Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 15
JO“V LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997
15
HAL fylgist meö þér. í kvikmyndinni „2001“ stjórnar tölvan HAL geimskipi á leið til Júpiters, sigrar geimfarana auðveldlega í skák, talar viö þá með eðlilegri mannsrödd, skilur þaö sem
þeir segja, les orð af vörum þeirra með aðstoð myndavélar og tekur sjálfstæðar ákvarðanir.
Afrit af sálinni
Árið sem æskan gerði uppreisn,
rússneskir skriðdrekar sóttu inn í
Tékkóslóvakíu til að kæfa vorið í
Prag, mannréttindafrömuðurinn
Martin Luther King og stjóm-
málamáðurinn Robert Kennedy
voru myrtir og fyrsti geimfari
sögunnar, Júrí Gagarín, fórst í
flugslysi, birtist frægasta tölva
sögunnar almenningi í fyrsta
sinn. Það var í framtíðarkvik-
myndinni „2001“ þar sem rithöf-
undurinn Arthur C. Clarke og
kvikmyndaskáldið Stanley
Kubrick lögðust á eitt um að
horfa ríflega þrjá áratugi fr£im í
tímann.
Þessi imyndaða tölva, HAL, er
án efa eftirminnilegasta „per-
sóna“ kvikmyndarinnar frægu,
enda fannst flestum á sjöunda ára-
tugnum hæfileikar hennar næsta
ótrúlegir en þá var töiva eitthvert
bákn sem aðeins var til í stærstu
stofnunum og fyrirtækjum í heim-
inum og fyllti gjaman stórt her-
bergi. HAL hafði mikil áhrif á
hugsun margra ungra manna sem
stefhdu á frama í raunvísindum.
Ófáir forystmnenn í tölvuþróun
hafa lýst því hversu mikil áhrif
það hafði á pælingar þeirra um
ónýtta möguleika tölvimnar þegar
þeir sáu þessa kvikmynd fyrst.
Tölvur og menn
Clarke og Kubrick leituðu til
færustu vísindamanna sjöunda
áratugarins til að spá í spilin og
gera HAL sem sannferðugastan. í
kvikmyndinni stjórnar hann ekki
aðeins geimskipi sem sent er
áleiðis til reikistjömunnar Júpí-
ters heldur getur tölvan líka sigr-
að geimfarana í skák, talað við þá
með eðlilegri mannsrödd, skilið
það sem þeir segja, lesið orð af
vönrni þeirra með aðstoð mynda-
vélar og almennt séð hugsað sjálf-
stætt og tekið eigin ákvarðanir.
Eins og nafn kvikmyndarinnar
ber með sér á hún að gerast viö
upphaf nýrrar aldar, árið 2001. En
HAL var nokknun árrnn yngri,
nánar tiltekið „fæddur" í janúar
árið 1997. Sem vekur eðlilega upp
þá spumingu hvort sú gífurlega
framþróun sem orðið hefur í
tölvutækninni frá árinu 1968 hafi
skilað þvílíkum árangri að HAL
sé nú þegar á meðal okkar. Um
það hafa margir vísindamenn tjáð
sig í erlendum fjölmiðlum og nýj-
um bókum að undanfomu. Þar
koma fram fróðlegar upplýsingar
um hvemig gengur að búa til
tölvu sem getur hugsað eins og
maður.
Erfitt er að ýkja þann mikla ár-
angur sem tölvubylting síðustu
ára hefur haft í for með sér. Litl-
ar, öflugar tölvur eru nú al-
mannaeign. Þær hafa gjörbreytt
öllum samskiptum manna, ekki
síst í viðskiptum, atvinnulífi,
menntun og vísindastarfsemi alls
konar. Engu að siður er ljóst að
tölvur nútímans eiga enn langt í
land að gera sumar róttækustu
hugmyndir höfunda HALs um
svokallaða gervigreind að vera-
leika.
Meistari í skák
HAL fór létt með að sigra
mennska andstæðinga sína í
skák. Segja má að á því sviði hafi
tölvunum fleygt fram hin síðari
ár. Vísindamönnum hefur tekist
að semja tölvuforrit sem geta mát-
að afar sterka skákmenn.
Sérfræðingar hjá stórfyrirtæk-
inu IBM hafa náð mestum árangri
á skáksviðinu með tölvu sem
nefhist Deep Blue. Hún keppti við
heimsmeistarann í skák, Garrí
Kasparov, í fyrra og fór með sigur
af hólmi í fyrstu skákinni en varð
að sætta sig við jafntefli eða tap í
hinum fimm.
Vart fer á milli mála að Deep
Blue gæti hæglega sigrað margan
stórmeistarann. Það er hins vegar
ekki því að þakka að tölvan geti
hugsað í eiginlegri merkingu þess
orðs. Að baki styrkleika hennar i
skákinni liggur einfaldlega afar
hröð tölfræðileg skoðun á öllum
hugsanlegum leikjum í þeirri
stöðu sem upp kemur hverju
sinni. Deep Blue, sem reyndar er
Elías Snæland Jónsson
net 32 tölva með 220 sérstökum
skáktölvukubbum, reiknar út
milljónir möguleika á örskömm-
um tíma og velur að lokum þann
besta sem samrýmist reglum
skáklistarinnar.
