Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Side 24
36 FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 . : ■ ■ Jeppa- og mini- delluþjóðfélagið „Það er erfitt að lifa af list, hvort sem það er myndlist eða önnur list, og ekki síst í jafn fá- mennu jeppa- og minidelluþjóð- félagi og okkar.“ Kristján Guðmundsson mynd- listamaður, í Morgunblaðinu. Framsóknarkarlar „Æ, það er grátlegt að horfa upp á það.“ Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir alþingismaður, spurð um framsóknarráðherra, í Alþýðu- blaðinu. Að nenna að vinna „Það er mjög slæmt þegar fólk er að væla yfir ástandinu, því enn er ísland land möguleik- anna. Ef þú nennir að vinna get- urðu eignast hús á tveimur árum.“ Steingrímur St.Th. Sigurðsson listamaður, í Degi-Tímanum. Ummæli Ofríki og kúgun karlmanna „Þótt ég geti tekið undir kenn- ingar um ofríki, stjórnsemi og kúgun karlmanna í heiminum, þá get ég ekki þar með dæmt allt karlkynið sem siðlausa nauðg- ara, þótt vitað sé að sumir þeirra eru það.“ Hlín Agnarsdóttir, í Degi- Tím- anum. Draumalandiö spilar í Ólafsvík í kvöld. Draumalandið og fegurðarsamkeppni Danshljómsveitin Draumalandið skemmtir í Klifi, Ólafsvík, í kvöld en þar fer einnig fram kosning fegurð- ardrottningar Vesturlands og einnig Herra Vesturland. Sín í Kringlukránni Hljómsveitin Sín leikur í Kringlu- kránni í kvöld og annað kvöld. í Leikstofu skemmtir Guðmundur Rúnar Lúðvíksson trúbador. Papar í The Dubliner Á írska pöbbinum The Dubliner munu Papar skemmta í kvöld og annað kvöld. í dag kl. 18.00 skemmt- ir T-Vertigo. Yfir strikið í Gjánni Gleðisveitin Yfir Strikið mun skemmta i kvöld í Gjánni á Selfossi. Almenn danstónlist með blöndu af soul, rokki og blues er þeirra tónlist. Skemmtanir Brilljantín á Felgunni Fáir skemmtistaðir hafa verið jafnmikið í fréttum undanfarið eins og Felgan, Patreksfirði. I kvöld mun þar ríkja glaumur og gleði en þá munu skemmta á staðnum dúettinn Brilijantín. Upplyfting í Glæsibæ Hljómsveitin Upplyfting ásamt söngvaranum Ara Jónssyni skemmt- ir í Glæsibæ í kvöld og annað kvöld. Viðar Jónsson í Gullöldinni Gullöldin, skemmtistaðurinn í Grafarvogi, býður upp á dansleik um helgina og er það Viðar Jónsson sem leikur tyrir dansi. Hunang á Gauknum Hljómsveitin Hunang verður með léttleikann að leiðarljósi á Gauk á Stöng í kvöld og annað kvöld. Fógetinn í kvöld og annað kvöld skemmta á Fógetanum dúettinn Steppi P. og Pétur. DV austlæg átt Hæg Yfir Grænlandi er 1038 mb hæð og frá henni hæðarhryggur í átt að landinu. Suður af Hvarfi er víðáttu- mikið lægðarsvæði sem hreyfist lít- ið. Veðrið í dag í dag verður austankatdi við suð- urströndina fram undir kvöld en síðan stinningskaldi og skýjað að mestu. Annars verður yfirleitt frem- ur hæg austlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Vestanlands má þó búast við austankalda í nótt. Hiti verður nálægt frostmarki allra syðst yfir daginn en annars frost 2 til 15 stig, kaldast um landið norðanvert. Á höfðuðborgarsvæðinu verður austlæg átt, hæg í dag en kaldi í kvöld og nótt og léttskýjað. Frost verður 4 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 