Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Side 21
MÁNUDAGUR 10. FEBRUAR 1997
29
Vinna að öryggismálum tölvukerfa
tekur aldrei enda
Tölvur í gíslingu
„Undanfarin tvö til þijú ár virð-
ist sem innbrotum og þjófnuðum á
tölvubúnaði fyrirtækja, stofnana og
einstaklinga hafi fjölgað. Við sjáum
fréttir þar að lútandi reglulega í
dagblöðum. Einnig verðum við að
hafa í huga að það eru ekki öll til-
felli sem ná fréttasíðum dagblað-
anna. Kannanir, sem gerðar hafa
verið víða erlendis, sýna að sífellt
færist í aukana að tölvubúnaði sé
stolið og geri ég ráð fyrir að hér á
íslandi sé málum svipað háttað, því
miður,“ segir Hannes Sigurðsson,
rafmagnstæknifræðingur hjá Skýrr
hf., en hann starfar við öryggisút-
tektir á tölvuumhverfum fyrirtækja
og stofnana. Hannes segir að margt
bendi til þess að tölvuþjófnaður sé
vaxandi vandamál. fðulega fylgir
fréttum um þjófnað á tölvum að tap-
ið sé mjög bagalegt fyrir viðkom-
andi aðila. Þegar gögn og hugbúnað-
ur tapast getur tjónið verið mun til-
finnanlegra en þegar vélbúnaður
tapast. „Á hörðum diskum eru
geymd gögn fyrirtækisins sem
hugsanlega hefur farið mikil vinna
og tími í. Gögnin geta verið nauð-
synleg rekstri þess og mega ekki
giatast né komast í hendur óvið-
komandi aðila. Allt of oft vill það
koma fyrir að ekki eru tekin afrit
þrátt fyrir mikilvægi gagnanna."
Þrátt fýrir mikinn áróður fyrir því
að afrit séu tekin af mikilvægum
gögnum er oft mikill misbrestur á
því að svo sé gert. „Reglur um afrit-
un á gögnum og hugbúnaði auk
geymslu afrita ættu að vera til hjá
öllum fyrirtækjum, ekki síst hjá
minni fyrirtækjum sem ekki eru
með stór tölvukerfi. Oftast eru fyrir-
tæki með einhverjar huglægar regl-
ur um afritun. Það þarf að koma
Raf-
mögnuð
plötubúð
Vefsíða plötusölukeðjunnar Tower Records
'í Bandaríkjunum er á slóðinni
http://www.towerrecords.com og er ein af
skemmtilegri vefsíðum á Intemetinu. Þar er
hægt að leita uppi titla á sérstökum „básum“
og geta leitarorð verið hvort sem er nafn flytj-
anda, tónlistartegundar eða titils. Gestir sið-
unnar geta líka farið inn á lista yfir 1000 vin-
sælustu smáskífumar, fengið upplýsingar um
þær, keypt þær og fundið hvar „alvörubúðim-
ar“ era (gagnlegt fyrir þá sem hyggja á ferðalag
og plötukaup vestanhafs) og hlustað á tóndæmi.
Þeir sem vilja geta líka fengið skjávöm sem tónlist-
Hannes Sigurðsson hjá Skýrr segir nauðsynlegt að tryggja öryggi tölvugagna.
þeim á blað og gera þær eðlilegan
hluta af vinnudeginum. Tölvubún-
aðinn er hægt að tryggja hjá trygg-
ingafélagi. Gögnin sjálf er einungis
hægt að tryggja með því að fylgja
settum reglum varðandi afritun og
geymslu þeirra.“
Tölvuþjófn-
aður virð-
ist
koma í bylgjum en hvað varðar
ástæður þess að menn stela slíkum
tækjum segir Hannes að því sé
stundum haldið fram að eiturlyfja-
neytendur fjármagni neyslu sína
með tölvuþjófnaði. „Hægt er að
vinna gegn tölvuþjófnaði með þvi
að efla þjófavamir hjá fyrirtækjum
og setja reglur varðandi öryggis- og
aðgangsmál. Einnig er æskilegt að
merkja allan tölvubúnað fyrirtækis-
ins og skrásetja." Hannes segir að
svo virðist sem það fari í vöxt að
tölvur séu teknar i „gíslingu" og
þær eða gögn í þeim séu boðin eig-
endum aftur gegn „lausnargjaldi".
