Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997
Spurningin
Lesendur
Er líf á öörum hnöttum?
Ólafur Jónas Signrðsson nemi:
Ég gæti trúað þvi að það sé tilfellið.
Brynjar Steinbach nemi: Það get-
ur ekki annað verið.
Snæbjöm Guðbjartsson verktaki:
Það hlýtur að vera.
Guðrún Þorláksdóttir húsmóðir:
Já, ég trúi á líf á öðrum hnöttum.
Ásta Erla Jakobsdóttir á leik-
skóla: Nei.
Auglýst eftir hjálp!
- ofsóknir sem engan endi virðast hafa
Guðrún Jóhannsd. skrifar:
Fyrir einu og háifu ári gafst ég
endanlega upp á sambýlingi mínum
sökum óreglu og geðríkis, og á
stundum ofbeldistilhneigingar. Við
eigum tvö börn saman. Hann var
það sem kalla má þröskuldarsam-
býlismaður. Þetta voru eilífðarlæti
og alltaf átti áfengið stóra sök. Þess-
ir síðustu átján mánuðir hafa verið
hreint helvíti fyrir mig og bömin
mín. Ég sé einfaldlega engan veginn
fyrir endann á þessu.
Maðurinn er alitaf útúrdrukkinn
með hótanir eða óþverraskap í
síma. Ég er búin að kæra hann fyr-
ir innbrot, en það mál hafnaði á
háalofti RLR. Símaónæðiskærurnar
eru fleiri en ég man. Ég hef haft
Víkingasveitina inni á heimilinu að
næturlagi vegna síendurtekinna
morðhótana, en það versta af öllu er
að þessum manni þarf ég að af-
henda börnin mín aðra hverja helgi.
Manni sem ég treysti ekki fyrir hús-
hom, honum þarf ég að treysta fyr-
ir bömunum.
Maðurinn er fárveikur. Það má
heita að nánast allir sem ég um-
gengst hafi orðið fyrir einhvers kon-
ar ónæði og ofsóknum. Fleiri hafa
kært en ég, en allt til einskis. Hringi
ég á lögregluna, þá er mér bent á að
það eina sem ég geti gert sé að láta
Þessir síðustu átján mánuðir hafa
verið hreint helvíti fyrir mig og börn-
in mín, segir bréfritari m.a.
hengja upp línuna! Hlægilegt. Það
hefur ekki sýnt sig að það gagni
mikið. Hvers vegna er ekki hægt að
taka svona fólk í geðrannsókn?
Allar kærur em merktar „beðið
gagna“, hvað sem það nú þýðir. Því
virðist enginn geta svaraö. Svona
menn virðast geta lifað á kostnað
skattborgaranna í formi félagsmála-
stofnana, verið marg gjaldþrota,
búið í eigin húsnæði með óþinglýst-
um kaupsamningi og haft lögheim-
ili i öðmm bæjarhlutum, svo að
ekki sé hægt að fínna þá.
Það er kaldhæðnislegt að eftir því
sem maður vinnur meira og borgar
meira í opinber gjöld, þá er maður
að leggja svona vesældómi meira
lið. Maður er, strangt til tekið, að
borga óþverraskapinn. Lifibrauðið
er ekki merkilegt, framfleytt af al-
mannafé og tekjumar drýgðar með
landasölu. En þetta virðist ekki
nægja til að vekja áhuga lögregl-
unnar. Ég hef það á tilfinningunni
að áherslur þeirra séu á öðrum
sviðum: drukknum ökumönnum,
árekstram og dópi, sem auðvitað
eru líka alvarleg mál.
Kannski er þetta bara þannig, að
enginn hafi vald til að gera neitt.
Varla er litið á svona ástand sem
eðlilegar heimiliserjur, eftir eins og
hálfs árs stríð? Ég er ráðalaus. Lög-
reglan vita gagnslaus. En ef einhver
kann ráð, þá er hér með auglýst eft-
ir svari, sem vonandi yrði birt í
þessum dáikum DV.
