Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1997 fiéttir 11 Hvalir nýtanleg auðlind innan skynsamlegra marka - segir Hjörleifur Guttormsson alþingismaður DV, Akureyri: „Ég held aö menn séu ekki í þeim sporum nú að fara að stunda hvalveiðar í einhverjum mæli og það kæmi mér á óvart ef slíkt spor yrði stigið,“ segir Hjörleifúr Gutt- ormsson alþingismaður um það hvort skynsamlegt sé fyrir íslend- inga að hefja hvalveiðar í einhverj- um mæli. „Ég er í hópi þeirra sem líta á hvali sem hverjar aðrar lífverur og sem nýtanlega auðlind innan skyn- samlegra marka en ég held að ís- lensk stjómvöld sem ráða ferðinni séu ekki í þeirri aðstöðu að segja núna að við skulum ýta úr vör. Það eina sem í mínum huga gæti verið á dagskrá er samhljóma því sem ályktað var í nefnd fulltrúa þing- flokka fyrir tveimur árum, að við förum í mjög takmarkaðar veiðar á hrefnu. Menn ættu þvi ekki að vera að ræða hvalveiðar heldur það hvort stjómvöld ættu e.t.v. að heim- ila einhverja smávegis nýtingu á hrefhu. Þetta hefur reyndar enga efna- hagslega þýðingu fyrir íslendinga Sigurjón Eyjólfsson millí stórra bjarga skammt frá bænum. DV-mynd Njörður Skriða féll skammt frá Eystri-Pétursey: Stærstu björgin 50 tonn DVVík: „Ég sat við eldhúsborðið og heyrði allt í einu hávaða lfkt og í þrumu. Ég leit út um gluggann og sá skriðuna koma æðandi niður hlíðina," sagði Sigurjón Eyjólfsson, bóndi í Eystri- Pétursey, við fréttaritara DV. Hann segir að fyrst hafi verið tals- verður hraði á skriðunni en er hún kom niður úr klettabeltinu í grasi gróna brekkuna hægði fljótt á henni. „Stærstu björgin em eflaust hátt í 50 tonn og þegar skriðan kom niður brekkuna tætti hún upp grassvörðinn og raddi honum á undan sér. Það hef- ur þó líklega bjargað því að hún fór ekki nær bænum eða á hann að jarð- vegurinn hægði fljótt á henni þegar hún fór að ryðja honum á undan sér,“ sagði Sigurjón. Sá hluti skriðunnar sem fór næst bænum er aðeins um 50 metra frá honum. Ekki varð tjón á mannvirkj- um en skemmdir á gróðri era tals- verðar. „Eini ljósi punkturinn við þetta er að þama hrandi niður hiila úr fjallinu sem við höfúm oft þurft að fara í eftir fé sem þar hefúr lent í sjálfheldu," sagði bóndi. Hann kveðst ekki vita til þess að björg úr fjallinu hafi nokkum- tíma lent á íbúðarhúsum í Eystri-Pét- ursey en á bænum Nykhól, sem er skammt sunnan við bæ Sigurjóns, fór bjarg inn í eitt útihúsið fyrir tveimrn- árum. Siguijón segir að þau hafi ekki miklar áhyggjur af þessu og dags dag- lega hugsi þau ekki um hættu vegna skriðufalla úr fjailinu. -NH 18 mánaða fangelsi fvrir hnífstungu DV, Akureyri: 17 ára piltur frá Egilsstöðum var í gær dæmdur i Héraðsdómi Norð- urlands eystra fyrir að hafa stung- ið 22 ára gamlan Kópavogsbúa neð- arlega í brjósthol með hnífi á tjald- svæðinu á Akureyri run verslunar- mannahelgina á síðasta ári. Saksóknari krafðist þess að dæmt yrði fyrir tilraun til mann- dráps en til vara fyrir stórfellda llkamsárás. Niðurstaða dómsins var að sakfella fyrir stórfellda lík- amsárás og var hinn 17 ára piltur dæmdur í 18 mánaða fangelsi og til að greiða 75 þúsund króna sak- sóknaralaun i ríkissjóð og 150 þús- und kr. málsvamarlaun til skipaðs verjanda. Dóminn kváðu upp Ólaf- ur Ólafsson, Halldór Halldórsson og Þorgeir Ingi Njálsson. -gk heldur það hvort við viljum segja heiminum að við leyfum okkar að nýta þessar lifverur innan skyn- samlegra marka. Við verðum að meta þetta mál í víðu samhengi og ég held að takmarkaðar veiðar á hrefnu sé eitthvað sem er fram- kvæmanlegt og þá innan þeirra marka sem við getum nýtt sjálfir.