Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Qupperneq 8
Þetta sérðu ekki á hverjum degi...
enda er verðið hlægilegt!
Yfir 60 nýjar vörutegundir
Allt heimsþekkt merki!
SIEMENS - AEG - GRUNDIG - BRAUN - SAMSUNG
PANASONIC - JVC - PHILIPS - SONY - VESTFROST
‘
I 8 MÁNUDAGUR17. MARS 1997
BOMRG
JARÐVEGSÞJÖPPUR
Ýmsar stærðir, bensín eða dísil.
Gæði á góðu verði.
Skútuvogi 12A, s. 581 2530
Stuttar fréttir x>v (
Skæruliðar vegnir
Öryggissveitir í Alsír drápu að ►
minnsta kosti 53 skæruliða bók-
stafstrúaðra múslíma í tveimur
hernaöaraðgerðum um helgina,
bæði í höfuðborginni Algeirsborg
og í Relizane héraði í vesturhluta
landsins.
Full yfirráð
Uppreisnarmenn í Saír náðu
Kisangani, þriðju stærstu borg
landsins, á sitt vald um helgina og
fognuðu íbúarnir þeim sem frels-
ishetjum.
Boesak snýr heim
Suður-afríski klerkurinn Allan
Boesak sneri aftur heim í gær eft-
ir tveggja ára
dvöl í Banda-
ríkjunum og
sagðist ekki
hræddur við að
svara ásökun-
um um að hann
hefði dregið sér
fé frá framlög-
um danskra
hjálparstofnana til fátækra á tím-
um stjómar kynþáttaðskilnaðar-
sinna. Boesak var vel fagnað við
heimkomuna.
Hið opinbera til bjargar
Héraðsstjórinn í Gdansk í Pól-
landi hefur boðist til að taka yfir
eignir gjaldþrota skipasmíða-
stöðvar þar sem verkalýðshreyf-
ingin Samstaða varð til ef ríkis-
stjórnin tekur á sig skuldir stöðv-
arinnar.
írar vilja Hume
John Hume, sáttasemjari á
Norður-írlandi, fékk flest atkvæði
í skoðanakönnun þar sem írskir
kjósendur voru spurðir hvern
þeir vildu fá á forsetastól þegar
Mary Robinson fer frá.
Næstum jafnt
Stuðningsmenn og andstæðing-
ar Jacques Chiracs Frakklands-
forseta og
hægristjómar
hans era næst-
um því jafn
margir. í nýrri
skoðanakönn-
un sögðust 41
prósent að-
spurðra styðja
stjómina en 43 vora henni and-
vig.
Tyrkir róaðir
Utanríkisráðherrar ESB full-
vissuðu tyrknesk stjómvöld í gær
um að land þeirra gæti einhvem
tíma uppfyllt inngönguskilyrði í
sambandið.
Skotið i Berlín
Þrír týndu lífi og tveir særðust
í skotbardaga á götum Berlínar í
gærkvöldi.
Rosenberg gagnlítil
Fýrram starfsmaður sovésku
leyniþjónustunnar KGB segir að
Rosenberg-hjónin, sem Banda-
ríkjamenn tóku af lífi fyrir njósn-
ir, hafi ekki veitt neinar gagnleg-
ar upplýsingar um kjamorku-
sprengjuna.
Zinnemann látinn
Kvikmyndaleikstjórinn Fred
Zinnemann, sem gerði sígildar
myndir á borð við High Noon, lést
úr hjartaslagi í Lundúnum á
fóstudag, 79 ára að aldri.
Rekinn af fundi
Rússneski hershöfðinginn Alex-
ander Lebed, sem gerir sér vonir
um að verða
næsti forseti
Rússlands, lét
reka mann einn
sem söng fyrir
hann andgyð-
inglegan söng af
fundi flokks
síns um helgina.
Seidi mannakjöt
Rússneskur morðingi sem seldi
kjötið af fómarlömbum sínum
hefur verið dæmdur í átta ára
fangelsi. Reuter
Wðe ruminsstahúsiv/ð,^
VERIÐ VELKOMIN í VERSLUN OKKAR
29" PHILIPS
sjónvarpstæki
með 70W heima-
bíomagnara
og 5 hátölurum.
Super black Line
flatur skjár með
Comb-filter.
Nicam stereo.
Allar aðgerðir
á skjá, valmynda
■__t: _ ti
á íslandi
Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja í Evrópu
- AN N O 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Full búð af hágæða
heimilis og raftækjum
á verði sem þig grunaði
ekki að væri til!