19.26 Sólarupprás á morgun: 07.46 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.41 Árdegisflóð á morgun: 11.11 Veðrið kl. Akureyri 6 í morgun: léttskýjaö ■ -13 Akurnes skýjaö -5 Bergstaöir heiöskírt ■ -15 Bolungarvík skýjaö -5 Egilsstaöir skýjaö ■ -10 Keflavíkurflugv. léttskýjað -5 Kirkjubkl. skýjaö -3 Raufarhöfn snjóél -6 Reykjavík heiöskírt 9 Stórhöfði léttskýjaö -1 Helsinki léttskýjaó -2 Kaupmannah. súld 6 Ósló skýjaó -2 Stokkhólmur léttskýjaö -2 Þórshöfn snjóél 0 Amsterdam þokumóöa 8 Barcelona heiðskírt 9 Chicago rigning 1 Frankfurt þokumóöa 4 Glasgow skýjað 9 Hamborg þokumóöa 8 London skýjaö 10 Lúxemborg þoka á síö.kls. 6 Malaga heiöskírt 8 Mallorca þokuruöningur 4 París skýjaö 7 Róm þokuruöningur 6 New York alskýjað 1 Orlando skýjað 21 Nuuk léttskýjaö -2 Vín mistur 9 Washington rigning 5 Winnipeg léttskýjað - -23 í Kátu ekkjunni blandast saman söngur og dans. Káta ekkjan fslenska óperan hefur sýnt að undanförnu óperettuna Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár og er næsta sýning í kvöld. Tónlistina sömdu Viktor Léon og Leo Stein. Óperettan var frumsýnd í Vínar- borg árið 1905 og hefur um langa hríð verið önnur af tveimur vin- sælustu óperettum allra tíma. Söngtextarnir í uppfærslu ís- lensku óperunnar eru í þýðingu Þorsteins Gylfasonar en um leiktexta og leikgerð sér Flosi Ólafsson. Það er Andrés Sigur- vinsson sem leikstýrir Kátu ekkjunni og á móti Signýju leik- ur Garðar Cortes aðalhlutverk. Gudrun M.H. Kloes ferðaþjónustubóndi: Dreifbýlið hefur ákveðinn lífsstíl DV, Fljótum: „Oft er það talinn kostur í ferða- þjónustunni að búa við eitt eða fleiri náttúruundur á svæðinu s.s. jökullón, virkt eldfjall, hrikalega eyðimörk eða víðfrægan foss. Menn láta sig dreyma um að þetta nátt- úruundur muni sjálfvirkt draga ferðafólkið að og við aðilar í ferða- þjónustunni þurfum ekki að gera annaö en að byggja gisti- og veit- ingastaði í kringum það, þannig skapist atvinnutækifærin," sagði Gudrun M.H. Kloes, ferðaþjónustu- bóndi á Brekkulæk í Miðfirði, þeg- ar hún flutti erindi um ferðaþjón- ustu á atvinnumálaráðstefnu fyrir skömmu. Maður dagsins Gudrun sagðist telja það kost fyr- ir Norðurland vestra að þar sé ekk- ert þess háttar náttúruundur. Það gefi okkur meiri möguleika til að dreifa ferðaþjónustunnni sem best um allt svæðið ogá sem flesta aðila. Hún telur svæðið búa yfir ótal möguleikum en i mörgum tilfellum vanti að draga þá fram. Hún leggur áherslu á að við eigmn að byggja út frá því sem við höfum en ekki út frá því sem við óskum okkur. í Guörún M.H. Kloes. þessu sambandi leggur hún sér- staka áherslu á þann sérstaka lífs- stii sem er í dreifbýlinu. „Megnið af þeim erlendu gestum sem koma i þetta kjördæmi kemur úr borgum og bæjum meginlands- ins þar sem dreifbýli eins og á ís- landi er óþekkt stærð. Þessir gestir hafa mikinn áhuga á því sem ég vil kalla lífsstíl dreifbýlisins. Til að uppfylla þær væntingar sem er- lendu ferðamennirnir hafa er það heldur kostur að svæðið, þ.e. Norð- urland vestra, hefur ekki orð á sér fyrir að vera mikið ferðamanna- svæði. Ferðamenn sem hingað koma vilja upplifa