Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. MARS 1997 Fréttir Sáttasemjari meö sáttatillögu og frestar verkfalli bankamanna: Foringjar bankamanna vilja fella tillöguna - í allsherjaratkvæöagreiöslunni á miðvikudag og fimmtudag Stjóm Sambands íslenskra bankamanna, samninganefnd þess og formenn aðildarfélaga SÍB, segja að sáttatillaga Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara sé ófullnægjandi. Þeir skora á bankamenn að taka þátt í allsherjaratkvæðagreiðslu um hana næstkkomandi miðvikudag og fimmtudag og fella hana. Um leið og sáttasemjari lagði til- löguna fram siðastliðið fóstudags- kvöld frestaði hann boðuðu verk- falli bankamanna um 15 daga eða til 4. apríl. Sáttatillaga hans er ná- kvæmlega eins og sá kjarasamning- ur sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur gerði við VSl á dögun- um. Aðeins eitt atriði er þar um- fram en það er 0,7 prósenta launa- hækkun frá 1. mars síðastliðinum með vísan til álits gerðardóms í deilumáli SÍB og bankanna frá 1996. Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi til 15. febrúar árið 2000. „Fyrir utan það að mönnum þyk- ir launaliðurinn ekki nægilega hár þá vilja bankamenn ekki sætta sig viö að samningurinn gildi svona lengi. Það er meðal annars vegna þess að fyrir dyrum stendur að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Þeirri breytingu munu fylgja ákveðnar breytingar. Bankamenn vilja að samningurinn gildi til ekki lengur en til hausts 1999,“ sagði Vil- helm G. Kristinsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra banka- manna, í samtali við DV í gær. Verði sáttatillagan felld í ailsherj- aratkvæöagreiðslunni verður aftur sest að samningum þar til boðað verkfall hefst 4. apríl, hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. -S.dór Húsavíkurbær: Vill eignast Saltvík DV, Akureyri: Áhugi er á því innan bæjar- stjórnar Húsavíkur að Húsavíkur- bær eignist jörðina Saltvík sem er skammt sunnan bæjarmarkanna en jörðin er í eigu ríkisins. Verði af því að bærinn kaupi jörðina er áformað að þar verði í framtíðinni rými fyrir stærri atvinnurekstur og bærinn hefur þegar sent yfir- völdum erindi um að hann eignist jörðina. „Við hugsum þetta svæði t.d. undir einhverja iðju sem tengist heitu vatni. í dag er ástandið þannig að heita vatnið, sem við fáum úr Reýkjahverfi, er allt of heitt þegar það kemur inn á kerf- ið í bænum og starfsemi í Saltvík gæti orðið til þess að hitinn á vatninu lækkaði um 10-20 gráður. Við stöndum frammi fyrir því að fara að endurnýja vatnsleiðsluna upp í Reykjahverfi sem er 300-400 milljóna króna framkvæmd og það veröur ekki gert nema til staðar sé einhver aðili sem geti nýtt vatnið og óbeint greitt þá endumýjun,“ segir Sigurjón Benediktsson bæj- arfulltrúi. Heita vatnið, sem kemur inn á. kerfi Húsvíkinga, er um 90 gráða heitt, sem er yfir stöölum, og stilli- tæki eru ekki miðuð við svo heitt vatn. -gk Hjartveik börn: 26 miiyónir söfnuðust Um 26 miljónir króna söfnuð- ust fyrir hjartveik böm í landsöfn- uninni „Gefum þeim von“ sem fram fór sl. fóstudag. Að sögn forsvarsmanna Neist- ans, styrktarfélags hjartveikra bama, gekk söfnunin mun betur en vonir höfðu verið bundnar við. Neistinn stóð að söfnuninni í sam- starfi við íslenska Útvarpsfélagið, SPRON, Gulu línuna ofl. -RR Ingólfur Jónsson sigraöi í karlaflokki á Reykjavíkurtjörn á Fiðringi DV-mynd E.J. Hestamót á Reykjavíkurtjörn Tjornin tilvalin fýrir sýningar og keppni Opið hestamót á Reykjavík- urtjörn síðastliðinn laugardag vakti mikla athygli hestamanna og ann- arra áhugamanna um íslenska hest- inn. Keppendur komu víða að og mættu um það bil 120 knapar með hesta í tölt- og skeiðkeppni. Tveir knapar komu úr Grrmdar- firði með þijá hesta og þar sáust *]* m Vinningar sem dregnir voru út í HAPPII HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birtmeð fyrirvara um prentvillur. Guðríður Þorsteinsdóttir. Strandgðtu 33, Akureyri Gerður Tómasdóttir, Brekkustíg 3A, Reykjavík Sigurbára Óskarsdóttir, Birkihlíð 6, Vestm. Ásgeir Ásgeirsson, Frostafold 22, Reykjavík Áslaug Bjarnhéðinsdóttir, Hilmisgötu 5, Vestm. Sólveig Sörensen, Álftamýri 36, Reykjavík Vif\f\«»1QSh«'s f&r Qi'ÍA Vi Ásdís ÓlafsdAttir, Miðholti, Hafnartirði Gunnhildur Sigurjónsdóttir, Norðurvegi 37, Hrísey Ástríður Johnsen, Vesturgötu 30, Akureyri Anna Ingibjörg Eiðsdóttir, Hólabraut 1, Hrísey Eygló Ingimarsdóttir, Hólabraut 3, Hrisey Guðmundur Snorrason, Þórustíg 15, Njarðvík Guðrún F. Helgadóttir. Túnsbergi, Akureyri Jón Snorri