Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Síða 15
MÁNUDAGUR 17. MARS 1997
15
Áhrifamáttur
sjónvarps
„Vaxandi ofbeldi hérlendis og erlendis má líka aö verulegu marki rekja til
sjónvarps," segir Siguröur m.a. í grein sinni.
ir neöan meðallag, heldur af hinu
að þeir eru framleiddir fyrir
geysistóran markað austanhafs og
vestan og seldir í pökkum á niður-
settu verði. Það eru ekki gæðin
heldur magnið sem úrslitum ræð-
ur.
Reynt að hamla öfug-
streyminu
Þessi þróun mála varð til þess
að Evrópusambandið gaf fyrir all-
mörgum árum út tilskipun um, að
efni sjónvarpsstöðva í álfunni ætti
að vera að 50 hundraðshlutum upp-
runnið í álfunni. Fyrir tveimur
árum lét sambandið kanna efni 105
sjónvarpsstöðva í 12 aðildarríkjum
og fékk þá niðurstöðu að 3 lönd
skæru sig úr og hefðu hlýtt tilskip-
uninni: Danmörk, Holland og
Portúgal. Ailar stöðvar í þessum
löndum voru fyrir ofan 50% mörk-
in. I Þýskalandi voru 3 af 8 sjón-
varpsstöðvum undir mörkunum.
Bretar, Belgar, Grikkir og ítalir
virtu tilskipunina að vettugi, en
talsmenn Evrópusambandsins
töldu eigi að síður tilskipunina
hafa borið umtalsverðan árangur.
Á síðustu sex árum hefur hlutfall
evrópskra sjónvarpsþátta hækkað.
Tilskipun Evrópusambandsins
ætti að vera okkur íslendingum al-
varlegt umhugsunarefni. Hérlendis
drottnar annars og þriðja flokks
bandariskt sjónvarpsefni svo ger-
samlega að heita má aö ísland sé
orðið vesturheimsk sjónvarpshjá-
lenda og á raunar líka við um
obbann af kvikmyndahúsunum, og
þá einkanlega SAM-bíóin sem
minna einna helst á bíó í banda-
rískum útkjálkabæjum.
Sigurður A. Magnússon
Sjónvarp er orðið
svo snar þáttur í dag-
legri tilveru íslend-
inga, að vísast mótar
það dagfar þeirra og
hugsunarhátt í ríkara
mæli en þeir gera sér
almennt grein fyrir
sjálfir. Það hefur átt
verulegan þátt í að
færa heimsbyggðina
saman, og ekki ólík-
legt að það hafi beint
og óbeint stuðlað að
þeim gertæku um-
skiptum sem urðu um
austanverða áhúna á
ofanverðum níunda
áratug aldarinnar.
Vaxandi ofbeldi
hérlendis og erlendis
má líka að verulegu
marki rekja til sjónvarps, enda
hefur það lengi verið ofurselt
þeirri hráu ofbeldisdýrkun, sem
um langt skeið hefur auðkennt
bandarískan kvikmyndaiðnað og
virðist stöðugt færast í aukana.
Jafnvel stjórnvöldum í Was-
hington er farið að verða órótt, en
þau standa vitaskuld nálega mátt-
vana andspænis ævintýralegu
auðmagninu sem vesturheimskur
kvikmyndaiðnaður ræður yfir og
beitir purkunarlaust til að móta
jafnt löggjöf sem smekk almenn-
ings. Við þurfum ekki annað en
fylgjast með bíóauglýsingum á
báðum sjónvarpsstöðvunum til að
sannreyna, hve fullkomlega blygð-
unarlaus ofbeldisáróður banda-
rískra kvikmyndaframleiðenda er.
Hver eru áhrifin?
Það hlýtur að vera íhugunarefhi
með hvaða hætti sjón-
varpið mótar sálarlíf
og samskipti þeirra
sem frá blautu bams-
beini venjast því að
horfa upp á blóðug of-
beldisverk og morð
hvern dag sem Guð
gefur. Að leggja það að
jöfnu við lýsingar á
obeldisverkum í bók-
um, til dæmis íslend-
ingasögum, er hrein
fásinna og einungis til
vitnis um fáfræði
þeirra, sem svo tala,
um áhrifamátt mynd-
máls. Það er engin bá-
bilja, að sjón er sögu
ríkari.