Heyra en skilja ekki
í kvikmyndinni á HAL auðvelt
með að nema og skilja tal manna.
Þegar hefur náðst verulegur ár-
angur í því fýrmefnda. Til eru til-
tölulega ódýr forrit sem gera tölv-
um kleift að nema einfaldar
munnlegar skipanir sem þeim eru
gefhar og svara slíkum skipunum
með vélrænni rödd.
Spáð er miklum framfórum á
þvi sviði á næsta áratug; þar á
meðal að árið 2010 verði komin
símkerfi sem geti túlkað símtöl af
einu tungmnáli á annað. Sérfræð-
ingar telja einnig að innan fárra
ára verði hægt að kenna tölvum
að lesa orð af vöram manna.
Hitt á enn langt í land að tölvur
sem nema tal manna hafi raun-
verulegan skilning á því sem þær
heyra. Þær heyra en skilja ekki.
Til þess að tölvur öðlist skilning á
inntaki og blæbrigðum talaðs
máls þarf stórfelldar framfarir í
þróun gervigreindar sem líkir eft-
ir því hvemig mannsheilinn vinn-
ur.
Skynsamar og skap-
andi
Sérfræöingar era víða að reyna
að þróa forrit sem geri tölvum
kleift ýmist að leggja mat á lista-
verk eða hreinlega að skapa ný.
Lítum á nokkur forvitnileg dæmi.
Forritari við háskólann í Kali-
fomíu, Harold Cohen að nafni,
hefur búið til fyrsta svokallaða
tölvulistamanninn. Cohen hefur
unnið að forritinu í meira en tutt-
ugu ár og kennt tölvunni, sem
hann kallar Aaron, öll undir-
stöðuatriði íjnálaralistarinnar og
margt fleira sem listmálari þarf
að kunna skil á. Með þessa þekk-
ingu í farteskinu málar Aaron lit-
rík listaverk. Cohen kveðst ekki
hafa hugmynd um hvemig næsta
mynd tölvunnar verði; hann
kveiki bara á Aaron að kvöldi
dags og sjái nýtt listaverk á skján-
um morguninn eftir.
Douglas Lenat, sem lengi starf-
aði við Stanford-háskólann í Kali-
fomíu, bjó til snjalla tölvu sem
nefnist Eurisko. Þessi vél getur
farið i gegnum mikið magn upp-
lýsinga og komið með nýjar lausn-
ir á alls konar vandamálum. Eld-
skírn sína hlaut Eurisko í stríðs-
leikjakeppni þar sem fmna átti
bestu leiðina til að eyðileggja flota
andstæðinganna. Hernaðarfræð-
ingar skellihlógu að þeirri frum-
legu lausn sem tölvan kom með -
þar til hún stóð uppi í lokin sem
sigurvegari! Nú era forrit af þessu
tagi m.a. notuð af stórfyrirtækjum
til að finna nýjar leiðir til að ná
til neytenda.
„Sálnaveiðarinn"
Sumir sérfræðingar era hjart-
sýnir á að takast muni á næstu
áratugum að smíða tölvu sem lík-
ir eftir starfsháttum mannsheil-
ans.
Raymond Kurzweil, sem vinnur
að þróun raddlestrarkerfa, er
þeirrar skoðunar að heilinn sé
ekkert annað er öflug tölva og
greind mannsins því einungis
eðlileg afleiðing af flóknu sam-
spili taugaboða í heilanum. Þar af
leiðandi sé hægt að búa til tölvu
sem starfi eins og mannsheilinn.
Hann spáir því að árið 2020 eða
þar um bil verði til tölva sem jafn-
ist á við heila mannsins.
Kurzweil gengur reyndar enn
lengra. Hann telm: að um miðja
næstu öld, eftir rúm fímmtíu ár,
verði hægt að skanna heilabú
manna inn í taugatölvunet. Með
því að skanna heila tiltekins ein-
staklings verði í reynd hægt að
taka nákvæmt afrit af heilanum,
þar á meðal öllum minningum
viðkomandi manns! Slíkt afrit af
sálinni, ef nota má það orð í þessu
samhengi, verði síðan hægt að
keyra í tölvu löngu eftir að við-
komandi einstaklingur er látinn.
Tveir vísindamenn hjá breska
símafyrirtækinu BT, Peter
Cochran og Chris Winter, hafa
reyndar sett fram svipaða hug-
mynd. Þeir héldu því nýlega fram
að fræðilega séð væri hægt að
þróa tölvukubb sem nota mætti til
að geyma allar þær minningar
sem fyrirfinnast í heilabúi
mannsins. Þennan tölvukubb,
sem þeir töldu líklegt að gæti séð
dagsins ljós um miðja næstu öld,
kölluðu þeir einfaldlega „sálna-
veiðarann".
Sé þetta rétt blasir við að eftir
einn mannsaldur eða svo geti ætt-
ingjar ekki aðeins geymt lifandi
myndir af látnum ástvinum, eins
og nú tíðkast, heldur líka sest við
heimilistölvima og komist í beint
samband við afrit af heila hans
eða sál.
Slíkar hugmyndir hljóta auðvit-
að að vekja margar siðferðilegar
spurningar. Þá verður væntan-
lega lítil þörf fyrir miðla á seinni
hluta tuttugustu og fyrstu aldar-
innar ef þetta gengur eftir!