Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 22
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 *ö0 Risastóra letidýrið veiddi önnur dýr í matinn Maður skyldi nú ekki alltaf láta nafnið villa sér sýn. Þannig hefur lengi verið álitið að risa- stórt letidýr, sem hélt til á jörðu niðri og bjó í Vesturheimi en varð útdautt fyrir tíu þúsund árum, hafi verið hægfara grasbítur. Annað hefur þó komið á daginn, ef marka má uppgötvun •« tveggja vísindamanna sem starfa við háskólann í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, og sagt er frá í tímaritinu New Scientist. Þeir segja að letidýr þetta, sem á fagmáli heitir Megatherium americ- anum og vó hvorki meira né minna en fjögur tonn, hafi verið kjötæta. Ef rétt reynist er þetta stærsta dýrið sem vitað er um á þurru landi og veiddi spendýr sér til matar. Svo mikið er vitað um letidýr þetta aö það gat gengið á afturlöppunum. Það gat því notað fram- lappimar til annarra hluta, en á þeim voru ógn- vekjandi klær. Hingað til hefur verið talið að dýr- in hafi notað framlappimar til aö slíta sér grein- ar af trjám í svanginn en til þess hefur þurft tölu- verða krafta. Vísindamennimir tveir sem áður er getið, þeir Richard Faria og Ernesto Blanco, hafa aftur á móti rýnt mjög nákvæmlega í steingerða beina- greind af þessu ameríska risaletidýri og uppgötv- að að olnbogakrummi dýrsins, en það er sá hluti olnbogans sem þrívöðvinn festist við, var mjög stuttur. Þannig bygging einkennir kjötætur og dregur taum snerpunnar á kostnað styrkleikans. Vísindamennirnir segja að þetta hafi gert letidýr- inu kleift að beita klónum mjög ákveðið, ekki ósvipað og væru þær rýtingar. Faria og Blanco segja að einnig mætti hugsa sér að dýrið hafi beitt stunguhreyfingunum sem stutti olnbogakrumminn gefi til kynna til að verja sig eða í eðlunarleik. Aðgerðir gegn kólesteróli í ígræddum hjartaæðum: Draga mjög úr þörfinni á nýrri kransæðaaðgerð Vel heppnuð kransæðaaðgerð er algjör himnasending fyrir þann sem gengst undir hana. Það er því vissara að gera allt sem hægt er til að heilsubótin megi verða sem langvinnust. Nýjar rannsóknir kana- dískra og bandarískra vís- indamanna benda til að með því að minnka magn hins svokallaða slæma kól- esteróls í blóðinu um 25 til 47 prósent megi lengja þann tíma umtalsvert þar sem ábata kransæðaaðgerðarinnar nýtur við. Og jafhvel má þannig koma 1 veg fyrir að önnur aðgerð reynist nauðsynleg síðar meir. í rannsókninni var kannað hversu lengi það tók fyrir æðar, sem teknar voru úr fæti sjúklingsins og settar voru í staðinn fyrir stíflaðar æðar til hjartans, að stíflast sjálfar af kólesteróli. Mikilvægt er að vita það þar sem fyrri rann- sóknir hafa sýnt að aðeins tíu til tólf árum eftir að- gerðina hefur kólesteról þrengt um 30 til 40 prósent ígræddra æða. Mjög er hins vegar hægt að draga úr þessu með þvi að ganga hart fram í gjöf lyfja sem hafa hemil á kólesterólmagninu. „Þessi rannsókn veitir endanlegt svar við þeirri spurningu um hvort ígræddar kransæðar svari meðferð sem ætlað er að draga úr kólesteróli," segir Claude Lenfant, framkvæmdastjóri kanadískrar stofhunar sem kostaði rannsóknina. Lucien Campeau, hjartasérfræð- ingur í Montréal og umsjónar- maður rannsóknarinnar, segir að aðeins sé hægt að minnka kólesteról í blóði hjartasjúk- linga um þrjú til fjögur pró- sent með því einu að gefa þeim fæðu með litlu kól- esteróli. Til að minnka kól- esterólið um þau 30 til 35 prósent sem þarf til að gagn sé að fyrir ígræddu æðarnar þurfi að gefa lyf. „Heilsugæslulæknar eru fremur smeykir við lyfjagjöf en með tímanum munu þeir komast að því að þessi lyf eru mjög örugg,“ segir Campeau. Hann segir það hafa vakið furðu að aðeins örlitlmn hluta kransæðasjúklinga hafi verið kunnugt um kólesterólmagnið í eigin blóði. Þær upplýsingar og aðgerðir til að minnka kólesterólmagnið umtalsvert mimdu verða til þess að margir kransæðasjúklingar þyrftu ekki að gangast imdir aðra aðgerð. Campeau segir að um tíu prósent allra kransæðaað- gerða sem gerðar eru í Kanada séu endurtekningar, ef svo má að orði komast. Spamaðurinn er þvi