Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 .53 (kvikmyndir 4 Eitt magnaðasta tónlistaratriði sem í langan tíma hefur sést i kvikmynd er í Undrinu (Shine) þegar hinn ungi píanósnillingur, David Helfgott, leikur í tónlistarkeppni i London píanókonsert nr. 3 eftir Rachmaninov. Áður hefur verið ljóst að Helfgott er smám saman að skríða í eigin skel, farinn að haga sér undarlega og að geðveikin er á næstu grösum. Undir sterkri og áhrifamikilli tónlist Rachmaninovs er komið að endapunktin- um í þessu ferli. Þetta atriði er snilldarlega vel gert og í því nær leik- stjórinn, Scott Hicks, einnig að minna okkur á það sem á undan er geng- ið, að það ofurvald sem faðir hefur yfir syni símnn er orsök þess í hvemig ástandi píanósnillingurinn er. í Undrinu er rakin ævi Helfgotts frá bamsaldri og fram til ársins 1984 þegar hann hóf píanóleik aftur, en í tuttugu ár hafði hann verið vist- maður á geðveikraspítala, eða allt frá því hann lék fyrmefndan píanó- konsert Rachmaninovs og sigraði í keppninni. Hann er á lyfjum og hef- ur verið bannað að leika á píanó. Þegar Helfgott kemst loks út í þjóðfé- lagið era það fáir sem taka hann alvarlega, enda litið á hann sem stór- skrýtinn en skemmtilegan karakter sem verður að passa eins og bam. Heimsókn hans á lítinn bar markar þó upphafið að endurkomu hans. Undrið er kvikmynd sem er einstaklega vel gerð, áhrifamikil og gefandi. Frásagnarmáti Hicks er sérlega vel heppnaður. Það eru þrír leikarar sem leika Helfgott og er Geoffrey Rush sem leikur hann eftir að hann fær taugaáfallið eftirminnilegastur, þá helst fyrir það hvað hann er sannfærandi í túlkun sinni á manni, sem er algjört flak tilfmningalega séð, stam hans og endurtekningar er sannfærandi og á Rush skilið allar þær viðurkenningar sem hann hefur fengið fyrir leik sinn. Noah Taylor nær góðum tökum á Helfgott ungum og er sérlega góður í London-atrið- unum þegar taugar Helfgotts em að gefa sig. Leikstjóri: Scott Hicks. Handrit: Jan Sardi. Kvikmyndataka: Geoffrey Simpson.Aðalleikarar: Geoffrey Rush, Noah Taylor, Armin Mueller- Stahl, Lynn Redgrave og John Gielgud. Hilmar Karlsson Regnboginn - Sú eina rétta Bræður í tilfinningakreppu Edward Burns vakti athygli fyrir tveimur árum þegar fyrsta kvikmynd hans, The Brothers McMullen, sló í gegn. í henni lék hann aðalhlutverkið, leikstýrði og skrifaði handritið. Hann endurtekur leikinn í Sú eina rétta (She’s the One) og eins og í fyrri mynd sinni er hann að fjalla um bræður. Nú era það tveir í staðinn fyrir þrjá. Sem sagt einni tiifinningaflækju minna þvi eins og McMullen-bræðumir þrír eiga Fitzpatrick-bræðumir í mikl- um vandræðum með að koma hlutunum heim og saman, sérstaklega hvað varðar kvenfólk. Sá eldri hefur afheitað lífsgæðakapphlaupinu og hefur gerst leigubílstjóri í kjölfar þess að hann kom að kærastunni í bólinu með öðmm. Einn daginn tekur hann upp farþega, unga fallega stúlku, sem er á leið í brúðkaup vinkonu sinnar. Þegar því brúðkaupi lýkur era leigubilstjórinn og farþeginn einnig gift. Yngri bróðirinn er á fullu í lífsgæðakapphlaupinu og braskar í Wall Street. Hann er giftur en þar sem hann vill ekki halda