„Fyrirtæki og einstak-
lingar geta spomað við
þessu, m.a. með því að
afrita gögn reglulega
og geyma afrit aðskilin
frá tölvunum. Gögn
finnast því ekki ein-
göngu á hörðum disk-
um í tölvum og eigend-
ur þeirra verða þvi síð-
ur fýrir tjóni af völd-
um þjófiiaðarins og
ættu ekki að vera til
viðræðna um greiðslú
á „lausnargjaldi“. Að
hans sögn eru iðnaðar-
njósnir þriðja ástæða
þess að tölvum er
stolið. „Ef þessi ástæða
er ekki þegar fyrir
hendi hér á landi í dag
megum við gera ráð
fyrir að hún verði það
fyrr en síðar.“ Hann
leggur áherslu á að
fyrirtæki séu mjög háð
tölvukerfum sínum og
gögnum sem í þeim
eru geymd. „Kröfur
fyrirtáekja varðandi aðgengileika að
upplýsingum í tölvukerfum eru al-
mennt þær að réttar upplýsingar
eigi að vera aðgengilegar réttum að-
ilum, á réttum stað og á réttum
tíma. Til að það sé mögulegt eiga
allir þættir sem hafa áhrif á aðgang
og rekstur tölvukerfa að vera í lagi.
Fyrirtæki þurfa þess vegna að
marka sér stefnu og setja reglur
varðandi aðgangs- og rekstrarör-*
yggi tölvukerfa. Ef við skilgreinum
hvað þarf að verja og hvers vegna
þarf að verja það verður auðveldara
fyrir okkur að ná settum markmið-
um.“
Reglur eru
nauðsynlegar
Að sögn Hannesar er nauðsynlegt
að stýra hverjir hafa aðgang að hús-
næði og tölvubúnaði viðkomandi
fyrirtækis. „í öðru lagi verður að
stýra hverjir hafa aðgang að gögn-
um og hugbúnaði. I þriðja lagi
hverjir hafa aðgang að öðmm gögn-
um eins og pappírsgögnum, disk-
um, hugbúnaði, afritum o.s.frv. og'
setja reglur um alla meðferð þeirra.
Einnig er mjög gott að unnið sé að
því að koma á venjum og hefðum
varðandi öryggismál og gera þau að
sjálfsögðum hluta af daglegum
rekstri fyrirtækisins. Vinna að ör-
yggismálum tölvukerfa tekur aldrei
enda,“ segir Hannes að lokum. Á
heimasíðu Skýrr hf. er hægt að
gangast undir könnun á því hvern-
ig öryggismálum tölvukerfis er
háttað.
Slóðin þangað er http:,
//www.skyrr.is/ -JHÞ
n
Smashing Pump-
kins eru meöal
þeirra tónlistar-
manna sem eru
áberandi hjá
Tower Records.
armenn hafa
sjálfir hann-
að. Til dæm-
is geta aðdá-
endur
Frank
Zappa feng-
ið eina slíka
sem goðið
hannaði sjálf-
ur.
Þeir sem
hafa áhuga á
bresku útgáf-
unni ættu að
skoða http:
//www.
co.uk
-JHÞ
Kort á netinu
Hver kannast ekki við það að ætla að fara að leita
sér upplýsinga um fiskveiðar en enda svo á því að
týna sér í vefsíðum sem fjalla kannski um geitarækt
í Ytri-Mongólíu? Sá sem skrifar þetta kannast reynd-
ar ekki við að hafa lent í þessu en þetta gæti komið
fyrir, það era allavega mörg öngstræti á upplýsinga-
hraðbrautinni og auðvelt að villast þar. Það er gott að
hafa aðgang að síðum þar sem alveg ljðst liggur fyrir
hvað er í boði. Því ættu þeir sem kannast við fyrr-
greint vandamál að fá úrlausn sinna mála á slóðinni
http://www.mapquest.com/ Hér er í raun um að
ræða kort af öllum heiminum og, það sem meira er,
þar er hægt að skoða nákvæm götukort af hverri ein-
ustu stórborg á plánetunni Jörð.
Hverfafundur
- nteð borgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
heldur hverfafund með íbúum
Hamra-
Folda-
Húsa-
Rima-
Borga-
Víkur-
og Engjahverfís
í Grafarvogi
í Fjörgyn mánudaginn 10. febrúar kl. 20.00.
Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða
um áætlanir og framkvæmdir í
hverfunum. Síðan verða opnar umræður
og fyrirspurnir með þátttöku
fundarmanna og embættismanna
borgarinnar. Jafnframt verða settar upp
teikningar af fyrirhuguðum
framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru
fróðlegu og myndrænu efni.
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.