Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 30
3» unglingar LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 Facette-fatahönnunarkeppnin haldin í annað sinn um síðustu helgi: Kona með tippi utan er rosaleg ögrun - segir Marta María sem bar sigur úr býtum í keppninni Um síðustu helgi fór fram í annað sinn svoköliuð Facette-fatahönnun- arkeppni í Tunglinu á vegum Völu- steins og Vogue. Fimmtán skrautleg afbrigði fatnaðar af ýmsu tagi komust í úrslit en sigurvegarinn var Marta María Jónasardóttir, 19 ára nemi úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, með „tippakjólinn" svo- nefnda. Þema keppn- innar var ögrun og svo sannarlega var ögrun í kjólnum hennar Mörtu, enda bar hann nafnið „Viltu sofa hjá mér?“. Hann er gegnsær með hátt í 100 hand- saumuðum, tví- litum totum eða „tippum" utan á honum. í samtali við Rut Hermannsdóttir hreppti 2. sæt- iö i keppninni fyrir kjólinn „Flækju“. DV segist Marta að sjálfsögðu vera ánægð með titilinn. Hún keppti einnig í Facette í fyrra og hafnaði þá í fjórða sæti. Sigurinn nú myndi koma sér vel seinna meir þótt ekki þyrfti hún að fara út í aðrar keppnir í kjölfarið, samanber fyrirkomulag Smimoff-keppninnar. Þetta væri eina alíslenska fatahönmmarkeppnin. „Mér finnst sniðugt að halda svona keppni. Hún heldur manni við efnið, ekki sist þegar maður er ekki að vinna við fatahönnun," seg- ir Marta María sem er að ljúka námi á handmenntabraut í Fjöl- braut í Breiðholti um næstu jól. Hluti af náminu er einmitt fatahönnun, saumaskapur og þess háttar. „Efnið er það stíft að það stendur alveg sjálft þannig að þegar ég saumaði það tvö- falt þurfti það eng- an stuðn- ing. Kona með fullt af tippum utan á sér er auðvitað rosa- leg ögrun.“ Marta María hefur frá bamsaldri verið með prjóna og skæri í hönd- unum. Hún var mikið hjá ömmu sinni og hjálpaði henni að sníða og sauma fót. „Svo vora Barbie-dúkkumar alltaf mjög vel dressaðar," segir Marta María sem saumar öll sín fót sjálf, aðeins skór og sokkabuxur koma annars staðar frá. Ijóttútíbúð! ,Ef ég fer út í búð og ætla Frekara nám freistar Aðspurð um framhaldið að loknu stúdentsprófi segir hún óráðið en óneit- anlega sé mjög freistandi að fara í frekara nám í j fata- og búningahönnun.: Hún fékk nefnilega smjör-) þefinn af búningahönnun í kvikmyndum og leiklist þegar hún hannaði bún- | inga fyrir stuttmyndina Rottu síðastliðið haust. Myndin er í klippingu og væntanleg til sýninga. Um sigurkjólinn segist Marta hafa fengið hug- myndina út frá efhinu. Hún hefði verið lengi í kollinum áður en hún komst niður á blað og í Marta María (meö gráu hárkolluna) meö verölaunin í Facette-keppninni ásamt fyrirsæt- framkvæmd. unni, Bergljótu Þorsteinsdóttur, sem sýndi „tippakjólinn" sigursæla. DV-myndir Hari a ser kaupa mér eitthvað þá er það yfir- leitt þannig að mér finnst allt svo ljótt. Ef ég finn eitthvað flott þá hugsa ég með mér: „Ég get nú alveg saumað þetta.“ Verst er að maður hefur ekki nógu mikinn tíma til að sauma á sjálfan sig og er alltaf eins og einhver haugur,“ segir Marta María og glottir." Til þeirra krakka sem lángar að fara i fatahönnun vildi Marta María koma þeim skilaboðum að rækta þann áhuga sem þau hefðu. Gefa öOu séns. „Ef áhuginn er nógu mikill þá gerir þú eitthvað gott. Um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Láta vaða og framkvæma það sem þér dettur í hug. Kannski þarf maður að vera pínulítið geggj- aður til að vera í fatahönnun en ég held að ég sé blanda af jarðbund- inni og hæfilegri draumórcunann- eskju.