Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 56
Alla laugardaga
Vertu viðbáin(n)
vinningil
Vinningstölur
14.02/97
@@@
KIN
FR ETTASKOTIÐ
Sl'MINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1997
Jón Baldvin
sendiherra í
Washington
Samkvæmt heimildum sem DV
telur áreiðanlegar er það afráðið
að Jón Baldvin Hannibalsson taki
við stöðu sendiherra Islands í
Bandaríkjunum með aðsetur í
Washington. Ætlunin mun vera að
Jón Baldvin taki við stöðunni í
júní nk.
„Ég tala hvorki við þig né aðra
um svona. Ef skipaður er sendi-
herra, er gefin út um það fréttatil-
kynning og ég hef ekkert um þetta
að segja,“ sagði Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra þegar DV
leitaði staðfestingar hans á þessu
máli í gærkvöld. Ekki tókst að ná
tali af Jóni Baldvin Hannibalssyni
í gær vegna þessa máls.
-SÁ
Kvennalistinn:
Tilvistarkönnun
í athugun
„Það hefur verið til umræðu
hjá okkur að gera könnum meðal
félagskvenna um aðra kosti
Kvennalistans en þá stöðu sem nú
er. Þetta er ekki komið lengra en á
umræðustig og við höfum verið að
velta fyrir okkur um hvað ætti að
spyrja. Svona könnun er mjög
vandasöm og því gæti allt eins ver-
ið að henni verði frestaö," sagði
Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona
Kvennalistans, í samtali við DV í
gær.
Kristín var spurð hvort um-
hverfísverndarflokkur væri inni í
þessu dæmi. Sagði Kristín að hann
væri það, að sjálfsögðu, eins og all-
ir aðrir valkostir í stöðunni.
-S.dór
Opel Vectra
Garavan
í fyírz&j sinn
áíslandt
■
Bílheimar ehf.
é''ín cq i
ÆTLI HILLARY BAKI
EKK! PONNSUR?
Akært vegna sex telpna
i barnaníðingsmálinu
- gefið að sök að hafa bæði misnotað börn á Akureyri og í Húsafelli
Rannsókn er lokið og ákæra hefúr
verið gefin út í máli 52 ára karl-
manns sem hefur setið í gæsluvarð-
haldi á Akureyri frá því seint á síð-
asta ári vegna svokallaðs barnaníð-
ingsmáls eftir að upp komst að hann
hafði myndað sjálfan sig við kyn-
ferðislegar athafnir með litlum telp-
um. I réttarhöldum sem ffarn undan
eru á Akureyri verður maðurinn
látinn svara til saka fyrir brot gegn
telpum þar í bæ, svo og meint brot
þar sem manninum er gefið að sök
að hafa misnotað telpur í sumarferð
hans með þeim í Húsafehi. Það mál
er tengt þeim tima frá þvi áður en
maðurinn fluttist til Akureyrar.
Samkvæmt upplýsingum DV átti
það við í a.m.k. hluta tilfellanna
sem ákært er fyrir að bömin voru
sofandi. Þá lét maðurinn mynd-
bandstæki ganga á meðan hann
hafði í ffamrni kynferðislega til-
burði við bömin fyrir framan lins-
una.
Við rannsókn málsins kom ffam
myndband sem er sönnun í málinu.
I kjölfar þess játaði maðurinn að
hafa „gælt“ kynferðislega við tU-
teknar telpur. Um er að ræða allt
niður í fjögurra ára böm. Slóðin tU
mannsins var reyndar upphaflega
rakin tU hans þegar barnaklám
kom fram á Intemetinu. Hann hef-
ur nú viöurkennt að hafa miðlað
klámefni af börnum tU annarra á
Netinu en þar er um sérstakt brot
að ræða.
Réttarhöldin á Akureyri verða að
líkindum talsvert umfangsmikU en
eðli málsins samkvæmt verða rétt-
arsalimir lokaðir. Ekki liggur fyrir
á þessari stundu hvort dómurinn
verður fjölskipaður.
Eins og ffam hefur komið í DV
var sakbomingurinn talinn koma
vel fyrir í aUa staði. „Hann var vel
látinn og vinsæU hjá flestum, þægi-
legur í samskiptum og laðaði að sér
fólk,“ eins og eiim viðmælandi DV í
Stykkishólmi komst að orði en þar
bjó maðurinn áður en hann fluttist
tU Akureyrar. Ástæðan fyrir bú-
ferlaflutningi hans norður var sú að
grunur var farinn að vakna í hinu
smáa byggðarlagi á SnæfeUsnesi
um að ekki væri aUt með feUdu
varðandi samskipti mannsins við
böm - samskipti sem fram að því
höfðu verið talin tU fyrirmyndar.
Maðurinn hefur verið úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald á Akureyri þar
tU dómur gengur en þó eigi síðar en
í þessum mánuði. Því má búast við
að tU þess komi að sýslumaðurinn á
Akureyri verði að krefjast áfram-
haldandi gæslu þegar líður á mán-
uðinn. -Ótt
íslensk stúlka:
Dæmd í
8 ára
Fjórir bílar skemmdust þegar snjór og klaki hrundl af húsþaki í Þverholti í gærdag. Framrúður bílanna brotnuðu
, undan þunganum. Víða safnast snjór og klaki á húsþök og getur veriö mikil hætta á ferðum hrynji af þökunum eins
i og í þessu tilviki. Sem betur fer var enginn í bílunum þegar óhappið varð í gær.
DV-mynd S
18 ára íslensk stúlka, Valdís Osk
Hauksdóttir, var í gær dæmd í 8 ára
fangelsi í undirrétti í Kaupmanna-
höfn fyrir stórfeUt fikniefnasmygl.
Stúlkan var fundin sek um að
hafa smyglað tveimur kUóum af
kókaíni frá Úrúgvæ í febrúar í fyrra
og var hún handtekin á Kastrup-
flugvehi. Einnig kom fram í réttin-
um að hún hefði smyglað 4-6 kUó-
um af kókaíni tfl Danmerkur mán-
uði fyrr. Talið er að verðmæti send-
inganna tveggja hafi verið á bUinu
40-60 milljónir króna en sjálf átti
stúlkan að fá 350-600 þúsund krónur
fyrir hvora ferð.
Nígeríumaður, sem einnig var
ákærður í málinu og er talinn hafa
skipulagt smyglið, var einnig
dæmdur i 8 ára fangelsi. Báðum var
vísað úr landi og mun stúlkan af-
plána refsingu sína á íslandi. Dóm-
urinn var þyngri en búist var við en
þó eftir viðmiðunarreglum í svona
málum. -RR
Upplýsingar
u
Mánudagur
Veðrið á morgun:
Hiti við frostmark
A morgun gengur í allhvassa eða hvassa austanátt þegar líður á
daginn, með slyddu um landið sunnan- og austanvert. Norðvestan- og
austan til verður úrkomulítið. Hiti verður nálægt frostmarki.
Veðrið á mánudag:
Rigning eða slydda
A mánudag verður nokkuð hvöss suðaustan- og austanátt með rign-
ingu eða slyddu, einkum þó um landið sunnan- og austanvert. Hiti
verður á bilinu 1 til 5 stig.
Veðrið í dag er á bls. 57.