Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Side 12
12
MÁNUDAGUR 17. MARS 1997
Spurningin
Lesendur
Ertu búin/n aö heyra nýja
Eurovision-lagiö?
Guðmundur Stefán Erlingsson
nemi: Nei, ég hef ekki átt kost á því
enn þá.
Garðar Ómarsson lyftingamaður:
Nei, mér finnst leiðinlegt að Páll
Óskar hafi þurft að lenda í þessu.
Brynhildur Axelsdóttir húsmóð-
ir: Nei, en ég hlakka til að heyra
lagið hans Páls Óskars.
Helga Gunnarsdóttir húsmóðir:
Nei, ég vissi ekki að komið væri að
því. Hver syngur lagið?
Ingvi Steinar Jensen atvinnurek-
andi: Nei, ég hlakka til að heyra
lagið.
Jón Ragnar Örlygsson nemi: Nei,
ég hef lítinn áhuga á Eurovision.
Skýrsla Bláalónsnefnd-
ar heilbrigðisráðuneytis
- fjöllin tóku jóðsótt og fæddist ekkert
Oddbergur Eiríksson skrifar:
Mér barst í hendur „Skýrsla
Bláalónsnefndar heilbrigðisráðu-
neytisins". Þetta er vandað rit um
málefnið og gerir góða grein fyrir
því, og á nefndin þakkir skildar fyr-
ir verk sitt.
Þetta segir okkur að ef einhverj-
um er umhugað að „markaðssetja"
ísland þá er þarna tækifærið. Hug-
myndin er 100% borðleggjandi hvað
þetta varðar. Hún hefur kynnt sig
sjálf. Og hvað þá; hvers vegna er
þessu máli ekki fylgt eftir?
Ofannefnd skýrsla kom út í
októbermánuði og var afhent sveit-
arstjómarmönnum á Reykjanesi
sem og sérstökum skrifstofum og
einstaklingum á svæðinu. Einnig
heilbrigðisráðuneytinu og Alþingi,
enda kostaði það starf nefndar-
manna, að upphæð 28 milljónir
króna.
Ég hefi um langan tíma haft
áhuga á þessu málefni. Ég hafði því
samband í byrjun febrúar við einn
nefndarmann og einn höfund
skýrslunnar og spurði frétta af mál-
inu. Liklega um 3 mánuðum eftir
útkomu hennar. Sagði hann mér
þau ótrúlegu tíðindi að ég væri
fýrsti maðurinn sem hefði haft sam-
band eftir að skýrslan kom út. Mér
brá óneitanlega.
Á sama tíma og öllu er til kostað
að efla umdeilda stóriðju og fágæt-
um gróðurvinjum á hálendinu fórn-
að undir virkjanalón er hugmynd-
inni um heilsuver við Svartsengi
ekki sinnt. Tækifæri sem okkur er
rétt upp í hendurnar er hundsað. Á
Hugmyndinni um heilsuver viö Svartsengi er ekki sinnt, segir Oddbergur m.a.
þessum framtakstímum einkafram-
taksins er kannski beðið eftir dugm-
iklum mönnum sem komi með fulla
skjóðu af peningum og leysi vand-
ann.
Manni verður þó hugsað til þess
að ekki færri en 4 fyrirtæki hafa
sett sig niður í grennd við orkuver-
ið og hafa eigendur þeira látið sig
dreyma smærri eða stærri drauma
um þá aðstöðu sem stendur þarna
til boða. En reynsla þeirra stendur
ekki fyrir stórum hugmyndum þótt
þeir hafi sýnt virðingarverða við-
leitni.
Hér þarf meira til. Fyrst og
fremst þarf heilbrigðisráðuneytiö
að láta til sín taka, enda reið það á
vaðið og gekkst fyrir rannsókninni
og öflun þekkingar erlendis, við
svipaðar aðstæður. Ef menn hafa
ekki efni á þvi að rækta gullgæsir
þá er ekki annar kostur vænni en
leggjast á bakið og bíða þar til þær
koma steiktar og fljúga beint í
munninn.
