Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 32
40 # LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 Nýr bæklingur Samvinnuferða-Landsýnar fyrir sumarið 1997: Glæsilegir gististaðir í Albufeira - Albir er nýr áfangastaður á Spáni Samvinnuferöir-Landsýn býður sumarleyfisdvöl á nýjum dvalarstað á Spáni, Albir, skammt frá listamannabænum Altea og Benidorm sem er einn vinsælasti sólarstaður í Evrópu. Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn býður sólarferðir til Al- bufeira í Portúgal í beinu leiguflugi í sumar. I boði er íbúðagisting á glæsilegum gististöðum í þriggja vikna ferðum á afar hagstæðu verði - - segja má að þriðja vikan fylgi með í kaupunum. Algarvehéraðið sólríka Algarve er syðsta og sólríkasta hérað Portúgals. Falleg strandlengj- an er mjög fjölbreytt og ein hin sér- stæðasta í heimi. Þar er úrval góðra veitingastaða sem bjóða m.a. frá- bæra sjávarrétti og verðlag er mjög hagstætt. Þá bjóða Samvinnuferðir- Landsýn sumarleyfisdvöl á nýjum dvalarstað á Spáni, Albir, skammt frá listamannabænum Altea og Benidorm sem er einn vinsælasti sólarstaður í Evrópu. í Albir er dvalið á íbúðahótelinu Albir Gar- den. Sérstaða Albir felst meðal annars í nálægö bæjarins við listamanna- þorþið Altea og Benidorm. Aðstaðan tii að njóta veðurblíð- unnar er mjög góð. Má þar nefna sundlaugar, bamalaug, sundlaugar- bar, grillbar, tennisvöll og sérlega góða leikaðstöðu fyrir böm. Kempervennen Þá vekur ferðaskrifstofan athygli á því að nú er á ný í boði dvöl í sum- arhúsunum í Kempervennen í Hollandi, en þar hafa þúsundir is- ' ■* lenskra fjölskyldna dvalið á undanf- örnum fimmtán árum. Sumarhúsin i Longleat á Englandi hafa vakið mikla athygli. Vinsælir dvalarstaðir eins og Cala d’Or og Palma Nova á Mallorca verða í boði og frábærir gististaðir. Auk þessa má nefna ferð til Kúbu 18.-23. nóv. næstkomandi sem er ógleymanlegt ævintýri. Samvinnu- ferðir-Landsýn hóf ferðir þangað í beinu leiguflugi á siðasta hausti, fyrst íslenskra ferðaskrifstofa, og í ljósi hinnar miklu eftirspurnar verður ævintýrið endurtekið í haust. Af öðmm tilboðum má nefna ír- land að sumarlagi - flug og bíl á góðu verði, ferð um Svartaskóg og víðar í Þýskalandi, siglingu á Rín, nýjan klúbb fyrir táningana - X- gengið, flug og bíl hvert á land sem er. Golf- og stórborgarferðir Golfferðir Samvinnuferða-Land- sýnar undir stjóm hins vinsæla far- arstjóra Kjartans Pálssonar hafa notið fádæma vinsælda undanfarin ár. Ekki má gleyma stórborgarferð- unum með Atlanta til Múnchenar, Kölnar, Berlinar og Frankfurt. Sam- starf Samvinnuferða-Landsýnar og Atlanta-flugfélagsins hefur opnað ís- lenskum ferðalöngum margar spennandi leiðir, svo sem ferðir til nokkurra stórborga Evrópu á ótrú- lega hagstæðu verði. Hægt er að fljúga utan til einnar borgarinnar og heim aftur frá annarri sem eyk- ur enn á fjölbreytnina. Allt sólarlandaflug Samvinnu- ferða-Landsýnar er með breiðþotu frá Atlanta-flugfélaginu, en þessi tvö fyrirtæki hafa átt mjög gott sam- starf undanfarin ár og bryddað upp á nýjungum eins og flugi til Kúbu, San Francisco, Bahamaeyja og Dóminíska lýðveldisins, fyrir utan flug til Dublinar að haustlagi i sí- vinsælar Dublinarferðir. -ÍS Ermarsundsgöngin: v % A Vangaveltur um öryggi Hinn alvarlegi eldsvoði sem varð í Ermarsundsgöngunum í nóvember á síðasta ári hefur komið af stað vangaveltum um öryggi farþega. Þrátt fyrir að öryggissérfræðingar haldi því fram að ólíklegt sé að göngin verði fyrir árás spell- virkja eða hryðjuverkamanna hefur fjölgun hryðjuverka beggja vegna Ermarsundsins aukið hræðslu manna. Búist er við að það taki allt að því hálft ár að gera við skemmdirnar sem urðu í brunanum 18. nóvember þeg- ar eldur kviknaði í vöruflutn- ingalest á leið frá Calais til Folkestone. Kostnaðurinn er gífurlegur, um 550 milljónir króna. Ekki verður það til aö bæta úr bágri fjárhagsstöðu Eurostar-fyrirtækisins. Atvikið var mjög alvarlegt, 34 þurftu að fara í læknismeð- ferð vegna reykeitrunar, en öryggiskerfið átti meðal ann- ars að hindra reykmengun. Úgn úr báðum áttum Eurostar-fyrirtækið efldi aUa ör- yggisgæslu eftir óhappið vegna ótta um hryðjuverk. AUir vita um þá hættu sem