myndi þýða lægra raungengi til að bæta sjávarútvegi upp aðstæður við jöfnun milli at- vinnuvega. Veiðileyfi yrðu síðan að fara eftir verði á útflutningsmörk- uðum þegar fram í sækir. Það er ekki tilefni til þess að veita verslun, þjónustu, iðnaði og land- búnaði betri kjör með gengisfell- ingu vegna kerfisbreytinga. Bifreiðagjöld öryrkja Jóhann Guðmundsson skrifar: Þeir sem metnir eru 75% öryrkj- ar, og geta þess vegna ekki stundað vinnu sína, fá felld niður bifreiða- gjöld. Þegar þeir komast á aldur líf- eyrisþega, þ.e. er þeir ná 67 ára aldri, fá þeir sendan reikning frá Tollstjóraembættinu vegna bifreiða- gjaldsins sem þá er fyrir 6 mánuði í senn. Hér er um að ræða að lífeyrisþegi sem jafnframt er öryrki verður að mæta kjararýrnun sem numið getur vel á annan tug þúsunda króna á ári, jafnvel hærri upphæð eftir þyngd ökutækis. Við eftirgrennslan hjá skrifstofu Tollstjóraembættisins vegna þessa máls voru svörin þau að ef öryrki væri hreyfihamlaður og fengi bens- ínstyrk greiddi hann ekki bifreiða- gjaldið þótt kominn væri á eftirla- unaaldur. I hluta skýringanna segir: Undan- þágur frá bifreiðagjaldi eru veittar vegna eftirtalinna bifreiða: Fólksbif- reiðir skráðar í eigu þeirra sem njóta örorkustyrks, örorkubóta, bensínstyrks eða umönnunarbóta og greiðslu vegna örorku barna frá Tryggingastofnun ríkisins. Jafnframt eiga þeir - öryrkjar - sem notið hafa niðurfellingar skv. 1. málsl. rétt á niðurfellingu ef þeir hafa öðlast rétt tii eliilifeyris- greiðslna eða dveljast á stofnun. Er hér ekki um að ræða mál sem þarf að taka á þannig að það sé leið- rétt sem fyrst? A5 losna við fátæklingana Sigurlaug Jónsdóttir skrifar: Hvernig væri að einhver hinna háu herra sem stjóma þessu landi kæmu til mín og byggju með okkur í einn mánuð eða svo og þyrftu að framfleyta sér á okkar launum sem eru um 120 þúsund á mánuði? Við emm par með tveggja ára snáða sem þarf þarf sitt og engar refjar. Við emm í 46 fermetra íbúð sem springur bráðlega utan af okk- ur. Hún er til sölu og búin að vera það í eitt ár en ekkert gengur. Við greiðum af henni tæp 30 þús. kr. á mánuði í húsbréfalán þar sem mik- ið hvílir á henni. Við eram með kreditkort og Stöð 2 og aðrar „ónauðsynjar" eins og bíl og video. Við borgum um 30 þús. kr. í mat á mánuði og verslum í LÍiÍBÆi þjónusta allan sólarhringinn. Aðcins 39,90 mínúfan - eða hringið í síma 5000 milli kl. 14 og 16 Peningarnir duga einfaldlega ekki til að lifa sómasamlegu lífi hér á íslandi, segir bréfritari. Bónusi sem tekur eingöngu reiðufé en við kaupum bensín á kortið. Við tryggjum íbúðina og bílinn og okk- ur sjálf og borgum það á kortinu en borgum auðvitað kortareikning upp á 70-80 þúsund kr. Peningamir duga hreinlega ekki til að lifa sóma- samlegu lifi hér á íslandi. Við vær- um hins vegar miiijónamæringar í Afríku. Ég vinn 50% vinnu og maðurinn 100% vinnu og bamið er í leikskól- anum hálfan daginn, má ekki hafa hann allan daginn því ég á mann, og ef ég fengi 50% atvinnuleysisbætur myndi ég missa þær strax því ég yrði að afþakka það sem byðist vegna þess að ég fæ ekki pössun. Svo er nú lágmark að vera hjá barn- inu sínu og