Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1997, Page 44
52 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1997 VISA-bikarkeppnin í Færeyjum: Góður sigur Hannesar gegn Curt Hansen íslensku skákmennirnir á alþjóö- lega mótinu í Þórshöfn í Færeyjum hófu keppnina ekki með neinu of- forsi en í fimmtu umferð dró loks til tíðinda. Þá lagði Hannes Hlífar Stef- ánsson danska stórmeistarann Curt Hansen að velli í góðri skák og komst við það upp í deilt efsta sæt- ið. í 6. umferð tapaði Hannes hins vegar fyrir rússneska stórmeistar- anum Peter Svidler, sem náði við það forystunni. Bosníumaðurinn Ivan Sokolov er einn í 2. sæti en Hannes Hlífar og Þröstur Þórhalls- son eru í hópi keppenda sem deila 3. sæti. Tefldar verða níu umferðir og lýkur keppninni á morgun, sunnu- dag. Þröstur, nýbakaður skákmeistari Reykjavíkur, fór rólega af stað en í sjöttu umferð vann hann norska stórmeistarann Rune Djurhuus. Þröstur hefur þar með hlotið 4 v. eins og Hannes Hlífar, hálfum vinn- ingi minna en Ivan Sokolov. Áskell Öm Kárason vann heimamanninn Eydun Nolsoe í fimmtu umferð og skák hans við Danann Carsten Höi í sjöttu umferð lauk með jafntefli. Áskell, Helgi Áss Grétarsson, sem varð að sætta sig við ósigur gegn Lejlic í 5. umferð, og Sævar Bjama- son hafa allir hlotið 3 v. Keppnin er liður í norrænu VISA- bikarkeppninni sem hófst með Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Mótið er fimmta í röð úrtökumóta þar sem teflt er um að ná bestum samanlögðum árangri úr þremur mótum til þess að vinna sér sæti í úrslitakeppninni sem haldin verður hér á landi eða í Noregi á haust- mánuðum. Curt Hansen hefur hlot- ið flest stig allra í norrænu VISA- bikarkeppninni en Margeir Péturs- son er í 2. sæti Lítum á skák Hannesar við Curt Hansen. Kóngspeðsbyrjun Hannes- ar snýst yfir í kóngsindverska vörn og síðan tekur taflið á sig blæ Ben- óní- vamar. Hannes nær að brjótast skemmtilega fram á miðborðinu með peðsfóm og nær við það yfir- burðum og ekki verður séð að hann slaki nokkra sinni á klónni. Vel teflt af hálfu Hannesar sem nú þarf að bíta í skjaldarrendur eftir ósigur- inn gegn Svidler. Hvítt: Hannes Hllfar Stefánsson Svart: Curt Hansen Kóngsindversk vöm. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. 13 c5 4. d5 g6 5. c4 Bg7 6. Rc3 0-0 7. Bg5 a6 8. a4 He8 9. Dd2 e6 10. Bd3 exd5 11. Rxd5 Be6 12. Re2 Bxd5 13. cxd5 Rbd7 14. Rc3 Hc8 15. 0-0 c4 16. Bc2 Da5 17. Khl Rc5 18. f4 h6 19. Bh4 Rb3?! Betra er 19. - Db6. 20. Bxb3 cxb3 21. e5! Rd7 22. e6! fxe6 23. Dd3 Rf8 24. Re4 Hc2 25. Rxd6 Hb8 26. dxe6 Dd2 Ef 26. - Hd2 27. Dxb3 Hxd6 28. e7+ Re6 29. f5! gxf5 30. Bg3 og hvíta taf- lið er vænlegt - ef 30. - Be5 þá 31. Hxf5. 27. Dxd2 Hxd2 28. f5! Lykilleikur. Ef nú 28. - Hxd6 þá 29. Bg3. 28. - gxf5 29. e7 Rg6 30. e8=D+ Hxe8 31. Rxe8 Rxh4 32. Rxg7 Kxg7 33. Hadl Hxb2 34. Hbl Hxg2 35. Hf4 Hg4 Meiri mótspymu veitir 35. - Rg6 en hvítur svarar með 36. Hb4 og ætti að vinna. 36. Hxg4 fxg4 37. Hxb3 b5 38. a5 Rf5 39. Hxb5! - og Curt Hansen gafst upp. Ef 39. - axb5 40. a6 og peðið rennur upp í borð. Davíð Kjartansson Norður- landameistari. Skáklíf í Þórshöfn i Færeyjum hefur verið með fjörugasta móti. Samhliða norrænu bikarkeppninni leiddu efnilegustu ungmenni Norð- urlanda saman hesta sína í einstakl- ingskeppninni í skólaskák. íslend- ingar urðu í 3. sæti í liðakeppninni, á eftir Dönum og Svíum, og eignuð- ust einn Norðurlandameistara - Davíð Kjartansson. Davíð sigraði glæsilega í sínum flokki, hlaut 5 v. af 6. Stefán Kristjánsson varð í 2. sæti í sama flokki með 4 v. í eldri flokkunum gekk íslending- unum áberandi lakar en teflt var í fimm flokkum. Tólf keppendur tefldu í hverjum flokki, tveir frá hverri þjóð. Jóhann vann alla á Bermúda. Jóhann Hjartarson, stórmeistari, er nýkominn heim frá Bermúda, þar sem hann tók þátt í tveimur al- þjóðlegum mótum. Fyrra mótið var skipað tíu keppendum og urðu lykt- ir þær, að Englendingurinn Julian Hodgson varð einn efstur með 8,5 v. Næstir komu de Firmian, Banda- ríkjunum, og Lesiege, Kanada, með 6,5 v. en Jóhann varð í 4. sæti með 6 v. í 5. sæti varð Zaked-Tal, Banda- ríkjunum með 5 v. Á seinna mótinu, sem var opið, tefldu á áttunda tug manna. Mótið stóð aðeins yfir í eina helgi, tefldar voru 