Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 20 i :fréttir________________________ Hvalveiðar á ný eða ekki: Hvalveiðistarfshópur sjávarútvegs- ráðherra hrökk í fósturstellingar - vandræðaástand í hópnum vegna frátta DV af hvalveiðimálum Hvalur skorinn í hvalstööinni f Hvalfiröi. Enn er meirihluti fyrir því á Alþingi aö hefja hvalveiöar á ný. Hins vegar viröist sem fáir vilji taka af skariö í þeim efnum og óttist slæmar efnahagslegar afleiöingar hvalveiða fyrir útflutningsatvinnuvegina og feröaþjónustuna. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., er ósammála þeim sem hafa þessa skobun og bendir á aö hrefnuveiöar Norðmanna hafi engar slíkar afleiöingar haft í för meö sér. Hótanir Grænfriöunga í þá átt hafi reynst innantómar. „Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum. Hann er skipaður af sjáv- arútvegsráðherra og skilar af sér til hans, sem svo ákveður um fram- haldið og hvort hann gerir niður- stöðu hópsins opinbera eða ekki,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður sjávarútvegsnefndar Alþing- is, en hann situr í starfshópi sjávar- útvegsráðherra sem á að fara yfír hvalveiðimál í heild sinni og gera tillögur um hvort hefja eigi veiðar á ný eða ekki. Ámi Árnason alþingismaður er formaður hópsins en hann hefur látið þá skoðun sína í ljós að hefja beri hvalveiðar. Steingrímur J. Sig- fússon sagði í samtali við DV á fimmtudaginn sl. að ef hefja eigi hvalveiðar á annað borð þá verði að hefja þær hið fyrsta eða áður en al- menningsálitiö hefur alfarið snúist gegn þeim og á sveif með friðunar- sjónarmiðum. Hrukku í kút Samkvæmt heimildum DV hafði starfshópur sjávarútvegsráðherra komist að þeirri niðurstöðu að leggja til að hefja skyldi hvalveiðar hið fyrsta og gefa þannig boltann til ráðherra þannig að það verði undir honum komið að ákveða hvort og hvenær veiðar hefjist. Starfshópurinn virðist í raun eins konar stuðpúði milli sjávarútvegs- nefndar alþingis og sjávarútvegs- ráðherra. Honum er ætlað að fjalla um raunverulegt afgreiðslumál sem sjávarútvegsnefnd alþingis og síðan Alþingi beri að fjalla um og álykta síöan um. Eftir að Alþingi hefur ályktað um mál er það fram- kvæmdavaldsins að hrinda vilja þess i framkvæmd. Eftir að fram hafði komið í DV að meirihluti starfshóps sjávarútvegs- ráðherra og bæði formaður hans, Árni R. Ámason, og Steingrímur J. Sigfússon, sem jafnframt er formað- ur sjávarútvegsnefndar Alþingis, væru þeirrar ákoðunar að hefja bæri hvalveiðar á ný hið fyrsta hrökk starfshópurinn í kút og kom samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV saman á fimmtudaginn til að endurskoða þá niðiurstööu sem hann hafði þegar komist að og gera textann óákveðnari varðandi það hvenær hefja skyldi veiðamar og vísa þannig raunverulegri ákvarð- anatöku frá sér og til ráðherra og Alþingis. Markaðirnir horfnir Málið er allt hálfvandræðalegt fyrir starfshópinn því að það verður að telja harla ólíklegt að sjávarút- vegsráðherra lýsi því afdráttarlaust yfir að hvalveiðar skuli hefjast á til- teknum degi. Enginn vill í raun bera á því ábyrgð ef illa fer. Ein meginástæða þessa er sú að ákvörðun og yfirlýsing um hval- veiðar á ný mun að öllum likindum valda verulegum óróa og kalla á grimman slag við erlenda umhverf- isvemdarmenn sem þá endur- heimtu á ný týndan óvin. í annan stað telja markaðsmenn að engir er- lendir markaðir fyrir hvalkjöt séu lengur fyrir hendi. Undanfarin ár, eða frá því að hvalveiðum var hætt 1989, hefur fjarað undan samtökum umhverfissinna sem hafa hvala- vemd á stefnuskrá sinni, einfald- lega vegna þess að hvalir em nánast ekkert veiddir í heiminum lengur og friðunarsinnar hafa þannig misst óvin sinn. Ennfremur hefur starfsemi í kring um hvalaskoöunarferðir með erlenda ferðamenn aukist verulega, eins og sýnt var fram á í DV sl. fimmtudag, og skiptir orðið veru- legu máli í