Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Síða 6
6 FOSTUDAGUR 14. MARS 1997 Neytendur_______________________________________________________________pv Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtakanna: Alþjóðleg úr- skurðarnefnd í neytendamálum - íslenskur neytandi geti skotið ágreiningi til annars lands Jón Magnússon, lögfræöingur og varaformaður Neytendasamtakanna. DV-mynd Hilmar Pór. Mál í gangi hjá Neytenda- samtökunum Hækkanir Pósts og síma Neytendasamtökin hafa itrek- að mótmælt hækkunum Pósts og síma í desember sL Bent hef- ur verið á að engar skýr- ingar hafa komið fram frá fyrirtæk- inu sem rétt- læta þessa hækkun. Að sögn Jóns Magnússon- ar hefur haun í þrígang skrifað Pósti og sima þréf en fær aldrei svör við þvi sem spurt er um. „Ég skrifa A og fæ svar frá B, skrifa þá B og fæ svar frá C. Ég veit ekki lengur við hvern á að tala í því ryrirtæki,“ segir Jón. Neytendasamtökin telja eölilegt aö Póstur og sími falli frá þess- ari hækkun enda engin þörf fyr- ir hana. Þjónustugjöld fjármála- stofnana Neytendasamtökin hafa verið meö fjármálastofnanir í skoöun og þjónustugjöld þeirra. „Við höfum hald- ið fram að þjónustu- gjöld, í mik- ilvægustu greiöslum svo sem debetkort- um, væru að meira eða minna leyti fengin með samráði, Við fórum á sínum tíma með mál fyrir Samkeppnisstofnun vegna þessa en niðurstaða Samkeppnisstofn- unar var sú að ekki væru komn- ar nægar sannanir fyrir sam- ráði. Ef á að sanna það að bank- ar og fjármálastofnanir séu með óeðlilegt samráð, eða gefi út sömu gjaldskrána, þarf nánast að hafa aðgang að stjómarfund- um,“ segir Jón. „Ég get ekki séð að hægt sé að teygja sönnunar- byröina svo langt að ætlast til þess að lögð sé fram sönnun á samráði á markaðnum þegar það liggur fyrir að um sam- keppnisaðila er að ræða sem hafa sama verðið. Pokasjóöur verslunarinnar Pokasjóður verslunarinnar selur plastpoka í matvöruversl- unum og í verslunum ÁTVR. Forsvars- menn versl- unarinnar sóttu um undanþágu hjá Sam- keppnis- stofnun til að selja plastpokana á sama verði alls staðar en því var hafiiað. „Neytendasamtökin voru spurð að því en við höfðum ekk- ert á móti því að Landgræðslu- sjóður hagnaðist á pokasölunni, svo fremi að neytandinn ætti kost á öðrum sambærilegum pokum en sú er ekki reyndin í dag,“ segir Jón. „Guðmundur Jónsson kaupmaður á ekki að hafa heimild til þess að skylda viðskiptavininn til að leggja í einhver þjóðfélagsmál sem kaup- menn telja æskileg. Þetta er ekki viðfangsefni kaupandans sem er að kaupa einhverjar vörur í búð. Síöan koma kaupmennirnir og hrósa sér af því sem þeir leggja tU Landgræðslunnar. Þeir leggja ekki krónu tU og hafa aldrei gert. Það eru neytendur sem hafa lagt fram þessa peninga. Kaupmennirnir hafa hins vegar grætt á þessu því þeir hafa selt plastpoka með 100% álagningu. Við höfum haft þetta tU skoðun- ar með tUliti tU þess aö um sam- ráð sé að ræða.