Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. MARS 1997 Fréttir_________________________________________________^ Tveimur skipverjum bjargað þegar trillan Blossi GK sökk: Góð tilfinning að bjarga mönnunum heilum á húfi - segir Ólafur Halldórsson, skipstjóri á Jónínu ÍS, sem bjargaði mönnunum Skipbrotsmennirnir voru fluttir til Su&ureyrar á Jónínu ÍS. Hér sést Gu&mundur Karvel Pálsson, skipstjóri á Blossa GK, ganga frá bor&i viö komuna til Su&ureyrar og heldur hann á flotgallanum sínum. DV-mynd H.Kr. „Ég er alltaf með opið á neyðar- bylgjunni og heyrði því neyðarkall- ið strax. Þeir voru þrjár sjómílur frá okkur og við náðum þeim þurr- um um borð. Það er auðvitað mjög góð tilfinning að bjarga mönnunum heilum á húfi,“ segir Ólafur Hall- dórsson, skipstjóri á Jónínu ÍS, sem bjargaði ásamt áhöfn sinni tveimur skipverjum af trillunni Blossa GK frá Suðureyri sem sökk um 10 sjómílur vestur af Gelti á laugardag. Neyðarkallið barst klukkan 16.12 og var búið að bjarga báðum skip- verjunum klukkan 16.51. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út en beiðnin var afturkölluð eftir að Ólafur Halldórsson, skipstjóri á Jónínu ÍS, sem bjarga&i tvelmur skipbrotsmönnum af Blossa GK eft- ir a& hann sökk á laugardag. DV-mynd H.Kr. fréttir bárust um að skipverjarnir væru heilir á húfi um borð í Jón- ínu. Þyrlan var þá stödd yfir Eld- borg á Snæfellsnesi. Þokkalegt veð- ur var þegar slysið varð 3-4 vind- stig af austnorðaustri og lítill sjór. Ekki viö neitt ráöið „Við vorum í hefðbundnum róðri og búnir að draga í land. Við vorum á heimleið með um 5 tonna afla þegar báturinn fór skyndilega að síga við annað bakborðshornið. Ég fór út á dekk til aö kanna hvað væri að gerast en þá var báturinn farinn að taka inn á sig sjó. Þá sá ég að það var ekki við neitt ráðið og sendi út neyðarkall. Ég fékk strax svar og vissi að Jónína var þarna skammt frá,“ segir Guð- mundur Karvel Pálsson, skipstjóri á Blossa, sem bjargaðist ásamt Örv- ari Jóhannssyni háseta. „Ég var í flotgalla og Örvar var snöggur að klæða sig í sinn. Við settum síðan út gúmbjörgunarbát- inn og komumst í hann án erfið- leika. Þetta gerðist mjög snöggt og það liðu aðeins örfáar mínútur þar til báturinn sökk að aftan og fór upp á endann. Ég skar þá á linuna og við biðum í bátnum í um 40 mín- útur þar til Jónína kom og bjargaöi okkur. Við vorum blautir í fæturna en annars í góðu formi. Það er auö- vitað margt sem fer í gegnum hug- ann á svona stundu en annars greip aldrei um sig nein ofsa- hræðsla því við vissum að hjálpin var nálægt. En auðvitað er þetta alltaf hætta því það er aldrei að vita hvað getur gerst. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í skip- broti og ég vona að þetta verði einnig í síðasta skipti sem slíkt ger- ist. Ég vil færa mönnunum á Jón- ínu þakkir fyrir björgunina,“ segir Guðmundur Karvel. Þess má geta að Ólafur, skip- stjóri á Jónínu ÍS, átti þátt í björg- un tveggja manna af trillunni Gumma í Nesi ÍS sem fórst út af Barða fyrir örfáum árum. Engar skýringar fengust við skýrslutöku í gær hvers vegna Blossi sökk. Lögregla og fulltrúar sjóslysanefndar yfirheyrðu skip- brotsmennina á ísafirði. Blossi var 5,9 tonna bátur en hann var smíð- aður árið 1994. -RR/rt Dagfari Ríkisleyndarmál samgönguráðherra Það er margt sem