lifa sómasamlegu lifi á meðan. Það er bara engan veginn hægt. - Viil nú ekki einhver í stjórnkerfinu binda enda á þjáning- ar okkar sem erum fátæk og láta fara fram fjöldaaftöku, t.d. einhvern næsta sunnudag, á Lækjartorgi? Heiðursfélagar utan félags Árni Björnsson hringdi: Einhvem veginn finnst mér alltaf afkáralegt að heyra fréttir um að þessi eða hinn hafi verið gerður að „heiðursfélaga“ í ein- hveiju félaginu, ég tala nú ekki um þegar um stéttarfélag er að ræða - og viðkomandi persóna er ekki af sama „sauðahúsi" - ég meina er alveg utangátta hjá við- komandi félagi. Þannig les maður hér í blöðum um útnefndan heið- ursfélaga hjá t.d. bökurum, tré- smiðum, læknum, lögfræðingum eða verkfræðingum, mann sem aldrei hefur nálægt viðkomandi starfsgrein komið. Misskilin góð- mennska? Setið fyrir svör- um í Þjóðarsál Lóa skrifar: Það er til að æra óstöðuga að hlusta á þessa sífeOdu „setið fyrir svörum" þætti í Þjóðarsálinni. Ég hélt að þessir þættir ættu að vera fyrir almenning til að komast að með sínar skoðanir. Annað ekki. Að fá menn til að sitja fyrir svör- um tekur tíma frá almenningi. Og það má ekkert út af bera, þá er náð í einhvern sérfræðinginn sem á svo að hringja i og að komast að- eins langloku- og eilífðarvaðals karlar eða kerlingar, allsendis ótalandi og halda viðkomandi sér- fræðingi á snakki. Eins og gerðist sl. miðvikudag. Þá hafði snjóað og auðvitað varð að kaOa á sérfræð- ing í Þjóðarsálina. En þetta er orð- ið tO ama og ekkert annað. Blásið ekki á afmæliskertin - hrein bakteríudreifmg Stefán hringdi: Mér blöskraði þegar ég sá mynd í blaði frá hófi matreiðslumeistara þar sem tveir vom önnum kafnir við að blása á afmælistertuna. Þetta er auðvitað hinn mesti ósið- ur sem hugsast getur. Og ekki betra í barnaafmælum - líka hjá fuOorðnum, þar sem börnin em látin blása af ofúrkrafti, jafnvel frussa á kertin á kökunum. Svo klappa aOir! Þeir sem hingað tO hafa ekki áttað sig á að þetta er mikO og hættuleg bakteríudreifmg ættu að sjá sig um hönd í næsta hófi og þyggja ekki sneið með ný- frussuðu. Á sokka- leistunum í skólanum Móðir skrifar: Ég sá fréttamynd úr einum skóla hér á þéttbýlissvæðinu. Þar gaf á að líta börnin (þetta var í barnaskóla) hlaupandi um innan- húss á sokkaleistunum. Ég hélt að hér ætti að vera sú regla að böm- in kæmu með inniskó að heiman og settu á sig innanhúss. Þetta var þannig þegar ég var ung og ég vona sannarlega að þegar ég sendi mín börn í skóla, en það verður bráðlega, þá verði þetta að reglu - ef hún er þá ekki þegar komin. Vesalings börn- in í Evrópu Gfsli skrifar: Það er mikið rætt um aukið að- gengi barna að áfengi hér á landi komi tO þess að verslun með vín veröi gefin frjáls og verslanir ÁTVR legðust af. En hvaða tal er þetta sífeOt um bömin í sambandi við áfengi? Manni verður hugsað tO vesalings barnanna í HoOandi, Lúxemborg, Spáni og reyndar í Evrópu allri, hvemig reiðir þeim af og ekkert ÁTVR sem dreifir vín- inu! Hafa menn séð útúrdrukkin börn í þessum löndum eins og hér á landi? Er ekki umræðan um hættuna af frjálsri áfengissölu komin út í öfgar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.