Framtíðarsvæði höfuð-
borgarinnar
Hildur skrifar:
Borgaryfirvöld em í viðræðum
við sveitarfélögin á Hvaifiarðar-
svæðinu. Hafa borgarbúar reynt að
líta áratugi inn í framtíðina og
ímyndað sér hvemig borgin muni
líta út með mörg stóriðjuver í tún-
fæti íbúðabyggðar, steinsnar frá úti-
vistarsvæði íbúanna?
Þetta mun blasa við borgarbúum
grípi þeir ekki í taumana og stöðvi
það stórslys sem verða mun, ef
stjómvöld gera alvöru úr þeirri
ákvörðun sinni, að gera Grundart-
anga að stóriðjusvæði. Sá nokkur
fyrir sér þegar áburðarverksmiðjan
var reist, að hún myndi lenda svo
nærri heimilum borgarbúa?
Höfuðborg landsins á að vera
stolt okkar allra og vonandi berum
við gæfu til að umvefia hana ekki
mengandi stóriðju. Nóg er mengun-
in fyrir vegna útblásturs frá bifreið-
unum.
Launþegaforingjar VR og Rafiönaöarsambandsins ganga á fund forsætisráöherra til aö hlýða á skattaútspil ríkis-
stjórnarinnar.
Skammsýnir samningar og
skammarlegir
Guðjón Ólafsson skrifar:
Nú hafa fyrstu samningarnir í
þessari kjarasamningalotu séð dags-
ins ljós. Tveir verkalýðsforingjar
riðu á vaðið og vora tilbúnir til að
samþykkja nánast ekki neitt, eftir
þung orð þeirra sjáifra um að ekki
yrði sæst á neitt sem ríkisstjómin
hrifsaði svo aftur að undirskrift lok-
inni. Einmitt þessi orð viðhafði for-
maðm- Rafiðnaðarsambandsins.
Nú er að koma í ljós að þessir
samningar em nánast einskis virði
fyrir obbann af launþegum í land-
inu, því það eru engin viðmiðunar-
mörk sett um að launin verði ekki
tekin af þeim hvenær sem er. Engin
„rauð strik“, engin vísitölubinding
og kaupmenn, ríkið og aðrir þjón-
ustuaðilar geta auðveldlega, og
munu liklega, eins og ávallt áður,
hækka vörur og þjónustu að vild.
Með því að núverandi rikisstjóm
sleppti því gullna tækifæri sem hún
hafði til að afnema tekjuskattinn að
fullu í einu vetfangi, hefur hún lítið
svigrúm á öðram sviðum til að
koma til móts við launafólk í land-
inu. Málamyndaskattalækkun, mn
4% á þremur árum er svo sem ekki
neitt neitt og skiptir fólk engu. Ein-
hvem tíma munu núverandi ráð-
herrar eða þingmenn skrifa um það,
að árið 1997 hafi verið hægt að gera
átak með afhámi tekjuskatts eins og
sífellt hafði verið stefnt að, a.m.k. af
stærsta flokki landins. Kjarkinn
vantaði.
Það var dæmigerð mynd sem birt
var í Degi-Tímanum sl. þriðjudag,
er sýndi foringja Rafiðnaðarsam-
bandsins og Verslunarmannafélags
Reykjavíkur ganga á fúnd forsætis-
ráðherra. Það var undarlegur svip-
ur á launþegaforingjunum. Mér
kom í hug mett ljónynja og hýenan
sem ávallt kemm til að njóta leif-
anna. Þetta er nú bara minn hugar-
burður, og hefm líklega enga merk-
ingu. - En kjarasamningamir 1997
era í vaskinum, hvemig sem á þá er
litið.
