Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 56
Alla laugardaga Vertu viðbáin(n) vinningil Vinningstölur 14.02/97 @@@ KIN FR ETTASKOTIÐ Sl'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1997 Jón Baldvin sendiherra í Washington Samkvæmt heimildum sem DV telur áreiðanlegar er það afráðið að Jón Baldvin Hannibalsson taki við stöðu sendiherra Islands í Bandaríkjunum með aðsetur í Washington. Ætlunin mun vera að Jón Baldvin taki við stöðunni í júní nk. „Ég tala hvorki við þig né aðra um svona. Ef skipaður er sendi- herra, er gefin út um það fréttatil- kynning og ég hef ekkert um þetta að segja,“ sagði Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra þegar DV leitaði staðfestingar hans á þessu máli í gærkvöld. Ekki tókst að ná tali af Jóni Baldvin Hannibalssyni í gær vegna þessa máls. -SÁ Kvennalistinn: Tilvistarkönnun í athugun „Það hefur verið til umræðu hjá okkur að gera könnum meðal félagskvenna um aðra kosti Kvennalistans en þá stöðu sem nú er. Þetta er ekki komið lengra en á umræðustig og við höfum verið að velta fyrir okkur um hvað ætti að spyrja. Svona könnun er mjög vandasöm og því gæti allt eins ver- ið að henni verði frestaö," sagði Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, í samtali við DV í gær. Kristín var spurð hvort um- hverfísverndarflokkur væri inni í þessu dæmi. Sagði Kristín að hann væri það, að sjálfsögðu, eins og all- ir aðrir valkostir í stöðunni. -S.dór Opel Vectra Garavan í fyírz&j sinn áíslandt ■ Bílheimar ehf. é''ín cq i ÆTLI HILLARY BAKI EKK! PONNSUR? Akært vegna sex telpna i barnaníðingsmálinu - gefið að sök að hafa bæði misnotað börn á Akureyri og í Húsafelli Rannsókn er lokið og ákæra hefúr verið gefin út í máli 52 ára karl- manns sem hefur setið í gæsluvarð- haldi á Akureyri frá því seint á síð- asta ári vegna svokallaðs barnaníð- ingsmáls eftir að upp komst að hann hafði myndað sjálfan sig við kyn- ferðislegar athafnir með litlum telp- um. I réttarhöldum sem ffarn undan eru á Akureyri verður maðurinn látinn svara til saka fyrir brot gegn telpum þar í bæ, svo og meint brot þar sem manninum er gefið að sök að hafa misnotað telpur í sumarferð hans með þeim í Húsafehi. Það mál er tengt þeim tima frá þvi áður en maðurinn fluttist til Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum DV átti það við í a.m.k. hluta tilfellanna sem ákært er fyrir að bömin voru sofandi. Þá lét maðurinn mynd- bandstæki ganga á meðan hann hafði í ffamrni kynferðislega til- burði við bömin fyrir framan lins- una. Við rannsókn málsins kom ffam myndband sem er sönnun í málinu. I kjölfar þess játaði maðurinn að hafa „gælt“ kynferðislega við tU- teknar telpur. Um er að ræða allt niður í fjögurra ára böm. Slóðin tU mannsins var reyndar upphaflega rakin tU hans þegar barnaklám kom fram á Intemetinu. Hann hef- ur nú viöurkennt að hafa miðlað klámefni af börnum tU annarra á Netinu en þar er um sérstakt brot að ræða. Réttarhöldin á Akureyri verða að líkindum talsvert umfangsmikU en eðli málsins samkvæmt verða rétt- arsalimir lokaðir. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort dómurinn verður fjölskipaður. Eins og ffam hefur komið í DV var sakbomingurinn talinn koma vel fyrir í aUa staði. „Hann var vel látinn og vinsæU hjá flestum, þægi- legur í samskiptum og laðaði að sér fólk,“ eins og eiim viðmælandi DV í Stykkishólmi komst að orði en þar bjó maðurinn áður en hann fluttist tU Akureyrar. Ástæðan fyrir bú- ferlaflutningi hans norður var sú að grunur var farinn að vakna í hinu smáa byggðarlagi á SnæfeUsnesi um að ekki væri aUt með feUdu varðandi samskipti mannsins við böm - samskipti sem fram að því höfðu verið talin tU fyrirmyndar. Maðurinn hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald á Akureyri þar tU dómur gengur en þó eigi síðar en í þessum mánuði. Því má búast við að tU þess komi að sýslumaðurinn á Akureyri verði að krefjast áfram- haldandi gæslu þegar líður á mán- uðinn. -Ótt íslensk stúlka: Dæmd í 8 ára Fjórir bílar skemmdust þegar snjór og klaki hrundl af húsþaki í Þverholti í gærdag. Framrúður bílanna brotnuðu , undan þunganum. Víða safnast snjór og klaki á húsþök og getur veriö mikil hætta á ferðum hrynji af þökunum eins i og í þessu tilviki. Sem betur fer var enginn í bílunum þegar óhappið varð í gær. DV-mynd S 18 ára íslensk stúlka, Valdís Osk Hauksdóttir, var í gær dæmd í 8 ára fangelsi í undirrétti í Kaupmanna- höfn fyrir stórfeUt fikniefnasmygl. Stúlkan var fundin sek um að hafa smyglað tveimur kUóum af kókaíni frá Úrúgvæ í febrúar í fyrra og var hún handtekin á Kastrup- flugvehi. Einnig kom fram í réttin- um að hún hefði smyglað 4-6 kUó- um af kókaíni tfl Danmerkur mán- uði fyrr. Talið er að verðmæti send- inganna tveggja hafi verið á bUinu 40-60 milljónir króna en sjálf átti stúlkan að fá 350-600 þúsund krónur fyrir hvora ferð. Nígeríumaður, sem einnig var ákærður í málinu og er talinn hafa skipulagt smyglið, var einnig dæmdur i 8 ára fangelsi. Báðum var vísað úr landi og mun stúlkan af- plána refsingu sína á íslandi. Dóm- urinn var þyngri en búist var við en þó eftir viðmiðunarreglum í svona málum. -RR Upplýsingar u Mánudagur Veðrið á morgun: Hiti við frostmark A morgun gengur í allhvassa eða hvassa austanátt þegar líður á daginn, með slyddu um landið sunnan- og austanvert. Norðvestan- og austan til verður úrkomulítið. Hiti verður nálægt frostmarki. Veðrið á mánudag: Rigning eða slydda A mánudag verður nokkuð hvöss suðaustan- og austanátt með rign- ingu eða slyddu, einkum þó um landið sunnan- og austanvert. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.