atvinnulegu tilliti, ekki síst á Húsavík og Dalvík, í kjör- dæmi Steingríms Sigfússonar eins og kom fram í DV sl. fimmtudag. í þessari tegund ferðamannaþjón- ustu og raunar allri þjónustu við er- lenda ferðamenn ríkir ótti um að er- lendum ferðamönnum muni stór- fækka hefjist hvalveiðar á ný en tæp átta ár eru síðan hvalveiðum var alveg hætt á íslandi þegar vís- indaáætlun rann út sem vísinda- veiðamar vora hluti af. Úr lausu lofti gripið Kristján Loftsson vísar þessum rökum gegn hválveiðum algerlega á bug og bendir á að eftir aö Norð- menn hófu hrefnuveiðar hefur - feröamönnum til landsins fjölgað en ekki fækkað og hótanir friðunar- hópa um að spilla fyrir Norðmönn- um á helstu útflutningsmörkuðum þeirra hafi reynst innantómar. Þá hafi veiðamar síður en svo haft áhrif í þá átt aö draga úr eftirspum erlendra ferðamanna eftir hvala- skoðunarferðum í Noregi. Aðspurður hvort markaðir fýrir hvalkjöt séu ekki týndir þannig að nánast einungis yrði framleitt hval- kjöt í íslenskar frystigeymslur, seg- ir Kristján það af og frá. Afurðimar muni seljast, en þær námu um 1% af heildarútflutningi landsmanna, þegar hvalveiðar voru og hétu. Kristján og Magnús Guðmunds- son kvikmyndagerðarmaður, sem hefur verið ötull talsmaður hval- veiða, telja báðir að nauðsynlegt sé að hefla hvalveiðar á ný til þess ein- faldlega að tapa ekki yfirráðum yfir nýtingu sjávarauðlindarinnar í hendur umhverfisverndarsinnum sem séu þegar teknir að reka hom- in í venjulegar fiskveiðar. Aðdrag- andinn að þeim málum sé mjög svipaður hjá þeim og aðdragandinn að hvalafriðuninni var á sínum tíma. „Ef menn halda að þeir séu á fríum sjó meö fiskveiðamar gagn- vart þessum hópum þá er það algjör misskilningur," segir Kristján og bendir á að Grænfriðungar séu þeg- ar famir að ólmast gegn veiðum skipa sem vinna og frysta aflann úti á sjó með það að markmiði að stöðva þá starfsemi árið 2001. Þá era þeir þegar í harðri baráttu gegn t.d. Dönum vegna veiða á bræðslufiski í Norðursjó. „Þetta er að gerast allt í kring um okkur og menn verða að spyrja sig þeirrar spumingar hvort að halda eigi áfram í það óendan- lega að koma til móts við kröfur þessa fólks,“ segir Kristján Lofts- son. Enn ein nefndin Skipun og starf fyrmefnds starfs- hóps sjávarútvegsráðherra minnir afar mikiö á skipun annarrar nefnd- ar árið 1994 i kjölfar áskorana frá fjölda félaga og samtaka og fræði- legra upplýsinga um gott ástand hvalastofna við ísland. Vorið 1994 kom fram krafa frá flestum samtökum sjómanna og út- vegsmanna um að hvalveiðar skyldu hefjast strax það sama sum- ar. Vitnað var til reynslu Norð- manna af nýhöfhum hrefnuveiðum Fréttaljós á laugardegi Stefán Ásgrímsson án teljandi neikvæðra áhrifa á út- flutningsmarkaði þeirra. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra brást við þessum kröfúm á svipaðan hátt og nú, eftir að sams konar kröfur hafa verið uppi um all- langt skeið - hann skipaði þverpólit- íska þingmannanefnd til að skoða hvalveiðimálin og gera tillögur um framhaldið og einnig hvort rétt væri að ganga á ný í Alþjóða hval- veiðiráðið. Neftidin lagði til að hefja hval- veiðar á ný en var hins vegar loð- mælt um það hvenær nákvæmlega veiðarnar skyldu hefjast og kvaðst vilja að farið yrði með gát í veiðam- ar og þess gætt að heildarhagsmun- ir íslands með tilliti til stöðu lands- ins á alþjóöavettvangi yrðu látnir ráða. í viðtali við DV þann 4. maí 1994 sagði Þorsteinn Pálsson þegar hann var spurður um álit þessarar þing- mannanefndar að ekki yrði hægt að hefja hrefnuveiðar þá um sumarið, en alþingi yröi að leggja blessun sína yfir slíka ákvörðun. Þá vora kosningar framundan og vildi ráð- herrann bíöa og gefa nýju alþingi færi á aö afgreiða málið endanlega. Hann útilokaði ekki að ísland gengi á ný í Alþjóða hvalveiðiráðið en það væri þó ekki forsenda þess að hefja veiðar á ný. Samráð um það innan