ráðherrarnir í ríkissfjórninni vita sem aðrir vita ekki. Ög það er fátt sem þeir vita ekki og aðrir vita. Þetta gera völd- in og þess vegna sækjast menn eft- ir völdum til að vita meir en aðrir og vita það sem aðrir vita ekki. Þetta eru kölluð ríkisleyndarmál og eru best varðveittu leyndarmál í heimi. Þeim fer því miöur fækkandi, ríkisleyndarmálunum, því nú eru menn búnir að setja lög um opin- berar upplýsingar og upplýsinga- skyldu og ráðherrar neyðast hvað eftir annað til að svara spuming- um og veita upplýsingar um hin ólíkegustu og viðkvæmustu mál, sem varða þjóðarhag og almenn- ingur heimtar svör, fjölmiðlar heimta svör og jafhvel alþingis- menn heimta svör. Þó hafa alþingismenn alla jafna verið þægir og tillitsamir við ráð- herra enda vita alþingismenn, eða hafa að minnsta kosti vitað til skamms tíma, að því minna sem þeir viti, því betra. Þeir hafa kos- ið sér ríkisstjórn og ráðherra til að hafa vit fyrir öðrum og geyma vitið og vitneskjuna hjá sér sjálf- um og það hefur firrt alþingis- menn ábyrgð á því að vita of mik- iö og vita það sem er óþægilegt aö vita. Nú er svo komið að fokið er í flest skjól og ekkert er heilagt lengur. Menn spyrja endalaust og fá svör við öllum spurningum og engin leyndarmál fá að liggja í þagnargildi og ráðherrar og ríkis- stjómir vita sífellt minna en aðrir og mega þegja yfir færri og færri málum. Það á allt að liggja á glám- bekk fyrir alþjóð. Það er sífellt minna spennandi að vera í ríkis- stjóm, því manni er ekki lengur trúað fyrir neinu og má ekki þegja yfir neinu og leyndarmálin leka út og jafnvel þjóðarhagsmunir em ekki varðir lengur fyrir kjafta- gangi og lausmælgi. En mitt í öllum þessum gaura- gangi og upplýsingavaðli hefur ríkistjórninni og samönguráð- herra tekist að varðveita eitt leyndarmál og neita að upplýsa það. Ráðherrann neitar að segja frá því hvað yfirmenn Pósts og síma hf. hafi mikið í laun. Þessi afstaða er vel skiljanleg. Laun yfirmanna Pósts og síma eru ekki aðeins ríkisleyndarmál. Þau jaðra við að vera hemaðarleynd- armál og ljóst er að það er i þágu almannahagsmuna og þjóðarhags- muna að laun hjá Pósti og síma séu ekki upplýst. Eða hvað haldið að muni gerast ef samgönguráðherra fer að kjafta frá þessum launum? Það yrði allt vitlaust. Þjóðin myndi fara á ann- an endann. Ríkisstjórnin myndi sennilega hrökklast frá. Enda geta allir séð að vitneskja almennings og óviðkomandi aðila um laun yfirmanna Pósts og síma er ótímabær og óæskileg og krefst fullkominnar þagmælsku og leyndar. Menn geta spurt og fengið svör um laun annarra forstjóra og stjómenda. Menn geta fengið upp- lýst hvað ráðherrar fá borgað og menn geta þráttað og samið um laun hjá hinum almenna laun- þega. Menn geta jafnvel upplýst um það hvort kjarnorkuvopn séu geymd á íslandi. En yfirmenn Pósts og síma hafa laun sem eng- inn getur sagt frá. Ekki einu sinni ráðherrann sjálfur. Og til allrar guðs lukku er sam- gönguráðherra þagmæltur maður og tryggur þjóðarhagsmunum og tryggur vinum sínum hjá Pósti og síma hf. og lætur ekki þvinga sig til frásagnar um laun þessara vina sinna. Enda er það ríkisleyndar- mál mikilvægara en flest önnur leyndarmál og ef samgönguráð- herra bregst í því máli er fátt um varnir og síðasta vigið fallið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.