Um áhrif sjónvarps á
fullorðnar manneskjur
er vandasamara að dæma. Skapar
sjónvarpið, þegar til lengdar lætur,
nálægð eða fjarlægð? Á sjónvarpið
til dæmis með yfirþyrmandi lýsing-
um sínum á þjáningum heims-
byggðarinnar þátt í að gera okkur
ónæm fyrir þrautum og örlögum
náungans? Eða getur sjónvarpið
miðlað samúð, skilningi og hlut-
deOd í kjörum annarra? Hefur lát-
laus straumur
skemmtiefnis,
sem endrum og
eins er rofinn af
fréttaþáttum og
svokölluðu alvar-
legu efni, í för
með sér, að allt
renni út í eitt? Er
það rétt sem
franski kvik-
myndahöfundur-
inn Jean Luc
Godard hélt fram, að sjónvarpið sé
miðill gleymskunnar? Eða það sem
leikarinn og söngvarinn David
Bowie var látinn segja í hlutverki
manns sem hrapaði til jarðar í
samnefndri kvikmynd: að sjón-
varpið sýni allt, en segi ekki neitt?
Forráðamenn Evrópusambands-
ins hafa haft vaxandi áhyggjur af
ásókn bandarískra sjónvarpsþátta í
dagskrár evrópskra stöðva. Það
stafar ekki af gæðum nefndra
þátta, því þeir eru flestir langt fyr-
Kjallarinn
Siguröur A.
Magnússon
rithöfundur
„Hérlendis drottnar annars og
þríðja flokks bandarískt sjón-
varpsefni svo gersamlega að
heita má að ísland sé orðið vest-
urheimsk sjónvarpshjálenda og á
raunar líka við um obbann afkvik-
myndahúsunum.“
Járnblendiverksmiðjan, veskú!
íslenska ríkið hefur lagt 4000
miiljónir króna í Jámblendiverk-
smiðjuna á Grundartanga. Með
slíkum heimanmundi hefur rekst-
ur verksmiðjunnar verið tryggð-
ur oftar en einu sinni. Ef verk-
smiðjan hefði að meirihluta verið
í höndum Elkem er líklegt að
henni hefði fyrir löngu verið lok-
að. Það er því eðlilegt að starfs-
menn á Grundartanga, sem lagt
hafa hart að sér fyrir fyrirtækið,
séu uggandi um sinn hag. Iðnað-
arráðherra landsins hefur hins
vegar engar áhyggjur af slíku.
Hann hefur nú með stuðningi
ríkisstjórnarinnar ákveðið að af-
henda Elkem meirihluta í fyrir-
tækinu á gjafverði. Samkvæmt
mati sem gert var í tengslum við
samningana við Elkem er hlutur
ríkisins nú talinn aðeins 1300
milljóna króna virði. Norska fyr-
irtækið fær meirihluta og þar
með yfirráð í fyrirtækinu afhent
á silfurfati. En fleira fylgir í kaup-
bæti.
Loforð fyrir rjóma úr
vatnsaflinu
Raforkusalan til Járnblendi-
verksmiðjunnar hefur ekki verið
ábatasöm fyrir Landsvirkjun á
heildina litið. Hluti af bjargráðum
til að halda
verksmiðjunni
gangandi hefur
falist í að veita
afslátt af raf-
orkuverði sem
var mjög lágt
fyrir. Svolítið af
þeim stuðningi
hefur komið til
baka þau ár sem
hagur verk-
smiðjunnar hef-
ur vænkast.
I tengslum við fyrirhugaða
stækkun verksmiðjunnar um
einn ofn hefur verið gerður nýr
raforkusamningur, en efni hans
er haldið leyndu. Jafnhliða féllst
meirihluti stjórnar Landsvirkjun-
ar á að gefa Elkem sem væntan-
legum húsbónda í verksmiðjunni
fyrirheit um frekari
orkuafhendingu ef
þeim þóknast að
bæta við fleiri ofnum
síðar. Þannig tryggir
Elkem sér aðgang að
rjómanum í íslensk-
um orkulindum til
margra áratuga ef
þeim hentar.
Umhverfismálin
mikiö áhyggju-
efni
Lengi vel eftir að
verksmiðjan hóf
rekstur var ekki
kvartað yfir mengun
í nágrenni hennar.
Þó var ljóst að þaðan
bárust mengandi
efni, m.a. brenni-
steinssambönd og koltvísýringur.
Eftirlit með rekstrinum af hálfu
Hoflustuvemdar hefur hins vegar
verið í skötulíki og mengunar-
varnabúnaði ekki verið haldið
við sem skyldi. Afleiðingin er
hvimleið rykmengun frá verk-
smiðjunni, einkum síðustu miss-
eri. Nú talar iðnaðarráðherra um
að gerðar verði kröfur um „ítr-
ustu mengunarvarnir".
Ljóst er að ráðherrar Fram-
sóknarflokksins hafa alveg sér-
stakan skilning á þvi
hugtaki. í því felst
t.d. ekki nein hreins-
un á brennisteins-
samböndum. Þá ligg-
ur skjalfest fyrir í
svari umhverfisráð-
herra við fyrirspurn
minni á Alþingi að
framleiðsluaukning
um 50 þúsund tonn
hefur í fór með sér
aukna losun á gróð-
urhúsalofttegundinni
koltvisýringi um 167
þúsund tonn. ísland
á þegar í miklum erf-
iðleikum með að
standast þjóðréttar-
legar skuldbindingar
að þessu leyti, og
með stækkun Járn-
blendiverksmiðjunnar fjúka öll
slík markmið út í veður og vind.