NAMCO nægði. Guðjón Guðmundsson alþingis- maður var þessu ekki sammála því að í viðtali við DV í ágústmánuði 1994 sagði hann að það hefðu verið mistök þegar íslendingar sögðu sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu í reiði- kasti, eins og hann orðaði það. Hefði þaö ekki verið gert og öðra- vísi haldið á málum gagnvart ráð- inu og hvalveiðibanninu sem ráðið samþykkti á sinum tíma með eins . atkvæðis meirihluta værum við löngu farin að veiða hrefnu á ný. Guðjón sagði í framhaldinu að eini vitræni kosturinn í stöðunni væri að ganga á ný í Alþjóöa hvalveiði- ráðið, mótmæla hvalveiðibanninu og hefja hvalveiðar. Sjávarútvegsráðherra sagði að- spurður um þetta álit þingmannsins og samflokksmanns síns að hann teldi að ráðið hefði sífellt betur og betur verið að sýna að það væri sem óðast að breytast í friðunarsamtök frá því að vera stjómunarfélag fyrir hvalveiðar i ábataskyni og tilgangs- laust að binda trúss sitt við það. Það er óttinn við alvarlegar efna- hagslegar afleiðingar, bæði á ferða- þjónustuna og sölu íslenskra út- flutningsvara sem liggur að baki vaxandi innlendri andstöðu gegn væntanlegum hvalveiðum íslend- inga en sárafáum dettm: í hug að óttast um að hvalir séu í útrýming- arhættu og af þeim sökum beri að friða hvali. Þau sjónarmið hafa hins vegar átt upp á pallborðið erlendis þar sem kenningar Grænfriðunga og fleiri slíkra samtaka um útrýmingar- hættu hvala hafa átt fylgi að fagna. Því verður ekki mótmælt að þeim hefur orðið ágætlega ágengt við að snúa almenningsálitinu sér í hag og ekki síst að styrkja samtökin með fjárframlögum. Þetta hefur þeim tekist fyrir tilstilli öflugs almanna- tengslafólks sem haft hefur góðan aðgang að fjölmiðlum, einkum sjón- varpsstöðvum, og hugvitssamlegs áróðurs. Hvalveiðibann Á áttunda og níunda áratugnum tók umhverfissamtökum af ýmsum toga að vaxa ásmegin í V- Evrópu og Bandaríkjunum og vora Grænfrið- ungar þeirra öflugust. Grænfriðung- ar tóku að láta æ meira til sín taka í mengunarmálum og þeir vöktu rækilega'athygli heimsins á losun eiturefna út í andrúmsloft, ár og vötn, jarðveg og í sjó. Þannig komust þeir æ ofan í æ í fréttir fyr- ir að reyna aö koma í veg fyrir los- un eiturefna og kjamorkuúrgangs í sjó. Samtökin nutu almenns velvilja fyrir þessa baráttu og efldust. Al- menningur brást vel við beiðnum um fjárhagslegan stuðning og fost- um styrktarmeðlimum fjölgaði ört. Vísindarök einskis met- in Áhrifa áróðursins um útrýming- arhættuna sem hvalir væra í tók að gæta verulega upp úr 1970 og árið 1982 samþykkir Alþjóða hvalveiði- ráðiö ályktun um að draga beri úr hvalveiðum uns þeim verði hætt fyrir árið 1985. íslendingar ásamt Norðmönnum, Færeyingum, Dön- um og með stuðningi nokkurra fleiri þjóða ákváðu þá að mæta þessu með vísindalegum rökum og hófu að rannsaka á vísindalegan hátt ástand hvalastofna í N-Atlants- hafinu. Jafnframt rannsóknunum var ákveðið að veiða ákveðinn fjölda nokkurra hvalategunda og skyldu veiðamar vera liður í þess- ari vísindaáætlun. Vísindaveiðam- ar, sem sættu mikilli gagnrýni Grænfriðunga og fleiri samtaka með svipuð markmið, hófúst árið 1985 og stóðu til ársins 1989, en síð- an þá hafa íslendingar ekki veitt hvali, aö minnsta kosti ekki opin- berlega. Hótanir um viðskipta- þvinganir En bandarísk stjómvöld tóku undir gagnrýni umhverfissamtaka á vísindaveiðar íslendinga og hótuðu viðskiptaþvingunum og að því kom að fulltrúar Bandaríkjanna fluttu tillögu á ársfundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Englandi um að vísinda- veiðar yrðu mjög takmarkaðar og var hún samþykkt. Þetta óttast margir að muni endurtaka sig hefj- ist hvalveiðar á ný og að útflutn- ingsmarkaðir okkar bæði vestan- hafs og austan muni spillast mjög og slíkur herkostnaður endurtek- inna hvalveiða hreinlega borgi sig ekki. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.