fram hjá viðhaldi sínu, sem er fyrram kærasta bróður hans, vill hann ekki hafa samfarir við eiginkonuna. Sagan viröist nokkuö ruglingsleg en Bums kann listina að láta hlutina falla saman án þess að vera með of miklar flækjur og hann hefúr einnig húmor fyrir mannlegum titfinningum og þar með gerir hann myndina einkar mannlega og skemmtilega þótt hún sé nánast eitt samtal frá upp- hafi til enda. Leikarahópurinn, sem í em þrír sem vom í The Brothers McMullen, Bums, Maxine Bahns og Mike McGlone, ásamt ungstimun- um Jennifer Aniston og Cameron Diaz, er einkar aðlaðandi og áhuga- verður og stuðlar að því að gera myndina að góðri skemmtun. Leikstjóri og handritshöfundur: Edward Burns. Aðalhlutverk: Edward Burns, Jennifer Aniston. Cameron Diaz, Maxine Bahns og Mike McGlone. Hilmar Karlsson Sam-bíóin og Stjörnubíó — Turbulence ★★x Flugrán á aðfanga- dagskvöld irtrk Ray Liotta sýndi það í Unlawful Entry, þar sem hann lék löggu sem undir felldu og sléttu yfirborðinu var sálsjúkur morðingi, að hann á einkar auðvelt með að fá áhorf- endur til að meðtaka tryllingslegan hugs- anagang án þess að sleppa brosinu. í Turbu- lence leikur hann ekki ósvipaða persónu, sálsjúkan fjöldamorðingja sem lítur alls ekki út fyrir að vera fjöldamorðingi. Myndin gerist á aðfangadagskvöld um borð í Boeing 747 á fimm tíma flugi milli New York og Los Angeles. Að- eins ellefu farþegar em um borð og er meirihlutinn lögreglur og tveir af- brotamenn sem flytja á til Los Angeles. Flugfreyjur sinna venjubundnum skyldustörfum, búast við þægilegu flugi þar sem lítið verður að gera. Annað á þó eftir að koma í ljós og fyr- ir þá sem eftir lifa verður þessi flugferð að hreinni martröð, að undan- skildurn fjöldamorðingjanum sem skemmtir sér á kostnað hinna. Ekki veit ég hversu öragg og fullkomin flugvél Boeing 747 er en sam- kvæmt þeim hremmingum sem vélin lendir í og hvemig sjálfvirknin bregst við aðstæðum mætti halda að ömggara væri að engin mannleg handtök kæmu nálægt stjómtækjum vélarinnar. En hvað um það, Tur- bulence er mikil keyrsla frá upphafi til enda og tæknilega séð geysivel gerð. Handritið er ágætlega skrifað þótt ekki sé það hrein listasmíð en er vitrænna en í mörgum stórslysamyndum. Ray Liotta fær ágætan mótleik frá Lauren Hofly sem leikur flugfreyju sem fólk niðri á jörðinni reiðir sig á. Era átakaatriði þeirra á milli vel útfærð. Þegar grannt er skoðað má sitthvað finna að Turbulence og dramatikin á jörðu niðri er öll mun stirðari en í háloftunum. Það kemur þó ekki að mikilli sök. Myndin heldur áhorfandanum vel við efniö en trúlega verður Turbulence aldrei sýnd um borð í flugvélum. Leikstjóri: Robert Butler. Handrit: Jonathan Brett. Kvikmyndataka: Lloyd Ahern. Tónlist: Shirley Walker. Aðalleikarar: Ray Liotta, Lauren Hoily, Hector Elizondo, Ben Cross og Rachel Ticotin. Hilmar Karlsson Enski sjúklingurinn frumsýndur í Regnboganum eftir viku: Epísk kvikmynd um örlög fjögurra persóna jcrr . • : - The English Patient gerist að miklum hluta í Sahara-eyðimörkinni. Það er víst óhætt að segja að The English Patient er umtalaðasta kvikmynd í heiminum i dag og ástæðan er tólf óskars- tilnefningar. Meðal