Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1997, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 19 DV Fréttir Egilsstaðir: Tónlejkar til heið- urs Árna ísleifs DV, Egilsstöðum: Tónskólinn á Egilsstöðmn stóð nýlega fyrir tónleikum til heiðurs Áma ísleifssyni, þeim landsþekkta tónlistarmanni og djassara. Ámi hefur kennt við Tónskólann í tuttugu ár og komið víða við í tón- listarlífinu hér fyrir austan, stjóm- að kómm og verið organisti fyrir utan kennsluna. Þá hefur hann staðið fyrir djass- hátíð á Egilsstöðum og verður sú tí- unda í sumar á afmælisárinu. Meira verður lagt í hana en venju- lega og hafa þó allar verið glæsileg- ar. Á tónleikunum vora eingöngu flutt lög eftir Áma, bæði þekkt lög frá liðnum árum og einnig frum- flutt. -SB Stúlkur eru í meirihluta í hljómsveit Tónlistarskólans sem lék lög Árna undir stjórn Charles Ross. Árni ísleifsson, prófessorssonurinn úr Reykjavík sem mikil áhrif hefur haft á tónlist eystra, ásamt eigin- konu sinni, Kristínu Axelsdóttur. DV-myndir Sigrún Norðurárdalur: Sundlaug á Bifröst DV, Vesturlandi: í ár eru 40 ár liðin frá því fyrstu nemendumir útskrifuðust frá Sam- vinnuskólanum að Bifröst í Norður- árdal. í því tilefni hefur stjóm Nem- endasambands Samvinnuháskólans ákveðið að efna til fjársöfnunar meðal félagsmanna til stuðnings fyrirhugaðri sundlaug sem á að byggja við skólann. Engum blööum er um það að fletta að slík bygging myndi gjör- breyta möguleikum á notkun skóla- byggingarinnar og sumarhúsanna í nágrenninu og færa skólann enn nær því markmiði að verða fræðslu- og endurmenntunarsetur fyrir eldri sem yngri nemendur skólans. Söfnun Nemendasambandsins felst í því að félagsmönnum er boð- ið að styrkja sundlaugarbygging- una í ákveðin árafjölda fram yfir aldamót og yrði lágmarksstuðning- ur 2000 krónur fyrir afnot af sund- lauginni fyrsta árið og svo 1000 krónur eftir það. Þá er hægt að kaupa kort sem gilda til ársins 2001 fyrir 5000 krónur. Fyrir nokkram árum gáfu nem- endur Hvanneyrarskóla skóla sín- um sundlaug og þá var framlag hvers og eins nemenda 5000 krónur. -DVÓ Ná/stÝur oað Maxmbsh PerjhrHtOs G320 ver&iMMcdasta, ferminjayjjöjuv hjav okkiw 1 cur - wÁa/ erþay tcomsv aAmJkil töhnu seuv fvLatr frér uuv 1 fraMitiðuta/! TaJcttr réttcu $\ er öflug, meö gott minni, hraövirkt geisladrif og stóran harödisk. Hér gildir einu hvort nota skuli tölvuna viö vinnu, nám, leik eöa flakk um veraldarvefinn - Macintosh Performa 6320 leysir vandann á skjótan og auöveldan hátt. Henni fylgja 13 geisladiskar, ritvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur og teikniforrit, leiöréttingarforritiö Ritvöllur, málfræöiforritiö Málfræöigreining o.fl. Svo er stýrikerfi hennar að sjálfsögðu á íslensku I Macintosh Performa 6320 með öllu þessu kostar aöeins: ...og nú í stuttan tíma, á meðan birgðir endast, með 28.800 baud mótaldi á aðeins: Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, simi: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.