Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Qupperneq 32
40 # LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 Nýr bæklingur Samvinnuferða-Landsýnar fyrir sumarið 1997: Glæsilegir gististaðir í Albufeira - Albir er nýr áfangastaður á Spáni Samvinnuferöir-Landsýn býður sumarleyfisdvöl á nýjum dvalarstað á Spáni, Albir, skammt frá listamannabænum Altea og Benidorm sem er einn vinsælasti sólarstaður í Evrópu. Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn býður sólarferðir til Al- bufeira í Portúgal í beinu leiguflugi í sumar. I boði er íbúðagisting á glæsilegum gististöðum í þriggja vikna ferðum á afar hagstæðu verði - - segja má að þriðja vikan fylgi með í kaupunum. Algarvehéraðið sólríka Algarve er syðsta og sólríkasta hérað Portúgals. Falleg strandlengj- an er mjög fjölbreytt og ein hin sér- stæðasta í heimi. Þar er úrval góðra veitingastaða sem bjóða m.a. frá- bæra sjávarrétti og verðlag er mjög hagstætt. Þá bjóða Samvinnuferðir- Landsýn sumarleyfisdvöl á nýjum dvalarstað á Spáni, Albir, skammt frá listamannabænum Altea og Benidorm sem er einn vinsælasti sólarstaður í Evrópu. í Albir er dvalið á íbúðahótelinu Albir Gar- den. Sérstaða Albir felst meðal annars í nálægö bæjarins við listamanna- þorþið Altea og Benidorm. Aðstaðan tii að njóta veðurblíð- unnar er mjög góð. Má þar nefna sundlaugar, bamalaug, sundlaugar- bar, grillbar, tennisvöll og sérlega góða leikaðstöðu fyrir böm. Kempervennen Þá vekur ferðaskrifstofan athygli á því að nú er á ný í boði dvöl í sum- arhúsunum í Kempervennen í Hollandi, en þar hafa þúsundir is- ' ■* lenskra fjölskyldna dvalið á undanf- örnum fimmtán árum. Sumarhúsin i Longleat á Englandi hafa vakið mikla athygli. Vinsælir dvalarstaðir eins og Cala d’Or og Palma Nova á Mallorca verða í boði og frábærir gististaðir. Auk þessa má nefna ferð til Kúbu 18.-23. nóv. næstkomandi sem er ógleymanlegt ævintýri. Samvinnu- ferðir-Landsýn hóf ferðir þangað í beinu leiguflugi á siðasta hausti, fyrst íslenskra ferðaskrifstofa, og í ljósi hinnar miklu eftirspurnar verður ævintýrið endurtekið í haust. Af öðmm tilboðum má nefna ír- land að sumarlagi - flug og bíl á góðu verði, ferð um Svartaskóg og víðar í Þýskalandi, siglingu á Rín, nýjan klúbb fyrir táningana - X- gengið, flug og bíl hvert á land sem er. Golf- og stórborgarferðir Golfferðir Samvinnuferða-Land- sýnar undir stjóm hins vinsæla far- arstjóra Kjartans Pálssonar hafa notið fádæma vinsælda undanfarin ár. Ekki má gleyma stórborgarferð- unum með Atlanta til Múnchenar, Kölnar, Berlinar og Frankfurt. Sam- starf Samvinnuferða-Landsýnar og Atlanta-flugfélagsins hefur opnað ís- lenskum ferðalöngum margar spennandi leiðir, svo sem ferðir til nokkurra stórborga Evrópu á ótrú- lega hagstæðu verði. Hægt er að fljúga utan til einnar borgarinnar og heim aftur frá annarri sem eyk- ur enn á fjölbreytnina. Allt sólarlandaflug Samvinnu- ferða-Landsýnar er með breiðþotu frá Atlanta-flugfélaginu, en þessi tvö fyrirtæki hafa átt mjög gott sam- starf undanfarin ár og bryddað upp á nýjungum eins og flugi til Kúbu, San Francisco, Bahamaeyja og Dóminíska lýðveldisins, fyrir utan flug til Dublinar að haustlagi i sí- vinsælar Dublinarferðir. -ÍS Ermarsundsgöngin: v % A Vangaveltur um öryggi Hinn alvarlegi eldsvoði sem varð í Ermarsundsgöngunum í nóvember á síðasta ári hefur komið af stað vangaveltum um öryggi farþega. Þrátt fyrir að öryggissérfræðingar haldi því fram að ólíklegt sé að göngin verði fyrir árás spell- virkja eða hryðjuverkamanna hefur fjölgun hryðjuverka beggja vegna Ermarsundsins aukið hræðslu manna. Búist er við að það taki allt að því hálft ár að gera við skemmdirnar sem urðu í brunanum 18. nóvember þeg- ar eldur kviknaði í vöruflutn- ingalest á leið frá Calais til Folkestone. Kostnaðurinn er gífurlegur, um 550 milljónir króna. Ekki verður það til aö bæta úr bágri fjárhagsstöðu Eurostar-fyrirtækisins. Atvikið var mjög alvarlegt, 34 þurftu að fara í læknismeð- ferð vegna reykeitrunar, en öryggiskerfið átti meðal ann- ars að hindra reykmengun. Úgn úr báðum áttum Eurostar-fyrirtækið efldi aUa ör- yggisgæslu eftir óhappið vegna ótta um hryðjuverk. AUir vita um þá hættu