Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Síða 13
MÁNUDAGUR 17. MARS 1997
13
Fréttir
I
i
i
i
(
i
(
i
(
<
Já nú er hægt að gera góð kaup
fyrir heimilið eða sumarhúsið.
Lausanne er 6 sæta hornsófi með
sérlega slitsterku áklæði. 2 áklæðalitir.
Komdu til okkar strax
í dag og þú gerir
frábær kaup.
Velkomin
HUSGAGNAHOLLIN
Bíldshofði 20 -112 Rvík - S:510 8000
VÍtl
menn!
UKIf
550 börn í 24 kórum á móti á Laugarvatni:
Mikil gróska
í starfi barnakóra
DV.Vik:
„Það er greinilega mikil gróska í
starfi bamakóra á landinu," sagði
Þórunn Bjömsdóttir, kórstjóri og
framkvæmdastjóri kóramótsins,
sem var haldið á Laugarvatni um
helgina, í samtali við DV.
„Við erum hér með um 550
krakka á aldrinum 10-16 ára úr 24
kórum viðs vegar að af landinu.
Dagskráin er þéttskipuð. Við byrj-
uðum að æfa strax á laugardags-
morgun og vorum að fram undir
kvöldmat. Eftir hann var kvöld-
vaka þar sem kóramir komu hver
með sitt atriði. Á sunnudag æfð-
um við um morguninn en eftir há-
degi skiptist hópurinn í tvennt.
Annar fór í Skálholtsdómkirkju
og söng þar við messu en hinn
söng í Selfosskirkju," sagði Þór-
unn.
Þrátt fyrir erfiða tíð og færð kom-
ust aðeins 3 kórar ekki á mótið.
Einn, kórinn á Laugum i Þingeyjar-
sýslu, komst við illan leik til Akur-
eyrar en sneri þar við og fór heim.
Þetta er í 11. skipti sem slíkt mót er
haldið en þau hafa verið haldin ann-
að hvert ár á vegum félags tón-
menntakennara.
„Fjöldi þátttakenda er orðin það
mikill að í ár varð að tvískipta
hópnum. Það em líka mikil framför
í starfinu, til dæmis era flestir kór-
amir farnir að syngja í þremur
röddum og sönggæðin eru mikil,“
sagði Þórunn.
Hún segir að svona mót séu
byggð upp á samkennd og samsöng,
ekki sé um neina samkeppni að
ræða. Þá vildi hún koma á framfæri
þökkum til heimafólks á Laugar-
vatni fyrir aðstöðuna og allan að-
búnað, hvora tveggja hafi verið al-
veg frábært. -NH
Það var oft þröngt þegar æft var. Hilmar Örn Agnarsson, organisti og kór-
stjóri, hjá píanóinu. DV-mynd Njörður
Kóramót á Laugarvatni:
Rosalega gaman
laust fyrir sig. Ánægjulegt var líka
hvað krakkamir úr Vík stóðu sig
vel. Greinilega vel í stakk búnir til
að taka þátt í svona mótum. -NH
DV.Vík:
„Það er búið að vera alveg rosa-
lega gaman á mótinu,“ sögðu krakk-
arnir úr bamakór Víkurskóla, sem
voru á lands-
móti bamakóra
ásamt 23 kór-
um á Laugar-
vatni umhelg-
ina, við frétta-
ritara DV.
„Við lögðum
af stað um há-
degið á laugar-
dag. Það átti að
fara snemma
um morguninn
en þá var svo
vont veður að
það varð að
fresta brottförinni," sögðu þau.
Alls fóra 26 krakkar úr Vik á
mótið ásamt kórstjóranum Önnu
Bjömsdóttur og þremur aðstoðar-
mönnum. Að sögn foreldra sem fór
með var þetta mjög gaman og
greinilegt að krakkamir höfðu bæði
gagn og gaman af ferðinni.
Skemmtilegt var að heyra og sjá hve
Nokkur barnanna í Víkurkórnum. DV-mynd NH
kórarnir náðu að syngja vel saman
og hvað þeir voru fljótir að því.
Stjórnendurnir höfðu líka gott vald
á öllu saman og allt gekk snurðu-
Fullfermd
l LH
omtækja
með 100w RMS magnara, 61 díska geislaspilara, útvarpí,
tvöföldu segulbandí, vekjara, 3 Way hatölurum og fjarstýringu.
SC-CH84
staðgreiðsluverð með 50 diska safni aðeins
Kk. ^CíoWoVnT
stæðunm
fylgja
staðgreiðsluverð án diska aðeins...
■R# ^IU ToTo
^ GEISLADISKAR
fi Gullmolar úr sögu dægurlagatónlistar
1 og brot af þvi besta úr heimi klassískrar tónlistar.
BRAUTARHOLTI SÍMI 562 5200 & KRINGLUNNI SIMI 568 8199
AKRANES: Málningarþj. Mertro • Hljómsýn / BORGARNES: KB / HELLISSANDUR: Blómsturvellir /
BOLUNGARVÍK: Laufiö / ÍSAFJÖRÐUR: Póllinn / SAUÐÁRKRÓKUR: Hegri / AKUREYRI: Radióvinnustofan •
Radíónaust • Metro • Tölvutæki-Bókval / HÚSAVÍK: Ómur / SEYÐISFJÖRÐUR: KH • Pétur Kristjánsson /
EGILSSTAÐIR: Rafeind • KH / NESKAUPSTAÐUR: Tónspil / VOPNAFJÖRÐUR: Kauptún / HÖFN: Raf.þj. BB /
SELFOSS: KÁ / VESTMANNAEYJAR: Brimnes • Tölvubær / KEFLAVÍK: Rafhús