DV
Meira uppi í
ermi Davíðs
Ásbjöm hringdi:
Eftir því sem málin hafa þró-
ast í samningaviðræðum undan-
farið, sýnist mér að stjórnvöld
hafi haft hug á að nýta mögu-
leika til skattalækkunar að vera-
legu leyti. Eða hvers vegna
skyldi forsætisráðherra hafa
nefnt þessa 4% skattalækkun til
sögunnar yfirleitt? Þau nægja þó
ekki, að mati glöggra manna,
sem þekkja inn í efnahagslíf hér
á landi. Ég tel líka einsýnt að
Davíð hafi meira uppi í erminni
hvað skattalækkanir snertir en
þessi 4%. Óleyst era mál hinna
lægst launuðu og Verkamanna-
sambandsins og þá kemur vænt-
anlega í ljós hve mörgum pró-
sentum Davíð bætir við til að
skattalækkunin teljist viðun-
andi.
Upplausn sýni-
leg í Evrópu
Gísli Jónsson skrífar:
Ótrúlegt er að nú skuli svo
komið að í einu landa Evrópu
skuli böm niður í 6 ára aldur
ganga um götur með hríðskota-
byssur og láta dólgslega. Þetta er
annað ríkið í Evrópu sem verður
upplausn að bráð. í fyrram
Júgóslavíu er engin endanleg
lausn heldur á borðinu. Og nú er
það Þýskaland sem nánast berst
fyrir lífi sínu og áframhaldandi
forystuhlutverki í álfunni. Auk-
ið atvinnu- og vonleysi og
minnkandi framleiðsla. Ég sé
ekki annað en upplausn sé ört
vaxandi á meginlandi Evrópu.
Vikartindur og
skráningin
Öm Sigurðsson hringdi:
Margir hafa velt fyrir sér nafn-
inu „Vikartindur“ á strandaða
skipinu við Þjórsárósa. Aila vega
óvenjulegt nafn á þýsku skipi.
Varla er skip skráð á tveimur
stöðum samtímis? Það gæti þó
verið verið hentugt við ýmsar
uppáfallandi aðstæður. Ekkert
hefur komið fram um að svo sé
ástatt um Vikartind. En ég
minnist þess ekki heldur að hafa
heyrt um hvar það skip er skráð
og hvemig staðið er að slíkum
skráningum.
Aukið vinnuá-
lag og yfirvinna
K.S. skrifar:
Aukið vinnuálag ætti skilyrð-
islaust að greiðast sem yfir-
vinna. Því miður hefur það færst
í vöxt að fólk á ýmsum vinnu-
stööum er látið vinna störf
annnarra sem era t.d. í veikinda-
eða vetrarfríi, án þess að það fái
aukagreiðslu fyrir. Þetta á sér
stað t.d. á sjúkrahúsunum og hjá
einu þeirra opinberu fyrirtækja
sem nýlega var gert að hlutafé-
lagi. Fólk fær frí af ýmsum
ástæðum, en þeir sem vel mæta
verða sí og æ að bæta á sig
miklu vinnuálagi án nokkurrar
greiðslu fyrir. Svona mál ættu
stéttarfélögin að kanna.
Litla stúlkan í
strætó
Sólveig Ólafsdóttir hringdi:
Sl. þriðjudag um kl. 15 varð ég
vitni að því að lítil stúlka, á að
giska 10-11 ára kom inn í SVR-
vagn, leið 11C, við Ármúiastoppi-
stöð. Hún var á annarri leið og
spm-ði vagnstjórann hvar hún
gæti náð leið 3. Hann tók
stúlkunni svo einstaklega vel og
þægilega að mér finnst ástæða
til að geta þess. Hann sagði
henni að taka annan vagn sem
kæmi henni á rétta leið og hafði
samband viö annan vagn til þess
arna, og sá um að hún skildi vel
allar leiðbeiningar. Kvaddi hana
svo með þeim orðum að fara
gætilega. Svona era góðir vagn-
stjórar.