“ -jáhj „Það þarf að bæta aðgengi neyt- andans að ódýrum og fljótvirkum úrlausnum á deUumálum. Hérlend- is eru ákveðin ráð sem hægt er að skjóta ágeiningsmálum tU; úr- skurðanefnd í tryggingamálum, úr- skin-ðanefnd í viðskiptum við fjár- málafyrirtæki, efnalaugar og ferða- skrifstofur. Neytandinn getur með ódýrum hætti lagt ágreiningsefni sín fyrir nefndina, það kostar lítið og tekur stuttan tima að fá niður- stöðu. íslensku neytendasamtökin hafa lagt tU að hægt sé að vinna á sambærilegan hátt milli landa," segir Jón Magnússon, lögfræðingur og varaformaður Neytendasamtak- anna, en hann er nýkominn frá þingi lögfræðUega stjómendahóps- ins í neytendamálum á Noröur- löndum. TiUaga þessi var sam- þykkt á þinginu. Hugmyndin er að þetta kerfi byrji á Norðurlöndum og verði síöan virkt í Evrópu. Með því gæti islenskur neytandi sem kaupir hlut í Grikklandi en er ekki ánægður með þegar heim er komið haft samband við Neytendasamtök- in hérlendis og þau myndu reka málið tU sambærUegra samtaka á Grikklandi sem fara með það tU slíkrar úrskurðanefndar í því landi. íslenski neytandinn fær svar tU baka um sinn rétt í Grikklandi samkvæmt þargildandi lögum. Jón segir að Evrópusambandið hafi unnið töluverða forvinnu en það er auðvelt að prufukeyra þetta á Norðurlöndunum. Umboösmaður neytenda nauðsyn Innan Samkeppnisstofmmar er deUd sem áður var Verðlagseftirlit- ið sem fylgdist með verðlagi í land- inu. Hver gerir það núna? „Það sem má gagnrýna og er stöðugt meira aðkaUandi er að við tökum upp sama skipulag eins og okkar nágrannaþjóöir; að aðskUja markaðsþáttinn og neytendavernd- ina. Á öðrum Norðurlöndum er sérstakur umboðmaður neytenda, slíkt er ekki tU en Samkeppnis- stofnun fer meö það hlutverk hér. Bankanum borgað fyrir geymslu Jón Magnússon lagði fram tU- lögu í lögfræöUega stjómunar- hópnum í neytendamálum á Noröurlöndum að fram færi sér- stök skoðun á þeim kjörum sem neytendum er boðið hjá fjár- málastofnunum. Umboðsmaður neytenda í Finnlandi kannaði þá hvort venjulegt fólk væri að borga fjármálastofnunum þjón- ustugjöld fyrir að geyma pen- inga. Niðurstaðan var sú aö það kostar launamanninn að láta bankann geyma fyrir sig pen- inga tímabundið. Dönsku neyt- endasamtökin komust að sömu niðurstöðu. Umboðsmaður neyt- enda i Finnlandi hefur sett fram þá kröfu að þegar um vaxtalitla reikninga er að ræða séu ekki tekin þjónustugjöld. Að sögn Jóns hafa Neytendasamtökin ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna slíku en samtökin fá lík- lega styrk í þetta verkefni á þessu ári. -jáhj Það er verið að gera ýmsa ágæta hluti í Samkeppnisstofnun varð- andi neytendur en það kemur ekki í sama stað niður eins og þegar einn óháður aðili sér eingöngu iuu neytendamálin,“ segir Jón. Sjálfboöavinnan mikilvæg- ust „Ef ekki kæmi til mikil sjálf- boðavinna af hálfu félaganna væru þau ekki starfhæf. Neytendasam- tökin hér á landi eru fjölmennari miðað við höfðatölu en í nokkru öðru ríki þar sem sambærileg sam- tök eru starfrækt. Á Norðurlönd- um eru Neytendasamtökin ríkis- samtök en ekki starfandi sem sjálf- stæð félög. Ríkið styrkir nánast því alla starfsemi neytendasamtaka á öðrum Norðurlöndum. í svona litlu landi geta menn ekki gert það sem þarf að gera fyrir það nauma fjármagn og litla mannafla sem við höfum.