Guðmundsson, Miðskógum 24, Bessast. Kristín Rúnarsdóttir, Grundarvegi 13, Njarðvík Margrét Guðmundsdóttir, Hólavegi 22, Sauðárkróki Sandra Ásgelrsdóttir, Blábjörgum, Djúpavogi Unnur Sigurðardóttir, Heiðarholti 30C, Keflavík einnig knapar af Suðurlandi með fræga stóðhesta. Þama voru meðal annarra: Piltur frá Sperðli, Geysir frá Gerðum, Kol- finnur frá Kvíarhóii, Kópur frá Mykjunesi og Þokki frá Bjarnar- nesi. Þeir komust allir á verðlaunapall nema Piltur en knapi hans, Bragi Andrésson, var ekki kominn alla leið úr Rangárvallasýslu til að fara með löndum. Það varð honum að falli að hann sýndi ekki hægt tölt að sögn dómara. í karlaflokki sigraði Ingólfur Jónsson (Fáki) á Fiðringi. Hann var eini áhugamaðurinn í fimm knapa úrslitum í karlaflokki. í kvennaflokki sigraði Auður Stefánsdóttir (Fáki) á Röðli, í ung- mennaflokki Guðmar Þ. Pétursson (Herði) á Spuna, í unglingaflokki Magnea R. Axelsdóttir (Herði) á Vafa og í bamaflokki Berglind R. Guðmundsdóttir (Gusti) á Fjöður. Elías Þórhallsson sigraði í 100 metra skeiði með fljúgandi starti á Vála á 8,52 sek. 1.500 pylsur, gosdrykkir og prins póló auk annars sælgætis var dreift á svæðinu og hvarf nánast allt í gesti. Reykjavíkurtjöm er kjörin fyrir svona hestamót og væri tilvalið að setja upp sýningar fyrir útlendinga á kvöldin með viðeigandi ljósadýrð þegar það er mögulegt á vetuma. Það var Félag tamningamanna sem stóð að mótinu. Hafliði Hail- dórsson var umsjónarmaður móts- ins og hann sagöi að tilgangurinn hefði verið að kynna sýningar í Reiðhöllinni í Víðidal um næstu helgi og búa til skemmtun fyrir borgarbúa og böm. Takmarkið væri að gera betur síðar. -E.J. Bílvelta við Vík DV, Vík: Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti á laugardaginn 51. árs gamlan Englending sem slasaðist þegar bíll hans lenti utan vegar í iljúgandi háiku rétt austan Vikur. Að sögn Reynis Ragnarsson- ar, lögreglumanns í Vík, var mikil ísing á veginum þegar slysið varð og missti maðurinn stjóm á bílnum þannig að hann snerist, valt heila veltu og end- Að sögn lækna á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er líðan mannsins allgóð. Hans slasaðist á baki en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. -NH/RR Góð loðnu- veiði um helgina DV, Akureyri: „Það er búin að vera ágætis veiði hér um helgina en senni- lega fer nú að síga á seinni hlut- ann í þessu,“ sagði Bjami Bjamason, skipstjóri á loðnu- bátnum Súlunni EA, þegar DV ræddi við hann seinni partinn í gær. Loðnubátamir vom í tals- verðri veiði bæði í gær og fyrra- dag. Loðnan var djúpt út af Snæ- fellsjökli, óvenjulega vestarlega að sögn Bjama en talsvert af henni þar á ferðinni. Súlan kom á miðin um miðjan dag í gær og þremur tímum síð- ar var skipið komið með 600 tonn í lestamar eftir tvö köst og því þurfti eitt gott kast til viðbót- ar til að fylla skipið. Bjami sagði að heimabátar gengu fyrir um löndun í höfnum við suðvestur- hom landsins en sumir aðrir bátar yröu að sigla alla leið aust- ur iyrir land með afla sinn. Súl- an landaði t.d. á laugardag á Nes- kaupstað en siglingin þangað fram og til baka af miðunum tek- ur um 36 klukkustundir. -gk Lögreglan í Reykjavík: Klippt af rúmlega 1200 öku- tækjum Lögreglan vinnur af fullum krafti að ná til þeirra ökutækja sem ekki hefur verið farið með í aðalskoðun eða ekki verið greiddar af lögbundnar trygging- ar eða bifreiðagjöld. í gær klippti lögreglan í Reykjavík númer af 34 ökutækjum vegna þessarar vanrækslu. Alls hefur lögreglan klippt númer af 1226 bifreiðum á fyrsu tveimur og hálfum mánuði árs- ins. Af þeim vom 878 ökutæki sem eigendur höfðu ekki borgað af lögbundnar vátryggingar eða bifreiðagjöld á síðasta ári. 299 af þessum ökutækjum höiðu ekki verið færð til aðalskoðunar á síð- asta ári og 46 ökutæki höfðu ver- ið færð til aðalskoðunar en feng- ið athugasemd og ekki komið aft- ur. -RR DV og Apple-umboðið: Vinnið Macintosh tölvu með mótaldi - skilafrestur til 19. mars ió vinnmg* hja HAppdr^ttí H-»5kola iöi öí'ylfjáv«k, 4Ím» 565 8300. Nú fer hver að verða síðastur að senda inn þátttökuseðlana vegna getraunar DV og Apple-umboðsins. Seðlamir birtust í DV 5.-12. mars og var nóg að svara með krossi í réttan reit. Safna átti öllum þátt- tökuseðlunum saman og senda inn til: DV, Þverholti 11 „Makki" - 105 Reykjavík. í verðlaun er glæsileg Performa 6320/120 Macintosh tölva með mótaldi, að verðmæti 150 þúsund krónur. Skilafrestur er til 19. mars næstkomandi, til miðvikudags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.