Stórslysafréttir oft köld gusa
M.M.S. skrifar:
Mér fmnst ég ekki geta þagað
lengur, því mér blöskrar frétta-
mennskan af nýlegum stórslysum.
Ég ætla í stuttu máli að taka dæmi
af minni reynslu. Ég sat heima hjá
mér og hlustaði á útvarpsfréttir kl.
16 hinn 10. mars. Þar var sagt frá
því að verið væri að hífa um borð í
þyrlu mennina af Þorsteini GK sem
væri að farast við Krísuvíkurberg.
Þar á meðal manninn minn.
Ég ætla ekki að lýsa því hér
hvernig mér leið við að fá þetta líkt
og kalda gusu i andlitið, því þetta
var fyrsta fréttin sem ég fékk af
slysinu. Eru engin takmörk fyrir
því hversu fljótt svona fréttir berast
til fólks? Rás 2 og Bylgjan ættu að
hugleiða þetta.
í þessu tilviki hefði það komið
öðruvísi út hefði fréttin komið kl. 18
sama dag, eða tveimur tímum
seinna. Þá hefði ég verið búin að
heyra í manninum mínum og tala
við bömin okkar og aðstandendur
sem líka vora slegnir yfir fréttinni.
Ég sendi þyrluáhöfninni og öðr-
um sem að björgun stóðu á mönn-
unum á Þorsteini GK innilegar
þakkir fyrir að færa bömunum okk-
ar pabbana sína og mennina okkar
heim.
Hver fann upp skattlagninguna?
Sveinbjörn skrifar:
Almenningur hefur mátt borga
af sínum launum í ríkissjóð frá því
ég man eftir mér. Upphaflega var
það bara kirkjan sem fékk tíund af
launum fólksins. Það tíðkast enn, að
ákveðinn hundraðshluti launa
rennur til trúfélags viðkomandi. En
tekjuskattur, eignarskattur, útsvar,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra,
bifreiðagjöld, fasteignagjöld, allt eru
þetta tekjupóstar fyrir ríkissjóð eða
sveitarfélög.
Að halda það að verðmæti eða
tekjur skapist með gluggaumslög-
um, eða skatti er alveg af og frá.
Tekjurnar og verðmætin skapast í
starfsgreinunum og hjá fólkinu
sjálfu í landinu og á miðunum. Sér-
hver starfsgrein og sérhver starfs-
maður er svo metinn eftir krónu-
tölu (en það er jú gjaldmiðill okkar
islendinga). Það er augljóst í mínum
augum að sú skipting er óréttlát.
[LiÍÍiEM þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
á ;
sima
0 5000
illi kl. 14 og 16
Minnumst þess aö verömætin erum við sjálf, ekki skattpeningurinn eöa
gluggaumslög.
Ég hélt, áður en ég kynntist því af
eigin raun, að skattar væru til að
jafna tekjur fólksins í landinu, en
þar hefur mér væntanlega skjátlast.
Samband ungra sjálfstæðismanna
hefur lagt fram tillögu um að af-
nema persónuafslátt og leggja 2%
skatt á 125.000 kr. mánaðartekjur
eða minna, og 25% skatt á tekjur
umfram það.
Með þessu yrði nokkur tekjujöfn-
un og tekjuskatturinn sennilega far-
inn að þjóna tilgangi sínum. Verka-
maður t.d. á garðyrkjubúi skapar
meiri verðmæti en lögfræðingur
eða tannlæknir, en þó eru tekjur
lægri hjá verkamanninum. Hvers
vegna? Prósentuhækkcmir á laun
eru hæstar hjá þeim sem hæstu
launin hafa.
Nei, hingað og ekki lengra, góðir
landar. En er þetta þjóðfélag ef til
vill orðið svo útjaskað, að við sam-
þykkjum allt sem þessar skrif-
stofublokkir semja um? Minnumst
þess að verðmætin erum við sjálf og
það sem við sköpmn en ekki skatt-
peningur eða gluggaumslög.