5 umferðir, tvær skákir á dag. Hvor keppandi hafði 2 klst. til að hugsa um fyrstu 40 leikina og síðan klukkustund til að ljúka taflinu. Er Umsjón Jón L. Árnason skemmst frá því að segja að Jóhann vann allar fimm skákir sínar og varð einn efstur! Meðal þeirra sem lágu í valnum voru undrabamið Joshua Waitzkin (öðra sinni) og bandarisku stórmeistararnir Joel Benjamin og Alexander Ivanov. í úrslitaskákinni náði Jóhann góðri stöðu gegn Ivanov sem náði ekki að leysa vandamálin í tæka tíð og féll á tíma. í 2. sæti á eftir Jóhanni kom Nick de Firmian en þriðja sæti deildu Julian Hodgson, Giovanni Vescovi, Brasilíu, og Johan Hellsten, Sviþjóð. Bridgehátíð 1997 Ein fjölmennasta bridgehátíð til þessa hófst á Hótel Loftleiðum í gær með Monrad-tvímenningskeppni. Eitt hundrað þrjátíu og tvö pör taka þátt í henni og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Níu umferðir vora spilaðar í gær- kvöld og í dag verða spilaðar 14 um- ferðir í viðbót. Tvímenningskeppn- inni lýkur um kl. 19 í kvöld. Á morgun hefst síðan sveitakeppni með þátttöku um 100 sveita og er spilað langt fram á kvöld. Bridgehá- tíðinni lýkur síðan á mánudag með verðlaunaafhendingu. Erfitt er að spá um sigurvegara en telja verður líklegt að frönsku ólympiumeistararnir blandi sér í toppbaráttuna. Indónesarnir eru ekki eins þekktir, enda ekki um sömu pör að ræða og spiluðu úr- slitaleikinn um ólympíumeistaratit- ilinn, og því er frammistaða þeirra meira á huldu. Bandarísku bridgemeistararnir Sontag og Feld- man verða áreiðanlega ekki langt frá toppnum og sama gildir um alla fyrrverandi heimsmeistara okkar. Það bendir því allt til tvísýnnar keppni í tvímenningnum. Hvað sveitakeppnina varðar þá hljóta ólympíumeistaramir að vera sigurstranglegastir. Þeir eru ein- Umsjón Stefán Guðjohnsen faldlega með bestu sveitina. Aðrar sveitir sem era líklegar til afreka eru sveitir með fyrrverandi heims- meistara okkar innanborðs en þeg- ar þetta er skrifað er sveitaskipan þeirra ekki ljós. Þá er breska sveit- in líkleg til afreka og ekki má gleyma „spútnik“sveit Sontags og Feldmans en þeir hafa fengið til liðs við sig Jónas P. Erlingsson og hinn bráðflinka bridgemeistara, Magnús Magnússon. Við skulum að lokum bregða okk- ur aftur í tímann og skoða spil frá sveitakeppni Bridgehátiðar 1991, þegar filmstjaman og bridgemeist- arinn Omar Sharif var gestur okk- ar. Makker hans var ekki af verri endanum, sjálfur Jón Baldursson, sem hljóp i skarðið fyrir Paul Chemla, sem var veðurtepptur í París. Jón kvað Sharif vera nokkuð ró- Frá Starfsmannafélaginu Sókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjómar og trúnaðarmannaráðs Starfsmannafélagsins Sóknar. Tillögur skulu vera skv. B-lið 22. greinar í lögum félagsins. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 24. febrúar 1997. Kjörstjórn Starfsmannafélagsins Sóknar Styrkir til háskólanáms í Kína og Tékklandi. 1. Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms í Kína námsárið 1997-98. 2. Enn fremur bjóða tékknesk stjórnvöld fram styrki til átta mánaða náms- dvalar við háskólann í Tékklandi skólaárið 1997-98. Styrkir til skemmri námsdvalar koma einnig til greina, þó ekki skemur en til tveggja mánaða. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 18. mars nk., á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, M.febrúar 1997 hófst legan í bútaslagnum en vömin væri í ágætu lagi. Sem dæmi kom hann með eftirfarandi spil. S/A-V * K1042 V KD864 * K 4 1093 4 53 »4 AG10975 ♦ 3 * AG94 4 • «4 A987 -f 2 * 7 KDG7654 N-s voru Ingvar Hauksson og Sverrir Kristinsson en a-v Sharif og Jón: 4 DG6 44 - •4 D1096532 4 A82 N V A S gær Suður Vestur Norður Austur 24 24 dobl 34 34 pass 44 54 54 dobl Allir pass Jón spilaði út laufási og síðan laufáttu sem Sharif trompaði. Hann tók síðan tígulás og spilaði litlu hjarta. Önnur laufstunga og hjarta til baka upphóf trompslag hjá Jóni. Þar með var spilið 800 niður, sem var nauðsynlegt því fimm tíglar standa hjá a-v. Sharif er því liðtækur á fleiri stöðum en fyrir framan myndavél- amar. Omar Sharif heilsar fyrrverandi forsætisráöherra, Steingrfmi Hermannssyni,, en hann spilaöi fyrsta spiliö viö hann á Bridgehátíö 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.