Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 17. MARS 1997
óháð
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformafiur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstiórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: jSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hagkvæmni sameiningar
Ákveöið hefur verið að hefja formlegar viðræður um
sameiningu Reykjavíkur og Kjalameshrepps. Sú ákvörð-
un er skynsamleg. Náisi samkomulag ætti það að verða
báðum sveitarfélögunum til hagsbóta. Fram hefur kom-
ið hjá borgarstjóra Reykjavíkur að með sameiningu
sveitarfélaganna séu tryggðir framtíðarhagsmunir borg-
arinnar í byggðaþróun. Byggðin getur með því móti
haldið áfram að þróast meðfram strandlengjunni en
óþarft verður að teygja byggð í austurátt og upp í hæð-
ir. Hagur Kjalameshrepps er fólginn í bættri þjónustu
við íbúana. Sveitarfélagið er fámennt og hefur tæpast
bolmagn til þess að veita þá þjónustu sem önnur sveitar-
félög á höfuðborgarsvæðinu geta veitt.
Sveitarfélögin tvö hafa skipað menn í samstarfsnefnd
um sameininguna. Með þeirri nefndarskipan er málið úr
höndum stoöiana sveitarfélaganna og fer ekki til at-
kvæðagreiðslu þar. Það er síðan nefndarinnar að gera
tillögu um það hvort sameina skuli Reykjavík og Kjalar-
neshrepp og þá með hvaða hætti það gerist. Málið fer
síðan í tvennar umræður í hreppsnefnd Kjalameshrepps
og borgarstjóm Reykjavíkur. Endanlega tækju síðan
íbúar beggja sveitarfélaganna afstöðu til málsins í alls-
herjaratkvæðagreiðslu.
Borgarstjóri Reykjavíkur hefur bent á þá staðreynd að
sveitarfélagamörk á höfuðborgarsvæðinu eru hamlandi
í sambandi við byggðaþróun. Sameinist Reykjavík og
Kjalameshreppur verður Mosfellsbær sem eyland þar á
miili. Bein tengsl nást hins vegar milli Reykjavíkur og
Kjalamess með fyrirhugaðri Kleppsvíkurtengingu þar
sem aðalumferðaræðar liggja fram hjá Mosfellsbæ.
Fari svo að samkomulag takist milli Reykjavíkur og
Kjalameshrepps ætti það að verða öðrum sveitarstjóm-
armönnum á höfúðborgarsvæðinu hvatning til þess að
huga að stöðu svæðisins í heild. Segja má að byggð á
höfðuborgarsvæðinu sé samfelld frá Mosfellsbæ að
Bessastaðahreppi. Auk Kjalameshrepps, Mosfellsbæjar
og Reykjavíkur eru á þessu svæði Seltjamames, Kópa-
vogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur.
Þegar er umtalsverð samvinna milli þessara sveitarfé-
laga en hún mætti vera miklu meiri og verulega hlýtur
að koma til álita að sameina þau. Fari ókunnugur milli
sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu er útilokað að segja
til um hvenær farið er yfir bæjarmörk. Bæimir em sam-
vaxnir og mynda í reynd eina borg.
Verulega mætti spara í yfirstjóm með sameiningu
þessara sveitarfélaga. Nú er borgar-, bæjar-, eða hrepps-
stjóm á hverjum stað. Þá reka sveitarfélögin tvö aðskil-
in almenningsvagnakerfi, tvö rafveitukerfi, vatnsveitu-
kerfi og slökkvilið svo dæmi séu tekin. Deilur em með-
al annars um verðlagningu á vatni á höfúðborgarsvæð-
inu og hugmyndir um nýja vatnsveitu. Með sameiningu
væri hægt að leysa þessi vandamál auk annarra og auka
þannig rekstrarhagkvæmni.
Til þess að ná árangri á þessu sviði þurfa sveitar-
stjómarmenn að horfa á hagsmuni heildarinnar. Sam-
eining raskar valdahlutfollum og smákóngar á hverjum
stað geta tapað stöðu sinni. Þá getur gamall hrepparígur
reynst erfiður þótt hagkvæmni blasi við.
Það verður því fróðlegt að sjá hver niðurstaða samein-
ingamefndar Reykjavíkur og Kjalamess verður. Hún
gæti orðið fordæmi öðrum sveitarstjómum á svæðinu.
Hagkvæmni sameiningar er augljós hafi menn kjark til
þess að stíga þau skref sem nauðsynleg eru.