“ -bjb Leiðrétting: Jón var ekki íCats Vegna greinar á unglingasíðu í síðasta helgarblaði um sýningar Saturday Night Fever hjá Versló skal það leiðrétt að Jón Ólafsson var ekki meö tónlistina í Cats i fyrra hjá Versló heldur var það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Beðist er velvirðingar á ruglingn- um. ui hliðin Bjartmar Þórðarson. aðalleikari í Saturday Night Fever: Að hlusta á nístandi pípið í klukkunni Nemendur í Versló sýna um þessar mund- ir söngleikinn Saturday Night Fever við góð- ar undirtektir enda metnaðarfull uppfærsla frá skólanum sem fyrr. Alls koma hátt í 100 manns koma að sýningunni en leikstjóri er leikarinn góðkunni, Ari Matthíasson. Söng- leikurinn er byggður á samnefndri kvik- mynd sem skaut John Travolta á stjörnuhim- ininn á sinum tíma. Sá sem reynir að stíga í fótspor Travolta er Bjartmar Þórðarson og tekst honum bara nokkuð vel tU. Hánn sýnir hina hliðina á sér að þessu sinni en Bjartmar fæddist á Akureyri og fluttist 7 ára til Reykjavíkur. Hann er á ööru ári í Versló. -bjb Fullt nafn: Bjartmar Þórðarson. Fæðingardagur og ár: 25. september 1979. Ár geitarinnar, held ég. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: 45 hestafla tryllitækið Lancia, árg. ’86. Starf: Leikari, söngvari, dansari, sölumað- ur i Mótor, nemi i Versló. Laun: Þrjár töfrabaunir. Hefúr þú unnið í happdrætti eða lottói? 200 kall i Happaþrennu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég borða á hverjum degi þannig að mér hlýt- ur að þykja það nokkuð skemmtilegt. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Hlusta á nístandi pípið í vekjaraklukkunni minni á morgnana. Uppáhaldsmatur: Fiskihollur í bleikri, grillaðm- lax, kínverskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Ananastrópí. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Það eru margir að standa sig vel í dag, t.d. Vala Flosadóttir og Birkir Rúnar Gunn- arsson. Uppáhaldstímarit: MAD Magazine. Hver er fallegasta kona sem þú hefúr séð? Mamma var mjög sæt á yngri árum. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Hef enga skoðun á henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Engin ákveðin efst á óskalistanum. Uppáhaldsleikari: Tim Curry. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep og Vivien Leigh. Uppáhaldssöngvari: Thom E. Yorke í Radiohead, James Taylor og Otis Redding og af konunum eru Beth Gibbons í Portishead, Aretha Franklin og Donna Summer bestar. Uppáhaldsstjómmála- maður: Mér leiðast stjómmálamenn. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Allar í „Far Side“ og Grettir. Uppáhalds- sjónvarps- efni: Absolu- tely Fabulous, The X-files og bíómyndir. Uppáhaldsmatsölu- staður/veitingahús: Þar sem fæst góður kínversk- ur matur eða sóðalegir og J góðir hamborgarar. Bjartmar Þóröarson Hvaða bók langar þig Saturday Night Fever mest að lesa? Mig langai- mik- ið til að lesa „The Collector“ eftir John Fowles. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? FM 95.7. Uppáhaldsútvarpsmað- ur: Ég hlusta það lítið á út- varp að ég á engan sérstakan. Hvaða sjónvarpsstöð horf- þú mest á? Ríkissjónvarpið. Uppáhaldssjónvarps- maður: Helga Möller í lottóinu. Uppáhalds- skemmtistað- ur/krá: Enginn sér- stakur. Uppáhaldsfé- lag í iþróttum: Ég er ekki mikill sportisti... Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíð- inni? Fara í Söngskólann, hugsanlega að fara I í áframhaldandi dansnám, ná stúd- entsprófi og hafa gaman af lífinu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Fara til út- ________ _________ landa, t.d. London ieikur aöalhlutverkiö í eða New York, vinna, í Versló. DV-mynd BG vinna meira.. BBHWMWWMlilllMimWIII
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.