Þá er það mikill misskilningur
að með stækkun verksmiðjunnar
skapist fjöldi nýrra starfa. Þar
verður aðeins um nokkra tugi að
ræða til viðbótar því sem nú er,
kannski 20-30 manns eða á borð
við litla saumastofu. Tflkostnað-
urinn er hins vegar gífurlegur og
væri betur kominn í öðrum og líf-
vænlegri atvinnugreinum.
Hjörleifur Guttormsson
„Raforkusalan til Járnblendiverk-
smiðjunnar hefur ekki veríð ábata-
söm fyrír Landsvirkjun á heildina
litið. Hluti af bjargráðum til að
halda verksmiðjunni gangandi hef-
ur falist i að veita afslátt af raf-
orkuverði sem var mjóg lágt fytir.u
Kjallarinn
Hjörleifur
Guttormsson
alþingismaður
Sigurður Valgeirs-
son, liðsstjóri Kefl-
víkinga.
Með og
á móti
Veröur Keflavík íslands-
meistari í körfuknattleik?
A5 sjálfsögðu
„Að sjálfsögðu verða Keflvík-
ingar íslandsmeistarar. Það er
gífurleg breidd í liðinu og mikill
sigurvilji. Þá höfum við í röðum
okkar frábæran erlendan leik-
mann sem er
mjög erfitt að
stöðva. Við
erum með
skyttur á færi-
bandi i liðinu
eins og kom
berlega í ljós á
dögunum þeg-
ar Kiddi Frið-
riks skoraði
ekki stig en
samt unnum
við með yfir 30 stiga mun. Hrað-
inn í liðinu er gífurlegur og við
höfum yfirleitt afltaf sprengt liö-
in á lokakaflanum. Við erum
mjög hungraöir í íslandsmeist-
aratitilinn þvi það eru komin
nokkur ár síðan við unnum hann
síðast. Ég er sannfærður um að
þetta tímabil verður það besta í
sögu Keflavíkur, stelpumar
vinna þrefalt og strákamir fjór-
falt, svo við teljum Reykjanesmó-
tið með. Það er erfitt að spá hver
andstæðingurinn í úrslitunum
verður en ég hallast þó frekar að
því að það verði Grindavík þó
svo að það megi aldrei afskrifa
Njarðvíkinga. Ég sé í fljótu
bragði ekki nein teikn á lofti um
að íslandsmeistaratitillinn yflr-
gefi Suðumesin á næstunni. Ég
hef sagt að það sé hollt fyrir
íþróttina að titillinn fari á
Reykjavíkursvæðið en við ætlum
ekki að láta það verða á okkar
kostnað."
Grindavík
vinnur
„Nei, þeir verða það ekki. Þeir
eiga eftir að stíga yfir mjög erfið-
ar hindranir. Fyrst þurfa þeir að
mæta KR-ingum og mín tilfinn-
ing er sú að KR nái að hefna
ófaranna frá
því í tveimur
úrslitaleikjum
í vetur og
vinni þá í und-
anúrslitunum.
KR- ingar eru
á bullandi sigl-
ingu og með
sjálfstraustið í
botni og það á
eftir að nýtast
þeim - gegú
Keflavikingum
enda erfitt fyrir þá að fylgja eftir
svona glæsilegum árangri í vet-
ur. Reykvíkingar hljóta að
flykkjast á bak við KR um að
reyna að stoppa að titillinn lendi
alltaf suður með sjó. Keflvíking-
ar eru með geysisterkt lið en ef
maður ber Grindavíkurliðið
saman við þá er ekki mikill mun-
ur á liðunum. Leikir þessara liða
fyrr i vetur eru ómarktækir. í
þeim fyrri voru Grindvíkingar
með annan Kana og í seinni
leiknum vantaði marga lykil-
menn. Einn munur hefur verið á
liðunum í vetur. Keflvíkingar
hafa verið að baða sig i ljósum
fjölmiðlanna en enginn hefur
verið að taka eftir frammistöðu
Grindvíkinga nema þeir sem
hafa verið í kringum liðið. Það
hafa fáir tekið eftir því hvað
Herman Myers hefur verið að
gera í leikjunum, það er að skora
30 stig og taka um 20 fráköst í
leik og hann nýtist liðinu ákaf-
lega vel. Strákamir í Grindavík-
urliðinu em reynslunni ríkari
frá því í fyrra þar sem þeir fögn-
uðu titlinum og þeir munu gera
það aftur. Ég fékk það fyrr á til-
finninguna núna en i fyrra að
Grindavík verður íslandsmeist-
ari í ár.“ -GH
Olafur Þór Jóhann-
esson, stuönings-
maöur Grindvík-