Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997
sína
veig Lára.
Árlega á konudag-
inn er haldin kvenna-
messa sem kvenfélag-
ið Seltjörn á Seltjam-
amesi sér um í sam-
ráði við kirkjuna. Þær
sjá síðan um hádegis-
mat á eftir. Stundum
er brugðið á leik með
drama eða ballett og
upplestri og lætur Sol-
veig Lára vel af þess-
um messum.
Eintómar konur starfa með Solveigu Láru í Seltjarnarneskirkju:
Karlprestar velja frekar kynbræður
Opnari fyrir samráði
„Hins vegar líður okkur ijórum óskaplega
vel hérna saman og vinnuandinn er mjög
góður. Það var ekki meiningin að þetta yrði
svona en þetta er mjög notalegt. Ég er alveg
sannfærð um að kirkjustarfið er frábrugðið
því sem það væri ef karlmaður væri starf-
andi við kirkjuna. Konur nota önnur vinnu-
brögð en karlar. Ég tel að konur séu opnari
fyrir samráði á meðan karlar hafa meiri til-
hneigingu til þess að vera einráðir en það er
auðvitað hættulegt að alhæfa nokkuð um
þetta,“ segir Solveig Lára.
Solveig Lára bætir því við að það sé ekki
endilega lögmál að konum gangi betur að
starfa saman heldur en körlum. Því getur
einnig verið öfugt farið eftir persónuleika
hverrar og einnar. Konur eru þó þeim eigin-
leikum gæddar að hennar mati að þær geta
þegið ráð hver hjá annarri.
Tevgist út fyrir
kirkjuna
„Konur predika öðruvísi en karlar. Ég er
sannfærð um að margir karlprestar verða
reiðir þegar þeir heyra svona fullyrðingu.
Hins vegar er ég ekki að segja það að konur
prediki betur en karlar,“ segir sr. Solveig
Lára Guömundsdóttir, sóknarprestur í Sel-
tjamameskirkju. Hún hefur safnað í kring-
um sig lítilli hjörð kvenna sem starfa ásamt
henni að safhaðarstarfi í kirkjunni. Þar eru
þrjár konur auk hennar í fullu starfi, aðstoð-
arpresturinn Hildur Sigurðardóttir, Viera
Manasek og Svava Guðmundsdóttir. Auk
þeirra starfa þrír guðfræðinemar við sunnu-
dagaskólann, Erla Karlsdóttir, Jóhanna og
Sjöfn en einn karlmaður í æskulýðsstarfi.
„Konur predika meira út frá sinni eigin
reynslu og verða þar af leiðandi oft miklu
persónulegri í ræðunum. Þar sem reynslu-
heimur kvenna og karla er mjög ólíkur er
mikilvægt að þessi reynsluheimur komi frá
predikunarstólnum," segir Solveig Lára.
Hún segir að helmingur safnaðarins sé
konur og helmingurinn karlar. Ákjósanleg-
ast væri ef hægt væri að hafa bæði kven- og
karlprest í hverjum söfnuði þar sem það
myndi skapa eina heild og karla- og kvenna-
heimur nyti sín.
Reynt að fá karla
„Eg get einungis velt vöngum yfir því
hvers vegna svo mikið af konum starfar við
kirkjuna en hef enga skýringu. Að einhverju
leyti er þetta tilviljun en það þarf þó ekki að
vera. Ég stjórna þessu ekki en við höfum
reynt gífurlega mikið til þess að fá karlmenn
í æskulýðsstarflð og sunnudagaskólann. Ég
veit ekki hvort aðrir prestar standa frammi
fyrir þessum sama vanda en það eru nógu
margir karlar í guðfræðideildinni og þeir
hljóta að taka þátt í safnaðarstarfi einhvers
staðar. Það er hugsanlegt að þeir leiti frekar
í söfnuði þar sem sóknarpresturinn er karl,“
segir Solveig Lára.
Konur ekki trúaðri
Solveig Lára segir þennan kvennafjölda
alls ekki stafa af því að konur séu trúaðri en
karlar. Hún telur að konur séu félagslyndari.
Þegar staða aðstoðarprests í Seltjamarnes-
kirkju var auglýst var hún hálf staða. Ein-
ungis ein kona sótti um en enginn karlmað-
ur.
„Ég leyfi mér að velta fyrir mér hvernig
karlmaður það væri sem gæti hugsað sér að
starfa sem aðstoðarprestur hjá konu sem er
sóknarprestur. Ég held að kynhlutverkin séu
ennþá föst í ungum karlmönnum. Ég get
ekki alhæft þetta en ég held að mörgum karl-
mönnum þætti þetta óþægilegt," segir Sol-
veig Lára.
Hún segir jafnframt að karlar hafi starfað
við kirkjuna sem organistar og það hafi
gengið mjög vel. Það sé ekkert lögmál að
konur starfi betur saman í safnaðarstarfi.
Jöfn kirkjusókn kynja
Solveig Lára segist ekki hafa orðið vör við
að konur sæki meira kirkju heldur en karl-
ar. Konurnar í söfnuðinum eru einungis 13
fleiri en það merkist ekki á kirkjusókninni.
Það þykir henni reyndar mjög sérstakt þar
sem allir aðrir prestar benda á að konur
sæki frekar kirkju en karlar.
„í sunnudagaskólanum verðum við vör
við mikla kynskiptingu. Þar eru stelpur í
miklum meirihluta. Það þykir kannski eitt-
hvað stelpulegt að vera í sunnudagaskóla
svo strákamir vilji ekki koma,“ segir Sol-
Solveig Lára ásamt Hildi Sigurðardóttur, Vieru Manasek og Svövu Guömundsdóttur.
Solveig segir að
kirkjusókn sé mjög
góð frá miðjum sept-
ember fram að ára-
mótum en þá sæki
kirkjuna í kringum
200-250 manns. Eftir
áramótin dettur
kirkjusókn niður en
reynt hefur verið að
bregðast við þvi með
áhugaverðum erind-
um eftir messu.
Einnig hefur foreldr-
um allra skímarbarna
frá árinu áður verið
boðið til samveru.
Skýringin er áreiðan-
lega félagsleg þar sem
íþróttafélögin hafa
sömu sögu að segja.
Yfir sumarið er lítil
kirkjusókn hjá fólki
og Solveig Lára segist
fyrir löngu hætt að
reyna að finna nokkur
úrræði við þvi.
„Við erum þó farin
að teygja safnaðar-
starfið út innan
kirkunnar. Æskulýðs-
starfið er starfrækt
allt sumarið og for-
eldramorgnarnir eru
einnig allt árið.
Einnig höfum við
byrjað á leikjanám-
skeiðum fyrir börn í
stað sunnudagaskól-
ans,“ segir Solveig
Lára.
-em
DV-mynd PÖK
„Konur predika ööruvísi en karlar. Ég er sannfærö um aö margir karlprestar veröa reiöir þegar þeir heyra svona fullyrö-
ingu, “ segir Solveig Lára. Dv-mynd pök