“ Aðilar í ferðaþjónustu, sérstak- lega þeir sem bjóða upp á hvala- skoðunarferðir, tala um að hval- veiðar myndu koma harkalega nið- ur á ferðaþjónustunni og þá skipti ekki máli hvort við veiðum litla hvali eða stóra, einn eða marga. „Mér finnst mjög athyglisverð sú stefna að njóta hvala á þann hátt að skoða þá og menn eiga að líta á slikt sem einn kost í staðinn fyrir veiðarnar. Við getum ekki litið á hvalveiðar sem einhvem búhnykk og ég vara við þeirri hugsun að við getum á einhvem hátt stýrt vist- kerfi hafsins með veiðum. Hvalimir þurfa mikið en við getum ekki litið á þá sem keppinauta okkar um fiskistofnana. Við getum aldrei stýrt vistkerfi hafsins." -gk Lokum í dag kl. 18. Opið sunnudag kl.9-21. Metro-Normann Hailarmúla 4 sími 553-3331 Miðstöð heimilanna Smóauglýslngar nxsi 680 8000 Clæsllegt elntak - einn meb ðllu! Nýr ónotabur Explorer Llmited V6-4,0 lítra-160 hestafla vél, sjálf- skipting, vökvastýri, ioftpúbar, ABS, rafknúbar rúbur, samlæs- ing, rafstýrbir hlibarspeglar, cruise control, útvarp, segul- band og 6 diska geislaspilari, höfubpúbar, sérlitab gler, toppbogar, leburáklæbi, Automatic Ride Control, rafknúbar sætastillingar, raf- knúin sóllúga meb gleri, álfelgur, sjálfvirk tölvustýrb mibstöb meb loftkælingu (ACC), upplýsingatölva, samlitt grill og stubarar, gangbretti og margt, margt fleira. Verb 4,4 millj. Ath. Skipti a odýrari bil koma til greina, bílalán. Upplýs. í síma: 892 0804 Til sölu Mercedes Benz TDT 4-matic turbo dísil, 4x4 , hlaðinn aukahlutum, ABS, central, aukamistöð, leðurstólar, líknarbelgur, hraðastillir, álfelgur og margt fleira. Ekinn 168 þús. km. Verö 2.900.000. Uppl. í síma 892-9806 LANGBESTA VERDIÐ A Sdnk-SJONVARPSTÆKJUM ! Sonic-7292 er vandað 28" sjónvarpstæki á frábæru verbi! Myndlampinn er 28" Black FST (90°) - svartur skjár, móttakarinn er meb 90 stöbva minni, VHF- og UHF-móttöku, ásamt rásum til örbylgjumóttöku, allar abgerðastýringar birtast á skjánum, tengi fyrir 2 bakhátalara, fullkomin þráblaus fjarstýring, sjátfvirk stöbvaleit, tímarofi, 2 Scart-tengi, textavarp, 40 W Nicam Stereo- magnari, hljómgóbir hátalarar, tengi fyrir heyrnartól o.fl. Sonic 5554 er 21” Nicam Stereo-sjónvarp me& Black Matrix-flatskjá, textavarpi, 2 hátölurum, Scart-tengi, a&ger&astýringum á skjá, sjálfvirkri stö&valeit, fjarstýringu o.m.fl. Sonic 5154 er 20' sjónvarp me& Black Matrix-flatskjá, textavarpi, Scart-tengi a&ger&astýringum á skjá, sjálfv. stö&valeit, fjarstýringu, hátölurum bá&um megin o.m.fl. Sonic 3745 er 14’ sjónvarp me& Black Matrix-skjá, fsl. textavarpi, Scart-tengi a&gerðastýringum á skjá, innbyggðu loftneti o.m.fl. Skipholti 19 Sími: 552 9800 Fax: 562 5806 Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.