augljóslega mikill ef vel tekst til með að lækka slæma blóðkólesterólið umtalsvert. Rannsókn kanadisku og bandarísku visindamannanna náði til 1351 sjáifboðaliða. Ekki er allt sem sýnist hjá Hamlet Dana- prins, ef marka má bandaríska stjameðlis- rfræðinginn Peter Usher. Sígilt leikrit Willi- ams Shakespeares er ekki bara harmleikur um sekt, brjálæði og dauða, heldur táknsaga um mismunandi heimsmyndir frá endur- reisnartímanum sem kepptu um hylli fræði- manna. Usher sagði frá því á fundi samtaka banda- rískra sfjamvísindamanna fyrir skömmu að Shakespeare hefði notað leikrit sitt um Dana- prins til að vísa í kenningar sem þá voru að koma fram um stöðu jarðarinnar í alheimin- um. Á tímum Shakespeares vom menn famir að taka til endurskoðunar kenningar sem gerðu ráð fyrir því að jörðin væri miðpunkt- feur alls og viðurkenna að sólin væri það sem allt snerist um. Breski vísindamaðurinn Thomas Digges, samtimamaður Shakespe- ares, hafði mikil áhrif þar á en hann stað- hæfði að allar stjömur væra sólir í óendan- legum alheimi. „Shakespeare sá fyrir nýja skipan heims- ins og stöðu mannkynsins í honum,“ sagði Usher. „Leikritið er þess vegna stjarnvísinda- ' leg heimsmyndunarfræði sem er engu stór- kostlegri en bókmenntalegar og heimspekileg- ar hliðstæöur hennar." Persónumar í leikritinu eiga sér ýmsar fyr- irmyndir sem tengjast vísindum og stjörnu- fræði, ef marka má kenningar Ushers. Þannig sækir Shakepeare fyrirmynd sína að persón- unni Kládíusi til Kládíusar Ptólemosar, grísks vísindamanns á annarri öld eftir Krist, sem sagði að jörðin væri miðpunktur al- heimsins sem sólin og aðrar sfjörnur snerast um. Þá eiga þeir félagar Rosenkrantz og Guildenstem að tákna danska stjamvísinda- manninn Tycho Brahe sem hafði ekki mjög ósvipaðar skoðanir á alheiminum og Ptólemos. Hamlet sjálfur er persónugervingur kenn- ingar Digges um óendanlegan alheim sem við- teknum skoðunum stendur ógn af, rétt eins og kónginum af Danmörku stendur ógn af Hamlet. Ekki voru allir sammála Usher og túlkun hans á leikritinu um Danaprins. Bandaríski eðlisfræðingurinn Phillip Schewe, sem jafn- framt er leikskáld, sagði að Shakespeare hefði ekki skrifað táknmyndaverk og að erfitt væri aö trúa því að Hamlet væri eitt stórt líkinga- verk. Hamlet táknsaga um stöðu jarðar í alheimi Tannkremið dug- arekkiáhvít- laukinn ÍÞeir vita það sem borða mik- inn hvítlauk: Það getur verið | hábölvað að losna við lyktina, I meira að segja rækileg tann- burstun og nætursvefn duga oft ekki til. Nú telja austurrískir | vísindamenn sig vita ástæðuna: : Jú, hvítlaukurinn dvelur lengi í I blóðinu. Vísindamennirnir efna- 1 greindu andardrátt sjálfboöa- Sliða i allt að 30 klukkustundir eftir að þeir höfðu borðaö hvít- lauk og komust að því að flest lyktarsterkustu efnin hurfu eft- Iir nokkra klukkutíma. En þrjú efnasambönd, þar á meðal aseton, voru enn í miklum mæli í blóðinu eftir 30 kluku- stundir. Þar gæti verið kominn hluti skýringarinnar á þvi að hvítlaukur vinni á kólesteróli þar sem aseton er eitt þeirra efiia sem myndast þegar fitu- sambönd eins og kólesteról era brotin niður. Vísindin í þágu sælkeranna Sveppaunnendur hafa fulla í ástæðu til að kætast yfir fregn- um um að vísindamönnum hafi loks tekist að rækta gyllta ■ kantarellusveppinn í gróður- ; húsi. TO þessa hefur sveppur : þessi aðeins vaxið í þroskuðum furuskógi. Kantarellusveppir hafa verið á undanhaldi í Evrópu að und- ; anfömu og hafa þeir verið flutt- 5 ir inn frá Bandaríkjunum í s stóram stíl. Mörgæsir nota gömlu, góðu að- ferðina \ Keisaramörgæsarkarlarnir ; sitja allt að 115 daga á hreiðr- inu, matarlausir og í bruna- gaddi. Samt tekst þeim að halda j á sér nægilegum hita til að j klekja út eggið. Og hvernig j skyldu þeir fara að því? Ekkert mál, segja franskir | vísindamenn i bréfi til vísinda- ritsins Nature. Karlfuglarnir nota gamla og góða aðferð, þeir hjúfra sig saman. Alveg eins og ; við gerum, mannfólkið. Á meöan karlfuglamii- sitja á egginu era kvenfuglamir úti á j sjó að safna fituforða eftir varp- ið. mnnffimi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.