Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Side 17
MANUDAGUR 17. MARS 1997
Norðurljós
menning
17
Um næstu helgi kemur til
landsins hópur útskriftarnema
frá Old Vic-leiklistarskólanum í
Bristol á Englandi og fer rakleiðis
vestur á Tálknafjörð. Þar verða
þau í rúmar tvær vikur við að
æfa leikritið Norðurljós - eða
Northern Lights - eftir Frederick
Harrison, sem þau sýna síðan í
Þjóðleikhúskjallaranum 10- 13.
apríl. Höfundur samdi það fyrir
Hull Truck Company í Hull eftir
nokkurra vikna dvöl á Suðureyri
við Súgandafjörð fyrir um það bil
áratug síðan og það hefur verið
sýnt hér á íslensku undir nafninu
ísaðar gellur.
Leikstjóri er Gunnar Sigurðs-
son sem er að ljúka leikstjóra-
námi. Hann sagði að verkið skipt-
ist í marga þætti og fjallaði um er-
lendar farandverkakonur á ís-
landi. Fremur lýsti það persónu-
legum vanda þeirra en milliþjóða-
vandamálum, þó væri nokkuð
komið inn á samskipti þeirra við
Einsöngur í
Miðgarði
Sigurður Skagfjörð Steingríms-
son barítónsöngvari heldur ein-
söngstónleika í Miðgarði, Skaga-
firði, á fimmtudagskvöldið kemur,
20. mars, kl. 21. Sigurður er fæddur
og uppalinn í Varmahlíð og ætlar að
halda sína fyrstu sjálfstæðu ein-
söngstónleika á heimaslóðum.
Sigurður hefur starfað sem
söngvari síðan 1992, sungið mörg
hlutverk við íslensku óperuna,
haldið tónleika ásamt öðrum ein-
söngvurum og sungið með Sinfóníu-
hljómsveit íslands og ýmsum kór-
um. Á efnisskránni í Miðgarði
verða íslensk og erlend sönglög og
við flygilinn verður Bjarni Þór Jón-
atansson.
Sigurður Skagfjörð Steingrímsson.
Tiltekt í Nýlistasafninu
í vikunni sem leið var óformlega
opnuð sérstæð sýning í Nýlistasafn-
inu við Vatnsstíg í Reykjavík. Lista-
verkageymsla safnsins var rýmd og
verkunum komið fyrir i öllu safn-
inu. Þar með varð safnið umgerð
utan um tiltektargerning - þrír fag-
menn munu mæla og meta, mynda
og skrá og spá í verkin.
Sýningin verður opin þriðjudaga
til fóstudaga (ekki um helgar) frá
2-6 til 26. mars. Svo verður öllu
pakkað aftur inn og flutt í aðra
geymslu.
Að kvöldi fimmtudagsins 20.
mars og miðvikudagsins 26. mars
kl. 20 verða spjallkvöld í safninu þar
sem valdir félagar munu ganga
milli verka og leysa frá skjóðunni
eftir því sem andinn blæs þeim í
brjóst. Gestir og gangandi verða
væntanlega einhvers vísari um til-
urð og árur, anda og útgeislun til-
fallandi verka, eins og segir í frétta-
bréfi safnsins. Félagsmenn eru
hvattir til að koma og leggja orð í
belg - og kannski heilsa upp á verk
sín svo aö þau gleymi þeim ekki...
íslenska karlmenn. Atriðin eru
tengd með tónlist og einnig er
sungið í atriðunum sjálfum, og í
stað þess að nota músíkina sem
gert var ráð fyrir í upphafi mun
„Mr. Bubbi Morthens", eins og
segir í fréttatilkynningunni,
koma til liðs við hópinn.
Gunnar sagði að hópurinn
hefði fengið talsverða fjölmiðlaat-
hygli út af þessari íslandsferð,
bæði vegna þess að í hópnum
væri ein fræg stúlka, Pheobe,
dóttir leikaranna Stephanie
Beacham og John McEnery,
en líka vegna þess að Island
væri mikið I fréttum í
Englandi þessi misserin.
Fjórir sjónvarpsþættir
hefðu verið sýndir undan-
farið um ísland og margar
greinar birst í blöðum, með-
al annars ferðagreinar. Og
nú er verið að skipuleggja
dagsferðir til íslands frá
Bristol.
HYUNDAI
vökvagrafa með ýtublaði
14,6 tonn.
Frábært verö. Glæsilegt útlit
▼ Skútuvogi 12A, s. 581 2530
Mr. Bubbi Morthens syngur í sýningunni