sem stafar af hryðjuverkum Hinn alvarlegi eldsvoöi sem varö í Ermarsundsgöngum í nóvember á síöasta ári hefur kom- iö af staö vangaveltum um öryggi farþega. DV-mynd ÍS IRA í Bretlandi sem viðgengist hafa í áratugi. Hins vegar er það nýrri ógn sem steðjar að hinum megin Ermarsundsins, en þar hafa hryðju- verk öfgasinnaðra múslíma frá Al- sír skelft Frakka. Öryggiskerfi Eurostar er nú orðið svipað öryggisgæslu sem beitt er við flugfarþega í miUUandaflugi. Um leið og farþegar hafa undirgeng- ist vegabréfsskoðun eru þeir látnir ganga í gegnum málmleitartæki og farangur þeirra gegnumlýstur. Starfsmenn áskUja sér jafnvel rétt tU að róta í farangrinum. Vopnaðir lögreglumenn eru bæði á Gare du Nord lestarstöðinni í París og Gare du Midi í Brússel og sérstakir lögregluþjónar á Waterloo Station í London, oft á tíðum dulbúnir. Farþeg- ar lestanna bíða á afmörkuð- um stað þar til tilkynnt er um brottför og það má ekki taka lengri tíma en 20 mínút- ur. AUur farangur er eyma- merktur hverjum farþega og tengdur sætisnúmeri þeirra. Hins vegar er aUs óvist að þessar ströngu öryggisráð- stafanir dugi til þess að koma í veg fyrir skipulagðar aðgerðir hryðjuverkahópa. Nýverið tóku blaðamenn bresks dagblaðs sig tU og smygluðu „óvirkri sprengju" um borð án teljandi erfið- leika. Upplýst var að þegar biðraðir væru langar væri ekki allur farangur gegnum- lýstur. Einnig hefur verið bent á það að auðvelt sé að smygla hlutum eins og sprengjum um borð í bUum sem fara um sund- ið með bílferjum. Nánast ómögulegt er að gera nákvæma leit í öllum bU- um sem fara undir sundið. Þýtt og endursagt úr Condé Nast Traveler. Samdráttur Yfirvöld í Úkraníu eiga í svo I miklum fjárhagserfiðleikum að þau hafa neyðst til að fækka al- þjóðlegum flugvöllum í landinu Iúr 16 í 9. Yfirvöld neyöast tU þessa þar sem ekki eru tU pen- ingar tU nauðsynlegs viðhalds né tU að borga starfsmönnum UugvaUanna laun. Batahorfur IFlugfélagið Ukraine Int- ernational Airlines, sem er í eigu yfirvalda landsins, átti í miklum fjárhagserfiðleikum fyrir fáeinum árum. Austrian Airlines og Swissair hafa kom- ; ið Uugfélaginu tU hjálpar og I keypt hlutabréf. Austrian Air- 1 lines á nú 14% hlut og Swissair Í4,5%. Bensíndælur IAlþjóða Uugmálastofnunin hefur skipað öUum Uugfélögum heims sem nota Boeing 747 eða 757 Uugvélar að gera ítarlega i skoðun á bensíndælukerfi vél- J anna. Átta tilfeUi um lekar Ibensíndælur hafa borist Uug- málastofnuninni á síðustu mán- uðum og í einu tilfeUinu kvikn- aði í dælunni á jörðu niðri. ÖU ItilfeUin tengdust Boeing 747 en talið var nauðsynlegt að rann- sóknir færu einnig fram á Boeing 757 vegna þess að bens- índælukerfið i þeim vélum er nánast þaö sama og í 747. Verðhækkun !!! Eurotunnel-fyrirtækið, sem sér um farþegaflutningana und- ir Ermarsundið, tilkynnti í sið- ustu viku að fargjöld yrðu hækkuð um sem svarar 3000 krónum. Hækkunin verður að- eins á miðum sem keyptir eru fram og tU baka (London-Par- ís/Brussel). Öruggt á ný Alþjóðlegi UugvöUurinn við ManUa, höfuðborg Filippseyja, hefur fengið viðurkenningu bandaríska UugeftirUtsins. Ör- yggismál UugvaUarins eru nú talin vera í lagi en fyrir tveim- ur árum var því lýst yUr að ör- yggismálum væri hvergi nærri fuUnægt. Truflanir j Eins dags verkfall lestar- starfsmanna á Ítalíu á sunnu- dag í síðustu viku lamaði aUa j starfsemi lesta þann daginn. TUkynnt hefur verið um annað sólarhringsverkfaU á morgun í og einnig í næstu viku ef samn- ingar nást ekki um kaup og ; kjör. Ekkert samkomulag Eftir meira en tveggja ára viðræður hótelhaldara í Bret- landi um sameiginlega gæða- skrá hótela í landinu hafa þær viðræður nú farið út um þúfur. Gerð var heiðarleg tUraun tU að samræma gæðakerfí, byggt á stjömugjöf um hótelin í land- inu, líkt og viðgengst í mörgum öðrum löndum álfunnar, en mönnum tókst ekki að ná sam- komulagi. Englendingar ætla samt sem áður að reyna að ná samkomulagi um stjörnugjöf hótela (frá 1-5) fyrir árið 2000 og Skotar setja sér sama mark- mið, en þó ekki eftir sömu gæðareglum og Englendingar setja sér. Líklegt er talið að Wa- lesbúar muni miða sitt gæða- kerfi við skosku fyrirmyndina. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.