“ Neytendasamtök fyrir al- menning Hveiju hafa Neytendasamtök- in áorkaö fyrir almenning? „Það má benda á að kartöflu- markaðurinn á íslandi hefur gjör- breyst til batnaðar. Mjólkurmark- aðurinn einnig. Neytendasamtökin hafa farið í herferðir varðandi verðmerkingar og haft síðan ýms- ar tillögur varðandi strikamerk- ingu. Samtökin vinna að hagsmun- um allra neytenda sem er auðvitað almenningur í landinu,“ segir Jón Magnússon, varaformaður Neyt- endasamtakanna. -jáhj Tryggingamark- aðinn þarf að skoða „íslenski tryggingamarkaður- inn er mjög óhagstæður neyt- endum, einna óhagstæðastur í okkar heimshluta," segir Jón. „Takmark Neytendasamtakanna er að geta gert úttekt á trygg- ingamarkaðnum því ljóst er að við búum við önnur kjör en ná- grannar á Norðurlöndum. Einnig þurfum við aö geta hald- ið úti verökönnunum á helstu neysluvörum," segir Jón. „Neyt- endasamtökin eru að vinna á brotabroti af þeim fjármunum sem sambærilegum aðilum er ætlað að vinna í okkar heims- hluta. Neytendasamtökin eru frjáls samtök félaga og fjármögn- uö af félagsgjöldum þeirra og styrki frá ríkinu.“ -jáhj Alþjóðadagur neytendaréttar Alþjóðadagur neytendaréttar er árlegt tilefni hátíðarhalda og samstöðu innan alþjóðlegu neyt- endahreyfingarinnar. Þar er minnst sögulegrar yfirlýsingar fyrrum forseta Bandaríkjannna, Johns F. Kennedys, frá 15. mars 1962 um grundvaílarréttindi neytenda. John F. Kennedy. Yfirlýsingin leiddi að lokum til alþjóðlegrar viðurkenningar ríkisstjóma og Sameinuðu þjóð- anna, en allsherjarþingið sam- þykkti á árinu 1985 sérstakar leiðbeiningar um neytenda- vemd. í áranna rás hefur þessi réttur verið aukinn í sjö lág- marksreglur. Saman mynda þær granninn að vinnu neytenda- samtaka um ailan heim. Reglurnar sjö Réttur til öryggis Réttur til upplýsinga Réttur til að velja Réttur til áheymar Réttur til bóta Réttur til fræðslu Réttur til heilbrigðis og sjálf- hærs umhverfis í dag er tilvist alþjóðadags neytendaréttar þekkt víða um heim, sem sýnir að viðurkenn- ing á neytendavernd er mikil- væg og um leið virtur mæli- kvarði á félagslegar og hagfræði- legar framfarir. íslensk neytendasamtök Neytendasmtökin á íslandi vom stofnuð 23. mars 1953. í dag eru tæplega tuttugu þúsund manns í samtökunum. Allir ein- staklingar eldri en 16 ára geta gerst félagar en félagasamtökum er óheimilt að ganga í samtökin. Árgjald er 2 þúsund krónur og innifalið er félagsblað sem kem- ur út 4-5 sinnum á ári. Þar er fjallað um mál sem borist hafa samtökunum til úrlausnar og birtar viðamiklar úttektir á vör- um og þjónustu. Aðalskrifstofa Neytenda- samtakanna er í Reykjavík en einnig em skrifstofur á Selfossi, ísafirði og Akureyri. NEYTENDASAMTÖKIN Kvörtunar- og upplýs- ingaþjónusta Neytendasamtökin reka kvörtunar- og upplýsingaþjón- ustu fyrir félaga en einnig geta utanfélagsmenn leitað til skrif- stofunnar ef þeir telja á sér brot- ið. Formaður Neytendasamtak- anna er Drífa Sigfúsdóttir en varaformaður er Jón Magnús- son. Framkvæmdastjóri er Jó- hannes Gunnarsson. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.