Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Síða 34
'42 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 Afmæli Hjörtur Þórarinsson Hjörtur Þórarinsson, fyrrv. kennari, skólastjóri og fram- kvæmdastjóri SASS, Lóurima 15, Selfossi, er sjötugur í dag. Starfsferill Hjörtur fæddist í Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst þar upp til tólf ára aldurs en síðan á Reykhólum. Eftir bamaskóla- nám í formi farkennslu stund- aði hann nám við unglinga- * skóla Flateyrar 1939-40, við Unglingaskóla Árelíusar Níels- sonar á Stað á Reykjanesi 1941-42, var við heimanám í einn vetur, stundaði nám við KÍ 1945-48 og lauk kennaraprófi 1949, stundaði nám við íþrótta- kennaraskóla íslands 1948-49, við Danmarks Lærerhöjskole 1965-66, stundaði enskunám í Davies School for Foreign Stu- dents í London 1962 og 1965 auk þess sem hann hefur sótt fjölda kennaranámskeiða í íþróttum, söng og almennum fögum á ár- unum 1950-79. Hjörtur kenndi við Barna- og Miðskóla Stykkishólms 1949-51, . við Barna-, Mið- og Iðnskólann á Selfossi 1951-61, að undan- skildum vetrinum 1959-60 er hann kenndi við Flensborg í Hafnarfirði, var skólastjóri Kleppjárnsreykjaskóla 1961-78 og kennari við Gagnfræða- skólann á Selfossi 1978-80. Hjörtur var framkvæmda- stjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 1980-94. Þá hef- ur hann verið rekstrarstjóri Tónlistarskóla Árnesinga frá 1978 og jafnframt séð um At- vinnuþróunarsjóð Suðurlands og Sorpstöð Suðurlands á sama tíma. Hjörtur stundaði ýmis sum- arstörf, s.s. heyskap, brúar- smíði, vegagerðarakstur, öku- kennslu og fleira. Hjörtur vann að stofnun og sat í stjórn Tónlistarfélags Ár- nesinga 1955 og Borgfirðinga 1966 en hæði félögin stofnsettu tónlistarskóla í sinum héruð- um. Hann sat í stjórn og gegndi formennsku í Kennarasam- bandi Vesturlands og Suður- lands, í stjórn Kiwanis- klúbbanna Jökla í Borgarfirði og Búrfells á Selfossi, var félagi í kirkjukórunum á Reykhólum, í Stykkishólmi, í Reykholti og á Selfossi, var sóknarnefndarfor- maður í Reykholti 1972-78, for- maður Kirkjukórasambands Borgarfjarðarprófastsdæmis í tvö ár og formaður skólanefnd- ar Fjölbrautaskóla Suðurlands 1981-94. Hjörtur hefur ritað greinar í Dagskrána á Selfossi, var rit- Um- hverfisins, blaðs Kiwan- ismanna á Suðurlandi frá 1979, rit- Þjóð- ólfs á Sel- fossi 1979-80 auk þess sem birtst hafa eftir hann lausa- vísur í blöð- um og tíma- ritum. Fjölskylda Hjörtur kvæntist 18.4. 1957 Ólöfu Sigurðardóttur, f. 25.11. 1927, d. 4.8. 1995, skólastjóra og kennara. Hún var dóttir Sigurð- ar Gíslasonar, prests i Saurbæ í Dölum og á Þingeyri, og Guð- rúnar Jónsdóttur húsmóður. Kjördóttir Hjartar og Ólafar og bróðurdóttir Ólafar er Sig- rún, f. 12.8. 1960, læknir i Sví- þjóð, gift Bimi Geir Leifssyni lækni og eru synir þeirra Hjört- ur Geir, f. 29.4. 1989, og Ólafur Hrafn, f. 14.8. 1992. Alsystkini Hjartar eru Krist- ín Lilja, f. 12.7. 1922, húsfreyja að Grund í Reykhólasveit, ekkja eftir Ólaf Sveinsson sem fórst 18.1. 1995; Þorsteinn, f. 28.7. 1923, jámsmiður í Reykja- vík, kvæntur Halifríði Guð- mundsdóttur; Sigurlaug Hrefha, f. 27.7. 1924, ekkja eftir Hendrik Rasmus sem lést 4.8. 