þeirra er besta mynd- in, besta leikkona í aðalhlut- verki (Krist- in Scott Thomas), besti leikari í aðalhlut- verki (Ralph Fiennes), besta íeik- konan í aukahlut- verki (Juli- ette Bin- oche), besti leikstjóri og besta handrit (Anthonu Minghella), besta kvikmyndataka (John Seale) og besta tónlist (Gabriel Yared), sem sagt í öllum aðalflokkum. Allt frá því The English Patient var fmmsýnd I Bandaríkjuniun fyrir þremur mánuðum hefur hún jafnt og þétt verið 'að vinna á hjá banda- riskum áhorfendum og gagnrýnend- ur tóku henni fagnandi hendi og töl- uðu um afturhvarf til rómantíkur- innar. Það má til sanns vegar færa eins og einn greinarhöfundur sagði: „The English Patient er kvikmynd eins og þær eru ekki gerðar nú til dags.“ Örlagasaga The English Patient hefet seint á árinu 1942 þegar flugvél flýgur yfir Sa- hara-eyöi- mörkina. Inn- anborðs er maður og kona. Þýskar herflugvélar gera árás á flugvélina og skjóta hana nið- ur. Flugmaðurinn fellur til jarðar í fallhlíf ásamt farþega sínum sem er dáinn. Flugmaðurinn er flutt- ur í nær yfirgefið ítalskt klaustur þar sem hann fær hjúkmn hjá ungri ítalskri hjúkran- arkonu sem hefur farið halloka í stríðinu og á engan að. Hún leggur því allt í sölumar fyrir sjúkling sinn, flugmanninn sem hef- ur misst minnið og er mjög illa særður. Til sögunnar kemur einnig þjófur en hæfileikar hans í þeim efhum hafa gert hann að hetju í stríðinu. I klaustrinu er einnig ungur innfæddur liðsforingi í her Breta en stríðið hefur kennt honurn að treysta engum nema sjálfum sér. Öll hafa þau sögu aö segja hvert öðra og í sögunum er aðalpersónan evrópskur aristókrati, Count Alma- sy, sem leiðir alþjóðlegcm leiðangur í eyðimörkinni. The English Patient er gerð eftir skáldsögu Michaels Ondaatje sem fékk hin eftirsóttu Booker-verðlaun Breta. Hand- ritið skrifaði aftur á móti leikstjórinn Anthony Minghella. Auk leikar- anna, sem tilnefnd era til ósk- arsverðlauna, leika í myndinni Willem Dafoe, Colin Firth, Júrgen Prochnov og Naveen Andrews. Verðlaunað leikskáld Anthony Mingella skrifaði leikrit og sjónvarpshandrit í tíu ár áður en hann gerði sína fyrstu kvikmynd, Truly, Madly, Deeply, árið 1991, sem einnig er ástarsaga. Sú kvikmynd vann til margra verðlauna og var hann meðal annars valinn besti ný- liðinn af gagnrýnendum í London. Tveimur árum síðar leikstýrði hann sinni annarri mynd, Mr. Wonderfúl með Matt Dillon og Mary Louise Parker í aðalhlut- verkum Minghella fæddist árið 1954 og eru foreldrar hans af ítölsku hergi brotnir. Eftir að hafa lokið háskólanámi við há- skólann í Hull hóf hann skrif leikrita og 1984 var hann valinn efnilegasti leikritahöfundurinn af gagnrýnendum í London fyrir þrjú leik- rit, A Little Like Drown- ing, Love Bites og Two Planks and a Passion. Tveim árum síðar var hans Made in Bangkok valið besta leikrit ársins. í sjónvarp- inu skrifaði hann fyrstu handritin í þáttaröðinni Inspector Morse. Hann samdi síðan alla þætt- ina í þáttaröð Jim Hen- son, Storyteller. Hann starfar enn sem leiðbein- andi hjá Jim Henson Production. -HK Ralph Fiennes hefur fengið tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.