stafar af hryðjuverkum Hinn alvarlegi eldsvoöi sem varö í Ermarsundsgöngum í nóvember á síöasta ári hefur kom- iö af staö vangaveltum um öryggi farþega. DV-mynd ÍS IRA í Bretlandi sem viðgengist hafa í áratugi. Hins vegar er það nýrri ógn sem steðjar að hinum megin Ermarsundsins, en þar hafa hryðju- verk öfgasinnaðra múslíma frá Al- sír skelft Frakka. Öryggiskerfi Eurostar er nú orðið svipað öryggisgæslu sem beitt er við flugfarþega í miUUandaflugi. Um leið og farþegar hafa undirgeng- ist vegabréfsskoðun eru þeir látnir ganga í gegnum málmleitartæki og farangur þeirra gegnumlýstur. Starfsmenn áskUja sér jafnvel rétt tU að róta í farangrinum. Vopnaðir lögreglumenn eru bæði á Gare du Nord lestarstöðinni í París og Gare du Midi í Brússel og sérstakir lögregluþjónar á Waterloo Station í London, oft á tíðum dulbúnir. Farþeg- ar lestanna bíða á afmörkuð- um stað þar til tilkynnt er um brottför og það má ekki taka lengri tíma en 20 mínút- ur. AUur farangur er eyma- merktur hverjum farþega og tengdur sætisnúmeri þeirra. Hins vegar er aUs óvist að þessar ströngu öryggisráð- stafanir dugi til þess að koma í veg fyrir skipulagðar aðgerðir hryðjuverkahópa. Nýverið tóku blaðamenn bresks dagblaðs sig tU og smygluðu „óvirkri sprengju" um borð án teljandi erfið- leika. Upplýst var að þegar biðraðir væru langar væri ekki allur farangur gegnum- lýstur. Einnig hefur verið bent á það að auðvelt sé að smygla hlutum eins og sprengjum um borð í bUum sem fara um sund- ið með bílferjum. Nánast ómögulegt er að gera nákvæma leit í öllum bU- um sem fara undir sundið. Þýtt og endursagt úr Condé Nast Traveler. Samdráttur Yfirvöld í Úkraníu eiga í svo I miklum fjárhagserfiðleikum að þau hafa neyðst til að fækka al- þjóðlegum flugvöllum í landinu Iúr 16 í 9. Yfirvöld neyöast tU þessa þar sem ekki eru tU pen- ingar tU nauðsynlegs viðhalds né tU að borga starfsmönnum UugvaUanna laun. Batahorfur IFlugfélagið Ukraine Int- ernational Airlines, sem er í eigu yfirvalda landsins, átti í miklum fjárhagserfiðleikum fyrir fáeinum árum. Austrian Airlines og Swissair hafa kom- ; ið Uugfélaginu tU hjálpar og I keypt hlutabréf. Austrian Air- 1 lines á nú 14% hlut og Swissair Í4,5%. Bensíndælur IAlþjóða Uugmálastofnunin hefur skipað öUum Uugfélögum heims sem nota Boeing 747 eða 757 Uugvélar að gera ítarlega i skoðun á bensíndælukerfi vél- J anna. Átta tilfeUi um lekar Ibensíndælur hafa borist Uug- málastofnuninni á síðustu mán- uðum og í einu tilfeUinu kvikn- aði í dælunni á jörðu niðri. ÖU ItilfeUin tengdust Boeing 747 en talið var nauðsynlegt að rann- sóknir færu einnig fram á Boeing 757 vegna þess að bens- índælukerfið i þeim vélum er nánast þaö sama og í 747. Verðhækkun !!! Eurotunnel-fyrirtækið, sem sér um farþegaflutningana und- ir Ermarsundið, tilkynnti í sið- ustu viku að fargjöld yrðu hækkuð um sem svarar 3000 krónum. Hækkunin verður að- eins á miðum sem keyptir eru fram og tU baka (London-Par- ís/Brussel). Öruggt á ný Alþjóðlegi UugvöUurinn við ManUa, höfuðborg Filippseyja, hefur fengið viðurkenningu bandaríska UugeftirUtsins. Ör- yggismál UugvaUarins eru nú talin vera í lagi en fyrir tveim- ur árum var því lýst yUr að ör- yggismálum væri hvergi nærri fuUnægt. Truflanir j Eins dags verkfall lestar- starfsmanna á Ítalíu á sunnu- dag í síðustu viku lamaði aUa j starfsemi lesta þann daginn. TUkynnt hefur verið um annað sólarhringsverkfaU á morgun í og einnig í næstu viku ef samn- ingar nást ekki um kaup og ; kjör. Ekkert samkomulag Eftir meira en tveggja ára viðræður hótelhaldara í Bret- landi um sameiginlega gæða- skrá hótela í landinu hafa þær viðræður nú farið út um þúfur. Gerð var heiðarleg tUraun tU að samræma gæðakerfí, byggt á stjömugjöf um hótelin í land- inu, líkt og viðgengst í mörgum öðrum löndum álfunnar, en mönnum tókst ekki að ná sam- komulagi. Englendingar ætla samt sem áður að reyna að ná samkomulagi um stjörnugjöf hótela (frá 1-5) fyrir árið 2000 og Skotar setja sér sama mark- mið, en þó ekki eftir sömu gæðareglum og Englendingar setja sér. Líklegt er talið að Wa- lesbúar muni miða sitt gæða- kerfi við skosku fyrirmyndina. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.