Jónas Haraldsson
Olíugasi safnaö úr fyrstu borholunni viö Skógarlón í Öxarfiröi. Á myndinni eru Björn Benediktsson, fyrrv. odd-
viti í Öxarfjaröarhreppi, og Magnús Ólafsson, jaröefnafræðingur á Orkustofnun.
Olían og Island
Nokkuð hefur verið
rætt um hugsanlegar ol-
íuauðlindir íslands í
kjallaragreinum DV að
undanfórnu. Finnst mér
ástæða til að skerpa að-
eins þessa umræðu með
því að fullyrða einfald-
lega að olía og gas hafa
myndast hér í ungum set-
lögum og eru auk þess að
myndast á þessari stundu
og það beint fyrir augum
okkar. Ástæðan er ein-
fóld og tengist jarðhita-
virkni. Jafnframt má
upplýsa alla mn að til eru
dæmi frá Indónesíu um
að olía hafi myndast og
sé unnin úr setlögum á
svipuðum aldri og þeim
sem finnast á landgrunn-
inu okkar. Spurningin
er því ekki hvort olía og
gas hafi myndast heldur
hvort það finnst ein-
hvers staðar í vinnan-
legu magni. Um það rík-
ir mikil óvissa.
- draumsýn eöa veruleiki
Kjallarinn
Guðmundur Ómar
Friðleifsson
jaröfræöingur á Orku-
stofnun
örlítið magn af
jarðolíu við sér-
stakar aðstæður í
surtarbrandslagi í
gömlu jarðhita-
kerfi. Önnur vís-
bending um olíu
fannst svo í Öxar-
firði ári síðar en
þar háttar svo til
að olíu- og gas-
myndun virðist
vera í gangi í
virku jarðhita-
kerfi.
Með tilraunaholu,
sem boruð var
1991, átti að reyna
að komast að því
hvort olíugas-
myndunin ætti sér
stað í efstu setlög-
Hvernig myndast
olía og gas?
Til olíumyndunar
þarf einungis lífrænar
leifar, dálitiö af vatni og hæfilegan
hita í nokkurn tíma. Tíminn er
þeim mun styttri sem hitinn er
hærri en sé hitinn of hár brennur
súpan einfaldlega viö og olían
brotnar niður í einfoldustu gerð af
kolagasi (metan) sem út af fyrir sig
er ágætisorkugjafí.
Von íslands um olíufund tengist
jarðhitanum þvi við lágan hita eins
og víðast á olíusvæðum erlendis
tekur olíumyndun milíjónir ára við
30- 40°C hita. Hér tekur hún ör-
skamman tíma við 90-130°C hita.
Þekking á jarðhita, gömlum sem
virkum, ætti því að gagnast okkur
við olíuleit.
Fyrsti olíufundurinn á ís-
íandi
Fyrsti olíufundurinn á íslandi
var í Lóni 1985. Þar hafði myndast
„Með tilraunaholu, sem boruð var
1991, átti að reyna að komast að
því hvort olíugasmyndunin ætti
sér stað í efstu setlögunum eða
hvort hún væri ættuð neðar úr
jarðlagastaflanum. “
unum, eða hvort hún væri ættuð
neðar úr jarðlagastaflanum. Rann-
sókninni er ólokið þar sem holan
misheppnaðist.
Augun opnast
Báðir ofangreindir olíu- og gas-
fundir opnuðu augu margra hér
fyrir því að olíumyndun við ísland
er ekki fjarstæða, bæði vegna auð-
ugs lífríkis í höfunum umhverfis
landið og svo alls jarðhitans. Við
höfum meðal annars reynt að fá
djúpar rannsóknarholur boraðar i
gegnum setlagastaflann úti fyrir
Norðurlandi í tengslum við alþjóð-
legt hafsbotnsverkefiii sem íslend-
ingar eiga aðild að. Þó að þar væri
alls ekki um neina olíuleit að ræða
sóttumst við eftir alhliða upplýs-
ingum um setlagagerð, umhverfis-
og veðurfarsbreytingar, eldvirkni-
sögu o.fl. í leiðinni hefðum við þó
komist að því hversu mikiö magn
lífrænna efna væri að finna i set-
lögunum og hvort þar er eitthvert
gasstreymi því að strangar öryggis-
kröfur eru viðhafðar þegar opnar
rannsóknarholur eru boraðar í set-
lagastafla.