DV
Skoðana-
könnun hjá
öldruðum
Guðjón skrifar:
Fólk hefur áhuga á flestum
skoðanakönnunum sem gerðar
eru, og alla vega eru þær í um-
ræðunni a.m.k. þann dag sem
þær birtast og síðan vitnað til
þeirra af ýmsu tilefni. Ég bendi á
að aldraðir eru sífellt að verða
stærri hópur í samfélaginu. Það
væri ekki úr vegi að gera sér-
staka skoðanakönnun hjá
öldruðum, t.d. um fylgi þeirra
við flokkana. Þetta má gera með
úrtaki ýmist á dvalarheimilum
aldraðra eða á félagsstofnunum
þeirra þar sem þeir fjölmenna
mjög í afþreyingartímum sem
þar eru boðnir.
Afstaðan til
leikskólanna
Elin skrifar:
Ljót var fréttin um leikskólann
í Hafnarflrði, þar sem börn höfðu
verið leikin grátt oftar en einu
sinni. Þetta verður áreiðanlega
víti til varnaðar hjá foreldrum
áður en þeir ákveða hvar ungum
bömum skuli komið fyrir. Svona
stofnanir þurfa mun meira eftir-
lit en nú er raunin. Það má ein-
faldlega ekki veita hverjum sem
er forystu fyrir leikskólum. Hver
vildi t.d. senda dreng sinn til for-
stöðumanns sem ekki gengi heill
til skógar á kynferðissviðinu
gagnvart drengjum? Eða gagn-
vart stúlkum? Ég vona að þessi
mál öll verði endurskoðuð gaum-
gæfilega.
Flugfélag
íslands-nafnið
- óþarfa uppvakningur
Ingólfur Árnason skrifar:
Sú ákvörðun stjórnar Flugleiða
hf. að nota nafnið Flugfélag ís-
lands hf. í innanlandsflugi félags-
ins hefur vakið upp draug algjör-
lega að óþörfu. Þegar loks hafði
náðst sæmilegur friður um Flug-
leiðir og enska nafnið Icelandair
var ekki snjallt af Flugleiðastjórn-
inni að efna til deilna nú. En deil-
ur verða, um það þarf ekki að ef-
ast. Ég á ekkert í Flugleiðum og
þekki ekki mikið tii þar innan-
húss, en flýg nokkuð með félag-
inu. Það virðist sem sú kona sem
að sögn er einn aðstandenda fyrr-
um Loftleiða hf. hafi nokkuð tO
síns máls er hún leggur nú til að
nafnið Loftleiðir verði einnig not-
að í flugrekstrinum.
Vigdís sátta-
semjari í orku-
deilunni
Ingunn hringdi:
Ég tel rétt að frú Vigdís Finn-
bogadóttir verði fengin til að
miðla málum í þeirri deilu sem
tengist orkufrekum iðnaði hér á
landi. Nú hefur hún nýlega opn-
að nýtt gasvinnslusvæði fyrir
Norðmenn. Ég sé hana í anda
opna gasvinnslusvæði hér á
landi finnist hér nýtanlegt gas
eða jafnvel olía. En þar sem frú
Vigdís nýtur virðingar hér ætti
hún að eiga auðvelt með að leiða
deilumál um orkufrekan iðnað
hér á landi til lykta - með sínum
skynsamlega málflutningi.
í hvað fara
peningarnir?
Kati-ín Halldórsdóttir skrifar:
Nú er búið að skera niður í
heilbrigðiskerfinu og hjá örorku-
og ellilífeyrisþegum og í fleiri
opinberu geirunum sem ríkið
stendur straum af. Það hlýtur að
vera gróusaga að þingmenn og
ráðherrar eigi fyrirtæki hérlend-
is og erlendis og fjármagni þau
með fé úr ríkissjóði. Eða hvers
vegna þurfa ráðamenn að safna
svona miklu fé í ríkissjóð? - í
hvað fara allir þessir peningar?