1991; Anna, f. 23.8.1925, en mað- ur hennar er Haukur Stein- grímsson húsasmíðameistari. Hálfsystkini Hjartar, sam- mæðra, em Kristín Ingibjörg Tómasdóttir, f. 4.5. 1932, fyrrv. yfirljósmóðir í Reykjavík, bú- sett 1 Kópavogi, var fyrst gift Braga Eggertssyni en síðan Mána Sigurjónssyni; Sigurgeir Tómasson, f. 6.11. 1933, d. 8.11. 1993, bóndi að Mávavatni að Reykhólum, var kvæntur Dísu Ragnheiði Magnúsdóttur ljós- móður sem lést 1974. Foreldrar Hjartar vom Þór- arinn Ámason, f. 8.5. 1892, d. 4.7. 1929, hóndi á Reykhólum, í Miðhúsum og hústjóri á Hólum, og k.h., Steinunn Hjálmarsdótt- ir, f. 1.12.1898, d. 28.7. 1990, hús- freyja. Hjörtur dvelst á heimili dótt- ur sinnar í Helsingborg þann 6.2-17.2. Heimilisfangið er Traktörsgatan 52, 25246 Hels- ingborg, Svíþjóð. Höskuldur Skagfjörð Höskuldur Skagfjörð, fyrrv. ^ leikstjóri, Norðurbrún 1 A, Reykjavík, verður áttræður á morgun. Starfsferill Höskuldur fæddist í Hofs- gerði á Höfðaströnd í Skaga- firði og ólst upp við öll almenn sveitastörf á Bæ í Skagafirði, hjá fósturforeldrum sínum, Jóni Konráðssyni, bónda þar, og Jófríði Björnsdóttur hús- freyju. Höskuldur fór sextán ára til Korpúlfsstaða þar sem hann var kúasmali. Þá stundaði hann nám í Reykholti í tvo vetur og fór þaðan til starfa hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, undir stjórn Þórarins Pálmasonar sem reyndist Höskuldi vel. Höskuldur fór síð- an til Reykjavíkur þar sem hann stund- aði nám við Leiklist- arskóla Gests Páls- sonar í tvo vetur, jafnframt því sem hann starfaði þá með Höskuldur Skagfjörö. hjá KRON. Hann fór síðan til Kaup- mannahafnar þar sem hann stundaði leikhúsnám í tvo vet- ur. Eftir að Höskuldur kom heim var hann leikari í fjögur ár hjá Þjóðleikhúsinu sem þá var nýtekið til starfa. Hann var síð- an vítt og breitt um landið, ýmist sem leikstjóri fyrir stað- bundna leikhópa eða sinn eigin leikhóp, en hann setti upp fjörutíu og átta verk á þessum ferðum. Auk þess var hann í hlutastarfi hjá Ríkisútvarpinu. Hann hefur kynnst mörgu góðu fólki um dagana sem hann sendir sínar bestu kveðjur. Fjölskylda Höskuldur fæddist þríburi en hann er nú einn á lífi þeirra bræðra. Foreldrar Höskuldar voru Sigurður Sveinsson, trésmiður á Sauðárkróki, og Guðbjörg Sigmundsdóttir húsmóðir. Fréttir ísafjörður: Svepparækt í deiglunni í gömlu loödýrabúi Steinþór B. Kristjánsson á Flat- þvi sem menn kaUa konung svep- eyri gerði tilraunir með ræktun á panna, shiitake, í gámum á Flateyri Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála i samræmi við reglugerö nr. 138/1993, skv. 24 gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki úr Fræðslu- sjóði brunamála. Fræðslusjóður brunamála starfar innan Brunamálastofnunar ríkis- ins. Markmið sjóðsins er að veita þeim sem starfa að brunamálum styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóöurinn á þessu ári styrkja yf- irmenn slökkviliða til að sækja námskeiö sem Brunamálastofnun skipuleggur í samvinnu við þjálfunarmiðstöðvar slökkviliða erlendis. Styrkir til námskeiðanna veröa veittir viðkomandi slökkviliðum og , skulu slökkviliðsstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna sem þeir hyggjast senda á námskeiðin.Umsóknir um styrki skal senda Bruna- málastofnun ríkisins, Laugavegi 59, 101 Reykjavík, fyrir 7. mars 1997. Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starfsemi sjóðisins veitir Árni Árnason verkfræðingur. Upplýsingar um yfirmannanámskeiðin veitir Guðmundur Haraldsson skólastjóri. Sími Brunamálastofnunar er 552-5350. Grænt númer 800-6350. Reykjavík, 7. febrúar 1997. Stjórn Brunamálastofnunar rikisins. fyrir um tveimur árum. Sveppir þessir eru bragðsterkari en þeir sveppir sem nú eru seldir í verslunum og þurrefn- isinnihald þeirra er um 10% meira en hvítu sveppanna sem flestir þekkja. Tilraunin á Flateyri heppnaðist vel og telur Steinþór sig vera búinn að finna leyndardóminn við ræktunina. Er hann að undirbúa framleiðslu í húsnæði að Kirkjubóli í Engidal við Skutulsfjörð en þar var áður loðdýrarækt. Unnið er nú að því að gera arðsemisútreikninga og ef allt gengur upp í þeim verður farið af stað og hægt að hefja framleiðslu eftir 3-4 mánuði. Vonir standa til að hægt verði að nýta hitaorku frá sorpbrennslunni Funa, sem er í næsta nágrenni, til að kynda upp húsið. Steinþór segir að mikið hafi verið skrifað af lærðum greinum um shiitake-sveppinn og gagnsemi hans. Þegar hans er neytt fæst i raun miklu meira en stoðefni í matar- gerð, því hann þykir mjög heilsusamlegur fyrir starfsemi líkamans, svo sem fyrir blóðrásar- og ónæmiskerfið. -HKr. Til hamingju með afmælið 10. febrúar 85 ára Margrét Ingimundardóttir, Grettisgötu 44A, Reykjavík. 80 ára Sigríður M. Kjerúlf, Miðvangi 22, Egilsstöðum. Pálmi Jónsson, Skólabraut 3, Seltjamamesi. Guðbjörg Hermannsdóttir, Munkaþverárstræti 8, Akureyri. 75 ára Hrefha Iðunn Önundardóttir, Rauðalæk 12, Reykjavík. 70 ára Stefhir Sigurðsson, Stórholti 30, Reykjavík. Ásta Guðjónsdóttir, Stekkjarholti 22, Akranesi. Kristrún Guðnadóttir, Fálkagötu 23A, Reykjavík. 60 ára Ragnar Þ. Guðmundsson, Ofanleiti 3, Reykjavík. Ágústa Einarsdóttir, Hvannhólma 4, Kópavogi. Jón Ingvarsson, Barrholti 5, Mosfellsbæ. Jón Elías Lundberg, Melagötu 1, Neskaupstað. 50 ára Gísli K. Kjartansson, Geirlandi, Skaftárhreppi. Erla Guðbjömsdóttir, skólaritari í Fellaskóla, Bröttuhlið 3, Mosfellsbæ. Eiginmaður hennar er Kristinn Víglundsson verkstjóri. Þau taka á móti gestum í Flugröst við Nauthólsvík laugardaginn 15.2. kl. 20.00. Ólöf Unnur Harðardóttir, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Einar Halldórsson. Þau em að heiman. Bjami Pétursson, Hjallabraut 15, Hafnarfirði. Kristjana Sigurðardóttir verslunarstjóri, Hraunprýði 2, ísafirði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu í kvöld kl. 20.00 Karl B. Guðmundsson, Klettagötu 14, Hafnarfiröi. Helga Ásta Þorsteinsdóttir, Túngötu 3, Hvolsvelli. 40 ára Anna Krystyna Adamczyk, Brimnesvegi 12, Flateyri. Sigrún Magnúsdóttir, Logafold 150, Reykjavík. Tómas Hilmarsson, Vesturbergi 72, Reykjavík. Halldór Borgþórsson, Seilugranda 7, Reykjavík. Pétur H. Sigurgunnarsson, framkvæmdastj. Marko-Merkja ehf., Breiðvangi 56, Hafnarfirði. Kona hans er Soffia Hjördís Guðjónsdóttir en hún varð fertug þann 20.12. sl. Þau taka á móti vinum, vandamönnum og viðskiptafélög- um í veitingahúsinu Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, fostudaginn 14.2. nk. frá kl. 21.00. Magnús Dagbjartur Lárusson, Staðarfelli, Dalabyggð. Auður Róberta Gunnarsdóttir, Reynimel 22, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.