Umsóknin var ekki samþykkt, og
það m.a. vegna þess að spum-
ingamar um setlagatrogið þóttu of
staðbundnar. Kannski eru það
skilaboð til íslendinga um hverjum
beri að rannsaka hvað en jafnframt
var ljóst að talsvert vantaði á að
undirbúningsrannsóknir væra
nógu viðamiklar. Úr því er verið að
bæta, m.a. með stuðningi Rannís,
en betur má ef duga skal.
Hvað ber að gera?
í grein Guðmundar Hallvarðs-
sonar, 10. þingmanns Reyk-
víkinga, 7. mars síðastliðinn
er nokkuð rætt um dýpkun
554 m djúprar rannsóknar-
holu I Flatey. Er sú hugmynd
góðra gjalda verð og hefur
Guðmundur ásamt fleiri þing-
mönnum flutt þingsályktunar-
tillögu þess efhis að ríkis-
stjórnin stuðli að því að nú
þegar verði hafhar markviss-
ar rannsóknir á því hvort olía
eða gas finnst í landgrunni íslands.
Undir þessa tillögu tek ég heils
hugar og auðvitað er sjálfsagt að
fara sem ódýrastar leiðir að því að
glæða áhuga erlendra leitarfyrir-
tækja. Þannig gæti t.d. 1 km djúp
hola í Grímsey verið jafii áhuga-
verð og dýpkun Flateyjarholunnar
en Grímsey er úrvals borpallur.
Of langt mál yrði að ræða skyn-
samlegustu rannsóknaráætlunina
hér en nokkuð samstíga hugmynd-
ir um markvissar rannsóknir
liggja fyrir hjá þeim Islendingum
sem olíurannsóknum hafa tengst
til þessa. Því fagna ég þessu frum-
kvæði þingmannanna og er það
von min að stjómvöld taki á mál-
inu með opnu hugarfari og stuðli
að markvissum grunnrannsókn-
um.
Guðmundur Ómar Friðleifsson.
Skoðanir annarra
Tvö skattþrep
„í þvi samningaferli sem nú stendur yfir um kjör
launafólks, hefur Alþýðusambandsforustan gert til-
lögu um að sett verði á tvö skattþrep, þessu hefur
ríkisstjómin tekið þunglega og telur því allt til for-
áttu, því spyr sá sem ekki veit, hveijir em aðal-
þröskuldamir þar í vegi? Á þeirri tækni- og tölvuöld
getur það varla verið stórt mál að búa til „pró-
gramm“ þar sem haframir eru síaðir frá sauðunum
... Ég teldi það veröug verkefni löggjafans að smíða
skattalög sem tækju tilliti til efnahags og aðstæðna
einstaklingsins.“
Guðmundur Jóhannsson í Mbl. 14. mars.
Bras í bankamálum
„Er stofnun nýs hlutafélagabanka, Fjárfestinga-
banka, til þess fallin að einfalda og draga úr kostn-
aði við bankakerfið? Mun hið efnahagslega lýðræði
aukast við þessi umskipti? ... Það skyldi þó aldrei
vera, að allt þetta bras, allur þessi umbúnaður ríkis-
stjórnarinnar í bankamálunum miði ekki að því að
einfalda kerfiö og gera það skilvirkara, heldur stefni
í þveröfuga átt: nefnilega búa til nýja bankastjóra-
stóla fyrir ráðherra í þessari ríkisstjóm sem vilja úr
argaþrasinu og komast i þægileg sæti?“
Guömundur Ámi Stefánsson í Alþbl. 14. mars.
Launin hjá Pósli og síma
„Þegar gerðir voru ráðningarsamningar við yfir-
menn Pósts og síma, þá var byggt á gagnkvæmum
trúnaði um innihald þeirra. Samkvæmt þvi er það
ekki hægt fyrir annan aðilann að rjúfa þann trúnað
... Við höfum t.d. ekki upplýst samgönguráðherra
um launakjör í þessum ráðningarsamningum. Eig-
andinn og stjómendur eiga fyrst og fremst að fylgj-
ast með afkomu fyrirtækisins. Þá skiptir það vænt-
anlega ekki máli í því samhengi hvort þessi starfs-
maðurinn eða hinn sé með 10 þúsund krónum
minna eða meira í laun á einhverju tímabili."
Pétur Reimarsson í Degi- Tímanum 14. mars.