svæðið ómengað, t.d. að réttarstemningin sé sem upp- runalegust, göngur og smala- mennska í hefðbundnu formi og þeim er nánast óskiljanlegt hvemig félagsleg samskipti virka i svona miklu strjálbýli. Til að kynna þenn- an sérstaka lífsstíl og gera svæðið aðlaðandi fyrir ferðamenn, sem hafa bæði áhuga á náttúru landsins og lifhaðarháttum fólksins, þarf að móta stefnu, finna slagorð o.s.frv. og ekki síst sums staðar þarf aö taka til. Ég nefni aðeins nokkra þætti úr menningarlífinu í NV sem gera mætti aðgengilegri fyrir ferða- menn. Hinir fjölmörgu kórar og sönghópar gætu allir haldið tón- leika sömu helgina og hægt væri að kynna hátíðirnar betur og jafnvel fjölga þeim. Leikfélög gætu sett upp eitthvað sem höfðar til erlendra feröamanna, t.d. þætti úr íslend- ingasögunum og þá á þeim stöðum þar sem þeir hafa átt sér stað eins og í Borgarvirkinu, á Flugumýri og í Drangey. Hestamannafélögin gætu boöið uppá sýningar fyrir ferða- menn. Einnig mætti bjóða upp á veislur og uppákomur í gömlum og vel viðhöldnum fiárréttum og svo mætti lengi telja,“ sagði Gudrun Kloes að lokum. -ÖÞ Gætir tungu sinnar Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Leikhús Sögusvið óperettunnar er Par- is um síðustu aldamót. Káta ekkjan, Hanna, sem er vellauð- ug, er komin til borgarinnar frá Svartfiallalandi. í Paris hittir hún Danilo greifa sem er gamall kærasti og kveikja endurfundir þeirra kenndir í brjóstum beggja. ÁstarbraH af ýmsu tagi einkennir söguna sem er sett fram með leikandi can can-, valsa- og vínartónlist. Bridge í janúarmánuði síðastliðnum var haldin spilahátíð yngri spilara í bæn- um Hertogenbosch í Hollandi. Fjöl- mörg lönd sendu landslið sín í þessa keppni og þótti hún góður undirbún- ingur fyrir komandi heimsmeistara- mót yngri spilara í Kanada. í mótslok voru þrjú spil tilnefnd sem bestu spU mótsins og sagnhafi í tveimur þeirra var Daninn Mikkel Nohr. Hér er ann- að þeirra. Mikkel sat í suður og sagn- ir gengu þannig, norður gjafari og allir á hættu: * ÁD98 * — ♦ DG962 * G873 * 763 <4 G9543 ♦ 108 * Á92 Norður * 2 V KD62 ♦ Á43 * KD1064 Austur Suður Vestur pass pass i * 1 4 2 4 pass 3 ♦ pass 3» pass 5 * pass 6 * p/h 4 KG1054 * Á1087 * K75 * 5 Svo virðist sem slemman fari fyrst og fremst eftir því hvorum megin tíg- ulkóngurinn liggur. Hans hátign ligg- m- því miður vitlaust fyrir sagnhafa og því ekki möguleiki að vinna spUið - eða hvað? ÚtspUið var reyndar vin- samlegt, hjartaásinn, en jafnvel það virtist ekki duga tU. Mikkel trompaði í blindum, spUaði laufi á drottningu og trompaði aftur hjarta í blindum. Þegar Mikkel spUaði næst laufi drap austur á ás og spUaði tígultíunni. Besti möguleikinn er þrátt fyrir aUt að svína en Mikkel hafði ekki trú á þvi að sú svíning gengi. Hann fór upp með ás og tók slagi sína á hjarta og lauf. Vestur varð að halda í tígul- kónginn og neyddist þar af leiðandi tU að fara niður á KG í spaða. Spaða- svining tryggði hins vegar 3 síðustu slagina á þann lit. Athugulir lesend- ur sjá að austm’ gat hnekkt spUinu með því að spUa spaða! í stað tígul- tíunnar. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.