Útlönd
RflFTfEKlPERZLUN ÍSLflNDS EE
Clinton og Jeltsín undirbúa ferð til Helsinki:
Leiðtogafundinum frestað
um einn
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og
Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafa
ákveðið að fresta fyrirhuguðum
fundi sínum í Helsinki um einn dag
til að gefa Clinton meiri tíma til að
jafna sig eftir uppskurð á hné að því
er David Johnson, talsmaður Clint-
ons, skýrði frá í gær. Fundurinn
mun hefjast á fimmtudag en ekki
miðvikudag og standa í tvo daga.
Þeir Clinton og Jeltsín munu
ræða stækkun Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) til austurs, svo og
dag vegna
önnur málefni. Jeltsín ítrekaði í
viðtali við finnska blaðið Helsingin
Sanomat að hann væri andvígur
stækkun NATO þar sem hún væri
brot á skuldbindingum Vestur-
landa.
Jeltsín sagði í viðtalinu að stjóm-
völd í Moskvu gætu ekki ráðið því
hvort NATO yrði stækkað til aust-
urs en hann sagðist vona að í sum-
ar næðist samkomulag um nánari
tengsl. Hann sagði að slíkur samn-
ingur yrði að vera lagalega bind-
meiðsla
andi. Vesturlönd vilja hins vegar
ekki jafnformlegt samkomulag svo
þau þurfl ekki að leita staðfestingar
þjóðþinga sinna á því.
Clinton kom aftur heim í Hvíta
húsið í gær eftir tæplega tveggja sól-
arhringa vist á sjúkrahúsi þar sem
gert var að slitnu liðbandi í öðru
hné hans. Clinton meiddi sig þegar
hann var í heimsókn hjá ástralska
kylfingnum Greg Norman fyrir
helgi.
Reuter
ísraelar hvika ekki frá byggingaráformum í arabahluta Jerúsalem:
Jarðýtuvinnan hefst
síðar í þessari viku
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, átti fund með
Hussein Jórdanlukonungi og ræddi
við Yasser Arafat, leiðtoga Palest-
ínumanna, í síma í gær en ítrekaði
jafnframt að hafist yrði handa við
umdeildar byggingarframkvæmdir í
arabíska hluta Jerúsalem.
Á fundi sem Netanyahu og Jórd-
aníukonungur héldu með frétta-
mönnum í gærkvöldi var ísraelski
forsætisráðherrann spurður að því
hvort jarðýturnar yrðu sendar á
byggingarsvæðið eftir einn eða tvo
daga. Netanyahu svaraði því til að
jarðýtuvinnan hæflst í þessari viku,
eins og hann hefði áður sagt.
„Ákvörðun okkar hefur ekki ver-
ið breytt. Vinir geta, eins og ég
sagði, verið sammála og stundum
verið ósammála. Við skiljum
áhyggjur Palestínumanna og ann-
arra. En við höfum tekið ákvörðun
okkar,“ sagði Netanyahu.
Netanyahu og Hussein konungur,
sem ræddust við í rúmar tvær
klukkustundir á skrifstofu forsætis-
ráðherrans, sögðu að þeir hefði
hringt í Yasser Arafat, sem hefur
tvisvar sinnum neitað að taka á
móti sendimönnum ísraelskra
Hussein Jórdaníukonungur og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, brostu breitt þegar þeir hittust í gær en
ekki varð nein breyting á afstöðu ísraelsmanna til byggingaráforma í arabíska hluta Jerúsalem. Símamynd Reuter
stjórnvalda á síðustu tíu dögum.
Netanyahu sagðist vona að með
samtalinu við Arafat hefði verið
lagður nýr grunnur að frekari við-
ræðum við Palestínumenn. Staðfest
var að verið væri að reyna að koma
á fundi leiðtoganna tveggja.
Hussein Jórdaníukonungur flaug
til ísraels í gær til að hugga fjöl-
skyldur sjö skólastúlkna sem
jórdanskur hermaður skaut til bana
á landamærum ríkjanna í síðustu
viku og til aö draga úr spennunni í
samskiptunum við Israel eftir harð-
ort bréf sem hann sendi Netanyahu
í síðustu viku.
í bréfinu tók konungur undir
áhyggjur leiðtoga Palestínumanna
um að blóðbað kynni að hljótast af
ef ísraelar létu ekki af byggingará-
formum sinum. Reuter